Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1992, Page 32
44 Triirun LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992. DV Heimsókn í sundlaug Hafnflrðinga: Sumir fá útrás í heita pottinum vid að leysa þjóðfélagsvandamálin - segir Daníel Pétursson, forstöðumaður Suðurbæjarlaugar „Aðsóknin hefur verið mjög góð og mun betri en við reiknuðum með. Fyrsta árið voru sundlaugargestir um tvö hundruð þúsund, í fyrra um tvö hundruð og fimmtíu þúsund og í ár fjölgar þeim enn frekar enda er sífellt verið að bæta þjónustuna. T.a.m. varð mikil auking með til- komu innilaugarinnar og þau nám- skeið, sem bjóðum upp á, virðast hafa falhð í góðan jarðveg. Þetta á Sundgarpur framtíðarinnar stingur sér til sunds. ekki bara við um Hafnfirðinga því hingað kemur fólk viða að, t.d. úr Reykjavík, Kópavogi og af Suður- nesjum, svo eitthvað sé nefnt. Á góð- -um sólardegi hafa gestir orðið hér flestir um fimmtán hundruð en þá er líka víða legið á sólbekkjum," sagði Daniel Pétursson, forstöðu- maður Suðurbæjarlaugar í Hafnar- firði, í samtah við DV. Suðurbæjarlaug þeirra Hafnfirð- inga er tiltölulega ný af náhnni og öll aðstaða þar er eins og best verður á kosið eins og tíðindamaður trimm- síðunnar varð áskynja þegar hann brá sér í sund þar í vikunni. Hægt er að synda bæði innan og utandyra, velja um fjóra heita potta, renna sér . í rennibraut, fara í gufu og ljós og slappa af í hvíldarherberginu. Við útilaugina er ennfremur mini-golf og upphituð hlaupabraut og fyrirhugað er að koma upp þreksal í kjallara sundlaugarbyggingarinnar. Ástæður til heimsóknar í Suðurbæjarlaug eru því margar og ekki dugar að afsaka sig með kunnáttuleysi í sundíþrótt- inni því aliir geta lært að synda á Rennibrautin er alltaf jafn vinssel hjá yngsiu kynslóðinni. DV-myndir S námskeiðum sem þar eru haldin en einnig stendur vatnsleikfimi til boða svo og sérstak ungbarnasund. „Mér finnst fólk almennt duglegt að fara í sund og þetta er sú íþrótt sem almenningur stundar mest. Sundið er mjög styrkjandi og þetta er ekki síður gott fyrir þá sem eru famir að eldast og eiga e.t.v. í erfið- leikum með að stunda aðrar íþóttir. Sundspretturinn er heldur ekki svo Sundið er sú iþrótt sem almenningur stundar mest, segir Daniel Péturs- son. tímafrekur og því er þetta hentugra en margt annað. Svo eru auðvitað sumir sem koma og fara bara í heita pottinn en þeir fá þá hka ákveðna útrás við að leysa þjóðfélagsvanda- máhn.“ Um helgar er leiktækjum skeht í innilaugina og aðgangur að henni takmarkaður bömum 7 ára og yngri og segir Daníel að sú breyting hafi fengið góðan hljómgrunn hjá foreldr- um sem þá geti áhyggjulausir not- fært sér þjónustuna til hhtar. TU við- bótar því sem upp er tahð geta sund- laugargestir kannað hversu hátt hitastigið er í laugunum eða pottun- um með því einfaldlega að ýta á sér- takan hnapp sem er að finna í and- dyrinu. Það þarf því enginn að hoppa út í og súpa hveljur yfir því hversu heitt eða kalt er á viðkomandi stað. Suðurbæjarlaug er opin aha virka daga kl. 7-21, laugardaga 8-18 og sunnudaga 8-17 en kahað er upp úr hálftíma eftir auglýstan lokunar- tíma. Aðgangseyrir er 110 krónur fyrir fuhorðna og 55 fyrir böm. -GRS í innilauginni er boðið upp á leiktæki um helgar fyrir börn 7 ára og yngri. 850 STYRKTARAÐILI REYKJAVÍKUR MARAÞONS Aðstaðan er mjög góð - segia sundlaugargestimir Krakkar vom í meirihluta sund- laugargesta þegar DV leit við í Suð- urbæjarlauginni enda kannski ekki nema von. Skólamir lokaðir yfir hásmnarið og flest fuhorðið fólk í vinnu á daginn. Tveir fulltrú- Kemst f betra skap við að synda, segir Hafdfs Guðmundsdóttir. ar þeirra síðarnefndu urðu samt á vegi blaðamanns og ljósmyndara og Hhmar Arnórsson verkamaöur var fyrri th að láta blaðasnápana trufla sig. „Ég kem hingað í sund á hveijum degi og hef gert það frá því að laugin var opnuö. Áður fór ég í gömlu laugina vestur í bæ en það má segja að ég sé búinn að synda í áratugi. Ég syndi minnst khómetra og meira ef ég er í stuði. Aðstaðan héma er mjög góð og skemmtheg og það er ekki yfir neinu að kvarta. Það, að koma hingað og synda heldur mér í góðu formi,“ sagði Hilmar. Hafdís Guðmundsdóttir sat í makindum við úthaugina. Hún virtist kunna vel við sig enda kannski ekkert skrítið því hún reyndist vera starfsmaður í Suður- bæjarlauginni þegar á hana var gengið. „Ég er nú starfsmaður héma en er reyndar í sumarfrh en það gengur hla að shta sig frá laug- inni. Mér fmnst laugin alveg th fyrirmyndar og öh aðstaðan héma er mjög góð. Ég syndi ávaht 500 metra en fer htið í heitu pottana. Maður verður mjög hress af því að fara í sund og ég fer alltaf út í betra skapi efhr að hafa tekið sund- sprett," sagði Hafdís. -GRS Sundiö heldur mér i góöu formi, segir Hilmar Arnórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.