Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Qupperneq 15
MIÐViKUBAGUR 'IS.- -ÁGtJST 1992. 15 Stýrimaður og slæmir forstjórar Starfsfélagi minn, Jón G. Guö- mundsson, stýrimaöur á b/v Sval- baki ES, skrifaði kjallaragrein í DV 27. júlí sl. í grein sinni fer Jón um víðan völl og að sumu leyti er hún óskiljanleg. Megininntak greinar- innar er að ekki eigi að skera niður kvóta, sem er ágætisviðhorf út af fyrir sig, en það sem er mér hulin ráðgáta er hvers vegna hann stillir vestfirskum forstjórum og vest- firskum fyrirtækjum upp sem óhæfum og undirmáls. Gagnstætt telur hann svo að sveitungar sínir á Akureyri séu þjóðarsómi þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Þá eyðir hann nokkuð löngu máli í að tíunda hve litlar fjarlægðir eru frá vestfirskum höfnum til gjöfulla vestfirskra þorskmiða. í sömu hendingu harm- ar hann fyrir sína hönd og annarra Akureyringa hve langt er fyrir þá að sækja í hina vestfirsku kálgarða. Loks þegar öllu þessu flugi er náð fer hann nokkrum orðum um háan aldur vestfirskra skipa þrátt fyrir allt forskotið. Vel og illa rekin fyrirtæki Nú er fyrst að nefna að ég veit ekki betur en fjöldi fyrirtækja eigi í alvarlegum rekstrarvanda, hvar á þessu landi sem þau eru, þar eru fyrirtæki á Akureyri ekki undan- skihn. Sama er um Vestfirði að segja. Þar eru bæði vel rekin og illa rekin fyrirtæki eins og annars stað- ar. Vestfirskir forstjórar eru í öllu svipaðir starfsbræðrum sínum á Akureyri. Það sem einna helst skil- ur á milli er að í litlum byggðarlög- um skiptir oft afkoma eins fyrir- tækis öllu máli í afkomu þess fólks sem þar býr. Akureyringar eru KiaUaiinn Reynir Traustason stýrimaður á b/v Sléttanesi ÍS við þann niðurskurð sem stjóm- völd hafa nú boðað. Þess má þó geta að Vestfirðingar hafa allar götur mótmælt kvótakerfinu og þess vegna hvorki farið fram á stór- an né smáan kvóta í þorski eða öörum tegundum. Yfirlýsing kallar á ábyrgð Tillögur Jóns til friðunar eru í sjálfu sér allrar athygli verðar. All- ir sjómenn þekkja það hálfkák sem átti sér stað þegar lokað var á hrygningarsvæðunum um síðustu páska. Sú lokun virtist sniðin eftir hugmyndum hópa með sérhags- muni og hefði þurft að vara.miklu lengur. Það er ástæða til að skoða betur hugmyndir Jóns stýrimanns á Svalbak um friðuð hólf en þá er spuming hvort virðing manna fyr- „Mér er gjörsamlega huliö samhengiö milli aldurs hinna vestfirsku tog- ara og niðurskurðar á þorskvóta,“ segir Reynir m.a. í grein sinni. „Vandi einstakra fyrirtækja í sjávarút- vegi er ekki tilkominn vegna afglapa einstakra manna. Vandamálið er að fyrirtæki 1 gegnum tíðina hafa ekki fengið að lifa og deyja eftir eðlilegum lögmálum...“ með fleiri egg í körfunni og eitt gjaldþrot þýðir ekki hmn alls bæj- arfélagsins. Mér er gjörsamlega hulið sam- hengið milli aldurs hinna vest- flrsku togara og niðurskurðar á þorskkvóta. Hvemig kvótar vest- firskra togara urðu til er auðvitað bein afleiðing af nálægð hafna þeirra við áðurnefnd gjöful fiski- mið og ég sé ekki að ástæða sé til að rifja þá sögu upp hér í samhengi ir slíkum hólfum sé slík að allir sitji þar við sama borð. Varðandi fullyrðingar hans um aö margir togarar og bátar fleygi smáfiski sem er umfram ákveðið hlutfall er full ástæða til að fara fram á það viö hann að hann upp- lýsi hveijir eiga þama í hlut. Gerir hann svona hluti kannski sjálfur? Ef ekki, hveijir félaga hans til sjós standa að slíkum óhæfuverkum? Nógur er áróðurinn á sjómanna- stéttina þó menn þurfi ekki að Uggja undir slíkum áburði frá manni sem kemur úr sömu stétt og ætti að vita betur en þeir sem standa utan við sjómennsku. Þessi yfirlýsing kallar á það að sökudólg- amir verði gripnir og þeir kallaðir til ábyrgðar. í skjóli rangrar byggöa- stefnu Vandi einstakra fyrirtækja í sjáv- arútvegi er ekki tilkominn vegna afglapa einstakra manna. Vanda- málið er að fyrirtæki hafa í gegnum tíðina ekki fengið að lifa og