Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Útlönd Spennandi kjördagur runninn upp 1 Bandaríkjunum: Bush þarf að vinna upp fádæma forskot - hefur sagt „hverjum treystið þið?“ átján þúsund sinnum í baráttunni Bill Clinton hefur vart mátt mæla fyrir hæsi á lokaspretti kosningabaráttunnar. Hann hefur þó hvergi hlíft sér við að koma á kosningafundi, þó ekki væri nema til að sýna kjósendum að baráttuviljinn er óbrostinn. Allar líkur benda til að hann verði í dag kjörinn forseti Bandaríkjanna, fyrstur demókrata í 16 ár. Simamynd Reuter „Hveijum treystið þið?“ spurði George Bush Bandaríkjaforseti þeg- ar hann lauk kosningaharáttu sinni í gærkvöldi. Töluglöggir menn hafa reiknað út að þessa sömu setningu hefur forsetinn haft yfir um það bil átján þúsund sinnum í baráttunni í haust. Sterkasta tromp Bush í baráttunni er að hamra á aö höfuðandstæðing- urinn Bill Clinton sé ekki þess trausts verður að setjast í embætti forseta. Dugi þessi eina setning for- setaninn til sigurs hefur hann unnið upp meira forskot en dæmi eru um áður í forsetaslag vestra. Allar skoðanakannanir benda til að Clinton vinni öruggan sigur og að kjósendur meti kröfu hans um breyt- ingar meira en kröfu Bush um traust. Clinton hefur í þaö minnnsta átján þúsund sinnum talað um þörfina á breytingum í bandarísku þjóölífi. Ross Perot, óháði frambjóðandinn, hefur einfaldað sitt mál niður í að tala um sigur og á þá við eigin stór- sigur. Hann hefur þegar náð lengra Fylgi forsetaframbjóðendanna 49% en nokkur annar óháður frambjóð- andi í manna minnum og það er út af fyrir sig sigur. Líklegast er þó aö hann verði að sætta sig við ósigur í öllum ríkjunum. Perot gæti engu að síður haft veru- leg áhrif á úrslitin með því að taka til sín fylgi óánægðra kjósenda. Það kemur Bush til góða því að öðrum kosti hefði fylgi Perots hafnað hjá Clinton. Síðasta skoðanakönnun Gallups fyrir CNN-sjónvarpsstöðina og dag- blaðið USA Today sýndi að Clinton hefur enn 12% forskot á Bush. Hon- um er spáð 49% fylgi en Bush 37%. Perot rekur lestina sem fyrr með 14% og hefur stuðningur við hann dalað síöustu daga. Aörar skoðanakannanir sýna minni mun á fylgi Bush og Clintons. Munurinn er engu aö síður umtals- verður og meiri en sitjandi forsetar hafa áður þurft að vinna upp. Enginn veit þó hvað hefur gerst seinustu klukkutímana þegar frambjóðend- umir geystust milli funda og hróp- uðu slagorö sín - Clinton brostinni röddu. Kannanir á sigurlíkum frambjóð- endanna í einstökum ríkjum benda einnig til að Clinton fari með sigur af hólmi. Ný könnun sýnir að Clinton á 295 kjörmenn vísa, 25 fleiri en hann þarf. Þá er hann líklegur til aö vinna allt að 100 kjörmenn að auki. Bush fær samkvæmt þessari könnun að- eins stuðning 81 kjörmanns. Reuter Sveif lurnar ráðast af hverjir eru spurðir ESvisPresley flyturinn íHvítahúsid Fari svo að Bill Clinton sigri í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum í dag þá hafa orðið kyn- slóðaskipti í stjórnmálunum vestra. Menn hafa á orði að kyn- slóð EIvis Presleys komist nú til valda og víki kynslóö Franks Sin- atra til hliðar. Bill Clinton er kunnur fyrir hrifningu sína á Elvis og sagði einu sinni á kosningafundi í haust að hann ráðfærði sig við hann dagiega. Clinton var þarna kominn útá hálan ísen tókst áð bjarga sér með því að segja að hann hefði verið að gera aö gamní sínu. Víst er þó að tónlist Elvis á eftir að heyrast oftar í Hvíta hús- inu en áður. íbúar Little Rocðc íArkansastil- búniraðfagna Allt er til reiðu í Little Rock, höfuðborg Arkansas, tii að fagna ; sigri ríkisstjórans Biils Clinton i forsetakosningunum í dag. Þetta er smáborg á bandarískan mæli- kvarða með um 175 þúsund íbúa. Reynslan sýnir þó að betra er að bíða úrsiitanna og hins óvænta með gleðskapinn. Reuter Skoðanakannanir hafa skipt meira máli í bandarísku kosningabarátt- unni nú en nokkur sinni áður. Helstu fjölmiðlar vestra birta nýjar kannan- ir daglega og þykir mörgum undar- legt hve mikill munur er á þeim og eins hve miklar sveiflur verða frá degi til dags. Þegar leið á