Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1992, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1992. Fréttir Marska hf. á Skagaströnd: Sjófrysta ýsan í neytendaumbúðir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hvaö sem segja má um þær deilur, sem uppi hafa verið aö undanfömu um ágæti frystiskipaútgerðar okkar, eru flestir á einu máli um aö sá flsk- ur, sem frystur er um borð í togurun- um um leið og hann kemur upp úr sjónum, sé sá besti fiskur sem hægt er að fá. Hjá Marska hf. á Skagaströnd hef- ur sú starfsemi veriö tekin upp að kaupa af Skagstrendingi hf. ýsu sem fryst hefur verið um borð í togaran- um Örvari. Ýsan er síðan „brotin upp“ úr öskjunum sem hún hefur verið fryst í, 2-3 flök em sett í poka og þaðan fer flskurinn í verslanir. Þegar DV leit þar inn vom Lilja Kristinsdóttir, Særún Níelsdóttir og Þórey Jónsdóttir í óöaönn að setja ýsuna í slíkar umbúðir og vom þann daginn að pakka fyrir Hagkaup. Þær sögðu að ýsan frá Marska færi í verslanir vítt og breitt um landið og líkaði mjög vel og þeir sem reynt hafa a.m.k. draga það ekki í efa. Hagakirkja 1 Holtum færð í upprunalegt horf: Kostar nokkrar milljónir króna - kirkjan 100 ára í ár Um þessar mundir standa yflr framkvæmdir við Hagakirkju í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Eitt hundrað ár em liðin síðan kirkjan var tekin í notkun en 1894 var hún afhent Hagasöfnuði til eignar. Að sögn Halldóm Þorvarðardóttur sóknarprests er stefnt á að taka kirkjuna í notkun 1994 eftir að búið verður að koma henni í uppmnalegt horf. Fjármögnun endurbótanna fer fram úr Kirkjugarðssjóði, Húsfrið- unarsjóði ríkisins, Jöfnunarsjóði sókna og Kirkjubyggingasjóði, auk framlaga frá safnaðarbörnum og öðmm einstaklingum. Ekki er vitað hvað endurbæturnar munu kosta en um nokkrar milljónir verður að ræða. Halldóra sagði að reynt yrði að spara eins mikið og mögulegt væri. Sjö hundmð þúsund króna styrkur hefur fengist úr Húsfriðunarsjóði og styrkur frá Kirkjugarðssjóði upp á eina mifljón. Loforð eru fyrir nokkur hundruð þúsund króna lánum úr Kirkjubyggingasjóöi og Jöfnunar- sjóði sókna. „Fyrir hundrað árum sáu sóknar- bömin um byggingu kirkjunnar. Ættum við ekki að geta það sama í dag?“ sagði Halldóra að lokum. Þótt endurbygging Hagakirkju hafi verið samþykkt samhljóða á safnað- arfundi á sínum tíma hafa gagnrýn- israddir komið fram. Eitt safnaðar- bamið sagöi í samtali við DV að óþarfi væri að hafa þrjár kirkjur í Holtunum en auk Hagakirkju eru Árbæjarkirkja og Marteinstungu- kirkja. „Það er alveg nóg að hafa eina kirkju hér í hreppnum. Þetta er ekk- ert nema peningasóun, auk þess sem Hagakirkja er á leiðinlegum stað. Það er sóðalegt í kringum hana,“ sagði viðmælandi blaðsins úr Haga- söfnuði. -bjb < Ý' y '. v - - - Hagakirkja í Holtahreppi í Rangárvallasýslu er orðin hundrað ára gömul Hún verður færð I upprunalegt horf fyrir nokkrar milljónir króna. Lilja, Særún og Þórey pakka hér sjófrystu ýsunni í umbúðir fyrir neytendamarkað. DV-mynd gk Okkur langaði að reyna eitthvað sjálf Gytfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við hjónin höfum bæði unnið hjá því opinhera en okkur langaöi að reyna eitthvað sjálf. Því var það að þegar meirihlutinn í hótelinu var til sölu slógum við til,“ segir Ásrún Ól- afsdóttir en hún keypti í vor meiri- hlutann eða 57% í Hótel Blönduósi ogþau hófu rekstur hótelsins 1. maí. Ásrún segir að reksturinn hafi gengið ágætiega þann stutta tíma sem flðinn sé síðan þau byrjuðu. Maímánuður hafi komið ágætlega út en júní reyndar ekki eins vel enda mun það vera reynslan að sá mánuð- ur sé ekki mjög góður yfirleitt í þess- um rekstri. Á Hótel Blönduósi eru 18 herbergi og rúm fyrir 38 gesti. Herbergin eru flest með baði og sjónvarpi og sími er á þeim öllum. Á jarðhæð er veit- ingasalur þar sem um 110 manns geta setið samtímis, eldhús og vín- stúka. Boðið er upp á morgunmat og aðrar máltíðir af fjölbreyttum mat- seðli auk þess sem réttur dagsins er ávallt á boðstólum. Eins og á öðrum hótelum er á þessu hóteli mun minna um gesti yfir vetr- armánuðina. „Á þeim tíma veröum við að treysta á heimamenn og fólk í nærsveitum, að þetta fólk notfæri sér þá þjónustu sem hér er aö hafa,“ sagði Ásrún. 40 tonn af Vilkó súpum Gyifi Kristjánasan, DV, Akureyri: Fjórir starfsmenn Vilkó súpugerð- arinnar á Blönduósi afgreiddu 40 tonn af súpum út úr húsnæði súpu- gerðarinnar á ári og hljóta það að teljast góð afköst, ekki síst þegar þess er gætt að vélvæðing fyrirtækisins er með allra minnsta móti og t.d. er súpunum pakkað í höndunum. Viðmælendur DV á Blönduósi höfðu á orði að súpufyrirtækið væri eitt fárra fyrirtækja í bænum sem gengi mjög vel í rekstri. Kaupfélag Húnvetninga er eigandi fyrirtækis- ins, keypti þaö frá Hafnarflrði 1985 og flutti starfsemina norður ári síðar og síðan hefur reksturinn gengið mjög vel. „Vilkó súpurnar selja sig sjálfar, við auglýsum sáralítið en er- um með sterka aðila sem annast dreifmguna fyrir okkur," sagði Gunnar Valdimarsson. Hráefnið í súpumar kemur að mestu frá útlöndum og segja má að við súpugerðina sé mannshöndin nær allsráðandi. Hráefnið er fyrst þurrkað í sérstökum þurrkskáp, síö- an blandað aukaefnum og hrært í „steypuhrærivél". Að því loknu fer súpuduftið í pökkunarherhergiö þar sem einn maður viktar það í poka, þeim er lokað einum í einu af ann- arri manneskju og þriðji starfsmað- urinn setur pokana í öskjur og lokar þeim. Einföld framleiðsla en afköstin góð eins og sagði hér aö framan. Bms mmi Þrjár manneskjur starfa við pökkun á Vilkó súpunum í litlu pökkunarherbergi og fóru 40 tonn um hendur þeirra á siðasta ári. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.