Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992.
33
Hjónáband
Tilkynningar
Þann 4. júlí voru gefin saman í hjóna-
band á Þingvöllum af séra Hönnu
Maríu Pétursdóttur Margrét Valtýs-
dóttir og Henrik Zacharíasen. Heim-
ili þeirra er í Danmörku.
Ljósm. Nærmynd
Þann 18. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Bústaðakirkju af séra
Pálma Matthíassyni Svanbjörn Ein-
arsson og Bryndís Ósk Jónsdóttir.
Heimili þeirra er að Álfaheiði 8,
Kópavogi.
Ljósm. Mynd
Þann 11. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Neskirkju af séra Guð-
mundi Óskari Ólafssyni Hildigunnur
Sigurðardóttir og Jón Grétar Haf-
steinsson. Heimili þeirra er að Vík-
urási 1, Reykjavik.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Þann 4. júlí voru gefin saman í hjona-
band í Grensáskirkju af séra Hall-
dóri Gröndal Hildur Edda Þórarins-
dóttir og Guðmundur Pétursson.
Heimili þeirra er að Hvassaleiti 38,
Reykjavík.
Ljósm. Nærmynd.
Þann 18. júli voru gefin saman í
hjónaband í Laugardælakirkju af
séra Sigurði Sigurðssyni Kristín Al-
bertsdóttir og Jón Sigurjónsson, til
heimihs að Hrafnhólum 8, og Guð-
björg Hulda Albertsdóttir og Eiríkur
Sigurjónsson til heimilis að Básenda
3.
Ljósm. Nærmynd.
Þann 18. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Áskirkju af séra Árna
Bergi Sigurbjömssyni Hulda Þórs-
dóttir og Sigurður Örn Einarsson.
Heimili þeirra er að Mávahlíð 15,
Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long
þann 18. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Garðakirkju af séra
Árna Bergi Sigurbjörnssyni Kolbrún
Reynoldsdóttir og Vignir Hilmars-
son. Heimili þeirra er að Hringbraut
77.
Ljósm. Nærmynd.
Hundaræktarfélag íslands
Hinn kunni atferlisfræðingur Roger
Tímaritið Ský
7. hefti tímaritsins Ský er komið út. I
Skýi eru einkum ljóð, þýdd og frumsamin
en einnig prýða ljósmyndir og grafíkverk
tímaritið. Ljósmynd á kápu tók Einar
Falur Ingólfsson. Ritstjórar eru þeir Ósk-
ar Ámi Oskarsson og Jón Hallur Stefáns-
son. Verð tímaritsins 1 lausasölu er kr.
400.
Veiðivon
Hofsá í Vopnafirði:
Mokveiði þessa dagana
„Það er feiknaveiði í Hofsá og hafa
bestu dagarnir verið að gefa 50 laxaj'
sagði Eiríkur Sveinsson, læknir á
Akureyri, í gærkvöld.
Hofsá hefur gefið 750 laxa og hann
er 20 pund, sá stærsti. Það var 85 ára
Akureyringur, Magnús Stefánsson,
sem veiddi laxinn. Hann hélt lengi
vel að fast væri í botni.
25 til 50 laxar á dag er það sem
heyrist sagt í veiðihúsinu á kvöldin.
Erlendir veiðimenn, sem hafa verið
við veiðar upp á síðkastið, hafa meira
að segja sleppt löxum í þónokkrum
mæli. Þetta er mjög gott en aðeins
er leyft að veiða á flugu og spón í
ánni.
Fnjóská hefur gefiö 250 laxa og það
er frábært. Sigmundur Ófeigsson var
þar fyrir skömmu og veiddi 5 laxa á
flugu,“ sagði Eiríkur og bætti við að
Selá væri töluvert fyrir neðan Hofsá.
Veiði væri samt góð í Selá.
Stærsti silungurinn
í Baugsstaðaósi 9 pund
„Veiðin í Baugsstaðaósnum hefur
verið góð og stærsti silungurinn er 9
pund,“ sagði Ágúst Morthens á Sel-
fossi í gærkvöld.
„Ósinn er fullur af fiski, hæði stór-
um og smáum. Kona, sem var að
veiða hjá okkur fyrir skömmu, setti
í 6 fiska en var svo óheppin að missa
þá alla. Það hafa veiðst einhverjir
laxar en ég veit ekki hve margir,
kannski kringum 10. Ég held að
• Hann Magnús Ý. Magnússon
veiddi fyrsta laxinn sinn í Tungu-
fljóti og fyrsta laxinn á þessu sumri.
Þetta var 12 punda hrygna.
DV-mynd Jón Orri
• Séra Pálmi Matthiasson er lunkinn með fluguna og veiddi 3 laxa í Dyr-
hólaósnum fyrir fáum dögum. DV-mynd Brynjar Gauti
næstu vikur eigi eftir að gefa vel af
fiski,“ sagði Ágúst og bætti við: „Það
komu 10 laxar í Langholtinu í Hvítá
í fyrradag og eru þá komnir 155 laxar
þar.“
Séra Pálmi veiddi 3 laxa
á fluguna
„Nýjasta veiðisvæðiö hérna fyrir
austan er Dyrhólaósinn hjá okkur
og hann hefur gefið 30 laxa. Við leyf-
um stangaveiði í þrem ám sem renna
í ósinn," sagði Þórir N. Kjartansson
í Vík í Mýrdal í gærkvöld. Núna fyr-
ir fáum dögum var byrjaö að sleppa
löxum úr hafbeit í þessar veiðiár sem
renna í Dyrhólaósinn.
