Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992.
Fréttir
205 þúsund tonn af þorski og Hagræðingarsjóður seldur:
Viðunandi málamiðlun
- segir Þorsteinn Pálsson - en engin fyrirheit eru til þeirra verst settu
„Þetta er málamiðlun sem leiðir
af sér að það er tekin áhætta í þorsk-
inum - en ég tel hana viðunandi
miöað við aðstæöur,“ sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
þegar hann kynnti reglugerö um
fiskaíla á næsta ári.
í reglugerðinni er gert ráð fyrir 205
þúsund tonnum af þorski sem er 15
þúsund tonnum meira en Hafrann-
sóknastofnun og Þorsteinn lögðu til
en Davið Oddsson vildi að veidd yrðu
230 þúsund tonn.
í stað niöurskurðar í þorskveiðum
verður veruleg aukning í öðrum teg-
undum. Á næsta fiskveiðiári má
veiða 65 þúsund tonn af ýsu, 92 af
ufsa, 104 af karfa, 13 af skarkola, 110
af síld og 40 þúsund tonn af úthafs-
rækju en samtals er aukning, um-
fram það sem Hafrannsóknastofnun
lagði til, um 35 þúsund þorskígildis-
tonn.
Innan ríkisstjómarinnar hafa ver-
ið skiptar skoðanir um hvort selja
eigi kvóta Hagrasðingarsjóðs, eins og
gert er ráð fyrir í lögum, eða hvort
nota eigi hann til að deyfa áhrifin af
niðurskurðinum þar sem þau koma
verst viö. Niðurstaðan er sú að kvót-
inn verður seldur á um 40 krónur
kílóið svo hann skili um 525 milljón-
um króna í ríkissjóðs. Um aðgerðir
tíl hjálpar þeim byggðum, sem verst
verða úti, segir í fréttatilkynningu
Þorsteins:
„Ríkisstjórnin samþykkir aö fela
Byggðastofnun að gera rækilega at-
hugun á áhrifum þorskbrests á ein-
stök byggðarlög og svæði og vinna
að áhtsgerð um þær ráðstafanir sem
mögulegar em til að milda áfall sem
af þorskbresti leiðir."
Miðað við þaö ástand, sem er víða
um land, má reikna með að Byggða-
stofnun finni vanda. Þorsteinn sagði
enga ákvörðun liggja fyrir um hvem-
ig verst settu byggðunum verður
bættur skaðinn. Hann sagði að aukn-
ar veiðiheimildir til handa þeim
kæmu ekki til greina og neitaði einn-
ig að beinar peningagreiðslur kæmu
til greina.
Þorsteinn sagði að þótt aðeins yrðu
veidd 205 þúsund tonn af þorski, í
stað 265 þúsund tonna á yfirstand-
andi ári, væri engin trygging fyrir
því að stofninn byggði sig upp. Þor-
steinn sagði aö þaö hefðu verið þung-
ar kröfur um 230 þúsund tonna afla
en eins og áður hefur komið fram
var það meðal annars vilji Daviðs
Oddssonar.
-sme
Vegagerð ríkislns og lögreglan stunda reglubundið eftirlit meö þungatakmörkunum á vegum og þunga vinnuvéla.
Þessi mynd var tekin í gær af Guömundi Inga Ingasyni lögreglumanni og Karli Ásgrimssyni vegaeftirlitsmanni á
Suðurlandsvegi viö Rauðavatn. Þeir voru aö vigta stóran vörubíl sem siöan rétt slapp við sektir. Að sögn Karls
eru stöðvaðir 10-50 bílar á dag i eftirlitsferðunum og flestlr ökumenn eru með hreinan skjöld. DV-mynd S
Framkvæmdastjóri Máls og menningar:
Engin lán af þessari
stærð í bókhaldinu
„Það eina sem finnst 1 skjölum fyr-
irtækisins á þessmn tíma og af þess-
ari stærðargráðu er prentunarkostn-
aður erlendis. Árið 1969 var gefin út
Reykjavíkurbók sem prentuö var í
Hollandi. Reikningur þeirrar prent-
smiðju frá árinu 1970 er í bókhaldinu
þannig að þar var ekki fært neitt á
bak við tjöldin. Mig minnir að hann
hafi verið upp á 35.000 hollensk gyll-
ini. Hann var innheimtur í gegnum
ábyrgðadeild Landsbankans. Að ein-
hveijir utanaökomandi peningar
hafi verið notaðir í það finnst mér
harla óliklegt."
