Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Side 16
16
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚS'T 1992.
Skák
Skákþing Islands 1992 að hefjast I Hafnarfirði. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri leikur fyrsta leikinn i skák Helga Ólafssonar og Þrastar
Þórhallssonar. Ríkharður Sveinsson skákstjóri fylgist grannt með.
Eða 26. - Rxg7 27. Bf3 og vinnur.
27. Bxf8+ Kxf8 28. Bxa8 Dd4 29. Hcl
Dd2 30. Dc3
Og svartur gafst upp.
Skoðum einnig handbragö Helga
gegn Jóni Áma Jónssyni. Byrjun
hvíts misheppnast og svartur nær
að hreiðra um sig á miðborðsreitn-
um e5. Hann gerir síðan út um tafl-
ið með „taktískri" vendingu.
Hvítt: Jón Árni Jónsson
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 Db6 6. Rb3 a6 7. Be3
Dc7 8. Dd2? Bb4 9. f3 d5 10. a3 Bxc3
11. Dxc3 dxe4 12. fxe4 0-0 13. Bd3
Rg4 14. Bc5 Hd8 15. 0-0-0 b6 16. Bgl
Bb7 17. Kbl De5 18. Del Rf6 19. h3
Rd7 20. Bh2 Dg5 21. Df2 Rce5 22.
Hhfl Dg6 23. Dh4 66 24. Rd4? Rxd3
25. cxd3 Rc5 26. Bgl
Skákþing íslands í Hafnarfirði:
Stefnir í harda keppni um
íslandsmeistaratitilinn
- Helgi reynir að verja titilinn og Hannes að hækka á stigum
Eftir fjórar fyrstu umferðimar í
landsliðsflokki á Skákþingi íslands
þótti sýnt að keppnin um íslands-
meistaratitilinn yrði jöfn og spenn-
andi. Helgi Ólafsson, sem freistar
þess nú að verja titihnn frá í fyrra,
stóð best að vígi með 3,5 v. en Mar-
geir Pétursson hafði hálfum vinn-
ingi minna. Haukur Angantýsson
og Jón Garðar Viðarsson höfðu 2,5
v. og frestaða skák sem þeir tefla í
dag. Sævar Bjamason og Hannes
Hlífar Stefánsson höfðu 2,5 v.
Keppnin fer að þessu sinni fram
í Hafnarfirði og er teflt í íþróttahús-
inu viö Strandgötu. Hafnarfjarðar-
bær hfjóp undir bagga á síðustu
stundu með Skáksambandi íslands
og „bjargaði mótshaldinu í hom“.
Nú er svo komið að hvergi er auð-
ugra skáklíf á íslandi en í Hafnar-
firði. Skemmst er að minnast al-
þjóðlega Hafnarborgarmótsins í
mars og Skákþing íslands 1988 fór
einnig fram í Hafnarfirði. Þá er
fyrirhugað sterkt alþjóðlegt skák-
mót í bænum á næsta ári.
Tveir stórmeistarar og flórir al-
þjóðlegir meistarar taka þátt í mót-
inu nú. Þeir Helgi og Margeir hfjóta
að teljast sigurstranglegastir. Þeir
kusu að taka enga áhættu í inn-
byröisskák í 3. umferð og sömdu
um skiptan hlut eftir aðeins 13
leiki. Helgi hefur unnið aðra and-
stæðinga sína af miklu öryggi en
Margeir og Hannes Hlífar gerðu
jafntefli í fjórðu umferð.
Hannes Hlífar þarf 9 vinninga svo
aö hann hækki nægilega mikið á
stigum til þess að verða útnefndur
stórmeistari. Hann hefur átt erfitt
uppdráttar í fyrstu umferðum og
ekki teflt með sömu einbeitninni
og fyrr á árinu. En mótið er rétt
að byija - hann á enn möguleika á
aö ná markinu.
Róbert Harðarson kom á óvart
með góðri frammistöðu á síöasta
íslandsmóti sem fram fór í
Garðabæ. Hann gæti einnig gert
verulegan usla nú ef marka má eft-
irfarandi skák þar sem hann fer á
kostum gegn Þresti Þórhallssyni.
Þresti hafa annars verið mislagöar
hendur - hafði aðeins einn vinning
eftir fjórar umferðir.
Hvítt: Róbert Harðarson
Svart: Þröstur Þórhallsson
Skandinavíski leikurinn
1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4.
Rf3g6
Þröstur og Hannes Hlífar hafa
jafnan þennan háttinn á er þeir
beita skandinavíska leiknum en
annar kostur er 4. - Bg4 og síðan
e7-e6 sem nú virðist orðinn vin-
sælh.