„Séra Pálmi Matthíasson var hér
fyrir fáum dögum og veiddi þrjá laxa
á fluguna, þetta voru 6 og 7 punda
laxar hjá Pálma. Magnús Krisijáns-
son veiddi 5 laxa á hálfum degi eins
og Pálmi. Við seljum daginn á 2000
og það er enginn kvóti. Ég frétti af 8
punda sjóbirtingi sem veiddist ofar-
lega í Tungufljóti og þar hafa veiðst
laxar líka,“ sagði Þórir ennfremur.
-G.Bender
Reynisvatnið:
Flutningurinn á laxinum drap hann
„Það virðist hafa gleymst að svelta
fiskinn fyrir flutninginn og augljóst
er að of langur tími fór í að ferma
bflinn. Það veröur, að mínu mati, að
flokkast undir handvömm að það
skuh hafa tekið 5 tíma að koma fisk-
inum á bfl. Það fer mjög illa með fisk
af þessari stærð að vera lengi í
þröngri nót og síðan að þurfa að háfa
hann upp á bíl með öllu því hnjaski
sem því fylgir. Til þess að auka þol
fisksins við slíkar aðstæður verður
það að vera regla að svelta hann í 2
til 3 sólarhringa, að minnsta kosti.
Að mínu mati eru þetta helstu orsak-
ir dauða fisksins. Ég legg því tfl að
ef sömu aðilar ætla að endurtaka
svona flutning þá verði nægum tíma
varið tfl undirbúnings. Það er einnig
skoðun mín að seljandinn hafi
brugðist hlutverki sínu með hörmu-
legum afleiðingum. Það er yfirleitt
ófrávíkjanleg regla að seljandi undir-
húi fiskinn í hvívetna fyrir slíkan
flutning, nema að samið sé sérstak-
lega um annað.
Ég get bætt því við að sams konar
flutningar eiga sér stað þessa dagana
svo tugum skiptir og drepst sjaldan
meira af fiskinum en 1-2%.“
Þetta segir Gísh Jónsson, dýra-
læknir á Keldum, um dauða laxanna
í greinargerð um Reynisvatn.
„Þaö var aðeins einn og einn lax
sem var horaður. Flestir voru fisk-
amir feitir en þoldu þetta bara ekki,“
sagði Guðrandur Jónatansson, ann-
ar þeirra sem slepptu laxinum í vatn-
ið.
„Stærsti laxinn var 9 pund en þeir
minnstu 2 pund. Það var stærsti lax-
inn sem drapst fyrst,“ sagði Guð-
brandur ennfremur.
-G.Bender
Abrantes mun halda námskeið og fyrir-
lestra á vegum Hundaræktarfélags ís-
lands dagana 10.-14. ágúst. Námskeiðin
verða tvö og verða haldin í húsnæði
HRÍF í Sólheimakoti. Á námskeiðunum
verður bæði verkleg og bókleg kennsla
og í þjálfun verður byggt á atferlisfræði
og tjáningarformi hundsins. Hvort nám-
skeið tekur 4 daga og hefjast þau 10. og
14. ágúst kl. 19. Einnig verður boðið upp
á einkatíma. Skráning og allar uppl. í
síma 625269 og 625275 milli kl. 14 og 18.
Hiö íslenska
náttúrufræðifélag
15. -21. ágúst verður farið í ferð á vatna-
svið Jökulsár á Fjöllum. Aðaláhersla
verður á fom hamfarahlaup í Jökulsá,
eldvirkni í Krepputungu og viðar, sand-
fok o.fl. Leiðbeinendur verða Guttormur
Sigurbjamarson jarðfræðingur, Frey-
steinn Sigurðsson jarðfræðingur og Bragi
Benediktsson landgræðsluvörður. Gist
verður í svefnpokaplássum i fjallaskál-
um, bændagistingu og sumargistingum.
Gjald fyrir ferðina kr. 17.500 + 4.000 fyr-
ir gistingu. Farið verður af stað frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 14. Uppl. og skrán-
ing í síma 91-624757, fólk er beðið um að
skrá sig fyrir 8. ágúst.
Hana nú í Kópavogi
Vikulega laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi varður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi.
Félag eldri borgara í Rvík.
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 laug-
ardagsmorgun.
Ljósmyndamaraþon
Kodak og ALKA
15. ágúst kl. 10 verður þreytt í fyrsta
skipti ljósmyndamaraþon á Akureyri,
sem ÁT.KA heldur í samvinnu við Kod-
ak-umboðið Hans Petersen hf. og Petró-
myndir. Keppnin felst í þvi að taka ljós-
myndir af fyrirfram ákveðnum verkefn-
um eða mótífum eftir tiltekinni röö á
ákveðnum tíma. Keppnin er öllum opin
og þurfa keppendur aðeins að hafa með-
ferðis myndavél fyrir 35 mm filmu. Þátt-
tökugjald er kr. 500. Skráning fer fram í
síma 01-675100 og 96-23520. Einnig er hægt
að skrá sig að morgni 15. ágúst í Petró-
myndum.
Biskupstofa
Dagana 11.-24. ágúst nk. mun biskup ís-
lands, herra Ólafur Skúlason, visitera
Húnavatnsprófastsdæmi. Biskup mun
heimsækja alla söfriuði prófastsdæmisins
og ræða við safnarðarmenn og presta og
predika við guðsþjónustur og helgistund-
ir í kirkjunum. Vísitasía biskups hefst
11. ágúst með messum í Holtastaðakirkju
kl. 14.
Tapaðfundið
Gleraugu töpuðust
Svört Armani gleraugu töpuðust í Vest-
mannaeyjum um sl. helgi. Gleraugun eru
í hulstri í hvítum poka ásamt bláu
linsuboxi. Fundarlaunum er heitið.
Finnandi er vinsamlegast beðinn um að
hringja í síma 77811.