Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Sviðsljós Demi Moore situr hér fyrir á rúmstokknum. Bruce Wiilis sefur værum svefni. Ætli hann viti af þessu? John F. Kennedy yngri brá sér á tónieika með írsku stórhljómsveitinni U2 i New York um daginn. Með sér á tónleikana tók hann kærustuna, fyrirsæt- una Julie Baker, og frænda sinn, Wiiliam Smith, sem kom fyrir dómstól á þessu ári, ákærður fyrir nauðgun, en var ekki fundinn sekur. HÚSEIGENDUR Kjaraboö eldhúsinnréttingar, fataskápar og baðinnréttingar. 12-25% afsláttur af öllum gerðum innréttinga. Greiðslukjör í allt aö 18 mánuði. H-GÆÐI HF. Suðurlandsbraut 16, Rvk. Sími 91-678787. ENGIN UTSALA EN TILBOÐSDAGAR HÓFUST í DAG Opið kl. 10-18. 20-50% afsláttur PÓSTSENDUM & z barnafataverslun Skólavörðustíg 6B, sími 62 16 82 Demi Moore dregur að sér athygli: Nakin í fötum Leikkonan Demi Moore situr fyrir nakin í næsta hefti Vanity Fair. Myndir af henni munu birtast á for- síðu og einnig inni í blaðinu. Mynd- imar eru þó ffábrugðnar flestum nektarmyndum að því leyti aö fót hafa verið máluð á Demi Moore að þessu sinni. Forsíðumyndin af Demi Moore í síðasta ágústhefti Vanity Fair hlaut mikið umtal eins og sjálfsagt er í manna minnum. Þá urðu sumir ákaf- lega hneykslaðir á leikkonunni og af þeim viðbrögðum að dæma er eins líklegt að þeir hinir sömu fussi og sveii yfir Demi von bráðar. í fyrra sat Demi Moore fyrir nakin, komin sjö mánuði á leiö, og vakti sú forsíða einhveija mestu athygli er um getur í sögu blaðsins. Tina Brown, ritstjóri Vanity Fair, þótti taka mikla áhættu með birtingu myndarinnar. Demi Moore, hin 29 ára eiginkona Bruce Willis, varð undrandi á margs konar og miklum viðbrögðum við myndinni og hún ákvað að bæta um betur í næsta ágústhefti Vanity Fair. „Það kom mér skemmtilega á óvart að fólki skyldi bregða við hluti sem fyrir mér eru ákaflega eðlilegir,“ seg- ir Demi. „Það gleður mig líka að ég skuh hafa gert eitthvað til að láta aðrar konur líta sig öðrum augurn." Forsíðan sem vakti mikið umtal í fyrra. Þessi forsíða hefur nú þegar vakiö meiri athygli en sú frá í fyrra. Jet Black Joe á Púlsinum. Hljómsveitin hefur verið á ferðinni í sumar, m.a. og Todmobile á sveitaböllum. Kolsvarti Jói stelur athygli Hjómsveitin Jet Black Joe þýtur nú eins og þota upp á himin íslenskr- ar dægurtónlistar. Þeir sem til þekkja telja aö hljómsveitin eigi eftir aö hækka flugið til muna í náinni framtíð. Ifljómsveitm er skipuö þeim Páli Rósinkrans söngvara, Gunnari Bjama Ragnarssyni gítarleikara, Starra Sigurðssyni bassaleikara, Jóni Amarssyni trommuleikara og Hrafni Thoroddsen, gítar- og orgel- leikara. Svo tónlist þeirra félaga sé skil- greind þá er um að ræða frumsamið melódískt rokk með enskum textum. Lag þeirra, Rain, kom út á safnplötu nú í sumar og nýtur mikilla vin- sælda. Þessir efnilegu piltar úr Hafnar- firði og Garðabæ hafa skrifaö undir samning við Steina hf. og er von á plötu frá Jet Black Joe um næstu jól. Viö upptöku plötunnar nýtur hljómsveitin aðstoðar Eyþórs Am- alds, poppjöfurs úr Todmobile. spilað meö Sálinni hans Jóns míns Söngvarinn Páll syngur af innlifun. DV-myndir RaSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.