Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 12
12
Spumingin
Lesendur
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992.
Hvert ætlar þú aö fara um
verslunarmannahelgina?
Páll Sigurðsson: Maður verður að
vinna eins og venjulega.
Frosti R. Rúnarsson nemi: Ætli maö-
ur verði ekki að vinna í Hymunni í
Borgamesi.
Jón óttar Birgisson grillmaður: Ég
ætla að fara til Eyja.
Hlynur Þór Auðunsson grillmaður:
Ég fer á Grábrókargleði í Hreða-
vatnsskála.
Kolbrún Benediktsdóttir nemi: Ég fer
með vinkonu minni á Síldarævintýri
á Sigluflrði.
Eik Gísladóttir nemi: Annaðhvort fer
ég upp í sumarbústað með pabba eöa
ég elti vini mína.
Lánlausir krefjast
erlendrar lántöku
Gísli Ólafsson skrifar:
Það er eiginlega ómögulegt aö gera
sér grein fyrir því hvemig þeir menn
hugsa eða hvaö þeir eru að fara sem
hvetja stjómvöld til aö taka erlend
lán til framkvæmda nú á tímum
óvissu um hvað við landsmenn sjálf-
ir getum gert til að komast út úr
þeirri kreppu sem líklega er komin
til að vera, a.m.k. næstu misserin.
Ef við ætlum að sækja björg í bú meö
erlendum lántökum, einungis til at-
vinnubótavinnu í þeim greinum þar
sem menn þykjast sjá fram á aðvíf-
andi samdrátt þá er fokið í flest skjól
fyrir okkur og þá fyrst er ástæða til
að örvænta. - Ef landsmenn geta
ekki tekið fyrirsjáanlegum sam-
drætti með spamaði verður heldur
einfaldlega ekki um neinn varanleg-
an bata að ræða.
Fjármálaráðherra hefur réttilega
bent á að innlendur spamaður og
innlent fjármagn verði að leysa
vandræði okkar. - Það var lengst af
fordæmt af flestum þegar fyrri ríkis-
stjómir höfðu það eitt til málanna
að leggja að binda þjóðinni skulda-
klafa með erlendum lántökum. - Nú
er snúið af þeirri braut og þá koma
fram á sjónarsviðið lánlausir spekúl-
antar (til viðbótar kvennalistakon-
um sem telja sjálfsagt að leysa at-
vinnuleysi með erlendum lántök-
um!) og kreflast þess af stjórnvöldum
að þau taki upp sömu vinnubrögð og
mest hafa verið gagnrýnd. - Kreflast
erlendra lántaka, aðallega til að örva
framkvæmdir í sínum verkahring.
Tökum t.d. byggingariðnaðinn. All-
ir vita að hér er íbúðar-, skrifstofu-
og iðnaöarhúsnæði sem stendur autt,
og enginn fæst til að kaupa eða leigja.
- Hér hefur í raun verið byggt hús-
næði á öllum sviðum sem nægir
næsta áratuginn a.m.k. Hvers vegna
ættu stjómvöld þá að taka erlend lán
til að auka byggingaframkvæmdir? -
Eigum við nú ekki aö láta þrýstihóp-
ana í hinum ýmsu atvinnugreinum
fara að sjá út sjálfir hvaða ráö þeir
eiga til að bjarga sér? Þetta væl um
að ríkið verði að skapa skilyrði til
að örva atvinnulífið er einfaldlega
krafa um ríkisaðstoð sem aldrei
verður greidd til baka. Það er ekki á
dagskrá hjá almenningi að standa
undir slíkri kröfugerð.
Spumingar varðandi EES-samninginn:
Námsmenn og tollar af f iski
Stefán Kristjánsson spyr:
Eitt af frelsunum flómm í EES-
samningnum varðar flármagnsflutn-
inga, ef mig misminnir ekki. Því spyr
ég: Verða felldar niður takmarkanir
á gjaldeyrisyfirfærslum til náms-
manna þegar samningurinn tekur
gildi?