Þetta sagði Ami Kr. Einarsson,
framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar
Máls og menningar, við DV. Sam-
kvæmt skjölum kommúnistaílokks-
ins í Moskvu, sem nú hafa verið dreg-
in fram í dagsljósiö, á flokkurinn að
hafa veitt Máli og menningu tvo háa
styrki á árunum 1968 og 1970. í skjöl-
unum segjr að Kristinn E. Andrés-
son, þáverandi framkvæmdastjóri
bókaútgáfúnnar, hafi sótt um fjár-
hagsaöstoð fyrir fyrirtækið. Hafi
hann fengið styrk upp á 6,8 milljónir
að núvirði árið 1970 en sambærilegur
styrkur hafi verið veittur því 1968.
Starfsmenn sovéska sendiráðsins
skráðu þau ummæli Kristins 1970 að
á því ári þyrfti bókaútgáfan að
standa skil á tveggja milljóna króna
afborgun af bankaláni. Er haft eftir
Kristni að bókaútgáfan yrði gjald-
þrota fengi hún ekki styrk frá komm-
únistaflokknum.
Ámi sagði að engin gögn um lán
af umræddri stærð fyndust í bók-
haldi fyrirtækisins frá þessum tíma.
Ofangreindur prentunarkostnaður
hefði veriö í formi víxla sem hol-
lenska prentsmiöjan hefði beðið
Landsbankann að innheimta eins og
vepj a væri 1 viðskiptum af þessu tagi.
„Viö finnum þess engin merki í
bókhaldi né fundargerðarbókum fyr-
irtækisins að það hafi fengið slíkar
upphæðir," sagði Ami. „Allir sem
komu nálægt rekstrinum og við
náum í í dag koma alveg af fjöllum.
Hefði þetta verið tekiö fyrir form-
lega, sem ekki var gert, hefði það
valdið þvilíkum deilum meðal stjóm-
armanna að það hefði aldrei náð
fram að ganga. Fyrir núverandi
sljómendur er þetta ekkert annað en
sögulegur fróðleikur.
Hafi þessir peningar komið inn í
fyrirtækið virðast þeir ekki hafa
hjálpað mikið. Rekstrarörðugleik-
amir vom þvílíkir á næstu árum,
eftir að fyrirtækið á að hafa fengið
styrkina, að það rambaði á barmi
gjaldþrots. Árið 1974 varð það til
dæmis nær gjaldþrota og tveim árum
áður hafði það selt hæð hér í húsinu
til þess að losa peninga. Allt til ársins
1980 var það í eilífum fjárhagsörðug-
leikum.“
-JSS
Jón Baldvin um tillögu Þorsteins Pálssonar:
Tillagan fullnægir
skilyrðum okkar
„Frá upphafi lögðum við áherslu á
að menn héldu sig innan áhættu-
marka varðandi þorskinn og að
kannað yröi til þrautar hvað unnt
væri að leggja á aðra stofna til að
draga úr efnahagsáfallinu. Sú tillaga,
sem sjávarútvegsráðherra að lokum
lagði fram, fullnægir þessum skilyrð-
um. Það er komin sátt í ríkisstjóm-
inni sem lýsir sér í þessari niður-
stöðu,“ segir Jón Baldvin Hannibals-
son, fomiaður Alþýðuflokksins.
Jón Baldvin segir ljóst að ákvörðun
ríkisstjómarinnar um aflaheimildir
næsta árs þýði að aflaverðmætið
verði ekki eins litið og útlit hafi ver-
ið fyrir.Þá bendir hann á að spá Þjóð-
hagsstofnunar fyrir næsta ár geri ráð
fyrir auknum útflutningstekjum af
stóriðju og samdrætti í innflutningi.
Því sé nú gert ráð fyrir um eins pró-
sents aukningu á landsframleiðslu
sem þrátt fyrir allt hljóti að teljast
viðunandi horfur.
