Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ.1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Rússagullið
í nýfundnum skjölum sovéska kommúnistaflokksins
kemur fram að flokkurinn hafi veitt Máli og menningu
flárstyrk á árinu 1968 og aftur árið 1970. Styrkurinh nam
20 þúsund dollurum hvort árið eða jafnvirði 6,8 milljóna
íslenskra króna á núverandi verðlagi. Sú fjárhæð sam-
svaraði hálfri ársveltu fyrirtækisins.
Þessar upplýsingar komu fram í ríkissjónvarpinu í
fyrrakvöld en Jón Olafsson sjónvarpsfréttamaður hefur
á undanfómum vikum kynnt sér gögn í skjalasafni
kommúnistaflokksins sovéska sem nú hafa verið gerð
opinber. Áður hefur Jón upplýst um skjöl sem bera það
með sér að náið samband hafi verið milli sovéska komm-
únistaflokksins og nokkurra forystumanna Alþýðu-
bandalagsins á þessum sömu árum.
Hér er þó engan veginn svo að öll kurl séu til grafar
komin enda hefur ekki enn verið grafist fyrir um tengsl
íslenskra kommúnista og þeirra í Sovét á árunum áður
en Alþýðubandalagið var stofnað og uppreisnin í Ung-
verjalandi 1956 eða innrásin í Tékkóslóvakíu árið 1968
áttu sér stað.
Á tímum kalda stríðsins var því ítrekað haldið fram
af lýðræðisflokkimum íslensku að formleg og náin
tengsl væru milli íslands og Moskvu. Frá Moskvu kæmu
ekki aðeins póhtísk fyrirmæh heldur og fjárstyrkir sem
gengu undir nafninu Rússagull. Þessu mótmæltu ís-
lenskir sósíalistar þráfaldlega og staðfastlega og raunar
hafa þeir vísað því algjörlega á bug að skýrslur úr sov-
éska sendiráðinu, sem Jón ólafsson hefur skýrt frá, séu
réttar.
Upplýsingamar um styrkina til Máls og menningar
eru fyrstu sannanimar á peningagreiðslum til íslands.
Þetta mál er því merkilegra að hér er ekki um greiðslu
til stjómmálastarfsemi í þröngum skilningi að ræða
heldur styrkur til fyrirtækis, bókaforlags, sem að nafn-
inu tál, að minnsta kosti, var sjálfstætt og óháð. Það var
hins vegar opinbert leyndarmál að Máli og menningu
var á þessum áram fjarstýrt frá flokksskrifstofum sós-
íahsta. Þar vora þeir rithöfundar í náðinni sem voru
handgengnir sósíalismanum og Mál og menning var
höfuðvígi þeirra afla í bókmenntaheiminum sem forsm-
áðu allt sem bendlað var við borgaralega og lýðræðis-
lega málsvöm.
Starfsemi og stefna Máls og menningar hafði tvíþætt
hlutverk. Annars vegar að hefja þá til vegs og virðingar
sem sósíahsmanum voru þóknanlegir og nota síðan
þessa sömu nytsömu sakleysingja til að beita pennum
sínum í þágu málstaðarins. Þetta hafði ekki htla þýð-
ingu í áróðursstríðinu á kalda stríðs árunum og aht
fram á þennan áratug enda var ekki ónýtt að geta hagg-
að langflestum af höfuðrithöfundum þjóðarinnar. Ungir
rithöfundar voru og teknir undir vemdarvæng Máls og
menningar þegar þeir þurftu á auglýsingu og aðstoð að
halda við útgáfu verka sinna og þannig var óspart og
skipulega safnað hði. Svo vom framboðshstar sósíahsta
puntaðir með þessu fólki menningar og skáldverka.
Aht í þágu málstaðarins.
Stundum undruðust menn þau efni sem Mál og menn-
ing hafði th útgáfu á bókum htt þekktra höfunda en nú
virðist skýringin vera komin í ljós. Þeir vissu á flokks-
skrifstofum sósíahsta hér heima og á hokksskrifstofun-
um úti í Kreml hvað þeir vom að gera. Til þess vom
rehmir skomir. Th þess var fjárstyrkurinn notaður.
Hulunni hefur verið svipt af Rússaguhinu.
Ehert B. Schram
Langsamlega skynsamlegast að taka upp markaösskráningu á gengi krónunnar, segir meðal annars í grein-
inni.
’T**,fwiÍMd
lÍB^,
DfúUrtS
1 |l»»
kjstjnm
Patáw
Spírti
m JaJW"
ir»-
Sjá varútvegur -
Hvers er vandinn?
Vandi sjávarútvegsins er jafn
fyrirferðarmikill í umræðum um
íslensk atvinnumál og umræður
um veðrið eru í vangaveltum fólks
um daginn og veginn. Málefni þess-
arar atvinnugreinar eru þannig að
þau verða alltaf ofarlega á baugi.
Þaö finnst aldrei nein endanleg
lausn á vanda sjávarútvegsins.
Hann verður alltaf í sífelldri þróun,
vonandi framþróun þannig að lífs-
kjör þjóðarinnar geti batnað.
Við slíkt ástand verða alltaf ein-
hver fyrirtæki að hagnast og önnur
að tapa. Nýjungar í rekstri ryðja
sér til rúms og ryöja eldri vinnu-
brögðum úr vegi. Þetta er eðlilegur
vandi í sjávarútvegi.
Vandi þjóðarinnar
En er þá eitthvað til sem er óeðh-
legur vandi í þessum atvinnuvegi?
Slík staða hefur því miður of oft
skapast. Þá eyðir þjóðin miklu
meira en hún aflar og safnar er-
lendum skuldum. Við slík skilyrði
er þeim sem aflar útflutningstekna
búin óeðlilega lök kjör sem stand-
ast ekki til lengdar.
Vandi sjávarútvegsins kemur
fram sem þjóðarvandi að svo miklu
leyti sem sjávarútveginum eru
ekki búin aljnenn afkomuskilyrði
sem gera honum kleift að spjara
sig í samkeppni við aörar atvinnu-
greinar hérlendis sem erlendis.
Sjávarútvegur er sú atvinnugrein
á íslandi sem kemst næst því að
teljast alþjóðlega samkeppnishæf
og hvað sem um rekstur íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja er hægt að
segja kemst íslenskur sjávarútveg-
ur einna næst þvi að vera rekinn á
viðskiptalegum forsendum ef hann
er borinn saman við sjávarútveg
erlendis.
Gengisskráningin og hin al-
menna efnahagsstefna ráða mestu
um það hvort unnt sé að flokka
vanda sjávarútvegsins sem þjóðar-
vanda. Handstýring á gengi krón-
unnar hefur alltof oft bitnað á sjáv-
arútveginum. Því væri langsam-
lega skynsamlegast að taka upp
markaðsskráningu á gengi krón-
unnar þannig að það réðist af efna-
hagslegum forsendum fyrst og
fremst.
Þá myndi stöðugt gengi verða að
eiga sér stoð í styrkri efnahags-
stjóm en ekki byggjast á ósk-
hyggju.
Sjávarútvegsvandi
Það liggur fyrir að víöa má betur
gera í rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækja. Ekki næst jafnmikið út úr
rekstrinum og hægt væri og stjóm-
fyrirtækjanna þohr mjög erfið skil-
yrði og þau munu smám saman
leggja undir sig veiðar og vinnslu
botnfiskaflans vegna sterkrar sam-
keppnisstöðu. Einungis mikil
skuldsetning shkra fyrirtækja get-
ur komið í veg fyrir þetta.
Vandi lánardrottna
Vandi margra sjávarútvegsfyrir-
tækia er kominn á það stig að vera
orðinn vandi lánardrottnanna. At-
vinnugreinin skuldar í heild ná-
lægt 100 mflljarða króna og ljóst
aö stór hluti þeirra skulda verður
aldrei greiddur af atvinnugreininni
sjálfri. Lánardrottnar sjávarút-
vegsins hafa þó verið ótrúlega
áhyggjuUtlir yfir stöðunni.
AUt stefnir nú í verulega tíðari
gjaldþrot í sjávarútveginum. Við
gjaldþrotin stefnir í að skuldirnar
„Bankarnir og sjóöirnir ættu að skoða
hvort þeim væri ekki 1 hag að vinna
slíkt fyrirbyggjandi starf og kreQast
ennfremur breytinga á rekstri og
stjómun þeirra fyrirtækja sem eru með
lélega framlegð og afkomu.“
Kjaiiariim
Vilhjálmur Egilsson
alþm., framkvæmdastjóri
Verslunarráðs
endur fyrirtækjanna hafa komist
upp með að láta önnur sjónarmið
en viðskiptaleg ráða of miklu. Eins
hafa póUtískar björgunaraðgerðir
og afskipti sveitarfélaga oft og tíð-
um veitt falskt öryggi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun miðað við rekstr-
arskilyrði í febrúar var heUdar-
framlagið tU greiðslu vaxta og af-
borgana í veiðum og vinnslu botn-
fiska milU 7000 og 7500 mUljónir
króna. Þetta er afar lág tala, ekki
sist þegar hún er skoðuð í ljósi þess
að botnfiskaflinn samsvarar 450 tU
500 þúsund þorskígUdistonnum.
Framlegðin tíl vaxta og afborgana
er því aðeins talin vera á bUinu 14
tU 17 krónur á hvert þorskígUdis-
kUó að meðaltaU. Þessi tala hefur
hreyfst nokkuð upp og niður en var
á bUinu 20 til 22 krónur á árinu
1990.
Vandinn er að því leyti sjávarút-
vegsvandi að sum fyrirtæki í sjáv-
arútvegi í veiðum og vinnslu botn-
fiska eru að ná mun hærri fram-
legö. Frystitogarar ná t.d. auöveld-
lega yfir 40 kr. og nokkur fyrirtæki
í hefðbundnum veiðum og vinnslu
nálgast þær tölur. Það Uggur því í
augum uppi að hluti sjávarútvegs-
lendir meira og minna á lánar-
drottnunum en síðan rísi upp úr
rústunum ný skuldhreinsuð fyrir-
tæki sem geta orðið sterk í sam-
keppninni með góðum rekstri.
Ekki stefnir í fækkun fiskvinnslu-
stöðva og enga umtalsverða fækk-
un fiskiskipa. Þessi nýju skuld-
hreinsuðu fyrirtæki munu auka
kröfurnar til þeirra fyrirtækja sem
ekki eru enn í hæftu. Það setur lán-
ardrottnana í enn verri stöðu.
Skynsamlegast væri fyrir lánar-
drottnana að vinna fyrirbyggjandi
starf tíl þess að forða hinu gífurlega
tapi sem blasir við þeim. Hér væri
líka ástæða fyrir ríkið að koma inn
t.d. með almennum aðgeröum, t.d.
1 skattamálum þegar skuldum er
breytt í víkjandi lán eða í hlutafé.
Bankamir og sjóðimir ættu að
skoða hvort þeim væri ekki í hag
að vinna slíkt fyrirbyggjandi starf
og kreflast ennfremur breytinga á
rekstri og stjómun þeirra fyrir-
tækja sem era með lélega framlegð
og afkomu. Ef menn bæra gæfu til
þess að fjalla um slík mál á við-
skiptalegum forsendum myndi
vandinn vera auöveldari viöfangs.
Vilhjálmur Egilsson