Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 4
4
M.1ÐV1KUDAGUH 29, JÚIÍ .1992,
Fréttir
Davíð með miðlungstekjur
viðskiptalærðs forstjóra
Laun Davíðs Oddssonar forsæt-
isráðherra eru nálægt miðlungs-
launum viðskiptamenntaðra og
verkfræðimenntaðra forstjóra.
Laun annarra ráðherra eru heldur
1 lægri kantinum miðað við for-
stjóralaun. Laun hæstaréttardóm-
ara eru lægri en laun 75-80 af
hundraði forstjóranna.
Þetta eru niðurstöður, sem ritið
Vísbending fær eftir ítarlega at-
hugun á launakjörum. Stuðzt er við
launakannanir ýmissa stéttarfé-
laga, Gallups og Kjararannsókna-
nefndar, allt fært upp með launa-
vísitölu tiljúlímánaðar í ár.
Þetta er staöan nú, eftir að Kjara-
dómur kúventi í framhaldi bráða-
birgðalaga ríkisstjómarinnar eins
ogalkunnaer.
Hafa 4,5 föld laun
afgreiðslukvenna
Miðlungsforstjóri er samkvæmt
þessu með um 310 þúsund krónur
á mánuði, 4,5 fóld miðlungslaun
afgreiðslukvenna, sem eru 70 þús-
und krónur á mánuöi. Ef htið er á
laun að frádregnum tekjuskatti,
verður munurinn minni. Forstjór-
inn heldur eftir 210 þúsund krpn-
um, rúmlega þrisvar sinnum meira
en afgreiðslukonan, sem fær 66
þúsundísinnhlut.
Kjaradómur ætlaöi sér upphaf-
Heildarlaun ýmissa stétta
— í þúsundum króna á mánuði —
Forstjórar (vi£ Fjármálai skiptafræðingar u i J 1
tjórar (vióskfr.) \ f==i 'r., alm. störf alm. störf
1 fl - -* Verk
Viðskiptafr.,
i » 11 1 1 1 Iðna. IHMFt farmenn ifstofukarlar nur
E—r I Ski
i Skrifstofuko
j Verkakariar
m > ] Verkakonur ifgreiðslukonur
0 50 100 150 200 250 300 350 400
Myndin sýnir laun ýmissa stétta eins og þau munu vera nú í júlf. Vinstri
hlið kassanna á myndinni sýnir neðri fjórðung launadreifingarinnar í
viðkomandi hópi, það er: 25 prósent í hópnum hafa lægri laun en kass-
inn sýnir. Á sama hátt sýnir hægri hlið kassanna efri fjórðunginn: 25%
hafa hærri laun en kassinn sýnir. Helmingur fær þvi laun á því bili, sem
kassinn markar, samkvæmt Vísbendingu. Lóðrétta strikið í kössunum
sýnir „miðtöluna", það er helmingur hefur hærri laun en henni nemur
og helmingur lægri laun. Af þessu má ráða nokkuð glöggt, hvaða laun
hinir einstöku starfshópar, sem nefndir eru, hafa um þessar mundir.
lega að úrskurða um laun embætt-
ismanna, þannig að þau væru í
samræmi við kaup sambærilegra
stétta í þjóðfélaginu. Þetta markm-
ið var brotið til baka með bráða-
birgðalögunum. Enginn vafi er, aö
„sambærilegar" stéttir hafa haft
miklu meira en toppar í opinbera
Sjónarhom
Haukur
Helgason
geiraniun, þó svo að almenningi
finnist vafalaust nóg um.
Mílljarðarfluttust
til hinna tekjuhæstu
Til viðbótar upplýsingum Vís-
bendingar um ofangreind laun for-
stjóra, má nefna, að tekjumunur-
inn hefur verið að vaxa, samkvæmt
Þjóðhagsstofnun. Hinir tekjuhæstu
hafa aukið forskot sitt á hina tekju-
lægstu. Dreifing atvinnutekna hef-
ur þróazt í átt til meiri tekjumun-
ar. Þanig minnkaði hlutur tekju-
lægri helmings allra framteljenda
úr 22,2 prósentum áriö 1986 í 20,6
prósent áriö 1990. Þessi tilfærsla
svarar til 2,2 milljarða króna til-
færslu. Hinir 10 af hundraði framt-
eljenda, sem tekjuhæstir eru, höfðu
árið 1986 4,4 sinnum meiri tekjur
en þau 10 prósent, sem lægstu tekj-
umar höfðu, þegar athuguð er
dreifing atvinnutekna hjóna 25 til
65 ára. Þetta var orðið 5,6 sinnum
meira árið 1990. Sé htið á dreifmgu
atvinnutekna kvæntra karla 25-65
ára, höfðu hinir 10 af hundraði, sem
hæstir voru, árið 1986 5,5 sinnum
meira en þau 10 prósent, sem
minnst höfðu. Árið 1990 hafði
tekjuhæsti hópurinn 7,2 sinnum
meira en hinn tekjuiægsti. Þannig
hefur munurinn aukizt mikið.
