Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992. LífsstfQ dv x V Verðlagning bifreiðaumboðanna á varahlutum: Óþarflega hátt verð - neytendur verða að gera samanburð Lengi hefur verið í gangi umræða um að bifreiöaumboðin í landinu verðleggi varahluti í bifreiðar allt of hátt. Bíleigendur hringja með reglu- legu millibili í Neytendasíðu DV og kvarta undan óhóflegri álagningu umboðanna og tilgreina oft dæmi um að sami varahlutur kosti mun minna í öðrum verslunum. Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna, var spurður að því hvort það væri tilfellið að bifreiðaumboðin væru með óhóflega álagningu á vara- hlutum. „Það hefur ítrekað komið fram að það getur verið gríðarlegur verð- munur á varahlutum sem getur skipt hundruðum prósenta. Hann kemur fram á svokölluðum samkeppnis- varahlutum sem hægt er að kaupa hjá öðrum en umboðsmönnum fram- leiðenda. í sjálfu sér er ekki til nein viðhlít- andi skýring á þessu en sjaldnast er um sömu vöru að ræða. Varahlutur- inn er frá tveimur eða fleiri mismun- andi framleiðendum og erfitt að full- yrða um gæðamun. Verðmunurinn er samt sem áður í mörgum tilfellum gífurlegur og það er hlutur sem neyt- endur þurfa ávallt að muna eftir þeg- ar þeir gera sín innkaup. Því er oft haldið fram að ódýrari varan sé rusl. Það hefur hins vegar ítrekað komið fram í gæðakönnun- unum á hinum fjölbreyttustu neyt- endavörum að það þarf ekki að vera neitt samasemmerki á milli verðs og vörugæða. Ég held að neytendur viti það orðið að það getur verið mikill verðmunur á varahlutum og flestir vita einnig að það er frjáls verðlagning á vörum. Það er því ekkert ólöglegt við að hafa himinhátt verð á varahlutum. Neyt- endur verða bara að haga sínum inn- kaupum eftir því og gera verðsaman- burð,“ sagði Jóhannes. Að panta með flugi hækkar kostnað Varahlutaverslunin Bílanaust er samkeppnisaðih við bílaumboðin en Reynir Matthíasson er fram- Neytendur kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Hærra verð hjá bifreiðaumboðunum má að nokkru leyti skýra með því að þau halda niðri birgðum og taka mikið af varahlutum í flugi til að spara sér birgðakostnað. Því hefur veriö haldið fram að sam- keppnin á bílasölumarkaönum sé mikil og að bílaumboðin séu að reyna að ná verðinu upp með því að verð- leggja varahlutina hátt. Ég veit að tryggingafélögin gera athugasemdir við þetta því þau borga brúsann í tjónum og oft er engin samkeppni um varahlutinn. Þeirrar þróunar hefur gætt und- anfarin ár hjá umboðunum að fluttar eru inn allt of margar tegundir af bílum, svo að segja öll afbrigði af hverri framleiðslulínu. Vegna þess geta þau ekki sinnt varahlutaþörf- inni af neinu viti. Selja til dæmis 20 mismunandi afbrigði af sama bílnum og þurfa svo að eiga til jafnmörg af- brigði af brettum svo eitthvað sé nefnt. Ég held að það sé hægt að lækka varahlutaverð með því að fækka teg- undarafbrigðum því þá er ekki þörf fyrir jafn stóran varahlutalager. Auðvitað ætti neytandimi að hafa meiri áhrif á þessi mál en íslendingar eru nú einu sinni þannig að -þeir kaupa allt, vilja hafa hlutina sem flottasta og dýrasta," sagði Reynir. Skipuleggja innkaupin betur Hallgrímur Gunnarsson er for- stjóri Ræsis sem hefur umboð fyrir Benz og Mazda bifreiðar. „Það er nú oft þannig að þegar umræður um verðmismun af þessu tagi fara af stað er hún dálítið í svörtu eða hvítu en umræðan hefur í raun mjög marga fleti. Við setjum okkur markmið um að hafa ákveðið þjónustustig og að eiga ákveðna varahluti á lager. Það kem- ur oft fyrir að við þurfum að panta varahluti með flugi, til dæmis þegar bifreið er óökufær vegna þess að ákveðinn hlut vantar í hann. í íjöl- mörgum tilfellum leggjum við ekki á sérstakt gjald fyrir þjónustu af þessu tagi. Eðlilega gerir þetta okkar kostn- aðarstig hærra heldur en ef allt væri tekið í sjó og þar af leiðandi þarf álagningin að vera hærri til aö dekka þann kostnað. Ef menn líta hins vegar á verðlag varahluta til lengri tíma er það al- mennt að lækka. Það kom þrep upp úr 1988 þegar tollar lækkuðu og síðan hafa verðskrár að mestu verið óbreyttar. Það er okkar stefna að reyna að miða verðskrána við það sem varahlutir kosta í Evrópu. Ef við verðum varir við að mikill verðmunur er á varahlut hjá okkur og til dæmis í Bílanausti, þá er það eitt og sér ekki nægjanleg ástæða fyrir okkur til að endurskoða verðið. Við berum hins vegar varahlutina saman í gæðum og ef þau eru sam- bærileg þá er gerð endurskoðun á verðinu. Ef hann stenst ekki saman- burð, er engin ástæða til endurskoð- unar.