5. Be2 Bg7 6. 0-0 0-0 7. c3
Hógvær leikur sem ætti ekki að
gefa mikið í aðra hönd. Eftir 7. c4
Rb6 8. Rc3 Rc6 9. d5 Re5 10. Rxe5
Bxe5 11. Be3 lenti Þröstur í vanda
gegn Renet á Apple-mótinu í mars.
7. - c5 8. dxc5 Ra6 9. c6 bxc610. Da4
Db6 11. Ra3 h6?!
Betra er 11. - Rc5 12. Dh4 e5 og
áfram t.d. 13. Bh6 f6! og svartur á
gott tafl.
Umsjón
Jón L. Árnason
12. Rc4 Dc7 13. Da5 Db7
Trúlega er 13. - Rb6 betri kostur.
14. Rce5 g5?!
Annar hæpinn leikur. Þröstur
gælir við hugmyndina að leika peð-
inu áfram og kippa stoðum undan
riddaranum á e5 - í stöðunni geng-
ur þetta þó ekki því aö að hvítreita
biskup hans er bundinn viö að
valda riddarann á a6. Stinga má
upp á 14. - Rb8!? sem er tilraun til
þess að treysta stöðuna og undir-
búningur að 15. - Db6, eða 15. - Rd7.
15. Hdl Rac7 16. Dc5!
Lætur hótun svarts sem vind um
eyru þjóta! Mannsfómin gefur
hvítrnn góða möguleika.
16. - g4
17. Rxc6 gxf3 18. Bxf3 e6 19. c4!
Syartm- á nú úr vöndu að ráða.
Riddarinn á d5 má vitaskuld ekki
víRja vegna 20. Re7+ og drottning-
in fellur.
19. - Db6?
Af tveimur kostum velur Þröstur
þann lakari. Best er 19. - Ra6 er
hvítur getur vahö um 20. Dd6 Dc7
21. Re7+ Rxe7 22. Dxc7 Rxc7 23.
Bxa8 Rxa8 24. Rxc8 Hxc8 25. Hd7,
eða 20. Re7+ Dxe7 21. Dxe7 Rxe7
22. Bxa8 í báðum tilvikum með
vinningsfæri í endataflinu.
20. Dd6! Re8 21. Dg3!
Þresti sást yfir þennan snjalla
leik.
21. - Dxc6 22. cxd5 exd5?
Eftir 22. - Dc2 er 23. Hd2 býsna
óþægilegt og áfram t.d. 23. - Dg6
24. dxe6 (hótar 25. Bxa8 og 25. e7)
Dxe6 25. Hdl! og hrókmnn á a8
verður ekki forðað. En besta til-
raunin er 22. - Da4! með hrókinn á
dl í skotfæri. Vera má að hvitur
eigi eitthvað betra en 23. dxe6 fxe6
24. b3 Hxf3! 25. Dxf3 Db5 26. Dxa8
Bb7 27. Dd8 Dc6! 28. f3 Bxal 29.
Bxh6 sem er ein leiðanna sem
keppendur skoðuðu aö skákinni
lokinni en þessi staða ætti þó einn-
ig að gefa honum vinning.
Eftir leikinn í skákinni vinnur
hvítur létt.
23. Bxd5 Da4 24. Bxh6 Bg4 25. b3 Dd7
26. Bxg7 Bxdl
ABCDEFGH
26. - Rxd3! 27. Rxe6
Ef 27. Hxd3 Bxe4 og hrókurinn
fellur.
27. - Dxg2 28. Bf2
Hvítur fær ekki valdað mátreit-
inn b2 með góðu móti.
28. - Rxf2 29. Rxd8 Rd3! 30. Hxd3
Dxfl+ 31. Kc2 De2+
- og hvítur gafst upp.
Fimmta umferð mótsins var tefld
í gærkvöldi en í dag, laugardag,
eiga skákmennirnir frí. Á morgun,
sunnudag, verður sjötta umferð
tefld og hefst hún kl. 17. Þá eigast
við Jón Garðar Viðarsson og Hann-
es Hlífar, Sævar Bjamason og
Helgi Ólafsson, Ámi Á. Ámason
og Þröstur Ámason, Jón Ámi
Jónsson og Róbert Haröarson,
Margeir Pétursson og Þröstur Þór-
hallsson og Haukur Angantýsson
og Bjöm Freyr Bjömsson. Mótinu
lýkur næstkomandi laugardag.
-JLÁ