Kjaradómur reyndi að hækka
mikiö laun þeirra, sem dómurinn
hefur með að gera. Ýmsar auka-
greiðslur til þessa fólks áttu að falla
niður á móti. Þó virðist sem útgjöld
ríkisins hefðu aukizt um nokkur
hundruð milljónir króna á ári,
hefði dómurinn verið látinn blífa.
Kaup forsætisráðherra átti þá að
hækka úr 320 þúsu'nd krónum í 400
þúsund á mánuði, kaup annarra
ráðherra úr 290 þúsund krónum í
370 þúsund og kaup hæstaréttar-
dómara úr 250 þúsund krónum í
350 þúsund krónur á mánuði. En
10-20 prósent viðskiptamenntaðra
forstjóra fyrirtækja munu þó hafa
hærri laun en dæmd voru forsætis-
ráðherra samkvæmt upphaflegum
úrskurði Kjaradóms.
Landsbankinn um Moskvu-styrkinn til Máls og menninar:
Trúlega búið að eyða skjölunum
„Það er útilokað að ætla að skoða
þetta núna. Þau plögg, sem kunna
að hafa verið til um þessar greiðslur,
eru komin yfir tímann þannig að það
er ekki skylda að geyma þau lengur.
Trúlega er búið aö eyða þeim hafi
þau einhvem tíma verið tíl. Þaö er
áreiðanlega erfitt að finna út hvemig
þetta hefur komið inn í landiö hafi
það komið,“ sagði Jóhann Ágústs-
son, aðstoðarbankastjóri í Lands-
bankanum, við DV. Landsbankinn
var viðskiptabanki Máls og menn-
ingar á þeim tíma sem bókaútgáfan
er sögð hafa fengið styrki frá komm-
únistaflokknum í Moskvu.
„Reglumar á þessum tíma vom
skýrar," sagði Jóhann. „Það var ekk-
ert sem bannaði erlendar greiðslur
til landsins en þær urðu að fara í
gegnum gjaldeyrisnefnd bankanna.
Menn gátu ekki komið með stórar
upphæðir inn í landið nema gera
grein fyrir til hvers ætti að nota
þær. Síðan hefur gjaldeyrisnefndin
sent fyrirspurn til viðkomandi fyrir-
tækis hafi henni þótt ástæða til. Vald-
iðvarþvíhjáhenni." -JSS
Breiðagörður:
Kristján
Varðskipið Óðinn fylgdi rækju-
bátnum Krisijáni SH 23 frá Ólafe-
vik til heimahafnar á mánudag.
Kristján var tekinn á rækjuveið-
um á Breiðafirði þar sem veiöar-
færireyndustólögleg. -bjb
í dag mælir Dagfari
Hvert fór styrkurinn?
Sovéskir kommúnistar vom ætíð
menningarlega sinnaðir. Þeir
skildu að kommúnisminn var al-
þjóðlegur og menningin þekkir
engin landamæri. Þeir áttuðu sig á
þýðingu þess aö hinn sósíalski
raunveruleiki þyrfti ekki aðeins að
koma fram í hvunndagslífinu held-
ur og í æðri hstum þar sem boð-
skapurinn kæmist tíl skila og auðg-
aði andlegt líf þeirra þúsimda og
milljóna sem fóm á mis við sæluna
í hvunndagslífinu.
Það var með þessum formerkjum
sem sovéski kommúnistaflokkur-
inn styrkti íslenska kollega sína til
menningarstarfa. Mál og menning
studdi mál og menningu og sós-
íalska sæludrauminn og þar sem
íslendingar fóra á mis við sæluna
í pólitíkinni og hversdagslífinu var
ekki um annað að ræða en efla sós-
íalismann í menningunni. Fyrir
rétt rúmum tuttugu árum reiddu
kommamir í Moskvu ffam tæpar
sjö milljónir tvö ár í röð til að rétta
af bágan flárhag þeirrar trúboðs-
starfsemi sem rekin var í nafni
þessa merka útgáfufyrirtækis. Sá
rausnarskapur átti aö bjarga Máli
og menningu frá gjaldþroti og
styrkja menningarsambandiö milli
sósíalista allra landa. Fram kemur
í skjölum sovéska kommúnista-
flokksins að Kristinn Andrésson,
andlegur og veraldlegur leiðtogi
menningarinnar á íslandi, gekk
margsinnis á fund Kremlverja og
sótti um þennan styrk. Grátbað
kollega sína um ölmusuna og taldi
ekki eftír sér ferðimar í sovéska
sendiráðið í Reykjavík og fór ekki
bónleiður til búðar. Peningamir
vom afhentir 21. maí árið 1970.
Tveimur árum eftir innrás Sovét-
manna í Tékkó. Sama vorið og viö-
reisnin var aö syngja sitt síðasta á
íslandi.
Þessi gjafmildi Sovétmanna er
ekki í frásögur færandi. Hún hafði
komið áður fram, tveimur ámm
fyrr, þegar Kristinn tók á móti sam-
svarandi upphæð. Milljónum
króna í hvort skipti. Allt í reiðufé.
Enda vom Sovétmenn ekki í nein-
um vandræðum með peninga í þá
daga, meðan flokkurinn var og hét.
Þá munaði ekki um aö gauka
nokkrum krónum aö íslendingum
meðan þeir útdeildu fé til Kastró á
Kúbu og Honecker í Austur- Þýska-
landi og annarra góömenna víös-
vegar um veröldina.
Nei, þetta er ekki í frásögur fær-
andi. Það sem er athyglisvert við
þessa styrkveitingu er að pening-
amir komu aldrei ffam að sögn
þeirra hjá Máli og menningu. Þeir
finnast ekki í bókhaldinu og þeir
finnast ekki í hirslum fyrirtækis-
ins. Þeir gufuðu upp.
Ef það er rétt að sendiráðið af-
henti peningana og hitt er líka rétt
að Kristinn tók við þeim og Mál og
menning tók ekki viö þeim til aö
styrkja mál og menningu í landinu
vaknar sú spuming hvað Kristinn
hafi gert við allt þetta skotsilfur.
Ekki eyddi hann peningunum, fá-
tækur eins og hann var, mestalla
sína ævi. Ekki fór hann með þá í
gröfina með sér og aldrei var lög-
reglunni sagt frá því að peninga-
fúlgum hafi verið stohð hjá þessu
sæmdarfólki. Það gæti þó ekki ver-
ið að Kristinn hafi farið með pen-
ingana þangað sem hann taldi þá
koma að mestu gagni, þ.e.a.s. inn á
flokksskrifstofur Alþýðubanda-
lagsins?
Islenskt mál og íslensk menning
stóðu traustustu fótum í Alþýðu-
bandalaginu. Þar var intehigensan
samankomin. Þar vom þeir sem
unnu menningunni og héldu uppi
menningarsambandi við rétttrú-
aða menn í útlöndum. Þar var
málstaðurinn virtur og kynntur og
þar var mest þörfin fyrir kær-
komna fjárstyrki sem Kristinn
Andrésson fékk persónulega af-
henta. Enda var það vel til fundið.
Meðan Mál og menning hefur
breyst í borgaralegt forlag, sem
engar skyldur telur sig lengur hafa
við sovéskan né sósíalskan upp-
runa sinn, hefur Alþýðubandalagiö
haldið tryggð við gamla málstað-
inn. Alþýðubandalagið er síðasta
vígi' gamla góða sósíahsmans og
það segir sína sögu að nú era Sovét-
menn famir að leita stuðnings og
styrkja hjá íslenskum allaböhum.
Þeir telja sig eiga það inni að alla-
bahar sendi nú ölmusumar til baka
eftir að svo óheppilega vildi til að
sovéska sæluríkið leið undir lok.
Einhver verður að borga fyrir
sæluna sem aldrei gerði vart við
sig.
Dagfari