Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin Lesendur ÞRIÐJUDAGUE 3. NÓVEMBER 1992. Ert þú feimin(n)? Berglind Þráinsdóttir sölumaður: Nei, ég er alveg laus við það. Sigurður Jónsson nemi: Já, eilítið. Hákon Sindrason viðskiptafræðing- ur: Nei, ég er það ekki lengur en var það stundum þegar ég var yngri. Jón Páll ísaksson ellilífeyrisþegi: Nei, ég hef aldrei fundið fyrir því. Guðrún Birkisdóttir útlitshönnuður: Stundum og stundum ekki, það fer eftir aðstæðum. Arnar Logi Ásbjömsson sjómaður: Já, það fer þó efíir aðstæðum. „íslenskir fjár- hundar“ til sölu „Fyrir hartnær fjörutíu árum var íslenska fjárhundinum bjargað naumlega frá útrýmingu", segir m.a. í bréfi Jóhönnu. Jóhanna Harðardóttir, formaður DÍF, skrifar: Af gefnu tilefni vill Deild íslenska fjárhundsins innan Hundaræktun- arfélags íslands (DÍF) vara við vafa- sömum auglýsingum sem birtast annað veifið um sölu á „íslenskum fjárhundum" eða bara „íslenskum hundum“, og benda áhugasömum á að kanna sannleiksgildi þeirra. Sem betur fer er í flestum tiifellum ekki ástæða til að draga hreinræktun hvolpanna í efa en þó er stundum gefið í skyn að um hreinræktaða ís- lenska hunda sé að ræða, þótt svo sé ekki. Fyrir hartnær íjörutíu árum var íslenska fjárhundinum bjargað naumlega frá útrýmingu, og um hann var stofnuð lokuð ættbók. Hreinræktaðir og undaneldishæfir íslenskir fjárhundar eru því aðeins þeir hundar sem eiga ættbókarfærða foreldra og eru sjálfir skráðir í ætt- bók íslenska fjárhundsins. - Aðrir hundar teljast ekki hreinræktaðir íslenskir fjárhundar. Með þrotlausu og fómfúsu starfi, en án aöstoðar yfirvalda, hefur áhugafólki tekist að halda hundinum í ræktun. íslenski ijárhundurinn er gersemi sem farið hefur sigurfor víða um heim. Margar erlendar þjóðir hafa keppt við okkur um ræktunina og nú þegar eiga nokkrar þjóðir stærri stofn en við. Það væri íslensku þjóðinni til minnkunar ef ræktun hans færðist á annarra hendur vegna ábyrgðarleysis okkar. - Það ríður á að íslendingar reki af sér slyðruorðið og axli þá ábyrgð sem þeim ber gagn- vart hreinræktun þjóðarhundsins. Deild íslenska fiárhundsins átelur ekki að fólk pari óættbókarfærða hunda sína og selji undan þeim hvolpana, sem oft eru hin ágætustu dýr. - Það er öllum frjálst. - Það er hins vegar tilræöi við ræktun ís- lenska Qárhundsins og svik við hvolpakaupandann að láta í veðri vaka að um íslenskan fjárhund sé að ræða þegar hvolpurinn fæst ekki skráður í ættbók íslenska fjárhunds- ins. Ég hef, eftir að hafa reynslu af hættustööum á Hverfisgötunni, sannfærst um að hún ber engan veginn umferðina eftír núverandí regfum. Gatan, eins og hún er nú, ber aöeins eina akrein. Víða er hún svo þröng, t.d. viö gangbraut- arljös, að það er firein dauða- gildra að ganga þar yfir. .; Hverfisgatan er í raun ekki mikil eða þung umferðaræð en hún er varasöm og þar nægir að hafa eina góða akrein, eins og hún var lengst af. - Þetta ættu umferðaryfirvöld að taka til með- ferðar áður en næsta alvarlega óhapp verður á Hverfisgötunni. Þórður hrmgdi: Nú er fátt meira rætt en at- vinnuleysi og atvinnuleysisbæt- ur. Égtek undir lesendabréf 1 dag (29. okt.). En það virðist sem fjöldasamtökum atvinnulausra sé gert hærra undir höfði í fjöl- miðlum en öðrum samtökum sem : hafa veriö stofhuð. - Ég vil líka taka undir þá hugmynd að þeim sem greiddar eru atvinnuleysis- bætur sé gert að skila einhverri arðbærri vinnu fyrir. líkEB Margrét Guðmundsdóttir skrifar: í kjallaragrein Kristínar Ein- arsdóttur, þingkonu Kvennalist- ans, í DV sl. miðvikudag segír ma. að konur séu fáar í æöstu stöðum. Þó eru þær líklega fleiri hér en víöast annars staöar. Hún segir að „flölskyldupólitík- in" innan EB byggist fyrst og ffemst á því að karlar séu fyrir- vinnur heimilanna en konur eigi að gæta barna, sjúkra og aldr- aðra“, og skilst mér að henni þyki það miöur. - Ég segi hins vegar: Of margar konur hér á landi sjá nú eftir aö svo er komið, að konur hér eru fastar í feni vinnumark- aðarins og fá ekki snúið til baka til aö gæta heimilisins. Því finnst mér fjölskyldupólitíkin EB vera hárrétt. Þeir sem búa í glerhúsi.. Skrif um um amfetamínsnotkun svarað Kr.B. skrifar: í tilefni lesendabréfs í DV mið- vikud. 28. okt. sL vil ég koma að nokkrum línum til bréfritarans, O.S., þar sem ég er sá aðili sem orð hans beinast að. Auðvitað eru orð þín vart mark- tæk. Þau stafa af öfund og illgimi í minn garð. Þú þekkir auðsjáanlega ekki máltækið að þeir sem búa í gler- húsi eigi ekki að kasta steinum. - Þú ryðst fram á ritvöllinn með ósvífni á þér meiri mann, sem þú veist að er ekki slíkur sem þú lýsir í skrifum þínum. Sambýliskona þín hefur í þrígang þurft að flýja þig og flytja í Kvennaathvarfið. Þú hefur eytt mat- arpeningum heimihsins svo að sam- býliskonan hefrn- ekki átt fyrir mjólk og mat handa ungbömum. Það er svo sem ágætt að eiga böm, vitandi að ríkið verður að borga meö þeim. Þú hefur saurgað mitt heimih með því að koma þar inn oftar en ekki í vafasömu ástandi. - Það er ekki að sjá af oröum þínum að ég sé háður því lífi sem þú nefnir, ef ég hef tök á að spreða út til vanda- lausra. Nei, þú ert einfaldlega að reyna að setja blett á mig og ættir að hugsa þig um áður en þú skrifar næst. Starfsheiti þitt sæmir þér eng- an veginn, þótt þér hafi tekist að troða því inn í símaskrána. - Ég hef sjálfur skipstjórapróf, einnig próf sem matsveinn og bryiti, en læt vera að titla mig sem slíkan opinberlega. Að lokum vil ég taka fram að ég reyki ekki og er ekki alkóhóhsti. - Það er lítilmannlegt að búa til sögu á kostnað annarra til að hræða sam- býhskonu sína til að koma heim aft- ur. - Blanda þannig mínum einka- málum við þín heimihsvandamál. Ég ráðlegg þér að gera það ekki oftar. - DV lætur hér með lokið umfjöllun um mál þetta í lesendabréfum. haustió 1975.“ - Gisli Jónsson við mælingar. Hringið í síma 632700 miliikl. 14 og 16 -eðaskrifið' Naín og símanr, verðuraö fylgja bréfum : Vegna greinar 1DV19. okt.: „Hvar er rafmagnsbfllinn?“ Gísh Jónsson prófessor skrifar: Það var fróölegt að fá hina greinar- góðu lýsingu Brynjólfs Brynjólfsson- ar er birtist í lesendadálki DV þann 19. okt. sl. í tilefni greinar Brynjólfs skal eftírfarandi upplýst: Alveg frá því að verkfræðideild Háskóla íslands eignaðist sinn rafbíl var ljóst að hann væri þriðji rafbíll- inn sem komið hefði til íslands. Óljósar fregnir voru af þeim fyrsta og bárust Háskólanum þær upplýs- ingar að hann hefði sennilega eyöi- lagst í bnma án þess að fara nokkum tímann á götuna. Næsti rafbíllinn var svo hinn svo- kahaði „Rafsi“, sem Steinn Sigurðs- son skrifvélavirki fékk til landsins. Hann hafði unnið 1. verðlaun í sam- keppni um hönnun yfirbyggingar á undirvagn rafbíls sem hann svo fékk í verðlaun. Steinn smíðaði síðan yfir- byggingu skv. teikningu sinni. Bfil- inn kom á götuna árið 1976 og var þá kynntur í Sjónvarpinu. Vegna tæknivandamála var notkun þessa bíls afar takmörkuð. Rafbíh Háskólans kom th landsins haustiö 1975 og var í prófun fram th 1986. Prófunin fólst m.a. í notkun hans sem fjölskyldubíls nr. tvö og var bílhnn í stöðugri notkun að und- anskhdu tæpu ári vegna gaha í gír- kassa. - Árlegur akstur bhsins varð mestur um 10.000 km. Brynjólfur segir í grein sinni að rafbhl Háskólans hafi verið talinn fyrsti rafbíllinn á íslandi. Ef svo hef- ur verið er það ekki komið frá Há- skólanum. Af Háskólans hálfu hefur því hins vegar ætíð verið haldið fram að bíllinn væri fyrsti rafbíhinn sem | var í almennri notkun á íslandi. Áþönumeftir fátækt Birna hringdi: í eins konar fréttaauka á Stöð 2 sl. miðvikudag var sagt að fréttamaður Stöðvarinnar myndi sýna áhorfendum „fatæktina" í Bandaríkjunum. - Jú, mikh ósköp, fféttamaðurinn var á þön- um eftir fátæktinni, en það fór htiö fyrir henni. Samt var hann búinn að segja, aö þarna gæfi hún ekkert eftir fátæktinni í þriðja heiminum! - Kannski faum við íslendingar að finna fyrir þessu fyrir alvöru þegar Clinton vinnur sigur eins og fréttamenn og áhugamenn um skoðanakannan- ir vona. - Sigur Clintons steypist þá eins og holskefla yfir okkur hér þar sem samdráttur mun setja svip sinn á aðgerðir Demó- krataflokksins hér sem annars staðar. Þá verða næg verkefni fyrir erlendafréttamenn að sýna fátæktina á íslandi sem kannski gefur ekki eftir fátæktinni í þriðja heiminum. ;; ý Takk fyrir Filofaxið Helga Margrét skrifar: Mig langar að þakka konunni sem fann Filofaxiö mitt miöviku- daginn 28. okt. og kom því í Japis. Hún skildi ekki eftir nafn en mig langar til að koma þakklæti th hennar því í þessu var „aht mitt líf'* ef svo rná segja. Svo ef þú skyldir lesa þetta/þakka þér fyrir skilvísina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.