Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992.
Fréttir
Fimm gjaldþrot á Suðurlandi:
Skulduðu 85 sinnum
meira en þeir áttu
- kröfur í þrotabúin voru 555 milljónir og afþeim greiddust sex og hálf milljón
Gjaldþrotameðferð fimm- fyrir-
tækja á Suðurlandi er nýlokið: Samr
tals voru lýstar kröfur í þrotabúin
555 milljónir króna. Af kröfunum
greiddust aðeins 6,5 milljónir, sem
þýðir að skuldimar vora 85 sinn-
um hærri en eignirnar - aö minnsta
kosti ef tekið er mið af niðurstöð-
um úr gjaldþrotaskiptum fyrirtækj-
anna.
Stærsta gjaldþrotið var hjá Hafnar-
bergi í Þorlákshöfn en í þrotabú þess
var lýst kröfum fyrir rúmar 220 millj-
ónir króna, auk vaxta og kostnaðar.
Upp í þessar háu kröfur greiddust
tæpar 500 þúsund krónur. Hafnar-
berg varð gjaldþrota í október 1990.
Fyrirtækiö var stofnaö til að full-
vinna fisk. Veðkröfuhafar fengu að
hlutá greitt upp í sínar kröfur þegar
fasteign ■fyrirtækisihs var seld á
, nauðungarappboði þánnig að áður
en til þess kom vora skuldirnar enn
hærri en 220 milljónirnar sem áður
var getið um.
Ein milljón á móti 129
Annað stærsta gjaldþrotið var hjá
Búfiski að Laugum í Landmanna-
hreppi en kröfur í þrotabúið vora
samtals 129 milljónir króna. Af þeim
greiddist tæplega ein milljón króna.
Búfiskur var með fiskeldi.
Næst kemur Entek á íslandi sem
var í Hveragerði en þar vora fram-
leiddar einhvers konar gúmmílagnir.
Kröfur í þrotabú Enteks vora um 100
milljónir og af þeim greiddust rétt
um tvær miUjónir króna, eða um tvö
prósent af kröfum.
Sami maður stjórnaði tveimur
fyrirtækjum
Byggingarfyrirtækið Áss á Hvols-
velh várð gjaldþrota í ágúst 1990.
Lýstar kröfur í þrotabúiö vora 61,8
milljónir króna, auk vaxta og kostn-
aðar. Af kröfunum greiddist ekki
nema lítill hluti, eða 2,2 milljónir.
Aðalbjöm Kjartansson var fram-
kvæmdastjóri Áss og eins var hann
framkvæmdastjóri Búfisks sem getið
var um hér að framan. Þessi tvö fyr-
irtæki, undir stjóm sama manns,
urðu sem sagt gjaldþrota þar sem
kröfumar voru 190 milljónir króna
og eignir á móti voru rúmar 3,2 millj-
ónir króna.
Eldisstöðin Króki hf. í Ásahreppi
varð gjaldþrota í júlí 1991. Kröfur í
búið vora rúmar 44 milljónir króna
og af þeim greiddust 750 þúsund
krónur.
Bankar og sjóðir tapa
mestöllu
Eftir því sem næst verður komist
era það aðallega bankar og opinberir
sjóðir sem tapa verulegum fjárhæð-
um á gjaldþrotunum fimm sem hér
er sagt frá. DV hefur heimildir fyrir
því aö Landsbankinn tapi til dæmis
hátt í eitt hundrað milljónum króna
á gjaldþrotum systurfyrirtækjanna
Búfisks og Áss.
-sme
Milljónatjón varö á Blönduósi fyrir helgina þegar bilaverkstæöiö Húnabær gjöreyðilagðist í eldi. Þaö var alelda
þegar slökkvilið bæjarins kom á vettvang. Tveir bílar voru i húsinu og náöust þeir út mikið skemmdir. Húsið, sem
er járngrindarhús, er taliö ónýtt. DV-mynd Magnús Ólafsson
Fjárhagsstaða Elkem slæm:
Norsk stjórnvöld skipu-
leggja björgunaraðgerðir
- iðnaðarráðherra bíður svars frá Elkem um hlutaQáraukningu á Grundartanga
Sendiherra hjá RÖSE:
Rlkissjóður íslands hefur tekið
íbúð á leigu í Vinarborg fyrir
sendiherra íslands á ráðstefnu
um öryggi og samvinnu í Evrópu.
Ennfremur hefur stöðugildum
utanríkisráðuneytisins í Vínar-
borg íjölgað um einn þar sem rit-
ari hefur verið ráðinn fýrir is-
lensku sendinefndina hjá RÖSE.
„Umfang ráöstefhu um öryggi
og samvinnu í Evrópu hefur
margfaldast á undanförnum
árum og það er því annaðhvort
fyrir ísland að vera þátttakandi í
ráðstefnunni og sinna henni eða
vera alls ekki með. Við höfum
haft fastafuiltrúa hjá RÖSE frá
árinu 1986. Það sem gerst hefur
núna er að hann býr ekki lengur
á hóteli sem reyndist rajög dýrt,
hann hefur leigt íbúð,“ segir Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráöherra.
Gunnar Gunnarsson hefur ver-
ið skipaöur sendiherra og form-
aöur sendinefndar fslands hjá
RÖSE með aðsetur í Vínarborg
en þar fara viðræður um afvopn-
unar- og öryggismál frara. Fram-
kvæmdaskrifstofa RÖSE er hins
vegar í Prag. Gunnar, sem áöur
gegndi stööu skrifstofustjóra al-
þjóðaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, hóf störf um miðjan
september.
„Ástæöan fyrir þvi að fastafuil-
trúinn var skipaður er aö starf-
inu verður ekki sinnt sem skyldi
frá öðram stöðum, fyrir utan aö
það er mun dýrara," segir Jón
Baldvin. -ból
Helgi Jánaaon, DV, Óla&firdt
Á föstudag rann út frestur til
aö sækja um stöðu framkvæmda-
stjóra hjá Hraöfrystihúsí Ólafs-
Ciarðar. Þá höföu 20 umsóknir
borist og því greinilegt að staðan
er eftirsótt. Meðal umsækjenda
era hámenntaðir verkfræðingar
frá Stanford-háskólanum í
Bandaríkjunum.
Víðtæk samstaða virðist vera að
nást milli norskra stjómmálaflokka
um umfangsmiklar björgunarað-
gerðir á Elkem, norskaJdsiijámsfyr-
irtækinu sem á 30% í íslenska jám-
blendifélaginu á Grandartanga. Fyr-
irtækið á við verulega rekstrarerfið-
leika að etja. Jón Sigurðsson iönað-
arráðherra hefur sent fyrirtækinu
formlegt bréf þar sem farið er fram
á að þaö auki hlutafé í járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga.
Svar við þeirri beiðni hefur ekki enn
borist.
Elkem skuldar gífurlegar fjárhæðir
og björgunaraðgerðirnar fela meðal
annars í sér að ríkið taki á sig gam-
alt lán upp 2,5 milljarða íslenskra
króna og gangist í ábyrgð fyrir nýju
upp á 3,7 til 4,6 milljaröa. Ennfremur
er talað um að losa fyrirtækið við
afborganir af ýmsum öðrum lánum.
Þær aðgerðir era metnar á minnst
einn milljarð. Semja á við banka um
lengingu lána og leita á eftir nýju
hlutafé.
„Ég er búinn aö fá svar frá Sumi-
tomo fyrirtækinu japanska. Þeir era
nú frekar tregir til að auka hlutaféð
en það er ekki tímabært að ræða
málið fyrr en ég hef heyrt frá báðum
aðilunum. Elkem fyrhrtækið hefur
ekki svarað enn,“ sagði Jón Sigurðs-
son iðnaöarráðherra í gærkvöldi en
hann kynnti í morgun stöðu mála
jámblendiverksmiðjunnar fyrir rík-
isstjóminni.