Svar utanríkisráðuneytis:
Á íslandi em enn í gildi ákveðnar
takmarkanir á yfirfærslum vegna
ferðakostnaðar og til námsmanna.
Þær falla hins vegar úr gildi í árslok
1992, samkvæmt ákvæði í reglugerð
nr. 312/1990, um skipan gjaldeyris-
og viöskiptamála. Eftir það verður
ekki um að ræða takmarkanir hér á
landi á gjaldeyrisviðskiptum vegna
inn- og útflutnings vöm og þjónustu.
Gunnlaugur Sigurðsson spyr:
Af hvaða fiskafurðum falla tollar
alveg niður þegar samningurinn um
EES tekur gildi 1. janúar 1993?
Svar utanríkisráðuneytis:
Tollar era felldir niður af mörgum
mikilvægum afurðum strax frá gild-
istöku samningsins 1. janúar 1993.
Ber þar fyrst og fremst að nefna salt-
aðan þorsk og öll söltuð flök en tollar
af þessum vörutegimdum vora tæp-
lega einn milljarður vegna útflutn-
ings á árinu 1990. Þá falla tollar niður
af ferskum þorski og ýsu og ufsaflök-
um en tollgreiðslur af þessum afurð-
um vora um 250 milljónir.
Einnig verða felldir niöur tollar af
saltsíldarflökum, harðfiski, skreið og
blautverkuðum þorski. Þá fellur nið-
ur tollur af ferskum og heilfrystum
þorski, ýsu og ufsa. Þegar samning-
minn verðiu- að fullu kominn til
framkvæmda 1997 mun hann ásamt
ákvæðum bókunar nr. 6, sem mun
halda gildi sínu, tryggja okkur niöur-
fellingu á um 96% af sjávarafurða-
tollum EB.
Seinvirkar framkvæmdir við sjávarsíðuna
Kristín Sigurðardóttir skrifar:
Við sem búum í vesturhluta borg-
arinnar höfum orðið vitni að því að
að sjávarströndinni vestur af Ána-
naustiun kemur fólk í bílum eða
gangandi til að njóta sólarlagsins
þegar þannig viðrar. Á góðviðris-
kvöldum er þama meiri háttar út-
sýni til Snæfellsjökuls og borgarbúar
og ferðamenn stansa þama til að
taka myndir og horfa á fegurðina.
En það sem háir fólki og kemur illa
við það einmitt á þessum stað er aö
hvergi er hægt að setjast niöur eða
I leggja bifreiðum sínum vegna þess
að enn hefur ekki verið gengið frá
strandlengjunni. *
Reyndar höfum við orðið vitni aö
því árum saman að þarna hefur ver-
j ið unniö að framkvæmdum á strönd-
| inni. Bílhlöss af gijóti hafa verið flutt
j að ströndinni og raðað meðfram
Hringlö í síma
632700
miilikl. 14 og 16
-eöaskrifið
Nafn ogbimanr. veröurað fyjgja bréfum
sjávarkantinum en síðan stöövast
framkvæmdir skyndilega og engin
merki þess að þama ljúki fram-
kvæmdum í bráð. Svona var þetta í
fyrra og áriö þar áður. Ég minnist
þess að hafa lesið svar frá ráöamönn-
um borgarinnar fyrir um tveimur
eða þremur árum rnn að þama væri
ráðgert að ljúka framkvæmdum
fljótiega, setja þama upp bekki og
gangstétt til að auðvelda fólki að
staldra þama við og njóta staðarins.
Ég sé að vísu að enn er unnið þama
og búið að gera eins konar tanga út
í sjóinn rétt við Olís bensínstöðina
og Sorpu sem þama er nálægt. En
fólk kemur eim með bíla fulla af
drash sem hent er beint af augum
fram afkantinum. Ég skora á borgar-
yfirvöld að ganga nú í að flúka fram-
kvæmdum þama sem allra fyrst.
Láta ekki enn eitt sumarið líða án
þess að gengið verði frá gangstéttum
og sjávarkanti að fullu.
Sjávarsiðan við Ánanaust i vesturborginni. - Bílhlöss af grjóti flutt að strönd-
inni en frágangur dregst.
