Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29..JÚLÍ 1992.
17
Fréttir
íbúðir 1 félagslega kerfinu:
Niðurskurður vekur óánægju
- um frekari úthlutun verður ekki að ræða, segir Kristinn Á. Gunnarsson alþingismaður
„Þaö er kunnara en frá þurfi að
segja aö Akureyringar fengu mun
færri íbúðir í félagslega kerfinu en
sótt var um. Óhjákvæmilega hefur
það mikil áhrif á atvinnumál iðnað-
armanna. Þá er ekki mikið um fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera.
Líklega siglum við inn í svipað
óvissuástand í vetur og í fyrravet-
ur,“ sagði Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Meistarafélags bygg-
ingarmanna á Akureyri.
Sigurður neftiir íbúðir í félagslega
kerfinu. Hér er um að ræða alls 533
íbúðir á landsvísu og nema fram-
kvæmdalán til þeirra 1000 milljónum
í ár en áætlað er að veita 2.150 millj-
ónum króna í þennan málaflokk á
næsta ári. Urgur er í mörgum lands-
byggðarmönnum vegna skiptingar
íbúða eftir landshlutum. Sigurður
talar því fyrir hönd æði margra sem
telja að Reykjavíkursvæðið hafi
fengið sinn skerf og rúmlega það.
Höfuðborgarsvæðið kom best út
„Það eru allir sammála um að
Reykjavíkursvæðið hafi komið best
út en aðrir staðir skomir niður.
Skýringar hef ég ekki heyrt og ég
veit að fulltrúar í húsnæðisnefnd
Akureyrar bíða þeirra og sótt hefur
verið um fleiri íbúðir. Það standa
yfir viðræöur við þrjá verktaka hér
á Akureyri en ekki hefur verið birt
hve mikið verður keypt af hveijum
þeirra. Hér átti líka að kaupa íbúðir
í hús sem aldraðir eru að byggja og
ljóst að það dæmi mun ekki ganga
upp eins og áætlað var í upphafi."
Á urgurinn rétt á sér?
En hyernig lítúr dæmið út á lands-
vísu? Á óánægjan sér stoð í raun-
veruleikanum? Hér má sjá fyrirheit
um framkvæmdalán úr Bygginga-
sjóði verkamanna og Byggingasjóði
ríkisins til bygginga á félagslegum
íbúðum á árimum 1990,1991 og 1992
sem ættu að útskýra það nánar.
Reykjavík fékk 297 íbúðir árið 1990,
256 árið 1991 og 241 í ár. Sömu ár
fékk Reykjanes 219,132 og 154 íbúðir,
Vesturland 20, 8 og 16, Vestfirðir 22,
10 og 7, Norðurland vestra 21, 8 og
20, Norðurland eystra 112, 80 og 58,
Austurland 55,23 og 16 og Suðurland
54, 33 og 21.
En hvað ræður því hvemig íbúðum
er skipt á milli landshluta? Jónína
Óskarsdóttir, fulltrúi Alþýðuflokks-
ins í stjóm Húsnæðisstofnunar sagð-
ist sem minnst um málið segja „á
þessu stigi“. Kristinn Á. Gunnars-
son, fulltrúi Alþýðubandalagsins,
sagði að úthlutanimar væm síður
en svo hafnar yfir gagnrýni. „En
auðvitað hefði maður vfljað sjá meira
fara út á land. Úthlutun á hins vegar
að miðast við þörfina á hveijum stað
og því er ekki að neita að hún er risa-
vaxin á Reykjavíkursvæðinu. Það er
erfitt að skera mikið niður þar. Önn-
ur skýring er sú að ýmis landsbyggð-
arsveitarfélög sóttu ekki um. Ég
nefni sem dæmi að á Vestfjörðum
vom raunverulegar umsóknir að-
eins frá þremur eða fjórum sveitarfé-
lögum. Annað stóm sveitarfélag-
anna á Vestfjörðum sótti ekki um,“
sagði Kristinn.
Ósáttur við úthlutun austan
Akureyrar
Hvað varðar samanburð á Reykja-
víkursvæðinu annars vegar og Norð-
urlandi eystra hins vegar sagði
Kristinn að hann gæti tekið undir
Vestfirj
Norðuriand evstg
Norðuríand vestra
Vesturiand
Reykjavlk
Suðurl
Fyrirheit um framkvæmdalán úr Byggingasjóði verkamanna
og Byggingasjóði ríkisins til byggingar íbúða á árunum 1988 til 1992
. i -
Fjöldi íbúða:
1990
k
1991
1992
Reykjanes
Óstaösett
það að nokkm leyti að um ákveðið tekið á þeirra óskum.“
misræmi væri að ræða. „Eg var hvað
ósáttastur við úthlutun á svæðið
austan Akureyrar. Þar hefði ég
gjaman viljað sjá meiri úthlutun en
um það náðist ekki samstaða. Ég
gekk frekar að því að standa að tillög-
unum í heild en að gera það ekki.
En Akureyri sem slík hefur fengið
nokkuð dijúgar heimildir undanfar-
in ár og mér hefur fundist að það
væri tilhneiging tfl að safna saman
heimildum þangaö í stað þess að
dreifa þeim meira eftir íbúafjölda.
Akureyringar geta ekki verið ósáttir
við úthlutanir undanfarinna ára,
hvorki þetta ár né næstu á undan.
Þar hefur verið mjög myndarlega
Úthlutunin í samræmi við
framlögð gögn
„Það má segja að úthlutunin sé í
meginatriðum í samræmi við þau
gögn sem landsbyggðarsveitarfélög-
in skfluðu af sér,“ sagði Kristinn.
Ýmsir landsbyggarmenn knýja nú
mjög á um að fá fleiri íbúðir en stend-
ur til að gefa heimild tfl kaupa fleiri
íbúðir? „Ekki þetta árið. Það er búið
að taka endanlega afstööu þetta árið
og henni verður ekki breytt."
Þráinn Valdimarsson, fulltrúi
Framsóknarflokks í stjóm Hús-
næðisstofnunar, sagðist ekki hafa
verið alls kostar sáttur við endanlega
niðurstöðu um veitingu fram-
kvæmdalána og á fundi í stjóminni
lagði hann fram sérstaka bókun þar
að lútandi. „Að mínum dómi hefur
heldur lítið farið út á landsbyggöina.
Fólk þorir vart að festa flármagn sitt
í íbúðum úti á landi. Þetta er þeim
mun verra þar sem okkur er það líf-
snauðsyn að fólk búi um allt land og
sinni atvinnulífinu, frumfram-
leiðslugreinum eins og t.d. sjávarút-
vegi.
Fólk þorir ekki að fjárfesta úti
á landi
Þessi ótti gerir það að verkum að
í vaxandi mæh þarf að leggja áherslu
á að til séu félagslegar íbúöir. Afstaða
mín mótast ekki síst af þeirri stað-
reynd að það þarf að endumýja íbúð-
ir á landsbyggðinni ekld síður en á
Reykjavíkursvæðinu. í Reykjavík
.fjárfesta menn þó í eignum sem þeir
telja að þeir fái endurgreiddar við
sölu. Úti á landi er langt frá því að
það gerist. Þar byggja menn þokka-
leg einbýlishús en fá ekki nema kjall-
araholu í Reykjavík ef þeir af ein-
hverjum ástæðum þurfa að flytja til
höfuðborgarinnar,“ sagði Þráinn.
Þráinn sagði það sína skoðun að
ekki ætti að ýta undir að þeir sem
vfldu eignast húsnæði - og gætu haft
sitt fjármagn sæmilega tryggt -
þyrftu að byggja í Reykjavík og
næsta nágrenni. Auk þess þurfi að
huga aö því við hvað fólkið eigi að
starfa, nú sé atvinnuleysi á h'öfuð-
borgarsvæðinu og fólk vilji flytja út
á land. „Menn lifa ekki endalaust á
því að versla hver við annan. Það
þarf að sinna undirstöðuframleiðsl-
unni,“ sagði Þráinn.
-ÁÞ
G RÆÐUM
LANDÍÐ MED
Verðlaunahafar í ökuleikninni á Hellu með farandgripina sem Olís umboðið á Landvegamótum gaf.
Islensk tjaldstæöi:
Ekki svef nfriður vegna drykkjuláta
Nokkur brögð hafa verið að því
á sumum sumardvalarsvæðum að
ekki sé nægjanlegur svefnfriður
vegna áreitni og hávaða frá ölvuðu
fólki að næturlagi. Slíkt á ekki aö
líðast og þekkist vart á erlendum
tjaldsvæðum.
í frétt frá Félagi eigenda sumar-
dvalarsvæða er vakin athygli á
grein frá Ferðamálaráði um þetta
efni en þar segir m.a.: „Eitt vanda-
mál er þó verulegt áhyggjuefni og
það er sá reginmisskilningur
sumra íslendinga aö tjaldsvæði séu
skemmtistaðir en ekki hvíldarstað-
ir. Slíkir menn ræna aðra nætur-
svefni með drykkjulátum og há-
reysti og eru öllum tfl ama því
tjalddúkur lokar engan hávaða úti.