Jón sagðist skiija vel að Elkem vildi
sjá hvemig eigin fjármálum yrði
bjargað áður en þeir réðust í hluta-
fjáraukningu hér á landi. Hann sagði
máiið aUt hiö erfiðasta því aðstæð-
umar í iðngreininni væra afar erfið-
ar. Jón sagðist ekki vilja tjá sig um
það hvort ríkið stæði eitt að hluta- ^
fiáraukningu í jámblendiverksmiðj-
unni ef fyrirtækin tvö höfnuöu frek-
ariaukninguhlutafiár. -Ari
Cargolux-slysið:
„Flugritinn og hfjóðritinn
verða lesnir nú næstu daga og
fyrr en aö þvi loknu er ekki hægt
aðsegja með vissu af hverju vélin
skall niður fyrir utan flugbraut-
ina. Vélin var í öðru aðflugi og
það var þoka og lélegt skyggni.
Svo hefur raunar yerið undan-
fama daga,“ segir Ásgeir Torfa-
son, flugstjóri hjá Cargolux, en
tveir íslendingar voru í áhöfn
Boeing 747 vélarinnar sem
hlekktist á í iendingu á sunnu-
daginn. Ekkert er gefiö upp um
orsakir slyssins en belgísk flug-
málayfirvöld annast rannsókn.
íslendingarnir era Magnús
Guðmundsson flugstjóri og Björn
Sveinsson flugvélstjóri. Magnús
hefur flogið lengi fyrir British
Airways og er nýkominn til
Cargolux en Björn hefur verið hjá
félaginu í mörg ár.
Ásgeir sagðist telja líkiegt að
eitthvað hefði bilað i sjálfstýri-
kerfi vélarinnar og taldi að Magn-
ús hefði gert vel í að sveigja vél-
inni inn á brautina eftir að hún
haföi komið niður utan hennar.
-Ari
Skiptameðferð er lokið í þrota-
búi Hraðfrystihússins á Hofsósi
en fyrirtækið varð gjaldþrota á
árinu 1990. Samtals var lýst kröf-
um upp á rúmar 160 milljónir í
búið. Eignir vora upp á tæpar 60
miHjónir króna.
Munurinn á kröfunum og eign-
unum var rúmar 100 milijónir
króna. Tap lánardrottna og ann-
arra viðskiptamanna fyrirtækis-
ins er því á annað hundraö milij-
ónirkróna. -sme
kaupir Baulu
Kaupfélag Þingeyinga hefur
keypt framleiðslutæki Baulu.
Síðamefnda fyrirtækiö fram-
leiddi jógúrtvörar og er það eina
sem hefur keppt við Mjólkursam-
söluna á því sviöi.
Mjóikursamlag KÞ hefur síð-
ustu misseri séö um framleiðsl-
unafyrirBaulu. -Ari
Umboðs-
maðurbarna
innan
tveggja ára
Embætti umboðsmanns bama
verður stofnað innan tveggja ára.
Þessu lofaði Jóhanna Siguröar-
dóttir félagsmálaráðherra um
helgina er samtökin Bamaheill
kynntu sáttmála Sameinuðu
þjóöanna um réttindi bama.
„Umboðsmaðurinn á að kynna
sér frumvörp og framkvæmdir
hjá sveitarstjómum. Ef hnökrar
eru á kemur hann meö ábending-
ar. Umboösmaðurinn verður sá
aðili sem hægt verður að ieita tii.
Við ennn ákailega ánægð með
yfirlýsingu ráöherrans," segir
Arthur Morthens, fonnaður
Bamaheilla. Samtökin hafa
ásamt fleiri aðilum Jengi barist
fyrir að embætti umboðsmanns
bama yrði sett á laggirnar.
-IBS