Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992.
9
kross hvaö varðar áróður tii að
koma í veg fyrir útbreiðslu eyðni.
Sagt er að hrœðsluáróður síðustu
ára hafi ekki borið tilætlaðan ár-
angur þvi eyöni haldi áfram að
breiðast út.
Hér eftir verði reynt að ná meö
fræðslu til þeirra hópa sem eru i
beinni hættu með að Fá sjúkdóm-
inn. Ætlunin er að hætta að
hræða venjulegt fóik með sögum
af eyðnismiti því flestir eigi ekki
á hættu að smitast og hafi aldrei
átt.
Sáttasemjarinn
skorinnáháls
meðöHlösku
Látlu munaöi aö Dani á fimm-
tugsaldri léti lífið þegar hann
reyndi að koma á sáttum í
stormasamri sambúð ungs kær-
ustupars nú um helgina. Pólkið
var í afmælisveislu á Amager
þegar elskendurnir urðu ósáttir
og pilturinn dró vinkonu sína á
hárinu út á bílastæði þar sem
gera átti út um málin.
Maöurinn reyndi að taia um
fyrir piltinum en hann brást hinn
versti við, braut ölflösku og skar
sáttasemjarann á háls. Læknum
tókst að bjarga lífi mannsins á
siðustu stundu.
Dennidæma-
lausi kominn í
lAÍtimar
IVttB IICH
Kvikmyndafyrirtækið Wamer
hefur ráöiö sex ára gamlan strák
að nafni Mason Gamble til að
leika Derrna dæmalausa í kvik-
mynd sem væntanlega verður
frumsýnd næsta sumar.
Auglýst var eftir leikurum í
hlutverkið og gáfu 20 þúsund
strákar sig fram. Væntanlegur
Denni hefúr leikið í tveimur aug-
lýsingmn en er þess utan óreynd-
ur leikari. Frægir leikarar fara
með hlutverk fullorðna fólksins í
myndinnf Þar á meðal er búiö
að ráða stórleikarann Walter
Matthau til að leika Wilson, ná-
granna og fjandvin Denna.
Hrapaði 600
mefraíöípunum
Rúmlega tyitugur Breti hrapaði
fil bana í Ölpunum um síðustu
helgi. Fallið var um 600 metrar
og lét fiallgöngumaöurinn þegar
lífið.
Þetta er fimmtándi maöurinn
sem ferst við klifur í Ölpunum í
sumar. Flestir hafa farist við til-
raunir til að koraast á tind Mont
Blanc. í flestum tilvikum hefur
mátt kenna slæmu veðrí um slys-
in en illviðri hafa verið tið á þess-
um slóðum í sumar.
I Rússarnír koiiiii
dollurum
Lögreglan í Rönne á Borgund-
arhólmi handtók 21 rússneskan
sjómann á diskóteki þar í bænum
um helgina vegna grunsamlegrar
meðferðar þeirra á eriendum
gjaldeyri. Rússarnir stráðu um
sig doUurunum en þeir höfflu
skömmu áöur tekið land á eyj-
unni.
Grunur lék á aö peningamir
væru falsaðir en við rannsókn
kom í Uós að Sámur frændi hafði
sjáifur látið prenta þá. Mönrnrn-
um var jþví sleppt og gátu þeir
haldið skemmtun sinni áfram og
farið fijálslega með fé sitt. Rúss-
amir tógðust fá laun sín greidd
í doUurum.
____________________________________________________________Útlönd
George Bush ratar óvænt í vandræði vegna upplýsinga um framhjáhald:
Lét undirmenn sína
undirbúa ástarf undi
- viðhaldið, Jennifer Fitzgerald, er nú siðameistari 1 utanríkisráðuneytinu
„Það duldist engmn að varaforsetinn
átti í ástarsambandi við aðstoðar-
konu sína og lét mig sjá til þess að
innangengt væri miUi herbergja
þeirra á hótelinu," er haft eftir Louis
Fields, fyrrum sendiherra Banda-
ríkjanna í Genf, í nýútkominni bók.
Þama er verið að vísa til atviks sem
varð í ferð Georges Bush á ráðstefnu
í Genf í Sviss árið 1984. Bush var þá
varaforseti Bandaríkjanna og með í
fóruneyti hans var Jennifer Fitzger-
ald, nánasti ráðgjafi hans. Þau höfðu
þá þekkst um árabil eða aUt frá því
Bush var sendiherra í Kína. Síðar
höfðu þau unnið saman þegar Bush
var forstjóri leyniþjónustunnar CIA.
Sendiherrann, sem borinn er fyrir
sögunni, er nú látinn. Susan Tren-
ton, höfundur bókarinnar The Power
House, ræddi viö hann fyrir andlátiö
og fékk staðfest að Bush hefði faliö
honum sem undirmanni sínum aö
sjá tU þess að varaforsetinn og Jenni-
fer gætu átt ástarfundi sína í friöi.
Engin leið er nú að fá þessa sögu
staðfesta. Hún hefur samt verið á
kreiki um tímá en það var fyrst í gær
að Bush var spurður beint um sann-
leiksgildi hennar á blaðamannafundi
Jennifer Fitzgerald er nú siðameistari utanríkisráðu-
neytisins. Hún hefur ekkert iátið hafa eftir sér um vin-
skap sinn við Bush. Sagan segir að þau hafi sofið sam-
an i Genf árið 1984. Simamynd Reuter
Barbara Bush lét sér fátt um finnast þegar fréttamenn
gengu i skrokk á manni hennar vegna sögusagna um
framhjáhald hans. „Sem betur fer hef ég ekki séð þessi
skrif,“ sagði Barbara. Simamynd Reuter
BiU Clinton, forsetaefni demókrata
og andstæðingur Bush í kosninga-
baráttimni, lýsti aðspurður fyrirlitn-
ingu sinni á sögugurði af þessu tagi
og sagði að hann þjónaöi ekki mál-
stað demókrata. „Eg met Bush mik-
Us sem mann. Ég kann vel við Bar-
böru, konu hans,“ sagði Clinton.
Clinton hefur átti í verulegum
vandræðum sjálfur vegna sögusagna
um framhjáhald auk annars áburðar
um persónulega veikleUca. Clinton á
að hafa haldið við Jennifer Flowers
sem um árabU var í þjónustu hans.
Clinton hefur því augljóslega ekkert
gagn af því að ráðast á Bush vegna
framhjáhalds.
Jemíifer Fitzgerald hefur ekkert
látið hafa eftir sér um málið. Hún er
nú siðameistari utanríkisráðuneytis-
ins í Washington en er að sögn á
ferðalagi í útlöndum. Hún er ensk
að uppruna, 59 ára gömul.
Nýjustu skoðanakannanir sýna að
CUnton er mun vinsælh en Bush og
ætti að sigra auðveldlega í komandi
kosningum. Margt getur þó breyst
áður en kosið verður.
Reuter
George Bush brást reiöur við þegar
hann var spurður um framhjáhaldið.
„Þetta er óhróður," sagði forsetinn.
Simamynd Reuter
þar sem forsetinn greindi frá viðræð-
um sínum við Yitzhak Rabin, forsæt-
isráðherra ísraels.
Bush brást reiður við og lýsti þess-
um söguburði sem ómerkilegum og
neitaði að svara spumingum um
hvort hann hefði átt vingott við
Jennifer. Hann sagði að með þessum
sögum væri verið að draga kosninga-
baráttuna niður í svaðið.
Barbara Bush tók létt á spuming-
um um hvað henni fyndist um meint
framhjáhald eiginmanns síns. Hún
sagðist vera svo heppin að hafa ekki
séö þessi skrif.
Sonurinn lék
sérívikuhjá
líki móður
sinnar
„Þetta er hroðaleg saga og öll hin
undarlegasta," sagði breski réttar-
læknirinn John Burton þegar hann
úrskurðaði að kona nokkur í Lund-
únum hefði látist af eðlilegum orsök-
um og hefði látist hvort sem hún
hefði komist undir læknishendur eða
ekki.
Konan bjó ein með tólf ára syni
sínum. Hann sagði engum frá hvem-
ig komið var fyrir móður sinni og lék
sér í viku í íbúð þeirra þar sem hún
lá látin á gólfinu.
Vinur hans kom í heimsókn en
drengurinn sagði honum að hrúgan
á gólfinu væri uppblásin dúkka sem
faðir hans hefði komið með frá
Bandaríkjunum. Móðir hans væri
hins vegar á ferðalagi.
Nágrönnunum þótti undarlegt að
frétta ekkert af konunni og bratust
á endanum inn í íbúðina. Banamein
hennar reyndist vera heilablóðfall.
Reuter
SKÓMARKAÐUR
Opnum eftir sumarleyfi
með stórsprengidögum.
Frábært verð
frá kr. 150,-
Opið mánud. - föstud. 12-18.
Skómarkaður, II
SUemmuvegi 32 L, Kópavogi - sími 75777
EURO SKO