Oft er um að ræða stóra hópa sem
efna til Bakkusarmóta á tjaldsvæð-
um undir yfirskini náttúruskoðun-
ar og sýna öðrum algjört tillitsleysi
með háttemi sínu. Erlendir feröa-
menn eiga erfitt með aö skflja þessa
tegund „náttúrudýrkunar" og fá
ekki beinlínis ánægjulega mynd af
landanum viö þá reynslu að eyöa
nótt á tjaldsvæði við þessar aðstæð-
ur.
Hávaðamengun er engu minna
vandamál en mengun úrgangs og
að því leyti verri að hún raskar
þeirri næturró sem tjaldgestir eiga
rétt á. Ferðamálaráð skorar á um-
sjónarmenn tjaldsvæða að fylgja
fast eftir reglum um kyrrð að næt-
urlagi og gera gestum sínum Ijóst
að tjaldsvæði eru ekki skemmti-
staðir heldur hvíldar- og griöastað-
ir.“
-ask
Ökuleikni ’92 á Hellu:
Farandbikar veitt-
ur keppendum
- í tilefiii 15 ára afinælis ökuleikni
Biynjar M. ValdimaiBson, DV, ökuleikni '92:
í tilefni 15 ára afmælis ökuleikn-
innar gaf Olís umboðið að Landvega-
mótum hjá Hellu sérstaka farandbik-
ara til allra sigurverara í keppni á
bílum og bjólum. Gefendur vonast tfl
að þetta verði tfl að auka enn þátt-
töku í ökuleikni. Önnur verðlaun í
ökuleikni gaf Apótek Rangæinga og
til hjólreiðakeppninnar gaf Fálkinn
hf. í Reykjavík tvö reiðhjól sem dreg-
ið verður um í lok ágúst.
Sigurvegari í karlaflokki var Svan-
ur Sævar Lárusson með aðeins 108
refsistig og enga villu í braut. Annar
varð Björgvin Gunnarsson með 151
refsistig. Jafnir í þriðja sæti með 175
refsistig urðu Sigurður Rúnar Sig-
urðsson og Ólafur Hróbjartsson. Þeir
háðu einvígi þar sem Sigurður hafði
betur og hreppti bronsið. í kvenna-
flokki sigraði Inga Ólafsdóttir með
202 refsistig, þá kom Sigríður M. Sig-
urðardóttir með 228 refsistig og Ey-
gló Bergsdóttir þriðja með 230 refsi-
stig. Jónas Bjami Amason sigraði í
flokki byrjenda með 170 refsistig og
Sigþór Bergsson varð annar með 181
stig.
Steinn Finnbogason sigraði í eldri
flokki þjólreiðakeppninnar með 47
refsistig án þess að gera villu í braut.
Daði Ólafsson varð annar með 55
refsistig og einnig villulaus. Haukur
Már Þorkelsson varð þriðji með 67
refsistig.
í yngri flokki bjólreiðakeppninnar
sigraði Kristinn Scheving með 40
refsistig, annar varð Gunnar Þorgils-
son með 76 refsistig og Gabríella Ósk
Oddsdóttir varð þriðja með 81 refsi-
stig.
Keppnin á Hellu var sú næstsíðasta
í undanúrshtum ökuleikninnar. Far-
ið hefur verið um allt land og komið
við á flestum þéttbýhsstöðum til að
halda keppni. Oft er spurt hvaða ár-
angri við hyggjumst ná með þessu.
Ósk okkar og von er að allir þeir sem
taka þátt verði betri ökumenn, þeir
hugsi um staðsetningu bílsins, þeir
hugi að umferðarreglum eftir að hafa
svarað nokkrum spumingum sem
þeir hafa ef til vfll ekki gert síðan
þeir tóku bílpróf. Þá vildum við svo
gjaman ná tíl enn fleiri ökumanna
með svona keppni eða hæfnisakstri.
Það er enginn of ungur eða of gam-
ah til að taka þátt. Þeir sem era of
ungir tfl að taka þátt á bflum taka
þátt í hjólreiðakeppni og læra að fara
með hjóhð öðravísi en að hjóla ein-
göngu hratt.
Síðasta undankeppni sumarsins
verður á Bindindismótinu í Galtalæk
um verslunarmannahelgina. Þar
geta allir, sem verða á mótinu, tekið
þátt í ökuleikni á sínum bílum. Hjól-
reiðakeppnin fer fram á lánshjólum
frá Fálkanum. Við hvetjum alla til
að taka þátt í þessum keppnum sem
era tilkynntar í dagskrá mótsins í
Galtalæk.
Leiðrétting
í frétt um ökuleiknina á Sauðár-
króki misritaðist nafn eins sigurveg-
arans. Þar var Kristín M. Andrés-
dóttír sögö hafa unnið í kvennaflokki
en það átti að vera Katrín M. Andrés-
dóttir. Beðist er velvirðingar á þessu.