Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1992, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 12. AGUST 1992.
39
keppni. Á meðal eriendu keppendanna er
lum á myndinni eru félagar hans í bresku
íslendingarnir munu
heyja harða keppni
Keppnin mlÚi íslendinganna gæti orðið
nyög jöfn. Jóhann Ingibergsson, Már Her-
mannsson, Jón Stefánsson og Sveinn
Emstson hafa aliir bætt sig í löngu vega-
lengdunum undanfarið.
Martha stefnir
á nýtt brautarmet
Martha Ernstdóttir stefnir að því að bæta
brautarmetið í háifmaraþoni, en það er
1:17,43 klst. Að þessu sinni mun hún fá
harða keppni frá Sue Dilnot frá Englandi.
„Ætla að hlaupa
ef ég fæ leyf i“
- segir Knútur Óskarsson, form. Reykjavíkurmaraþons
„Þaö var lögð mikil áhersla á það
strax í upphafi að sem flestir gætu
verið með og svo er enn. Þá varð
þetta orð, „skemmtiskokk", til en
það er þýðing úr ensku á „fun
run.“ Það var lítill áhugi fyrir
lengri vegalengdum og því reynd-
um við að höfða til fleiri með því
að bjóða upp á 7 km skemmtis-
kokk. Fyrsta árið tóku 250 manns,
þar af 50 konur, þátt í Reykjavík-
urmaraþoni. i fyrra, átta árum
seinna, var fjöldinn kominn í 2.200
og þar af vom 40% konur. Það er
því ljóst að þátttaka kvenna hefur
aukist mjög,“ sagði Knútur Óskars-
son, formaður Reykjavíkurmara-
þons, í samtali við DV en 9. Reykja-
víkurmaraþonhlaupið verður
þreytt sunnudaginn 23. ágúst nk.
Kjöriö fyrir alla fjölskylduna
„Reykjavíkurmaraþon hefur skap-
aö sér fastan sess í borgarlífinu,
fólk, sem einu sinni tekur þátt,
kemur aftur og nýir þátttakendur
bætast við. Við leggjum mikla
áherslu á góða skipulagningu á
framkvæmd hlaupsins, svo sem
með góðri sjúkragæslu, mörgum
drykkjarstöðvum og margir fá sinn
fyrsta verðlaunapening í Reykja-
víkurmaraþoni. Það þekktist ekki
að alfir þátttakendur fengju verð-
launapening þegar við fórum af
stað með hlaupiö. Það er kjörið fyr-
ir alla fjölskylduna að eyða sunnu-
deginum saman og njóta útiveru
og hollrar hreyfingar.
Von á um hátt í 200
erlendum keppendum
„Undirbúningur hlaupsins gengur
mjög vel, hingað koma á annað
hundrað útlendingar til keppni og
með þeim koma vafalaust aðstand-
endur þannig að alls koma hingað
um 300 erlendir gestir í tengslum
við hlaupið. Þetta er góð viðbót við
ferðamannastrauminn og góð land-
kynning. Það er mikil vinna að
skipulegga hlaup sem þetta. Við
erum með framkvæmdastjóra á
launum í 6 mánuði á ári og þetta
er dýrt fyrirtæki. En góðir og trygg-
ir samstarfsaðilar gera þetta kleift,
þeir leggja til peninga og annan
stuðning. Sumir þessir aðilar hafa
verið með frá upphafi en þeim hefur
fjölgað síðustu ár og nú er svo kom-
ið að eftirsótt er að vera styrktaraö-
ili hlaupsins," segir Knútur.
Afmælishlaup á næsta ári
með breyttu sniöi
22. ágúst á næsta ári verður 10 ára
afmælishlaup Reykjavíkurmara-
þons og þá munu verða gerðar
ákveðnar breytingar á hlaupinu. í
stað 7 km skemmtiskokks verður
4-5 km skemmtiskokk án tímatöku
og jafnframt 10 km hlaup með tíma-
töku. Hlaupavegalengdirnar verða
því fjórar í stað þriggja nú. Það er
því ljóst að þátttaka í hlaupinu mun
aukast mikið með þessari breyt-
ingu. Einnig er stefnt að því að
Reykjavíkurmaraþon mun í sam-
vinnu við Reykjavíkurborg efna til
miðnæturhlaups á Jónsmessunni
fyrir almenning, það verður vænt-
anlega boðið upp á 3-5 km skemm-
tiskokk og einnig 10 km hlaup,“
sagði Knútur Óskarsson.
En ætlar formaður hlaupsins að
hlaupa sjálfur? „Ég ætla að hlaupa
hálft maraþon, fái ég til þess leyfi
frá framkvæmdastjóra hlaupsins,"
sagði Knútur. Framkvæmdastjór-
inn er enginn annar en Sigurður
P. Sigmundsson, hlauparinn góðk-
unni, en hann var einmitt sigur-
vegari í fyrsta Reykjavíkurmara-
þoninu árið 1984. Hann er eini ís-
lendingurinn sem sigrað hefur í
hlaupinu en hann sigraði einnig í
hálfu maraþoni árið 1990.
-BL
Þessir þekktu skokkarar verða væntanlega á meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu. Frá vinstri: Ingólf-
ur Gissurarson, Kári Kaaber og Hannes Jóhannesson.
þorstanum á 5 km fresti.
Svo illa vill til að sama dag og
Reykjavíkurmaraþonið fer fram,
verður einnig leikinn úrslitaleik-
urinn í tnjólkurbikarkeppni KSÍ
raifii Vals og KA. En hvemig
stendur á því að þessir viðburðir
eru hafðir sama daginn?
„Þetta gerðist einnig fyrsta árið
sem maraþonið var háð. Upp úr
þvi var gert samkomulag við
stjórn KSI þess efnis að við flutt-
um raaraþonið á næstsíðasta
sunnudaginn í ágúst og knatt-
spyman hafði áfram síðasta
sunnudaginn í ágúst fyrir bikar-
úrslitaleiMnn. Viö höfum rætt
þetta við KSÍ og þeir hafa gefiö
þær skýringar að leikurinn þurfi
að fara fram þennan dag vegna
landsleiks við Júgóslavíu 2. sept-
ember. Nú er ljóst að ekki verður
af þeim leik og því eru ef til vifi
aðrar ástæður að baki. Til dæmis
að þeir gætu verið hræddir við
að leika þurfi aukaúrslitaleik
eins og í fyrra og árið þar áður.
Ef svo er þá eigum viö mjög erf-
itt með að sætta okkur við það.
Þetta skapar vissa erfiðleika, til
dæmis má geta þess að önnur
akrein Sundlaugarvegar verður
lokuð og þar munu hlauparar
verða á ferð á sama tíma og fólk
er aö mæta á vöfiinn,“ sagði
Knútur Óskarsson, formaður
Reykjavikurmaraþons, í samtali
viðDV.
c
Maraþonbolir til sölu
Sérstakir maraþonbolir verða til sölu á
ferðaskrifstofunni ÚRVAL/ÚTSÝN í Póst-
hússtræti 13 og Álfabakka 16, á skrifstofu
FRÍ í íþróttamistöðinni í Laugardal og hjá
Sævari Karli í Kringlunni og Banka-
stræti. Bolimir kosta 800 kr.
rinsantleg-
varlega
i tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu
s verður á þeim götumhöfuðborgarinn-
eim tilmælum til ökumanna, sem leið
ftir, að þeir aki varlega sem aldrei fyrr
sins í fatnaði frá Max
sins er gífurlega umfangsmikil og mik-
ri vel fram. Afiir starfsmenn hlaupsins
l af mörgum styrktaraðilum hlaupsins.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ
NAFN (name) (Sex M/F) KENNITALA (date of birth)
SiMI ÞJÓÐERNI (Nationality)
Ég undirritaður/undirrituð leysi hér með framkvæmdaraðila
Reykjavíkurmaraþons undan allri ábyrgð á tjóni, meiöslum eða
veikindum sem ég gæti orðið fyrir I viökomandi hlaupi. Ég stað-
festi það einnig að ég er baeði líkamlega og andlega fær um að
Ijúka viðkomandi vegalengd.
Undirskrift (signature) Dagsetning (date)
Reykjavíkurmaraþon - landsbyggðarfólk
Landsbyggðarfólk getur fyllt út ofangreint skráningarblað og sent þaö ásamt greiðslu til: Reykjavíkurmaraþon, c/o Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn,
Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Böm, 12 ára og yngri, greiöa 600 krónur, þátttökugjaldið er 1200 krónur fyrir heilt maraþon, 800 krónur fyrir hálft
maraþon og keppendur greiða sömu upphæð.
HEIMILI PÓSTNÚMER
Ég skrál mlg «1 þátttttku f:
□ MARAÞONHLAUPI
□ HÁLFMARAÞONHLAUPI
□ SKEMMTISKOKKI
□ SVEITAKEPPNI i SKEMMTISKOKKI (3 I SVEIT)
□ SVEITAKEPPNI i HÁLFMARAÞ0NI (3 I SVEIT)
NAFN SVEITAR:_____________________