Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLl 1992. Fréttir Byggðastofhun: / Lánaði mest til Tálkna- fjarðar og Súgandafjarðar Ölafsvík var í þriðja sætinu Lán Byggðastofnunar til þeirra tíu sveitarfélaga sem fengu mest lánað á síðasta ári nema alls 568 milljónum króna. Mest var lánað til TálknaQarðar, eða 92 milljónir króna, 91 milljón fór til Suðureyrar og 64 milljónir fóru til Ólafsvíkur. Byggðastofnun lánaði 59 milljón- ir króna til Bolungarvíkur, 54 millj- ónir króna til Ólafsfjarðar, 51 millj- ón til Stykkishólms, 49 milljónir til Isafjarðar, 41 milljón til Barða- strandarhrepps, 35 milljónir til Akraness og 32 milljónir til Þing- eyrar. Það vekur athygli að til Barða- strandarhrepps var lánuð 41 millj- ón. Þar af eru 28 milljónir til kaupa á hlutafé í Flóka á Bijánslæk og fimm milljónir voru lánaðar til endurskipulagningar á fyrirtæk- inu. Ekki eru alhr heimamenn sem fengu lánað til hlutaíjárkaupanna, flestir eru frá ísafirði en einn er úr Mosfellsbæ, en þaö er Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. Hæsta einstaka lánið var til Sveinseyrarlax í Tálknafirði, 51 milljón króna. Bolungarvíkurbær fékk 50 milljónir til að endurlána Einari Guðfinnssyni hf. Eins og áður sagði voru lánaðar rúmar 90 milljónir til Suðureyrar. Frosti hf. í Súðavík og Norðurtanginn á ísafirði fengu 30 milljónir hvort fyrirtæki vegna kaupa þeirra á Fiskiðjunni Freyju. Auk þess fékk Freyjan sjálf 20 milljónir vegna endurskipulagningar. Útgerðarfélag Bílddælinga fékk 25 mOljónir króna, Ólafsvíkurbær fékk 30 milljónir, Þórslax í Tálkna- firði fékk tæpar 24 milljónir, Gunn- arstindur á Breiðdalsvík og Stöðv- arfirði fékk 25 milljónir, Rækju- vinnslan á Skagaströnd fékk 20 milljónir, Miklilax í Fljótum fékk 35 milljónir, Sigvaldi Þorleifsson á Ólafsfirði fékk 20 milljónir, Hrað- frystihús Ólafsfjarðar fékk 25 miUj- ónir og Silfurstjaman í Öxarfirði fékk 45 milljónir svo fáein dæmi séu tekin. -sme Ökuleikni ’92 í Keflavík: Naumur sigur í hjólreiðakeppni Brynjar M. Valdimaraaon, DV, Ökuleikni '92: Krakkamir í Keflavík háðu harða og jafna keppni á reiðhjólunum. Þór- ólfur Ingi Þórisson fékk 44 refsistig í eldri flokki hjólreiðakeppninnar og varð efstur. Næstur kom Sigurður B. Bjamason með 45 refsistig og í þriðja sæti hafnaði Einar Ingi Ein- arsson með 60 refsistig. í yngri flokki sigraði Birgitta Borg Bjamadóttir með 98 refsistig, Karl Karlsson varð annar með 128 refsistig og Ath Þór Annelsson varð þriöji með 140 refsi- stig. Guðný Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki ökuleikninnar með 177 refsistig, önnur varð Björg Þorkels- dóttir með 213 refsistig og þriðja varð Helga Margrét Hreinsdóttir með 270 refsistig. Guðlaugur Jónsson varð hlutskarpastur í karlaflokknum. Hann hlaut 129 refsistig, þá kom Sig- urður Kr. Sigurðsson með 157 refsi- stig og í þriðja sæti lenti Annel Þor- kelsson með 221 refsistig. Gefandi verðlauna í ökuleikni í Keflavík var Kaffitár og Bílaperlan Njarðvík. Fálkinn gaf verðlaun í hjólreiðakeppninni að vanda. Kirkjubygging í Kópavogi samþykkt: Látum ekki troða á okkur endalaust - segir Gylfi Sveinsson, talsmaöur Víghólasamtakanna „Þessir kirkjunnar menn hafa far- ið með veggjum í þessu máh rétt eins og þjófar að nóttu. Þeir ætla sér að reisa kirkjuna með góðu eða ihu. Okkur er í sjálfu sér sama hvað póh- tíkusar dunda sér viö í þessu máh því á endanum er það í valdi aðal- safnaðarfundar að taka ákvörðun um framkvæmdir. Þegar hann verð- ur haldinn mun heyrast í safnaðar- systkinum. Við munum ekki láta troða á okkur endalaust," segir Gylfi Sveinsson, einn af talsmönnum Víg- hólasamtakanna. Bæjarstjóm Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti nýtt deihskipulag fyrir Heiðarvaharsvæðiö og þar með um- deilda kirkjubyggingu á Víghóh. Þar sem teikningar að kirkjunni tóku breytingum eftir að þær höföu verið samþykktar fór máhð í annað sinn í grenndarkynningu og á ný til af- greiðslu í bæjarstjóm. Fjöldi fólks hefur mótmælt skipulaginu og vel á annað þúsund manns hafa ritað nafn sitt á mótmælaskjal gegn því. Skipu- lagsstjóri ríkisins hefur nú fengið skipulagið til staðfestingar. Gylfi segist ekki eiga von á að skipulagsstjóri eða umhverfisráð- herra neiti bæjaryfirvöldum og sóknamefndinni um byggingarleyfi fyrir kirkjunni. Um sé að ræða lög- legt skipulag en siðlaus vinnubrögð. Engu að síður segist hann vongóður um að á aðalsafnaðarfundi í byijun september muni sóknamefndinni verða synjað um leyfi til að fara út í framkvæmdir. Ekki náðist í Þorbjörgu Daníels- dóttur sóknamefndarfbrmann í gær vegna þessa máls. -kaa Ámi Kópsson á Bíldudal: Úr torfærunni í ræKjuvinnslu - Heimasætan er til sölu og hættir aö keppa Siguijón Magnús Egilsson, DV, Bíldudal: „Ég er að undirbúa rækju- og skel- vinnslu hér á Bíldudal," sagði Árni Kópsson sem er best þekktur sem margfaldur meistari í torfæmakstri. Ámi hefur ekið bílum sem hann hef- ur smíðað sjálfur. Nú keppir hann á þriöja bfinum sem ber nafnið Heima- sætan. „Hún er til sölu. Það er of dýrt að standa í þessu og ég er auk þess að undirbúa opnun á rækju- og skel- vinnslu." Aðalstarf Áma th þessa hefur verið köfun. Hann segir að lítið sé að gera við það núna og þess vegna hafi hann farið út í að opna vinnsluna. Árni Kópsson. Hann ætlar að hætta að keppa í torfæru og Heimasætan er til sölu. DV-mynd sme Búseti vill kaupa Hamragarða Stjómendur Húsnæðissamvinnu- félagsins Búseta í Reykjavík, Búseta Landssambands og SÍS em nú í við- ræöum um kaup Búseta á Hamra- göröum við Hávahagötu. Hér er um að ræða hús það sem Jónas frá Hriflu bjó í á sínum tíma. Hugmynd Búseta- manna er að þarna verði skrifstofur og félagsstarfsemi Búseta sem er um þessar mundir í leiguhúsnæði við Laufásveg. Fimm manns starfa hjá Búseta í Reykjavík en einn hjá lands- samtökunum. Ahs em fjórtán aöhd- arfélög að landssambandinu. Búið er að byggja 207 íbúðir á vegum Búseta- félaganna og annað eins er í smíðum eða undirbúningi. Reynir Ingibergsson, starfsmaður landssamtakanna, sagði aö Búseti væri í raun eignar- og rekstaraöhi íbúðanna og því fylgdi umtalsverð starfsemi sem einna helst mætti líkja við fasteignasölu og hyggingaraðha. „Það er alveg ljóst að okkur bráð- vantar húsnæði undir starfsemina, enda vex hún stöðugt. Við ætlum okkur hins vegar að halda öhum kostnaði í lágmarki," sagði Reynir Ingibergsson, starfsmaður lands- samtakanna. Ef samningar nást, sem allt bendir th, mun Búseti flytja í húsiðnæstavetur. -ask Tekjur tryggingalækna á árinu 1990: Skattrannsókn enn ólokið Skattrannsókn stendur enn yfir vegna grunsemda um skattsvik nokkurra tryggingalækna á árinu 1990. Rannsóknin hófst fyrir um níu mánuðum, að kröfu Jóns K. Jóhannssonar tryggingalæknis sem ekki vhdi sitja undir ásökun- um um að gefa ekki upp greiðslur frá tryggingafélögum. Heimhdir anna til lækna fyrir örorkumat og fleira nálægt 20 mhljónum á árinu 1990. Stór hluti þessara greiðslna rann tíl Bjöms Önundarsonar, yf- irtryggingalæknis Tryggingastofn- unar ríkisins. Mikh leynd hefur hvht yfir þeirri skattrannsókn sem fiygginga- læknamir hafa orðið að sæta. Hjá leitt i ljós að um umfangsmikil skattsvlk hafi veriö að ræða og er cHiDðctii sKatistjot ci ug sKattraHtt- sóknarstjóra haíá engar upplýs- ingar verið gefnar um máhð. Bent frekari rannsóknar þjá RLR. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum voru greiöslur tíl or a ao sanmværai SKauaiogunx se embættinu óheimht að veita upp- lýsingar um mál einstakra gjald- enda. Af hálfu tryggingaféiaganna ar sérstaklega upp til skatts. Laus- lega áætlað námu greiðslur félag- skattrannsókn hafi farið fram. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 170. tölublað (29.07.1992)
https://timarit.is/issue/194189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. tölublað (29.07.1992)

Aðgerðir: