Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Page 8
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992.
Svipmyndir
Af hverjum er
svipmyndin?
„Þögn í bekknum!"
Kennslukonan sló bendiprikinu í
púltið. Hún hét Sadie Mulvaney.
Hún fékk sæmilega gott hljóð.
Sadie naut virðingar þótt hún væri
bara sextán ára gömul.
Einn af litlu drengjunum í bekkn-
um var sá sem svipmyndin er af.
Eins og Sadie var hann dökkur yf-
irlitum og þótti erfiöur. Hann var
stór og sterkur fyrir aldur. Stund-
um fékk hann áköf reiðiköst sem
ungfrúin átti erfitt með að bæla
niður.
Það hefðu átt að vera sérkennar-
ar eða sálfræðingar í skólanum.
Einhver hefði þurft aö sinna litla
og erfiða piltinum. Það hefði getað
komið í veg fyrir miklar áhyggjur
síðar.
Sá sem svipmyndin er af komst
upp í sjötta bekk. Þar fékk hann
of lága einkunn í of mörgum fögum.
Hann var að setjast aftur í sama
bekk. Það stoðaði þó ekkert.
Námsleiði fór nú að gera vart við
sig. Hann byijaði að slá slöku viö.
Þá kom til vandræða í samskiptum
við kennara. Hann sló kennslukon-
una. Þá veitti skólastjórinn honum
áminningu. Það var þeim sem hér
er lýst um of. Hann hætti námi fyr-
ir fullt og allt.
Nú varð hann að fara að vinna.
Hann fékk starf í verslun. Þar var
hann þó ekki lengi. Hann vann líka
í keiluspilshöll og hjá bókbindara,
en svo lagði hann inn á þá braut
sem frægð hans tengist.
Sá sem svipmyndin er af var bara
nífján ára þegar hann varð alvar-
lega ástfanginn. Hún hét Mae
Coughlin og var tuttugu og eins árs.
Þau hittust í veislu í kjallara-
klúbbi við Carroll-stræti í New
York. Mae var há og grönn. Hún
vann í vöruhúsi. Hann bað hennar
og hún játaðist honum. Brúðkaupið
fór fram þann 18. desember 1918.
Nokkru síðar fluttust þau til ann-
arrar borgar. Þar var sá sem hér
er lýst fijótur að hasla sér völl.
Þrátt fyrir skamma skólagöngu og
skort á starfsþjálfun varð hann
brátt einn ríkasti og valdamesti
maður borgarinnar.
Kvöld eitt lenti hann í umferöar-
slysi. Drukkinn ók hann á leigubíl
sem stóð kyrr.
Hann varö ævareiður, tók fram
skammbyssu og hótaði að skjóta
vesalings leigubílstjórann.
Lögregla kom á staðinn og komst
að þeirri niðurstöðu að sá sem svip-
myndin er af hefði valdið óhapp-
inu. Hann hefði gerst sekur um
gáleysislegan akstur, ölvun undir
stýri og ólöglegan vopnaburð.
Venjulegur maöur hefði fengið
fangelsisdóm fyrir slik afbrot. En
ekki hann. Hann fékk ekki einu
sinni áminningu. Málsskjölin
„hurfu" í höndum yfirvalda.
Fáir þorðu að snúast gegn þeim
sem hér er lýst. Einn þeirra var
ungur blaðamaður, Robert St.
John. Hann hóf útgáfu lítils blaðs,
Tribune, sem fór að kanna starf-
semi þess sem við segjum hér frá.
Skattayfirvöldin snerust nú gegn
Tribune og hækkuðu fasteigna-
matsverð á litlu húsi blaðsins svo
að fasteignaskattur þess hækkaði.
Umferðarráðið lét síöan baima
bílastöður fyrir framan ritstjómar-
skrifstofumar. Og brátt þorði nær
enginn að auglýsa í blaðinu. Þá
komu yfirmenn brunaeftirlits og
heilsugæslu og héldu því fram að
í húsinu væri verið að brjóta margs
kyns reglur.
En St. John lét ekki deigan síga.
Þá misþyrmdu nokkrir glæpamenn
honum illa. Hann lét sér ekki segj-
ast við það. Þegar hann kom aftur
af sjúkrahúsinu hélt hann áfram
að skrifa.
Þá keypti sá sem svipmyndin er
af hluti félaga St. Johns í blaðinu.
Þeir þoröu ekki annað en að selja
þá. St. John átti aðeins fjömtíu og
níu hundraðshluta hlutabréfanna.
Hann varð að viðurkenna sig sigr-
aðan.
En St. John komst lifandi frá deil-
unni sem var ekki beinlínis
skemmtileg.
í lok þriðja áratugarins réð sá
sem hér er lýst heilu veldi. Hann
átti bmgghús, vömhús, útgerðir,
næturklúbba, spilavíti, hóruhús,
veðreiðabrautir, matvælafyrirtæki
og verksmiðjur. Árlegar tekjur
hans vom um hundrað milljónir
dala.
Hann var nú þrítugur og eitt
hundrað og sextán kílógrömm á
þyngd. Þyngdina mátti að hluta
rekja til þess aö hann borðaði of
mikið af góðum mat. En undir fitu-
laginu vom gijótharðir vöðvar.
A andliti hans vom þijú ör eftir
hníf sem lagt haföi verið til hans í
æsku. Hann kom þannig fyrir sjón-
ir að menn gleymdu honum ekki.
Þá var sem stórt og kringlótt höfuð-
ið sæti á sjálfum búknum.
Armar réttvísinnar náðu loks til
hans. Hann fékk dóm fyrir skatt-
svik og fór í fangelsi. Aðrir glæpa-
foringjar tóku þá við stjóm sam-
taka hans.
Þegar hann var náöaður árið 1940
var hann alveg niöurbrotinn mað-
ur. Hann lést árið 1947.
Hver var hann?
Svariðerábls. 56
Matgæðingur vikunnar
Fljótlegur
ýsuréttur
Sigríður Þorvaldsdóttir, matgæð-
ingur vikunnar að þessu sinni, var
fljót að setja saman uppskrift enda
hefur hún fengist við matreiðslu í
áratugi. Hún vann 23 sumur í röð
sem matráðskona við Hítará þar
sem hún eldaði ofan í svanga veiði-
menn. Hún hélt til Danmerkur þar
sem hún tók próf sem smur-
brauðsdama hjá Idu Davidsen og
stofnaði síðan brauöstofima
Gleymmérei sem hún hefur rekið
í 5 ár.
Sigríður segist aldrei fara -eftir
uppskriftum þegar hún gerir mat.
„Eg les mataruppskriftir en fer
aldrei eftir þeim. Ég hef alltaf viljað
matreiða mest eftir eigin höfði,
hafa mitt eigið bragö af matnum.
Mér sýnist það ekki hafa valdið
fólki vonbrigðum."
Sigríður býður lesendum upp á
fljótlegan ýsurétt, ofnbökuð ýsu-
flök.
Þetta þarf
í ýsuréttinn þarf:
1 kg ýsuflök, roöflett og beinlaus
1 tsk. sítrónupuipar
1 msk. Picanta Hugli (í staö salts)
2 hvitlauksgeira, saxaða smátt eða
marða
Vi dós græna spergla (aspas)
Sigríður Þorvaldsdóttir.
DV-mynd GVA
1 avakadó
2 tómata, skorna í báta
sipjör
2 bréf hollandaise-sósu
sítrónusafa
Tvisvar í ofninn
Fyrst er eldfast mót smurt með
smjöri. Þá er mörðum eða söxuðum
hvítlauknum smurt innan í mótiö.
Ýsuflökin eru sett snyrtilega í mót-
iö og kryddinu stráð yfir. Þetta er
sett í 200 gráða heitan ofn og látið
vera þar í 8 mínútur.