„Það sem veldur okkur hins vegar
mestum áhyggjum er aflaskerðingin
þar sem þorskurinn vegur þyngst.
Samþykkt ríkisstjómarinnar felur
því í sér að fela Byggðastofnun að
gera rækilega athugun á áhrifum
þorskbrests á einstök byggöarlög og
svæði. í sjálfu sér er þetta ekki fyrir-
heit um eitt eða neitt heldur krafa
um að vandinn verði kortlagður."
Hann bendir á að staða sjávarút-
vegsins sé nú hrikaleg og að lang-
tímaskuldir greinarinnar nemi nú
tæplega 100 milljöröum króna. Á
hinn bóginn megi ekki rekja allan
vandann til versnandi ytri skilyrða
eða minnkandi afraksturs fiski-
stofna. Hann segir almennar efna-
hagsráðstafanir ekki duga til að
bjarga skuldsettustu fyrirtækjunum
og því verði að taka á skipulagi grein-
arinnar í heild.
Aðspurður neitar Jón Baldvin því
alfarið að ákvöröun ríkisstjómar-
innar feli í sér lengingu lífdaga verst
reknu og óhagkvæmustu sjávarút-
vegsfyrirtækjanna. „Þessi ákvörðun
lengir ekki í snörunni. Þrátt fyrir
allt stöndum við frammi fyrir
minnkun á aflaverðmæti og veltu.
Það gerir það einungis brýnna að
ráðast á skipulagsvandann.“ -kaa
Daviö Oddsson:
Útilokar ekki styrki 7
til kaupa á kvótum
„Það get ég ekki sagt. Það var al-
veg ljóst fyrirfram að skerðing á
þorski kæmi niður á einhveijum.
Það hefur tekist að milda þetta högg
töluvert en engu að síður vilja menn
skoða stöðuna mjög nákvæmlega og
síðan mun Byggðastofnun koma sínu
áliti á framfæri við ríkisstjóm sem
tæki þá ákvörðun í framhaldi af
því,“ sagöi Davíð Oddsson þegar
hann var spurður hvort hann ætti
ekki von á óánægju frá þeim byggð-
um þar sem þorskur hefur verið ráö-
andi í afla.
„Við munum ekki fara út í annað
en almennar aðgerðir. Það kemur
ekki til greina að úthluta aflaheim-
ildum. Hugsanlega getur komið til
aðstoðar við kvótakaup úr Hagræö-
ingarsjóði ef það samrýmist reglum
um Byggðastofnun og samrýmist
þeirri niðurstöðu sem komist verður
að. Þetta verður aö athuga. Ég vil
ekki gefa Byggðastofnun neina for-
skrift að sínum störfum."
- Ert þú að tala um styrki til kvóta-
kaupa?
„Eg skal ekki segja til um með
hvaða hætti Byggðastofnun mun
fjalla um þetta mál en það verður að
skoða alla þætti mjög nákvæmlega."
Þegar Davíð var spurður hvort með
því væri þá ekki aðeins verið að færa
peninga á milli vasa sagði hann að
hugsanlega yrði kvótinn eftir í
byggðunum.
Davíð sagöist vonast til að sam-
staöa yrði um niðurstöðuna í þing-
fiokki Sjálfstæðisflokksins og hann
sagði þetta meiri ákvörðun í friðun-
arátt en hefur áður verið tekin hér á
landi. Þingflokkurinn kemur saman
i dag svo og sjávarútvegsnefnd Al-
þingis.
- En er forsætisráðherrann sáttur
við þessa niöurstöðu?
„Eg er bærilega sáttur, já,“ sagði
DavíðOddsson. -sme
Fríkort Tryggingastofnunar:
Gíf urleg fjölgun korthaf a
Frá áramótum til 1. júní gaf Trygg- var ákveðið að gefa út sérstök fríkort
ingastofnun út 2.300 fríkort til sjúkl- til bama. Þar með fjölgaöi korthöfúm
inga sem höfðu náð ákveðinni há- til muna en búið er að gefa út 6.095
marksupphæð vegna heimsókna til fríkort. Bak við þann fjölda eru 9.676
lækna. einstaklingar.
í tengslum við kjarasamninga í vor -ask