Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992. Afmæli Bima Jóhannesdóttir Bima Jóhannesdóttir, fulltrúi Líf- eyrissjóös starfsmanna Akureyrar- bæjar, Kringlumýri 17, Akureyri, verður fertug á morgun.. Starfsferill Bima er fædd á Akureyri og ólst upp að Stíflu við Akureyri. Hún er gagnfræðingur og skrifstofutæknir að mennt. Bima var bóndi að Ytri-Brenni- hóli í Glæsibæjarhreppi 1973-77 og 1981-89, bjó félagsbúi með móður sinni í Amamesi í Amameshreppi 1979-81 og hóf störf hjá Akur- eyrarbæ 1988, fyrst á starfsmanna- deild en frá 1991 sem fulltrúi Lífeyr- issjóðs starfsmanna Akureyrarbæj- ar. Birna er trúnaðarmaður Bæjar- skrifstofu Akureyrarbæjar og situr í stjóm Starfsmannafélags Akur- eyrarbæjar (STAK). Fjölskylda Sambýlismaður Bimu er Sigurður Ólafsson, f. 7.10.1946, sundlaugar- vörður í sundlaug Glerárskóla. For- eldrar hans: Ólafur Árnason, fyrr- um vömbifreiðastjóri, ogÞorsteina S. Ólafsdóttir húsfreyja, þau em búsett á Hólagötu 9 í Vestmannaeyj- um. Dætur Bimu: Jóhanna Guðný, f. 9.5.1971, skrifstofumaður; Unnur Erna, f. 7.2.1983; Svala Lind, f. 7.7. 1989. Bamabam Bimu og sonur Jóhönnu Guðnýjar er Logi Steinn Jónsson, f. 26.11.1991. Systkini Birnu: Hjálmar, f. 7.4. 1945, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, Hjálmar á þijú börn; Anna, f. 7.6.1947, sjúkrahði við Sjúkrahús Akureyrar, maki Smári Helgason, verkstjóri hjá KEA, þau eiga þijú böm; Ema Guðrún, f. 11.6. 1948, sjúkraliði við Sjúkrahús Akur- eyrar, sambýlismaður hennar er Ólafur Öm Þórðarson, öryggisvörð- ur hjá Securitas, Ema Guðrún á fjögur böm; Gyða Vilborg, f. 16.6. 1949, húsmóðir á Akureyri, maki Sigurður Pálmi Einarsson, rafsuðu- maður í Slippstöðinni, þau eiga tvö böm; Páll, f. 28.11.1950, óperasöngv- ari í Sviþjóð; Eygló, f. 8.6.1958, bóndi í Amarnesi í Amameshreppi, maki Jósavin Arason bóndi, þau eiga þijú böm; Magnús, f. 13.3.1960, bifreiöa- stjóri á Akureyri, sambýliskona hans er Jenný Karlsdóttir, sjúkra- liði í Seh á Akureyri, þau eiga tvö böm; Guðmundur Jóhann, f. 11.10. 1964, verkamaður á Akureyri, maki María Miríam fiskverkunarkona, þaueigaeinnson. Foreldrar Bimu vora Jóhannes Hjálmarsson, f. 18.6.1913, d. 12.10. Birna Jóhannesdóttir. 1977, bóndi að Stíflu og í Amarnesi, og Guðný Pálsdóttir, f. 11.11.1921, d. 3.5.1990, húsfreyja á sömu stöð- um. Jóhannes var frá Grímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði en Guðný var frá Litlu-Reykjum í Flóa. Bima verður að heiman á afmæl- isdaginn. Pétur Eiríksson Pétur Eiríksson fiskmatsmaður, Gnoðarvogi 54, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á fóstudaginn. Starfsferill Pétur er fæddur í Reykjavík. Hann fékk almenna bamaskólamenntun. Pétur lauk sundkennaraprófi 1940, útskrifaðist sem