Þá er mótið tekið út. Ef safi hefur
komið úr fiskinum er honum hellt
af fatinu og notaður þegar sósan
er löguð. Steinninn er tekinn úr
avocadoinu, það skrælt og skorið í
þunnar sneiðar. Þeim er raöað
snyrtilega á fiskinn ásamt spergl-
unum. Tómatamir eru skomir í
báta og þeim raðað meðfram, í
hring. Þá er mótið sett aftur í ofn-
inn í 5 mínútur
Á meðan er hollandaise-sósan
löguð eftir leiðbeiningum á bréfun-
um (safinn af fiskinum þá notað-
ur). Sítrónusafi er kreistur í sósuna
eftir smekk og henni síðan hellt
varlega yfir fiskinn áður en hann
er borinn fram.
Gott er að bera soðin hrísgrjón
eða soðnar kartöflur og gulrætur
fram með réttinum.
Sigríður segir bæði fallegt og gott
að sprauta kartöflumús (úr stöpp-
uðum kartöflum og eggjarauðu)
umhverfis fiskinn í fatinu (t.d. í
toppa) og raða tómatbátunum ofan
á, allt eftir smekk. Hún segir þetta
fljótlegan og góðan rétt sem sé holl-
ur og alls ekki fitandi.
Sigríður skorar á Oddstein Gísla-
son matreiðslumann að vera mat-
gæðingur næstu viku.
-hlh
Hinhlidm
Geri ekki upp á milli
fallegra manna
- segir
Áhugamenn um íslenskan land-
búnað þekkja flestir Helgu Guð-
rúnu Jónasdóttur, forstöðumann
Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins. Helga Guðrún tók við þessu
starfi fyrir tveimur árum en áður
hafði hún verið kennari og starfað
á fréttstofu RÚV.
„Þetta starf er mjög fjölbreytt.
Reyndar veit ég aldrei hvemig
vinnudagurinn verður þegar ég
mæti að morgni," segir Helga Guð-
rún um starfið. Starfið er þrískipt:
að koma á framfæri almennum
upplýsingum um landbúnaö til
stofnana og fjölmiðla, skóla og dag-
heimila og frá bændum til almenn-
ings og öfugt.
„Með tilkomu fleiri fjölmiðla hef-
ur starfið tekið stökkbreytingum á
síðustu árum. Mikil vinna er fólgin
í því að samræma upplýsingar og
koma þeim fljótt og vel áfram,"
segir Helga Guðrún sem nú sýnir
á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Helga Guörún Jónas-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 6.12. 1963.
Maki: Ég er ógift.
Böm Engin.
Bifreið: Skoda Rapid ’91.
Starf: Forstöðumaður UÞL.
Laun: Viðunandi.
Áhugamál: Þau eru svo mörg, fyrst
og fremst bridge, lestur á góðum
bókum, góðar kvikmyndir, göngu-
ferðir, útreiðar og skemmtilegt
fólk.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég hef aldrei spilað
Helga Guðrún Jónasdóttir
Helga Guðrún Jónasdóttir, for-
stöðumaður UÞL.
með.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að sofa frameftir.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að ryksuga.
Uppáhaldsmatur: Hreinar og
ómengaðar íslenskar landbúnaðar-
afurðir en ég er sérstaklega veik
fyrir djúpsteiktum camembert.
Uppáhaldsdrykkur: Kældur bjór.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Bridge-
landsliðið.
Uppáhaldstímarit: Time.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Þeir eru svo margjr og ég geri
ekki upp á milli þeirra á opinberum
vettvangi.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóm-
inni? Pass
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Jónas frá Hriflu.
Uppáhaldsleikari: Anthony Hop-
kins
Uppáhaldsleikkona: Hanna Schy-
gulla.
Uppáhaldssöngvari: Ég hef óskap-
lega gaman af Bergþóri Pálssyni.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Homer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og
fréttatengdir þættir.
Ertu hlynnt eða andvíg vem vam-
arliðsins hér á landi? Fremur
hlynnt.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunnar
Stefánsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón
Ólafsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Pass.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ég er
gamall Valsari.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtiðinni? Aö komast í frí.
Hvað gerðirðu í sumarfríinu? Ég
vann. _jj