síðustu viku minnkaði munurinn á Bill Chnton og George Bush verulega þannig að milljónir kjósenda hlutu að hafa skipt um skoðun. Sumir sérfræðingar halda því fram að engar umtalsverðar breytingar hafi orðið á fylgi fram- bjóðendanna síðustu vikur heldur hafi fyrirtækin, sem gera kannanim- ar, breytt aðferðum sínum. Fylgistap Clintons í síðustu viku kom fyrst fram í könnun Gallups fyrir CNN og USA Today. Talsmaður Gallups segir að breytingin stafi af þvi að skipt var um aðferð við að velja úrtak. Mikill munur er á niðurstöðunni eftir því hvort skráðir kjósendur era spurðir eða þeir sem líklegir eru til að fara á kjörstað. Clinton lækkaði þegar líklegir kjósendur vora einir spurðir. Um helgina var ákveðið hjá Gallup að skipta óákveðnum kjósendum milh frambjóöenda eftir því sem lík- legt var að þeir myndu gera á kjör- dag og þá jókst munurinn enn á ný enda gera menn því skóna að Clinton fái fleiri atkvæði frá óákveðnum og óánægðum kjósendum en Bush. í nýjustu könnunum, þar sem mið- að er við skráða kjósendur, fær Chn- ton um 7% meira fylgi en Bush og er það nærri þeim mun sem flestar kannanir hafa sýnt síðustu vikur. Fyrr í haust var munurinn meiri enda vora þá margir enn óráðn- ir. Reuter Ross Perot var með allt að 20% fylgi í skoðanakönnunum en stuðningur við hann minnkaði þegar baráttan harðnaði. Símamynd Reuter Samtök bandarískra guðleys- ingja lýstu yfir stuðningi sínum við framboð Ross Perots, millj- arðamæringsins frá Texas, í for- setakosningunum í dag. „Perot er einfaldlega eini fram- bjóðandinn sero heyr baráttu sína úr fundarherberginu en ekki úr prédikunarstólnum," sagði Madalyn Murray O’Hair, leiðtogi guðleysingjanna, í yfirlýsingufrá höfúðstöövum samtakanna í Austin 1 Texas. O’Hair hvatti guðleysingja, sem hún segír að séu einn tíundi hluti bandarísku þjóðarínnar, tii að kjósa Perot vegna „leikmanns- baráttu" hans og vegna stuðnings hans við aðskilnað ríkis og kirkju. Bush féh á prófi guðleysíngja þegar hann á að hafa sagtað ekki væri hægt að hta á þá sem borg- ara eða fóöurlandsvini. Ciinton hlaut ekki heldur náð þeirra þar sem lög í Arkansas, þar sem hann er fylkisstjóri, meina guðleys- ingjum að bera vitni fýrir rétti. Sjónvarpssiöðv- arsegja Perot hafareddaðsér Þótt bandarískir kjósendur eigi enn eftir að gera þaö upp við sig hver sé þeirra forsetafi-ambjóð- andi eru forráðamenn sjónvarps- stöðva ekki í neinum vafa: Ross Perot, milljarðamæringur og eyðslukló, reddaði þeim. Perot eyddi hvorki meira né minna en 24 milljónum dollara eða sem svarar rúmum þrettán hundruð mihjónum ísienskra króna í sjónvarpsauglýsingar til að telja amerisku þjóðinni trú um að hann ætti að setjast á forseta- stól. Það var ABC-sjónvarpsstöðin sem græddi mest á attglýsingum frambjóðendanna. Húnseldiaug- lýsingatíma fyrir rúma 1,3 milij- aröa króna og þar af mn helming- inn til Perot. Bush var í öðru sæti í kapp- ; hlaupinu um eyðsluna roeð rétt rúman miUjarð króna en Clinton var rétt hálfdrættingur á við hann og eyddi um 560 milljónum króna. Clinfon forseti góðursænsku efnahagslvfi Innan ríkisstjórnar sænsku borgarafiokkanna era menn ekki á einu máli um hvor yrði betri forseti, George Bush eða Bíll Clinton. Kristhegir demókratar og íhaldsmenn era hugmynda- fræðilega hallir undir Bush en tniöflokksmenn eiga meira sam- éiginlegt með Clinton. „Nær aUir eru sammála um að í bráð er það goft fyrir sænskt efnahagsiíf ef Clinton verður kos- inn forseti," sagöi Olle Wástberg úr þjóðarflokknura. Hann segir að þá muni ríkja efnahagsleg ánægja í Bandaríkjunum og það gæti haft góð áhrif á sænskt efna- hagslíf. Sjaldanflemá iilalmlTllOlllll Þeir Bandaríkjamenn sem þurfa á matarmiðum frá hínu opinbera að halda tilað geta feng- iö nóg aö borða hafa sjaldan verið jafn rnargir og einmitt nú, að því er sfjórnvöld tilkynntu í gær, daginn fyrir forsetakosningam- ar. Samkvæmt tölum yfirvaida voru tæpar 26 miUjónir manna skráöar sem viötakendur mat- armiða í ágúst eöa um tíu prósent þjóðarmnar. RcuterogTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.