fiskmatsmaður 1948 en hefur aðallega unnið sem hleðslustjóri á saltfiski og skreið og gerirenn. Pétur vann mörg afrek í sund- íþróttinni en hann keppti fyrst 1932. Hann hlaut sundþrautarmerki ÍSÍ 1934, synti Viðeyjarsund 1936, í Eng- ey 1936 og 1939, Drangey 1936, Odd- eyrarál 1938, Eyjafjarðarsund 1938, yfir Hafnarfjörð 1939, úr Klettshelli í Vestmannaeyjum 1939 og yfir Siglufjörð 1945. Pétur synti nokkr- um sinnum boðsund og keppti þá einn gegn tíu eða fimmtán manna sveitum. Hann var ennfremur að- stoðarmaður Eyjólfs Jónssonar o.fl. sundmanna á ýmsum þolsundum. Fjölskylda Pétur kvæntist 7.6.1945 Mörtu Finnbogadóttur, f. 5.3.1922. Foreldr- ar hennar: Finnbogi Guðmundsson, smiður, lóðs og síðar starfsmaður Húsasmiðjunnar, og Þórann Gunn- laugsdóttir, húsfreyja, þau bjuggu í Flatey á Breiðafirði, í Grundarfirði ogíReykjavík. Böm Péturs og Mörtu: Þórunn Gunnvör Pétursdóttir, f. 23.11.1943, aðstoðarstúlka tannlæknis, maki Guðbjöm Pétursson skipstjóri, þau eiga þrjú böm; Sigríður Eyjólfs Pét- ursdóttir, f. 23.10.1946, starfsstúlka á Grensási, maki Sigurfinnur Þor- steinsson, trésmiður, þau eiga þijú böm; Elísabet Pétursdóttir, f. 4.12. 1948, húsmóðir, maki Þór Jónsson, vélstjóri, þaueigaþijúböm; Eiríkur Pétursson, f. 26.7.1954, lögreglu- þjónn, Eiríkur á eitt bam; Finnbogi Pétursson, f. 19.11.1959, starfsmað- ur Stöðvar 2, maki Kristína Ragn- arsdóttir kennari, þau eiga þrjú böm. Systkini Péturs: Eyjólfur, prent- ari, búsettur i Bandaríkjunum, Ei- ríkur á þijú böm; Grétar, tækni- fræðingur, maki Gunnhildur Ásta ;í ■; ■ Pétur Eiríksson. Steingrímsdóttir, skrifstofumaður; Hulda, húsmóðir, maki Jóhann Sæ- mundsson, bifreiðastjóri, þau eiga tvö böm; Ólafur, tæknifræðingur, maki Jóhanna Jóakimsdóttir, sjúkrahði, Ólafur á fimm böm; Gunnar, látinn. Foreldrar Péturs vora Eiríkur Ei- ríksson kaffibrennslumaður og El- ísabet Eyjólfsdóttir húsmóðir, þau bjugguíReykjavík. Pétur verður að heiman á afmæl- isdaginn en mun taka á móti gestum á heimili Þórannar og Guðbjöms, að Vallargerði 24 í Kópavogi, laugar- daginn 8. ágúst kl. 17-19. Katrín S. Brynjólfsdóttir Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir handavinnukennari, Furagerði 1, Reykjavík, verður níræð á morgun. Starfsferill Katrín er fædd í Litladal í Svína- dal í Austur-Húnavatnssýslu en ólst upp á Skildinganesi í Skeijafirði. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist 1923 og lauk kennaraprófi, með handa- vinnu sem sérgrein, 1938. Katrín hélt smábamaskóla á Út- skálum á Rosmhvalanesi í nokkur ár eftir 1923, var handavinnukenn- ari Bama- og unglingaskólans í Gerðahreppi 1938-44 og einnig þijá vetur í Sandgerði, ráðskona hjá bróður sínum, séra Eiríki á Útskál- um, til 1945, flutti til Winnipeg í Kanada 1947 og var þar „aðstoðar- húsmóðir" á nokkrum heimilum. Hún flutti aftur til íslands 1976. Katrín starfaði mikið í íslendinga- félaginu í Winnipeg og í kvenfélagi kirkjunnar. Fjölskylda SystkfriiKatrínar: Sigríður, bankamaður, látin; Kristín, hús- móðir, látin, hennar maður var Eg- U1 Sandholt, látinn, þau eignuðust tvo syni, BrynjólfSandholt yfir- dýralækni og Hallgrím Sandholt verkfræðing; Jón, látinn, banka- maður í Stykkishólmi; Elínborg, lát- in, verkakona, Elínborg eignaðist einn son, Jón Theodór; Theodór, látinn, tannlæknir, hans kona var Ásta Jóhannsdóttir, látin, Theodór eignaðisfeinn son, Þórð, lækni; Guðlaug, látin, húsmóðir, hennar maður var Ingólfur Þorsteinsson, látinn, þau eignuðustfjögur böm, Þorstein, tæknifræðing, Elínu, kennara, Auði, læknaritara, og Sverri, viðskiptafræðing; Gísh, lát- inn, prestur, hans kona var Ásta Valdimarsdóttfr, þau eignuðust þrjá syni, Brynjólf, prest, Valdimar, tré- Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir. smið, og Sverri, rafvirkja; Eiríkur, látinn, prestur, hans kona var Guð- rún Guðmundsdóttir, þau eignuðust þijú börn, Brynjólf, raívirkja, Guð- mund, þjóöháttafræðing, og Guðnýju, lífefnafræðing. Foreldrar Katrínar vora Brynjólf- ur Gíslason, bóndi í Skildinganesi, og Guðný Jónsdóttir húsfreyja. JónHj. Grúnsson, Hrafnistu, Kleppsvegi. Ámi Fiiippusson, Újósalandi 2, Reykjavík. Gróa Jóhanna Friðriksdóttir, Deildarási 1, Reykjavík. SigríðurArinbjarnardóttir, Kvíholti 2, Hafnarfirði, 80 ára Margrét Scheving, Hringbraut 45, Reykjavik. Haraldm- Oddsson, Víðilundi 24, Akureyri. 50 ára Dóra O. Jósafatsdóttir, Ljósheimum 6, Reykjavik. Droplaug Kjerulf, Vahholti, Fljótsdalshreppi. Kristján Símonarson, Suðurvangi 12, Hafnarfirði. Kristján ererlendis. Sesselja Engilbertsdóttir, Furugrund 43, Akranesi. Theódór Kjartansson, Grundarhúsum 14, Reykjavík. : Pétur Sigurðsson, ■ Heiðarási 7, Reykjavik. Öm Höskuldsson, Arnartanga27, Mosfellsbæ. 40ára 70 ára Kristbjörg Sveinsdóttir, Njarðvikurbraut 44, Njarðvík. Hafnargötu 36, Keflavík. Ingibjörg Hahdórsdóttir, Spóarima5, Selfossi. Karl R. Guðmundsson, Fossheíði 16, Selfossi. 60 ára Sigurður Axelsson, ghdingarstof- unnar, Hvannalundi 8, Garðabæ. Konahanser Hrafnhildur Kristinsdóttir. Þau taka á móti gestum i sal Akoges, Sigtúni 3, Reykjavik, kl. 17-19 í dag. Þröstur Þorsteinsson, Moldhaugum, Glæsibæjarhreppi. Eggert Ólafsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Sigurbjörn Ingi Sigurðsson, Reykjavikurvegi 24, Hafnarfirði. Óskar Ómar Ström, HjaUavegi 50, Reykjavík. Narfakoti 1, Innri-NjarövUc Hrefna Grétarsdóttir, Hjarðarholti9, Akranesi. María Sigþórsdóttir, Skúlaskeiði24, Hafnarfirði. Daníel Snorrason, Seljahhð 3g, Akureyri. Hahdóra Jónsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjayxk. MariaErlinda Aðalsteinsson ræstingakona, Jóhann Rögnvaldsson Jóhann Rögnvaldsson vörabif- reiðarstjóri, Hverfisgötu 6, Siglu- firði, verður sjötugur á morgun. Fjölskylda Jóhann er fæddur og uppalinn á Siglufiröi. Hann kvæntist 30.7.1952 EmuRósmundsdóttur, f. 16.10.1925, starfsmanni á sjúkrahúsi. Foreldrar hennar: María S. Jóhannsdóttfr, f. 26.7.1891, d. 26.11.1969, og Rósmund- ur J. Guðnason, f. 6.3.1900, d. 22.7. 1967. Jóhann og Ema eiga níu böm. Þau era: Guöbjörg, f. 19.10.1952, ræsti- tæknir á Siglufirði, maki Bjami Sig- urður Ámason, f. 3.3.1949, bílstjóri, og eiga þau þrjú böm, Jóhann Öm, Önnu Dís og Áma Heiðar; Þor- steinn, f. 8.11.1953, húsasmiður á Siglufirði, maki Ingibjörg Jósefina Benediktsdóttir, f. 4.2.1958, ræsti- tæknir, og eiga þau þijú böm, Bene- dikt, Rósmarý og Bryndísi; Rögn- valdur Guðni, f. 18.5.1956, d. 5.5. 1979; Skúh, f. 4.6.1957, sjómaður á Siglufirði, hann á tvær dætur, Ámýju Söndra og Emu, móðir þeirra er Jóhanna Sigurlaug Hiim- arsdóttir; Ingibjörg María, f. 24.4. 1958, húsmóðir og sjúkrahði, í sam- búð með Hirti Snorrasyni, f. 11.3. 1957, tæknifræðingi, og á hún tvö böm, Bergþóra Ólafsdóttur og Helgu Kristínu; Jóhann Öm, f. 14.2. 1960, bifvélavirki í Reykjavík, maki Guðný Stefanía Hauksdóttir, f. 25.1. 1962, starfsmaður í leikskóla, og eiga þau tvö böm, Rögnvald Guðna og Brynhildi; Þór, f. 11.2.1961, verka- maður á Siglufirði; Aðalheiður, f. 24.8.1963, bakari og húsmóðir í Kópavogi, maki Guðmundur Ævar Guðmundsson, f. 14.2.1966, rafvéla- virki, og eiga þau einn son, Guð- mimd; Oöinn, f. 10.2.1965, fram- reiðslumaður í Reykjavík, í sambúð með Erlu Baldursdóttir, f. 17.6.1967, starfsmanni í blómaheildsölu, og eiga þau tvær dætur, Álfheiði Lára og EKsu. Dóttir Emu er Rósmarý Vilhjálmsdóttfr, f. 12.11.1944, gift Þóri Sveinbjömssyni og eiga þau fimmsyni. Systkini Jóhanns era: Aðalheiður, f. 18.4.1926, umboðsmaöur á Siglu- firði; Gottskálk, f. 11.9.1927, útsölu- stjóri ÁTVR á Siglufirði, kvæntur Unni Jónsdóttfr og eiga þau tvo syni; Aðalbjöm, f. 15.11.1929, verkamaö- ur á Siglufirði, kona hans var Sig- ríður Sveinsdóttir og eignuðust þau þijú böm og tóku einn kjörson; Meyvant, f. 31.3.1933, d. 12.3.1991, afgreiðslumaður ÁTVR á Siglufirði. Foreldrar Jóhanns: Rögnvaldur Guðni Gottskálksson, f. 26.8.1893, d. 5.4.1991, pípulagningameistari, Jóhann Rögnvaldsson. og Guðbjörg Kristín Aðalbjömsdótt- ir, f. 2.9.1903, d. 16.11.1977, húsmóð- ir. Þau vora búsett á Siglufirði. Jóhann verður að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 170. tölublað (29.07.1992)
https://timarit.is/issue/194189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

170. tölublað (29.07.1992)

Aðgerðir: