Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992.
Utlönd
Fjölskyldanfær
skaðabætur
Dómstóll í Milwaukee S Wisc-
onsin-fylki í Bandaríkjunum hef-
ur ákveðiö að fjölskylda eins af
fómarlömbum fjöldamoröingj-
ans Jeflrey Ðahmer fái uro 550
miUjónir I skaðabætur.
Ekki er taliö aö fjölskyldan
muni þó nokkurn tíma fá einn
eyri af þessari upphæð þar sem
Dahmer er gjaldþrota, en faðir
hans hefur hingað til borgaö all-
an lögfræðikostnaö hans. fjöl-
skylda fómarlambsins á rétt á
greiðslum frá Dahmer ef gerð
verður kvikmynd eftir sögu hans
eöa skrifaðar bækur.
Dahmer drap 17 menn á 13
árum og fékk 15 lífstíðardóma
fyrir þau voöaverk sem hann
framdi.
Þrírdeyjaá
MontBlanc
Þrír menn létu líflð á Mont
Blanc, þessu hæsta ijalli Evrópu,
i gær. Sá fyrsti til að deyja á fjall-
inu í gær var 27 ára gamall Breti
sera dó er hann varð fyrir grjót-
hnuliungum. Auk þess lést 38 ára
ítali er hann fékk hjartaáfall á
ieiöinni upp og 44 ára Frakki dó
er hann varö fyrir skriöu.
Bömdeyjameð-
anforeldramir
leikasér
Tvö japönsk böm dóu i gær
þegar þau vom skilin eftir ein i
bil á meðan foreldrar þeirra fóru
að leika kúluspil. Ekki þarf að
geta þess að mjög heitt var í veðri.
í fyrra tjlvikinu höföu Nobua
Emoto og konan hans skiiiö átta
mánaða gamla dóttur sina eftir i
bílnum meðan þau fóm að leika
kúluspil í spilasal. Skiidu þau bíl-
inn eftir i gangi og loftkælinguna
á, en þegar þau komu til baka um
það bil klukkutíma síðar fundu
þau bamiö iiflaust. Hafði drepist
á bílnum og þar með kælingunni
lika. Hitinn í Tokyo í gær var 36
gráöur, en hitinn í bílnum var 55
gráður.
Ekki er tahö að foreldramír
verði ákæröír fyrir morð. Reuter
Átökin í Bosmu-Hersegóvinu:
Bandaríkjamenn vilja
ekki beita vopnavaldi
Serbar héldu uppi fallbyssuskota-
árás á gamla hluta Sarajevo í nótt.
Einnig varð Dobrinjahverfið illa úti,
enn eina ferðina.
Sprengjuárásin byrjaði eftir mið-
nætti og henni fylgdu sífeflar
sprengjur úr sprengjuvörpum.
Fréttamaður útvarpsins í borginni
sagði að dregið heíði úr átökunum
undir morgun og að ekki væri vitað
um tölu fallinna. Fréttastofa Bosníu
varaði íbúa Sarajevo við því í gær
að leyniskyttur Serba væm komnar
með hljóðdeyfa á byssur sínar. Fólk
þyrfti því að fara sérstaklega varlega.
Bandarískir embættismenn sitja
nú á rökstólum 1 Genf og ræða við
erindreka annarra vestrænna þjóða
um hugsanlegar hemaðaraðgerðir í
Bosníu-Hersegóvínu til aö hægt sé
að tryggja flutninga hjálpargagna til
hinna þúsunda íbúa lýðveldisins sem
svelta heilu hungri. Yfirmaður
flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóö-
anna mun einnig ætla sér að hvetja
Evrópuþjóðimar til að veita flótta-
mönnum frá þessu svæði hæli um
einhvem tíma. Nú er talið að um 2,25
milljónir manna hafi flúið heimili
sín.
Friðarviðræður milli hinna stríö-
andi aðila í Bosníu-Hersegóvinu
runnu út í sandinn í gær, annan dag-
inn í röð, eftir aö leiðtogi íslama í
Bosníu setti sig mjög upp á móti
þeirri hugmynd að lýðveldinu yrði
skipt upp. Þaö er Evrópubandalagið
sem stendur fyrir viðræöunum.
Leiðtogar Serba og Króata vom
samþykkir þeirri hugmynd að skipta
Bosníu niður í kantónur að sviss-
neskri fyrirmynd og að alþjóðadóm-
stólar fylgdust með að mannréttindi
yrðu virt. En utanríkisráðherra Bos-
níu, íslaminn Haris Silajdzic, sagði
að áætlunin yrði kveikjan að jafnvel
ennþá blóðugri átökum þjóðarbrot-
anna. Hann neitaði að koma til fund-
ar við hina aðilana.
Silajdzic sagði fréttamönnum að
mikill fjöldi skriödreka frá sam-
bandsher Júgóslavíu hefði fariö inn
á bosnískt svæði til bjargar serb-
neskum sveitum sem þar em inni-
króaöar. Yfirmenn hersins hafa með
öllu néitað þessum ásökunum og
saka Silajdzic um að ætla sér að
reyna að fá hernaðaraðstoð frá öðr-
um löndum. Bandarískir embættis-
menn hafa sagt að bandaríska stjórn-
in vildi ekki beita vopnavaldi í Bosn-
íu, enn sem komið er.
Reuter
o
Serbneskur hermaöur tekur sér hlé frá átökunum í Bosníu-Hersegóvínu.
Símamynd Reuter
Féfletti 18 menn
Konu nokkurri á Taiwan tókst
að féfletta a.m.k. 18 menn þar í
landi og hafði upp úr krafsinu 6,6
milljónir. Hafði hún lofað að giftast
þeim en lét sig svo hverfa.
Shih Yu-hua, 31 árs, gaf sig fram
við lögregluna er fimm félagar úr
klíku hennar höfðu verið hand-
teknir. Klíkan fann „eiginmenn"
handa henni í gegnum einkamála-
dálka og Shih lét sem hún yrði ást-
fangin af þeim. Reuter
URVALS
SPENMUSAGA
Banvæn þrá
eftir
Gary Devon
Erótísk og félagsleg
spennusaga í sér-
flokki. Háttsettur
maður verður gagn-
tekinn af ást til barn-
ungrar stúlku.__
Bók þarf ekki
að kosta 2000 krónur
til að vera góð.
Úrvalsbækur kosta
790 krónur
og ennþá minna
í áskrift.
Á næsta sölustað eða
í áskrift í síma
(91) 63 27 00
TAKTU ÞESSA MEÐ í FRÍIÐ!
Michael Jackson i Eurodisneyland rétt fyrir utan París. Hann hefur nú höfð-
að mál á hendur breska slúðurblaðinu Daily Mirror. Símamynd Reuter
Jackson lætur banna
birtingu Ijósmyndar
Bandarísku stórstjömunni og
söngvaranum Michael Jackson tókst
í gær að fá breskan dómstól til að
banna bresku slúðurblaði að birta
mynd er átti að sanna að andlit
söngvarans væri afmyndað.
Jackson, sem byrjar tónleikaíor
sína um Bretlandseyjar á morgun,
hefur farið í mál við Daily Mirror
fyrir að hafa eyðilagt mannorð sitt
og samningsbrot vegna myndarinn-
ar sem tekin var á tónleikum í
Munchen. Breskir dómstólar settu
14 daga bann á birtingu myndarinn-
ar.
Lögfræðingur Jacksons hefur sagt
að poppstjarnan sé reiðubúin að
koma fyrir rétt til að sanna að hann
sé ekki afmyndaöur. „Hann ætlar að
standa í vitnastúkunni og leyfa kvið-
dómnum að sjá andlit sitt,“ sagði lög-
fræðingurinn Bertram Fields í við-
tali við BBC.
Reuter
Baker hættir í ágúst
Búist er viö að James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, láti af
embætti skömmu eftir heimsókn
Rabins, forsætisráðherra ísraels, til
Washington í næsta mánuði til að
stjórna kosningabaráttu George
Bush fyrir kosningarnar í haust.
Samkvæmt heimildarmönnum
innan kosningabaráttu Bush vill
Baker bíða með afsögnina þar til eft-
ir heimsókn Rabins þar sem hann
hefði haft forustu um að reyna að
koma á friði í Miðausturlöndum.
Fréttir um afsögn Bakers hafa ver-
ið á kreiki að undanfómu en nýlegar
yfirlýsingar, m.a. frá Boh Dole, leið-
toga repúblikana í öldungadeildinni,
hafa dregið þær í efa.
Þegar Dole kom út af fundi þar sem
utanríkisráðherrann og leiðtogar
þingsins sátu sagði hann að framtíð
Bakers hefði verið stuttlega rædd.
„Einhver sagði að ekkert væri frá-
gengið," sagði Dole. „Ég held að það
hafi verið forsetinn."
Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta
hússins, vildi ekki vera með neinar
vangaveltur um máhð. „Forsetinn
ákveður þetta og hann lætur okkur
vita þegar þaö gerist ef einhver
breyting verður," sagði hann.
Reuter