Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992.
7
Sandkom
Bróðkaup
Kiddarótara.
bílstjóra Jóns
Halduii'
Hanmbalsson
arutanríkis-
ráðhorra vakn
atbyglium
helgina.pkki
ststfyrirþiíir
sakir aðráð-
herrannátti
sætaskiptiuð
Kiddaþennan
mcrkisdagog
slns.Annar
ráðherra Alþýðuflokksins valdi sér
einnigóheíðbundið sæti þennan dag.
Sagan segir aö Jóhanna Sigurðar-
dóttir hafl við athöfliina sest hægra
megin i kirkjunni Þar sem karlar sitja
samkvæmt heföinni á slikum stund-
um. Eftir nokkrar fortölur tókst að
fá ráðherrann til að færa sigtil
vinstri þar sem kvenkyns kirkjugest-
irsátu.
Fulitrúi
Vökuístúd-
entaráðivill
óhindraðíut-
anlandsferðir
enekWsitja
sofandiheima.
Súályktunhef-
urveriðdregin
íkjölfarþessað
viðkomandi
lagðitilaðvis-
aðyrðífrátil-
kigusemborin
var upp á stúdentaráðsfúndi og mið-
aði að því að allar utanlandsferðir,
sem famar eru á vegum stúdenta-
ráðs, yrðu samþykktar í stúdenta-
ráði. Nú eru utanlandsferðir bornar
undir utanrikisneötd, eína af flórum
nefndum undir stúdentaráöi. Reynd-
ar eru einhvetj ir Rösk vumenn einnig
sagöir hafk lýst yflr óánægj u sinni
raeð tdlöguna. Tillöguflytjendur hafa
ekkigefiðupp vonina umað náfram
aðhaidi í utanlandsferðum.
Sjálfsálit
ungrarsv eita-
konu á Norður-
landijókstekk-
ertviðþaöað
setjaásighaus-
poka fyrir
framan spegii-
innámorgn-
anaeinsog
HeiðarJónsson
snyrtirrað-
legguríbók
sinni. Heiðar
segjrkonur
eiga að skoða sjálfar sig andlits-
lausar, setja á sig hauspoka með göt-
um fyrir augun og klæða sig í sund-
boi, flottan æflngagalia eða giæsileg-
an undírfatnaö. Heiðar erá þeirri
skoðun aðupptíl hópa fari fólki ails
ekki vel aö vera tággrannt. Konur
eigi að klæða af sér útlitsgallaog
bera höfúðið hátt, Dagurá Akureyri
greinir frá þvó að sveitakonan unga,
sem ekki varð ánægð, hafl hringt i
Heiðar og beðið hann að koma tafar-
laust norður Ieiginpersónu.Hélt
hann námskeíðfyrirumræddafrú
og fleirí konur og komust færri að
cnvildu.
Ávitlausuni
Húnþykir
hálfhaílærisleg
Tfmamyndinaf
ur á meðæt hann var í hálofttmum
heldur þegar veriö var að losa hann
úr tey gjunni eftir stökkið ogvarlitill
thntjún: logtbjörg B*r» Swtnsdóttif
_________________________________________________________Fréttir
Fangelsismálastjóri um ósk Dalvíkur og Eyrarbakka:
Höf um okkar rök fyrir
höfuðborgarsvæðinu
- framkvæmdanefnd ekki fengiö erindi Dalvíkinga
„Fangelsismálanefnd setti fram
ákveðnar tillögur um staðsetningu á
nýju fangelsi. Síðan féllst dómsmála-
ráðherra á tillögur nefndarinnar í
öllum meginatriðum. Framkvæmda-
nefnd var skipuð til að framfylgja
tillögunum. Okkur er einnig ætiað
að kanna sérstaklega hvort þaö
myndi raska sérstaklega þeim hag-
kvæmnisrökum sem teflt er fram í
skýrslunni ef nýju fangelsi yröi val-
inn staður utan höfuðborgarsvæðis-
ins, t.d. á Litla-Hrauni,“ sagði Har-
aldur Johannessen fangelsismála-
stjóri í samtali við DV um fram-
komnar óskir Dalvíkinga og Eyr-
bekkinga um nýtt fangelsi í þeirra
byggð.
Haraldur er formaður fram-
kvæmdanefndar fangelsismála og
hann sagðist ekki hafa séð neitt
formlegt erindi frá Dalvíkingum en
erindi Eyrbekkinga væri til athugun-
ar hjá nefndinni.
Haraldur sagði að hagkvæmnisrök
í umræddri skýrslu fyrir staðsetn-
ingu fangelsis á höfuðborgarsvæðinu
væru einkum sú staðreynd að flestir
fangar kæmu af suðvesturhomi
landsins og þar með væri verið að
slá tvær flugur í einu höggi. „Annars
vegar er verið að leysa húsnæðismál
gæsluvarðhaldsfangelsis og hins
vegar afplánunarfangelsis. Það er
verið að horfa í spamað hvað varðar
stofn- og rekstrarkostnað, mannafla-
nýtingu, boðunarmál og fangaflutn-
inga. Þá horfum við í staðsetningu
RLR, dómstóla, hæstaréttar og fang-
elsisstofnana á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta era okkar rök,“ sagði Haraldur.
Haraldur sagði að framkvæmda-
nefndin væri ekki búin að taka af-
stöðu til erindis Eyrarbakkahrepps
um að ekki verði dregið úr umsvifum
á Litia-Hrauni. „Ekkert hefur verið
afráðið í byggingarmálum fangelsa,"
sagði Haraldur ennfremur. Sam-
kvæmt tillögum fangelsismálanefnd-
ar er stefnt að því að nýtt fangelsi
verði komið upp fyrir árslok 19%.
Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á
Dalvík, sagði að erindi þeirra, ásamt
ítarlegri greinargerð, hefði verið af-
hent aðstoðarmanni dómsmálaráð-
herra, Ara Edvald, sem síðan ætlaði
að koma því til framkvæmdanefnd-
ar.
-bjb
Tvö framlög Olís til Landgræðslunnar á tveimur mánuðum:
Átta milljónir komnar
í landgræðsluátakið
- Verðlagsstofnun setur út á auglýsingamar „græðum landið með 01ís“
Óskar Magnússon, stjórnarformaður Olís afhendir Sveini Runólfssyni land-
græðslustjóra 5 milljóna króna ávisun vegna landgræðsluátaksins. Á milli
þeirra stendur Gunnþóra Jónsdóttir ekkja Óla Kr. Sigurðssonar.
DV-mynd GVA
Óskar Magnússon, stjómarform-
aður Olís, afhenti Sveini Runólfssyni
landgræðslustjóra 5 milljóna króna
ávísun vegna átaks Olís til land-
græðslu í gær. Hér er um að ræða
annað framlag fyrirtækisins í þess-
um efnum. Síðustu tvo mánuði hefur
3 milljónum króna, sem var fyrsta
framlagið, verið varið til að stöðva
jarðvegs- og gróðureyðingu á Hauka-
dalsheiði og í Mývatnssveit. Hug-
myndina að átakinu átti Óli Kr. Sig-
urðsson sem nýlega féll frá.
Að sögn Óskars hefur umtalsverð
söluaukning orðið hjá Olís vegna
átaksins. Ákveðin upphæð af tekjum
fyrir hvem bensínlítra rennur beint
til Landgræðslunnar. Söluaukning-
una má rekja beint til átaksins sem
hefur veriö auglýst rækilega að und-
anfomu.
í kjölfar auglýsinganna, „græðum
Sextíu og sex
skátaráal-
þjóðlegt mót
Sextíu og sex íslenskir skátar em
nú í Sviss á alheimsmóti skáta á aldr-
inum 18 til 26 ára. Bækistöðvar móts-
ins, sem stendur yfir frá 27. júlí til
6. ágúst, em í alþjóðlegu skátamiö-
stöðinni Kandersteg.
Að sögn Guðmundar Pálssonar
fararsfjóra íslensku skátanna, ei
dagskrá mótsins mjög flölbreytt o{
fer hún fram um allt land. Lengr
dagskráratriðum er skipt í sjö megir
þemu: ævintýri og upplifun, almenn.
ferðamennsku, menningu og sögu
samfélagið og umhverflð, hand
mennt og listir og ferðalög og íþróttir
Eitt af aðalsmerkjum mótsins verð
ur flölbreytni í mataræði. Auk mat
argerðar Svisslendinga verður kynn
matargerðarlist frá Þýskalandi
Frakklandi, Asíu, Bandaríkjunum
Suöur-Ameríku og Ítalíu.
Helming mótsins munu þátttak
endur dvelja í tjaldbúð í Kanderste;
en hinn helminginn utan miðstöðv
arinnar og taka þátt í sjálfvalinn
dagskrá.
-IBí
landið með Oiís“, sendi Verðlags-
stofnun Olís bréf. Þar var bent á aö
samkvæmt 26. grein laga um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti „sé óheimilt að hafast
nokkuð að sem brýtur í bága við
góða viðskiptahætti sem tíðkaðir eru
í slíkri starfsemi eða er óhæfilegt
gagnvart neytendum". Þar sagði
ennfremur að samkvæmt 27. grein
sömu laga væri óheimilt að veita
rangar, ófullnægjandi eða villandi
upplýsingar í auglýsingum. Með öðr-
um orðum: Verðlagsstofnun telur
auglýsingu Olis vegna landgræðsluá-
taksins brot á framangreindum
tveimur lagagreinmn. Til rökstuðn-
ings máli sínu segir Verðlagsstofnun:
„Verð og gæði eiga að ráða vali á
bensíni eins og öðram vöram - ekki
sú starfsemi sem viðkomandi fyrir-
tæki hefur í hyggju að styrkja, þó svo
að ekkert mæli á móti því að pening-
um sé veitt til Landgræðslunnar."
Vegna þessa var tilmælinn beint til
Olís að stöðva auglýsingamar.
í bréfi Olís til Verðlagsstofnunar á
mánudag kemur fram að fyrirtækið
geti ekki fallist á þann skilning stofn-
unarinnar að auglýsingin feli í sér
brot á umræddum lagagreinum. Fyr-
irtækið telur lagatúlkun Verðlags-
stofnunar ranga. Olís telur skilyrði
til heimfærslu á umrædd lagaákvæði
ekki vera fyrir hendi - ekkert sé
„rangt, ófúilnægjandi eða villandi" í
auglýsingunum. Olís hefur óskað eft-
ir að Verðlagsstofnun taki málið til
endm-skoðunar, til dæmis með því
að óska álits Neytendasamtakanna
áður en það verður lagt fyrir verð-
lagsráð. _^TT
SKÓÚTSALA
Skóverslun Þóröar
Borgarnesi Kirkjustræti 8,
Brákarbraut 3, sími 14181.
sími 93-71904.
Laugavegi41,
sími 13570.