Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Side 30
LAUGARDAGUR 22'.'ÁGÚST 1992. Allen er sjúkur bamanauðgari - segir Maureen O'Sullivan, móðir Miu Farrow, um fyrrum tengdason sinn „AUen er sjúkur maður, hann er hættulegur. Það er viðbjóðslegt hvemig hann hefur komið fram við bömin þótt hann eigi að heita faðir þeirra. Mia bjargaði þessum börnum frá vændi í heimalöndum þeirra en svo lenda þau í höndunum á þessum barnanauðgara," sagði leikkonan Maureen O’SuÚivan í viðtölum við blöð í New York eftir að samband Miu Farrow, dóttur hennar, og Wo- odys Ailen fór í háaloft nú í vikunni. Maureen er komin á níræðisaldur en hefur samt ekki dregið af sér við að halda uppi merki dóttur sinnar. Hún var heimsfræg leikkona á fjórða áratugnum þegar hún lék Jane á móti Johnny Weissmuller í íjölmörg- um Tarzanmyndum. Eftir það hefur lítið farið fyrir henni þar til nú að hún lætur Woody Allen hafa það óþvegið. Sú gamla reiðir til höggs í eigin persónu hefur Mia Farrow ekkert látið frá sér fara um forræðis- deilu hennar við Allen og rannsókn lögreglunnar á kynferðislegri mis- notkun hans á sjö ára gamalli fóstur- dóttur þeirra. Gamla konan hefur hins vegar látið þeim mun meira. Hún segir að Mia sé niðurbrotin manneskja. Hún gráti um nætur og hafi ekki getað borðað frá því deilan við Woody hófst. Mia heldur til á búgarði sínum í Connecticut og hefur ekki sést utan dyra síðustu daga. Með henni eru bömin og fósturbömin ef frá er talin Soon-Yi sem stundar há- skólanám og er ástkona Allens. Sam- band þeirra varð upphafið að öllum látunum. Eftir að blöð í New York hófu að skýra frá því fyrir viku að ekki væri allt með feUdu í sambandi AUens og Miu sá hann sig tilneyddan að gefa út yfirlýsingu mn að hann ætti í ást- arsambandi við Soon-Yi, tvítuga stúlku frá Kóreu, sem Mia ættleiddi þegar hún var gift hljómsveitarstjór- anum Andre Previn. Á sama tíma varð uppvíst að Wo- ody hefði stefnt Miu vegna forræðis yfir þremur bömum sem þau eiga saman. Lögfræðingar segja að AUen eigi ekki möguleika á að fá forræði bamanna, allra síst eftir það sem á undan er gengið. Fljótlega kom þó í ljós að máUð snerist ekki um forræði eingöngu því lögreglan í Connecticut viðurkenndi að hún væri að rannsaka sakamál á hendur AUen þar sem grunur léki á að hann hefði misnotað fósturdóttm- sína kynferðislega. Nektarmyndir í vörslu lögreglunnar Greint var frá því í blöðum að lög- reglan hefði m.a. í fórum sínum nekt- armyndir þar sem bæði AUen og Soon-Yi kæmu fyrir í vægast sagt grófum stellingum. Lögreglan vUdi hvorki játa þessu né neita. Síðar var þó viðurkennt að lögreglan hefði fengið myndbajid þar sem stúlkan áegði frá reynslu sinni. Hvort nektar- myndimar em tíl eða ekki á eftir að koma á daginn. AUen hefur svarað ásökunum um kynferðisglæpi á þann veg að lög- maður Miu sé að reyna að eyðUeggja málstaö hans í forræðismálinu. framsýnd í lok september. Þar leikur Woody háskólakennara sem verður ástfanginn af nemanda sínum sem Soon-Yi leikur. Mia Farrow leikur einnig í myndinni þannig að sjónar- spUið í bandarískum fjölmiðlum nú er rétt eins og forsýning á væntan- legri kvikmynd. Állen hefur áður gert mynd um svipað efni. AUen sagði í yfirlýsingunni um samband sitt við Soon-Yi að hún hefði breytt lífi sínu til betri vegar. Hún væri yndisleg kona og gáfuð. Það var við þessi orð sem amman, Maureen O’SulUvan, gekk af göflun- um og lýsti viðbjóði sínum á Woody. „Hugsið ykkur viðbjóðinn; hann gæti verið afi hennar," sagði Maure- en. Fylgja Soon-Yi hvert fótmál í þyrlu Soon-Yi er við háskólanám í New York og hefur blöðum þar ekki tekist að komast í færi við hana. Vikuritið National Enquirer hefur þó að vanda gengið lengst og hefur að sögn þyrlu reglulega á sveimi yfir háskólanum í von