Mennjmrflokkast
Pétur Guðmundsson hringdi:
Lesendabréf í DV16. þ.m. flallar
um einstaklingana og hvemlg við
mennimir flokkura t.d. jurtir og
dýr með það að markraiði að fá
þá sem hæfasta til að þjóna sinu
hlutverki. í bréfi þessu segjr aö
mannskepnan vifli lítið af þessu
vita hvað yálfa sig áhrærir eða
viðurkenna þörfina fyrir slíka
ilokkun enda sé afleiðingin
hörmuleg.
Ég tek undir þetta að mestu
leyti. Hins vegar er i gangi alls
kyns flokkun, jafnvel flokkast
mannskepnan sjálfkrafa inn-
byrðis með því hvermg herrni
tekst að komast af. Sumir era þar
miöur hæfari en aðrir og svo mun
ailtaf verða nema íekin verði upp
nákvæm og afgerandi rannsókn
á hveijum einstaklingi, likt og á
sér stað fyrir glasafrjóvgun hjá
konum.
Hvað héldu
kaupmenn?
Helgi Sigurðsson skrifar:
Fundur, sem samtökin íslensk
verslun eftjdi til nýlega, hefur
oröið flölmiðlum fréttaefhi. Á
fundinum reyndi flármálaráð-
herra að kenna kaupmönnum
stafrófið í efiiahagsmálum þjóð-
arinnar eins og fram hefur kom-
ið. En kaupmenn stóöu í þeirri
meiningu að með EES-samningn-
um féflu tollar til rötisins niöur
að einhveiju eða mestu leyti.
Auðvitað gátu kaupmenn eins
og aðrir vitað að svo yrði ekki.
Eða hvaða tekjur ætti ríkið að
hafa í staðinn ef ekki kæmi jöfn-
unargjald í stað þeirra? - Hvað
héldu kaupmeim eigjnlega? -
Datt þeim í hug að þarna væri
komin svipuö „matarhola" fyrir
kaupmenn og þegar myntbreyt-
ingin varð í byijun áratugarins
og aflt verðlag hækkaði í einni
svipan - ekki síst vegna aðgeröa
kaupmanna?
EES-mótmælenci-
urísérflokki?
Kristján hringdi:
Mér finnst furðulegt aö þeir
sem kröftugast mótmæla EES-
samningnum skuli tflheyra
stjómarandstöðuflokkunum. Það
er eins og mótmælin séu gerð í
nafni hennar en ekki í nafhi
skynseminnar eða þjóðarheildar.
- Það sama á viö um flesta sér-
fræðinga, Iögmenn og aðra sem
þykjast komast að niðurstöðu um
að EES-samningur bijóti í bága
við stjómarskrána, þeir eru
ýmist framsóknarmenn eða
þekktir stjómarandstæðingar í
öðram flokkum. Hví sameinast
ekki þessir mótmæiendur ein-
faldiega í einum stjómmála-
flokki? Með því myndu þeir ein-
falda stórlega pólitíska Utrófið
hér á landi.
HaUdór skrifar:
Nú er Fischer kominn af stað
aflur.Hannvar aufúsugestur hér
á sínum tíma og vel kynntur. Nú
eigum við íslendingar leik. Fáum
Flscher til að setjast við taflborð-
ið hér á ný.
Þorsteion M. hringdi:
Einn íslensku ólympíufaranna
lýsti komunni til Barcelona og
sagði aöbúnað með því besta sem
gerðist en þó einkum að matur-
inn væri mjög góður. Þetta var
nú eins og talað út tir mínu
hjarta. Nú er bara að íslensku
. strákamir éti ekki yfir sig. En það
hefur löngum borið við að ís-
lenskir keppendur fái pestir, m.a.
magakveisu, einmitt i þann mund
sem kaUaö er til keppni. En hvað
er jú betra en aö borða? - Og
hvað sagði ekki átvaghð, nafhi
minn, í Manni og konu: Ég vildi
ég væri sofnaður, vaknaður aftur
og farinn aö éta.