Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992.
15
íslendingar og
hugaríþróttir
Hér hafa verið haldin fræg skákmót og einvigi sem vakið hafa athygli
um allan heim, segir meðal annars í grein Guðmundar.
Frammistaða íslendinga í bridge
og skák hefur að vonum vakið
mikla athygli.
íslendingar eru heimsmeistarar
og Norðurlandameistarar í bridge.
Þó spilaði ekki sama sveitin á þess-
um mótum. Allt aðrir menn á
Norðurlandameistaramótinu en i
heimsmeistarakeppninni. Ótrúleg-
ur árangur. Og nú búa bridgemenn
sig undir ólympíumótið. Ekki er
unnt að gera þá kröfu til þeirra að
þeir endurtaki leikinn en gaman
væri vissulega ef þeir stæðu sig vel.
íslendingar hafa lengi verið stór-
veldi á skáksviðinu. Þar ber margt
til. Hér hafa verið skákmeistarar í
fremstu röð í heiminum, hér hafa
verið haldin fræg skákmót og ein-
vígi sem vakið hafa athygli um all-
an heim og hér var um aldamót
gefið út eitthvert vandaðasta skák-
rit sem út hefur komið, prentað í
Flórens, og allar götur síðan verið
blómleg útgáfa skáktímarita og
skákbóka. Skákmenning er með
miklum blóma á íslandi - upp úr
slíkum jarðvegi sprettur hágróður.
Englendingar segja að það taki
þrjár kynslóðir að búa til „gentle-
man“.
Umhverfið og aðstæður verða að
hafa náð ákveðnum „þroska" til
þess að snillingar nái flugi.
Breytt heimsmynd
Athyglisvert er að íslendingar
hefðu náð silfur- eða bronsverð-
launum á ólympíuskákmótinu í
Manila ef heimsmyndin hefði ekki
gjörbreyst. Ekki færri en 14 sveitir
af 110 þátttökuþjóðum voru frá
nýjum lýðveldum fyrrum Sovét-
ríkja og Júgóslavíu.
Þannig birtist skákmenning
Austur-Evrópu í allri sinni dýrð.
KjaUaiiim
Guðmundur G.
Þórarinsson
forseti Skáksambands íslands
En ekki bara það, nú sendi Þýska-
land sameinaða sveit Austur- og
Vestur-Þýskalands og hið nýja
4relsi hefur valdið því að skáksnill-
ingar fyrrum kommúnistaríkja
hafa flust til annarra landa og tefla
fyrir þau.
Þannig hafa Bandaríkjamenn
helming sveitar sinnar fyrrum
Sovétmenn, sveit ísraels er ein-
göngu skipuð fyrrum Sovétmönn-
um og margar þjóðir eins og Sviss
og Holland hafa þannig styrkt lið
sitt.
í ljósi þess er árangur íslendinga,
sjötta sætið af 110, enn glæsilegri.
ísland var þarna í raun fremsta
skákþjóö Vesturlanda. Á toppnum
tókust á ísland og Austur-Evrópa.
Feikileg verkefni
Ekki verður nógsamlega á það
bent hversu áhugamannasamtök
vinna gríðarlegt starf á sviði hinna
ýmsu mála frjálsra félagsamtaka.
Ég verð að játa að nú, þegar ég kem
að Skáksambandi íslands eftir 20
ára fjarveru, verð ég blátt áfram
undrandi á því þróttmikla starfi
sem þar er unnið.
Það hlýtur að vera fróðlegt fyrir
almenning að kasta augunum svip-
sinnis yfir verkefnalistann.
Á síðari helmingi ársins 1992 má
sjá á verkefnaskrá Skáksambands-
ins: »
1) Ólympíuskákmót í Manila á
Fihppseyjum.
2) Heimsmeistaramót bama og
unglinga í Duisburg, Þýska-
landi.
3) Norðurlandamót í 0resund í
Svíþjóð, mót sem jafnframt er
svæðismót með þátttöku fjög-
urra stórmeistara héðan.
4) Norðurlandamót í skólaskák í
þeim aldursflokkum. Mót sem
Islendingar hafa líklega unnið
yfir 80%.
5) íslandsmót í skák.
6) íslandsmót í atskák.
7) Deildakeppni í skák.
8) Útiskákmót og fleira.
Og nú velta menn fyrir sér í kjöl-
far þessa glæsilega árangurs á
ólympíuskákmótinu hvort íslend-
ingar geti tekið þátt í Evrópu-
keppni landsliða í haust. Líklega
verður það erfitt að standa straum
af því fiárhagslega auk alls annars.
Reyndar væri þetta alls ekki hægt
nema með miklum stuðningi fjöl-
margra fyrirtækja. Þar er mörgum
að þakka.
Staða íslands í skákinni
Við berum okkur gjarnan saman
við nágranna okkar á Norðurlönd-
um á flestum sviðum. Á nýaflðknu
ólympíuskákmóti var árangur
Norðurlandanna sem hér segirr
ísland 6. sæti
Svíþjóð 18. sæti
Noregur 33. sæti
Danmörk 48. sæti
Færeyjar 64. sæti
En alls kepptu 110 þjóðir, sem
fyrr segir.
íslendingar eru nú að eignast 7.
stórmeistarann og aðeins Svíar
standa okkur jafnfætis meðal
Norðurlandaþjóða hvað varðar tit-
ilhafa í skák. En ætli Svíar séu
ekki um 35 sinnum fleiri en íslend-
ingar?
En ekki bara það, á eftir titilhöf-
um okkar er heill her af ungum
mönnum sem ekkert vantar annað
en tækifærin, ungir menn sem
munu halda merkinu jafnvel enn
hærra á lofti en fyrirennaramir.
Eins og fyrr segir hafa íslending-
ar sýnt algjöra yfirburði á skóla-
skákmótum Norðurlanda í meira
en áratug.
Á íslandi sitja við hið sextíu og
fjögurra reita borð 10 ára guttar
sem tefla ótrúlega vel og búa yfir
miklum hæfileikum.
Jarðvegurinn er kominn og hann
er frjór. Upp af frjóum jarðvegi
hinnar íslensku skákmenningar
munu á komandi árum vaxa marg-
ir gildir og sterkir stofnar ef rétt
er á spilum haldið.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Islendingar eru nú að eignast 7. stór-
meistarann og aðeins Svíar standa okk-
ur jafnfætis meðal Norðurlandaþjóða
hvað varðar titilhafa 1 skák. En ætli
Svíar séu ekki um 35 sinnum fleiri en
Islendingar?“
Aldrei að víkja
Þegar ég var að alast upp vestur
á Högum var rekið þar tívolí með
skotbökkum, hendi sem náði fyrir
mann í brjóstsykur ef sett var
króna í rauf, fegurðarsamkeppni,
Parísarhjóli og bílabraut.
Tívolíið þótti okkur krökkunum
ákaflega merkilegt en mest fannst
okkur gaman að fara í bílabrautina
þar sem aðalatriðið var að keyra á
sem flesta áður en tíminn rann út
sem menn höfðu til umráða. Þeir
sem gátu keyrt flesta í klessu, eins
og það var kallað, voru mestu hetj-
umar. Seinna fengum við meiri
áhuga á fegurðarsamkeppni en það
er önnur saga.
Nú er búið að leggja tívolíið nið-
ur, skotbakkamir era löngu horfn-
ir ásamt hendinni góðu og Parísar-
hjólinu en bílabrautin og hugsun-
arhátturinn sem henni fylgdi virð-
ist hafa gengið aftur á götum borg-
arinnar.
Þegar umferð er mest er engu lík-
ara en markmið ökumanna sé það
eitt að keyra sem flesta í klessu og
eins og forfeður okkar, víkingamir,
skeyta menn hvorki um sár né
bana.
Umferðin
Að undanfómu hef ég fylgst með
umferðinni frá Breiðholti og niður
að Hlemmi og hefur mér komið
ákaflega mikið á óvart hvað margir
komast þennan spöl lifandi.
En heiðarlegri tilraunir til að
drepa sjálfa sig og aðra hljóta að
vera vandfundnar á jafnskammri
KjaUaiinn
Benedikt Axelsson
kennari
leið. '
Oftar en einu sinni hefur til dæm-
is nærri verið búið að drepa mig í
þríriti eins og er svo vinsælt hjá
hinu opinbera og hafði ég þó ekki
annað til saka unniö en hjóla á
móti grænu ljósi í sömu andrá og
bifreiðamenningin ók yfir á rauðu.
Því miður er það ekkert eins-
dæmi að menn aki yfir á rauðu ljósi
og virðist það reyndar fremur regla
en undantekning. Böm og fullorðn-
ir arka og hjóla einnig á móti rauðu
og hugsa vafalaust á sömu nótum
og maðurinn sem hjólaði á strætis-
vagninn forðum og hafði mestar
áhyggjur af því þegar hann rankaði
við sér hvort einhver í vagninum
hefði meiðst.
Nú vita allir hugsandi menn að
bið á rauðu ljósi drepur engan og
er hún raunar fremur skemmtileg
tilbreyting frá þeim ógnarhraða
sem ríkir á flestum sviðum mann-
lífsins.
Reyndar er allur sá flýtir, sem
hijáir mannskepnuna, með öllu
óskiljanlegur því að í flestum til-
fellum er miklu skemmtilegra að
flýta sér ekki.
Þetta fann ég fljótlega eftir að ég
ánetjaðist hjólreiðum og hætti að
binda við mig bíl á hveijum degi
samkvæmt lögum því að síðan hef
ég þurft að staldra við miklu lengur
á rauðu ljósi en áður.
Götuvitar em nefnilega hannaðir
með þarfir bíla í huga en ekki gang-
andi eða hjólandi fólks og stundum
lifir græni karlinn svo stutta stund
andspænis manni að maður hefur
það á tilfinningunni að gert hafi
veriö ráð fyrir aö yfir götuna ættu
einungis spretthlauparar leið.
Þetta er lítið dæmi um það bíla-
dekur sem viðgengst í þjóðfélaginu.
En oft virðist manni að búið sé aö
setja bílinn á þann stall aö það virð-
ist aðeins tímaspursmál hvenær
farið verði að dæmi Kaligúla og
hann gerður að ráðgjafa ríkis-
stjóma en það hefur svo sem margt
vitlausara veriö gert en það.
Bílaást
Það fyrsta sem ráðherrar gera
þegar þeir hafa verið settir í emb-
ætti er yfirleitt að kaupa sér nýjan
og dýran bíl með topplúgu, sjálf-
skiptingu, krómfelgum ogbílstjóra.
Bankastjórar gera þetta víst líka,
einnig forstjórar og aðrir sem geta
verið á tveim stöðum í einu og
þurfa því aö komast leiðar sinnar
hratt og örugglega. Algengt er að
vísitölufjölskyldan eigi tvo til fjóra
bíla.
Og til að hýsa allan bílaflotann
þarf aö byggja stór og dýr hús,
fjölga bílastæðum, götum og bens-
ínstöðvum sem em orðnar svo
margar hér í borginni að það er
hæglega hægt að hoppa á milli
þeirra á öðrum fæti sem gæti auð-
vitað komið sér vel ef maður til
dæmis fótbrotnaði við aö ná sér í
bensín.
Auðvitaö eru bílar nauðsynlegir
í nútíma þjóðfélagi en samt sem
áður hljóta allir að sjá að dekrið
við bílinn er komið út í öfgar og
því tími til kominn að snúa við
blaðinu.
Eflum Strætisvagna Reykjavíkur
og fjölgum brautum fyrir hjólreiða-
menn.
Benedikt Axelsson
„Nú vita allir hugsandi menn að bið á
rauðu ljósi drepur engan og er hún
raunar fremur skemmtileg tilbreyting
frá þeim ógnarhraða sem ríkir á flest-
um sviðum mannlífsins."