Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Side 4
Fréttir LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. Útlendingar sem flytjast til íslands: Mikil fjölgun fólks frá Austur-Evrópu - meginástæða er skipulegur innflutningur vinnuafls Síðan landamæri hinna fyrrum austanfjaldslanda opnuðust hefur stöðug aukning orðið á því að fólk þaðan flytji búferlaflutningum til ís- lands. Mest hefur aukningin orðið hjá Pólverjum en íbúar frá fyrrum Júgó- slaviu og Sovétríkjunum og Tékkó- slóvakíu hefur einnig fjölgaö mikið. Eins og fram kom í DV í vikunni var fimmti hver aðfluttur útlending- ur á síðasta ári frá Póllandi. Að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá Útlend- ingaeftirlitinu er skýringuna á þeim mikla Qölda Pólverja sem hingað komu á síðasta ári að finna í skipu- legum innflutningi vinnuafls. „Þetta er yfirleitt tímabundið vinnuafl en ekki innflytjendur. Þessi mikla aukning varð aðallega á síð- asta ári en það ár stóðu atvinnurek- endur fyrir skipulögðum innflutn- ingi á vinnuafli. Nú í ár eru fyrir- tæki hins vegar yfirleitt ekki að sækj- ast eftir erlendu vinnuafli þar sem ástandið á vinnumarkaðnum hefur breyst mikið,“ segir Jóhann. Á síðasta ári fluttust 339 Pólverjar til íslands, 54 Júgóslavar, 32 Sovét- menn og 27 Tékkar. Samkvæmt tölum úr ársskýrslu Útlendingaeftir- litsins í fyrra voru 4 Sovétmenn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi árið 1981 en árið 1991 hafði þeim fjölgað í 55 manns. Fólki frá öðrum fyrrum austantjaldslöndum hefur fjölgað með svipuðum hraða og er aukningin hvað mest áberandi hin síðustuár. -ból í~~l Karlar 1 Konur 339 Æ7 146 Pólland Alls: 587 Júgóslavía Alls: 137 1988198919901991 Sovétríkin Alls: 57 Tékkóslóvakía Alls: 59 í~~1 Karlar II Konur 1988198919901991 60 Æ\ 42 Æ 1988198919901991 * Islendingar leita sér kvonfangs frá Austur-Evrópu: Rússneskar konur vilja vera heima - segir íslendingur sem er að „sækja“ rússneska konu „Ég hef heyrt að rússneskar konur viýi vera heima, eignast böm og hugsa um heimilið og ég held að það sé hlutur sem margir íslenskir karl- menn sakna,“ segir 31 árs íslenskur karlmaður sem hefur gefist upp á íslensku kvenfólki og gripið þann kost að leita sér kvonfangs í austur- vegi. Þessi karlmaður keypti sér bækl- inga þar sem erlendar konur auglýsa eftir vinum með hjónaband í huga og hefur skrifast á við um 30 konur víös vegar um heim. Hann fór nýlega til Þýskalands að hitta rússneska pennavinkonu sína sem hann hefur skrifast á við í 6 mánuði. Hún er þangað komin frá Rússlandi til aö hitta íslendinginn sem hefur fullan hug á að giftast stúlkunni strax í Þýskalandi og koma með hana og jafnvel fjölskyldu hennar heim til Islands. „Mig langar að velja rétt einu sinni. Ég hélt að þetta snerist meira um pennavini í fyrstu en það er mikil alvara á bak við þetta. Rússland hef- ur alltaf heiilað mig og mér leist best á þessa rússnesku stelpu af þeim sem ég skrifaðist á við. Hún er 19 ára en vildi hitta eldri mann. Ástandið í Rússlandi er mjög erfitt núna. Ungt fólk býr í 20-30 fermetra íbúðum hjá foreldrum sínum og á litla möguleika á að komast að heiman. Stúlkumar vilja hins vegar eignast böm og íbúð og þá er oft eina leiðin að leita út fyrir landsteinana," segir þessi ís- lenski karlmaður. Hann telur að rússneskar konur eigi auðvelt með aö aölagast íslensku lífemi og hugsunarhætti og segist vita um þónokkuð marga íslenska karlmenn sem em giftir rússneskum konum. „Ég er mikill ævintýramaður í mér og hugsaði því með mér: hvers vegna ekki? En þetta er ekkert grín heldur full alvara," segir þessi íslenski karl- maður aö lokum. -ból Jóhannes Valtýsson, bakari á Þórs- höfn. „Það þarf að vernda hvert starf á þessum litlu stöðum." DV-mynd gk Sér íbúum norðaustur- hornsins fyrir brauði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var algjör tilviljun að ég kom hingað tíl starfa og í raun skrítin til- viljun. Ég var beðinn um aö koma hingað árið 1981 og opna hér bakarí fyrir kaupfélagið en þá varð ekkert úr því. Fyrir tveimur áram var ég hins vegar í atvinnuleit og auglýsti eftir vinnu. Þá kom það upp að verið var að opna hér bakarí og það varð úr að ég sló til og dreif mig hingað. Það var stór ákvörðun aö fara hingað með fjölskylduna og gífurleg við- brigði frá borgarlífmu í Reykjavík en okkur hefur líkað mjög vel hérna," segir Jóhannes Valtýsson, bakari á Þórshöfn. Jóhannes er Reykvikingur og hef- ur starfaö þar við baksturinn. Hann rak m.a. Laugarásbakarí og vann einnig hjá öðmm. Nú stýrir hann bakaríinu á Þórshöfn og bakar ekki einungis fyrir Þórshafnarbúa heldur einnig fyrir íbúa á Vopnaflrði, Bakkafirði og Raufarhöfn. Hann hef- ur sér við hlið þijá aðstoðarmenn og um er að ræða „hefðbundinn" bakst- ur á brauöum, tertum og kökum. „Bakaríið hér er stórglæsilegt og vel búiö tækjum, og gefur ekkert eft- ir því besta sem þekkist hér á landi. Það sem helst er að em markaðsmál- in en þau mættu vera í betra ástandi. Þaö vantar meiri einingu meðal fólksins sem byggir þessa litlu þétt- býlisstaði. Hér þarf að vernda hvert einasta starf í stað þess að sækja þá þjónustu sem hér er annaö, eins og t.d. til Akureyrar og annarra staða. En fólk lætur glepjast af þessum gylliboðum sem alltaf eru í gangi á stóm stöðunum og það bitnar á versluninni á minni stöðunum," sagði Jóhannes. Aðkeypt sérfræðiþjónusta ríkissjóðs: Ríkið leitar í auknum mæli til sálfræðinga Aðkeypt sérfræðiþjónusta ríkis- ins jókst um 3 prósent milli áranna 1989 og 1990. Útgjaldaauki ríkis- sjóðs vegna þessa var um 3 pró- sent, eða úr tæpum 2,9 milijörðum í tæpa 3 milljarða. Af þessum út- gjöldum má rekja tæplega 542 milij- ónir til rafreikninga fyrir fjármála- ráöuneytið vegna launa, bókhalds og áætlanagerðar. í nýrri skýrslu Ríkisendurskoö- unar kemur fram að fjármálaráðu- neytið eyddi mestum fjármunum í sérfræðiþjónustu á árinu 1990 eða tæplega 622 milljónum. í öðm sæt- inu er heilbrigöis- og trygginga- ráðuneytiö með tæplega 235 millj- ónir. Minnsta sérfræöiþjónustu keypti hins vegar umhverfisráðu- neytið eða fyrir alls 1,2 milljónir. Sundurliðun á aðkeyptri sér- fræðiþjónustu ríkisins leiöir meðal annars í ljós að lögfræðingar, hag- fræðingar og viðskiptafræðingar fengu alls 83,6 milljónir í sinn hlut. Endurskoðendur fengu 27,5 millj- ónir, læknar og híúkrunarfræðing- ar 44,2 milljónir og kerfisfræðingar 74 milljónir. Verkfræðingar, arki- tektar og tæknifræðingar fengu samtals 236,4 milljónir. Athygli vekur að aðkeypt sál- fræði- og félagsfræðiþjónusta ríkis- ins á árinu 1990 reyndist vera 6,3 milljónir. Á árinu 1989 keypti rikið mun minna af þessari þjónustu eöa fyrir aðeins 2,3 miUjónir. Milli ára nær þrefaldaðist því þörf ríkisins á þjónustu sálfræðinga og félags- fræðinga. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar er ekki gerö nein athuga- semd við þessa miklu aukningu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.