deyja eftir eðlilegum lögmálum sem þýð- ir að fyrirtæki sem komst í rekstr- arvanda fyrir einhveijum ámm eða jafnvel áratugum fékk ekki að deyja með eðlilegum hætti og rísa upp með eðlilegum hætti. Heldur var því haldið á lífi með smá- skammtalækningum sem er svona svipað og að gefa sjúkhngi með sýkingu morfln en láta vera að setja hann á þau lyf sem duga myndu gegn sjúkdómnum. Þetta hefur verið gert í skjóli rangrar byggðastefnu og til þess að hægt væri að halda uppi folskum lífskjörum millihðanna með því að arðræna sjávarútveginn. - Þetta ástand hefur ekki veriö á ábyrgð Vestflrðinga fremur en Akur- eyringa. Það sem gera þarf er aö koma þeim fyrirtækjum í sjávarútvegi, sem eiga á annað borð lífsvon, á réttan kjöl og búa þeim þau ytri skilyrði að þau megi dafna og blómgast. Ef það verður gert er þjóðarhag borgið og fólk í þessu landi fer að lifa á þeim verðmætum sem þjóðin sjálf skapar. Reynir Traustason Leiðin til að losna við kvótakerf ið Treg þorskveiði. - Of litið veitt? - Þarf að auka sóknina til að fiskurinn sem eftir er fái meira æti? Sjávarútvegurinn í landinu býr við kvótakerfi sem mælst hefur misjafnlega fyrir og ýmsir vilja breyta eða jafnvel leggja alveg nið- ur. Einkum hefir verið deilt um hvort beita eigi sóknartakmörkun- um eða aflatakmörkunum eins og nú er gert en því er haldið fram að sú leið hafi það í för með sér að fiski sé hent þar sem ekki borgi sig að koma með hann að landi. Sjónarmið rekast á Mjög hefir verið deilt um hvað rétt sé að skera þorskkvótann mik- ið niður en að áhti Hafrannsóknar- stofnunar er hætta á hruni hrygn- ingarstofns þorsksins nema dregið sé verulega úr veiðum. Nú hefir verið ákveðið að leyfa veiði á 205 þús. tonnum af þorski á næsta fiskveiðiári í stað 265 þús. tonna á yfirstandandi ári. Með því er komið verulega til móts við til- lögur Hafrannsóknarstofnunar og á það að leiða til nokkurrar stækk- unar stofnsins. Ennfremur er leyft að veiða allmiklu meira af öðrum fisktegundum en stofnunin mælti með. Hér rekast á þau sjónarmið aö halda uppi byggð og atvinnu við sjávarsíðuna og uppbygging fisk- stofnanna. Hæfilega hátt aflagjald Sumir vilja losna við kvótakerfið en fjóst er að væri það afnumið við KjáHaiinn Ólafur Stefánsson viðskiptafræðingur núverandi aðstæður án þess að annað kæmi til yrði það vísasta leiðin til aö þurrka upp fiskinn af miðunum á stuttum tíma. Það er hins vegar hægt að hugsa sér að með því að leggja á hæfilega hátt aflagjald yrði unnt að feha kvótakerfið niður í framtíðinni. Þá yrði gjaldið haft það hátt að eftir- spum eftir afla í sjónum samsvar- aði þeim afla sem tahð væri óhætt að veiða. Hins vegar verða menn seint sammála um hvað óhætt sé að veiða mikið, eins og sést m.a. af því að flestir fiskifræðingar munu þeirrar skoðunar að of mikið hafi verið veitt af þorski við landið und- anfarin ár, einkum ókynþroska fiski. Þó munu einhverjir á þeirri skoð- un að hin trega þorskveiði sé því aö kenna að of htið hafi verið veitt og er það í samræmi við þá stað- reynd að stundum má auka veiði í vötnum meö því aö auka sóknina svo að fiskurinn, sem eftir verður, fái meira æti. Með stöðugu gengi... Ljóst er aö sjávarútvegurinn hef- ir yfirleitt verið rekinn með halla undanfarið sem m.a. hefir mátt rekja til óhagkvæmni, mikils vaxtakostnaöar og síðast en ekki síst til óraunhæfrar gengisskrán- ingar krónunnar. Með hinu stöðuga gengi hefir tek- ist að halda verölagi í skefjum. Það hefir hins vegar reynt mjög á út- flutningsatvinnuvegina. Vandséð er að unnt verði til lengdar að spyma við fótum að þessu leyti, einkum með tilliti til rýmandi afkomu útgerðar og vinnslu með minnkandi þorsk- kvóta og fyrirhugaðrar aðildar að hinu Evrópska efnahagssvæði. Ólafur Stefánsson „Það er hins vegar hægt að hugsa sér að með því að leggja á hæfilega hátt aflagjald yrði unnt að fella kvótakerfið niður í framtíðinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.