um að koma auga á Soon-Yi og mynda hana. Eini maðurinn sem til þessa hefur grætt á málinu er áhugaljósmyndari sem náði mynd af AUen og Soon-Yi á körfuboltaleik í upphafi árs. í fyrstu vUdi enginn kaupa af honmn myndina. Nú fá færri en vilja og myndina seldi hann blaði í New York fyrir 3 miUjónir dala. Það era um 160 milljónir íslenskra króna. Ástarmál AUens hafa um árabil þótt spennandi blaðaefni þótt ekki líti maðurinn beinlínis út fyrir að vera kyntröU. Nú er hann 56 ára gamall, horaður, gráhærður og jafnvæskUslegur og hann hefur alltaf verið. Tvitugur að aldri kvæntist hann Harlene Rosen en það hjóna- band entist ekki lengi. Þau skUdu árið 1962 en Woody gekk aftur í hjónaband árið 1966, þá með leikkon- unni Louise Lasses. Þau skUdu eftir þrjú ár og eftir það hefur hann ekki gengið upp að altarinu. AUen hefur hins vegar átt í ástar- samböndum við þekktar leikkonur. Diane Keeton var ástkona hans um árabU en árið 1980 tók hann saman við Miu Farrow og samband þeirra hefur haldist aUt þar tU í sumar. Þau bjuggu þó ekki saman en eiga einn son og fjölda fósturbama sem þau hafa ýmist ættleitt sameiginlega eða að Mia telst móðir þeirra. Síðast komu til hennar Tam, sem er tólf ára og blind, og Isaiah, átta ára sonur eitm-lyfianeytenda. Hann var háður kókaíni þegar hann fæddist. Giftist tvítug gaml- ingjanum Sinatra Mia Farrow var rétt tvítug þegar hún giftist stórsöngvaranum Frank Sinatra, miklu eldri manni, sem átti þegar skrautlegan feril að baki í kvennamálum. Þau skUdu bamlaus árið 1968, sama ár og hún varð heimsfræg fyrir leik sinn í kvik- myndinni Rosemarys Baby. Efitir það giftist hún hljómsveitar- stjóranum Andre Previn og á með honum þijú böm auk fósturbarna. Þau skUdu eftir tíu ára sambúð áriö 1980 þegar AUen kom til sögunnar. -GK Woody Allen hefur ekki tekist að kveða niður orðróm um að hann hafi misnotað sjö ára fósturdóttur sína kynferð- islega. Hér er hann með Miu Farrow á siðustu myndinni sem til er af þeim saman. Til vinstri er leikkonan Judy Davis sem leikur með þeim i væntanlegri kvikmynd. Simamynd Reuter Samband Woodys Allen og Miu Farrow var alla tíð mjög sérstætt. Þau eignuðust einn son en hafa aldrei búiö saman. Mia Farrow hefur á undanförnum árum ættleitt fjölda barna og hefur að sögn hug á að ættleiða fleiri. Fáum kemur á óvart að tíl slíkra ráða sé gripið því lögmaðuriim er enginn annar sen Alan Dershowitz sem á langan feril að baki við mála- rekstur fyrir fræga fólkiö í Banda- ríkjunum. Dershowitz var lögmaður hnefa- leikakappans Mikes Tyson í nauðg- unarmáli hans fyrr á árinu. Helsta afrek Dershowitz þá var reyndar að féfletta Tyson því málið tapaðist en Dershowitz þótti sýna fádæma hörku og gekk svo í skrokk á fómarlambinu að slíks era vart dæmi áður í Banda- ríkjunum. Woody og lögmenn hans þurfa því aö kljást við einn versta bragðarefinn í stétt bandarískra lög- manna. Hvemig svo sem þessum mála- rekstri lýkur er ljóst að AUen hefur vandamálamyndimar, sem hann hefur gert, verða nú hálfhlægUegar þegar hann er sjálfur grunaður um afbrigðUegar kynhneigðir. Ástarsamband sem jaðrar við sifjaspell Sambandið við Soon-Yi er nóg eitt sér þótt annað komi ekki tíl. Þótt hún sé ekki fósturdóttir hans var hann sem faðir hennar í 12 ár. Þetta er ekki sifiaspeU en jaðrar viö það í augum margra. AUen og Soon-Yi hafa átt í ástar- sambandi í sjö mánuði eða á sama tíma og þau hafa leikið aðalhlutverk- in í nýrri kvikmynd Woodys. Hún heitir Eigiiimenn og konur og verður Soon-Yi er fósturdóttir Miu Farrow. Allen var sem faðir hennar i 12 ár. orðið fyrir miklu áfalli. Hann hefur til þessa notið mikUlar virðingar sem kvikmyndaleiksfióri og einkum þótt gera samlífi hjóna góð skU. AUar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.