“ - Nú hefur því verið haldið fram að samkeppnin á bílamarkaðnum sé svo mikil að umboðin neyðist til að liafa verð á bílum tiltölulega lágt en bæti sér £að upp með okri á varahlut- unum. A þetta við rök að styðjast? „Það veit ég ekki um en sú hugsun gildir ekki hjá okkur. Við verðum að hafa góðan lager til þess að sinna flot- anum og það er mikil fjármagnsbind- ing í því. Við búum hins vegar við það að tollafgreiösla, flugsendingar og fleiri tengd atriði eru dýrari hér á íslandi en almennt gerist í Evrópu. Ég geri mér vonir um að það lagist með EES-samningunum. Ég hef enga trú á því að hægt sé að lækka varahlutaverð með því að minnka úrval bifreiða hér. Ytra byrði bifreiöa er oftast nær það eina sem er ólíkt á milh gerða sömu teg- unda, en flestir allir aðrir varahlutir bílsins eru þeir sömu. Hins vegar er hugsanlega hægt að lækka vara- hlutaverð með því að læra betur á markaðinn, minnka kostnað við flutning og skipuleggja betur lager- magnið," sagði Hallgrímur. Vasatölvur á innkaupakörfur hafa nú hafiö innreið sina á íslandi. Verslanir Hagkaups hafa nýlokiö viö að setja vasatölvur á 1.100 innkaupakörfur sínar en í erlendum stórmörkuðum er þetta fyrirkomulag algengt. Þessi þjónusta gerir viöskiptavinum verslunarinnar auðveldar fyrir aö fylgjast með eyösl- unni þar sem hægt er aö slá inn upphæð vörunnar um leið og hún er sett f körfurnar. Um leið veltir það versluninni aðhald að hilluverðmerkingar stemmi við kassamerkingar. DV-mynd JAK Hvað kostar að stilla vélina í bílnum? Munar allt aö þriðjungi í verði Verð á vélarstillingu - 4 strokka vél í krónum - Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerði fyrir skömmu verðkönnun á vélarstillingu í bifreiðar sem birt var í tímaritinu Ökuþór. Könmmin var gerð í 7 verkstæðum á höfuð- borgarsvæðinu og kom í ljós mikill verðmunur. Neytendasíða DV framkvæmdi sams konar könnun, í síðustu viku og var þar kannað verð á stillingu á bifreiðum með vélarstærðina 4, 6 og 8 strokka. Innifalið í verðinu var öll vinna, tæki, tryggingagjöld og virðisauka- skattur. Óll sögðust verkstæðin vera með innifalda í verðinu bila- nagreiningu. Ekki var tekin nein afstaða til gæða þjónustunnar á viðkomandi stað. Vélarstilling á 4 strokka bifreið kostar frá 4.800 og upp í 6.335 krónur. Á súluritinu hér á síðunni sést að munurinn getur verið verulegur á stillinga 4 strokka bílvélar. Mun- ur á hæsta verði (6.335 krónur) og því lægsta (4.800 krónur) er 32%. Hæsta verð fýrir vélarstillingu 6 strokka bifreiöar er 6.335 krónur en þaö lægsta er 5.478 og munur á þeim tveimur verðum er tæplega 16%. Það kostar 7.666 krónur að stilla 8 strokka btivél á dýrasta stað en 5.478 á ódýrasta og þar munar heilum 40% á verðum. Öll verkstæðin í könnuninni voru með misdýrar stillingar eftir vélarstærð nema Lúkasverkstæðið en þar kostar stillingin 6.335 krón- ur án ttilits tti vélarstærðar. Bræð- umir Ormsson voru með dýrustu stillinguna fyrir 8 strokka vél en Vélastilling þá ódýrustu. Dýrasta vélarstilling 6 strokka bflvélar var í Lúkasverkstæðinu en sú ódýrasta í Vélastillingu. Hjá verkstæðunum fengust þær upplýsingar að hlutfall 4 strokka bifreiða á markaðnum séu á bilinu 80-85% og hafi farið hækkandi á síðari árum. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 170. tölublað (29.07.1992)
https://timarit.is/issue/194189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. tölublað (29.07.1992)

Aðgerðir: