Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Luanda: íslendingarn- irtilbúnirtil brottfarar „Ástandið er snöggtum betra. Það er orðið kyrrt í borginni ef undan- skildir eru einstaka skothvellir. Maður er farinn að sjá einn og einn bO á götunum," sagði Smári Sigurðs- son, einn íslendinganna þriggja sem eru innlyksa á hóteli í Luanda í Ang- óla, í viðtah við DV í morgun. „Það er búið að opna flugvöllinn og við bíðum tilbúnir með ferða- töskumar. Það er skip héma í höfn- inni og stutt fyrir okkur að fara þang- að, aðeins um 400 metrar. Það er hins vegar talsverð vegalengd út á flug- völlinn. En úr því að ástandið er orð- ið svona rólegt teljum við líklegt að það verði flogið með okkur.“ Smári varð sjónarvottur að því er sérsveitir lögreglunnar drápu þijá hðsmenn UNITA-hreyfingarinnar. „Þeir komu syndandi og ætluðu í land en það var tekið á móti þeim með skothríð. Við sáum þetta út um glugga á áttundu hæð. Sjórinn er hér alveg við, bara ein gata á milli. í gærkvöldi voru svo líkin hirt en þau voru þá búin að liggja hér fyrir utan í tvo sólarhringa." Að sögn Smára verður haldinn fundur með hótelgestum, sem em á annað hundrað, í dag. „Það er talað um að við fómm annaðhvort með Bretum eða Frökkum sem era í meirihlutahér." -IBS breyta vöxtum Sparisjóðirnir hafa lækkað útláns- vexti á óverðtryggðum skuldabréfa- lánum um 0,15% og hækkað í staöinn útlánsvexti á verðtryggðum skulda- bréfalánum um 0,15%. Vextir á óverðtryggðum skulda- bréfalánum í algengasta flokki era 13,1% eftir breytingtma samanborið við 12,25% hjá Landsbankanum, 13,25 hjá Búnaðarbankanum og 13,4% hjá íslandsbanka. -Ari Börn náttúrunnar einaftíubestu í nýútkominni kvikmyndabók, Variety Intemational Film Guide 1993, sem ritstýrt er af hinum þekkta kvikmyndaskríbent Peter Cowie, era valdar tíu bestu kvikmyndir síðasta árs. Á þeim lista er kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Böm nátt- úrunnar, og er hún eina myndin frá Norðurlöndumálistanum. -HK viðskiptahættir „Þetta eru óeðlilegir viðskipta- hættir. Það er að segja að nota sér erfiðleika framleiðenda i einni grein og segja: Ef við eigum að slátra fyrir þig þá verður þú aö takafjórðung af andvirðinu í formi B-bréfa/' sagöi Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands bænda, um þá vinnureglu sem tek- in hefur veriö upp hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem nautgripa- bændur verða að kaupa bréf í B- stofnsjóði félagsins ef þeir ætla aö vera öruggir um aö fá slátran. Búið er að vísa þessum vinnubrögðum til Verðlagsstofhunar. „Eg held að menn ættu að spara yfirlýsingamar," sagði Steinþór Skúlason, forstjórí Sláturfélagsins. Hann sagði þessa reglu ftust og fremst tekna upp til að nautgripa- bændur sitji við sama borð og aðrir framleiðendur og geti staðið við greiðsluáskriftina með því að koma gripum til slátrunar. „Það væri kannski ckkcrt við þetta að athuga ef þetta væri frjálst útboð yfir alla línuna en það er bara tekið af nautakjöti. Sláturfé- lagið er greinilega að notfæra sér þá erfiðleika sem eru í greininni,“ sagði Haukur. „Það sem er lykilatriði í þessu er aö Sláturfélagið er frjáls félags- skapur. Þaö er enginn skyldugur til að leggja inn hjá félaginu. Þessi félagsskapur ákvað að auka eigið fé félagsins og fara út í B-deildarút- boð, Stjórn félagsins setur reglur um framkvæmd útboðsins. Þar hefur verið haft mjög náið samráð við lögmenn. - Er ekki mestur hluti sjóðsins, það er þessara 25 til 30 milljóna, kominn frá nautgripabændum? „Það er ekki hægt að fullyrða það,“ sagði Steinþór Skúlason. -sme Kona, sem ók Saab-bifreið, liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa lent i mjög hörðum árekstri við sendibíl á mótum Fífuhvamms og Lindarhvamms um klukkan sex síðdegis i gær. Tveir farþegar voru í bílnum með konunni og voru þeir einnig fluttir á sjúkrahús en voru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Tækjabíl slökkviliðs þurfti til að ná konunni út og er bíllinn talinn ónýtur. Sendibílnum, sem er af gerðinni Econoline, var hins vegar hægt að aka i burtu eft- ir slysið. Áreksturinn varð á gatnamótum þar sem biðskylda er og þar var mikil hálka undir kvöld í gær. DV-mynd Sveinn Þjóðarsáttartillögur: Lagðarfyrir Alþýðusam- bandsþing? Tillögm: aðila vinnumarkaðarins til að létta byrðum af atvinnuvegun- um og til að draga úr atvinnuleysi era nú að mótast. Eftir því sem þær skýrast vex andstaða margra verka- lýðsforingja við þær þegar í ljós kem- ur hve skerðingin verður mikil. Tahð er víst að tillögumar verði lagðar fyrir ríkisstjórnina um eða upp úr miðjum mánuðinum. Síðan verði þær lagðar fram til umræðu á þingi Alþýðusambandsins sem hefst 23. nóvember. Enn hafa engar tillögur verið fast- mótaðar. Þeir sem í samningunum standa hafa verið að þreifa fyrir sér með ýmsar hugmyndir. Þar má nefna útsvarshækkun, sem kæmi í staðinn fyrir afnám aðstöðugjalds, hækkun bensínverðs og bifreiða- skatta. Þá hefur komið til tals að skerða ýmis áunmn réttindi vinn- andi fólks, svo sem að stytta orlof. Hugmyndirnar um að skerða áunn- inn réttindi mæta harðastri andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. -S.dór - Sjá fréttaljós á bls. 4 Nýtthassmál: Tveir í gæslu- varðhald í gær Tveir menn vora að kröfu fíkni- efnalögreglunnar í Reykjavík úr- skurðaöir í gæsluvarðhald til 9. og 11. nóvember í gær vegna innflutn- ings á 700 grömmum af hassi til landsins. Mennirnir komu til lands- ins í gær og á sunnudag. Upphaf málsins var að á sunnudag handtók tollgæslan á Keflavíkurflug- velli 21 árs karlmann með 700 grömm af hassi í fórum sínum og lítilræði af marijúana. Maðurinn var að koma með flugvél frá Amsterdam. Þessi maður hefur ekki komið áöur við sögu fíkniefnamála. Tollgæslan vís- aði máhnu til fíknefnalögreglunnar sem tók manninn í gæslu. í gær kom svo 32 ára karlmaður th landsins í flugvél frá Kaupmanna- höfn. Sá aðih er þekktur hjá fíkiefna- lögreglu. Hann varð uppvís að því fyrr á árinu að skipuleggja innflutn- ingi á 3 kílóum af hassi. Maðurinn var handtekinn í gær og var úrskurö- aður í gæsluvarðhald til 11. nóvemb- er. Hinn aðilinn verður í gæsluvarð- haldi til 9. nóvember. Kona úr Reykjavík er einnig í gæsluvarðhaldi sem úrskurðað var fyrir helgi að kröfu fíkniefnadeildar- innar eftir að hálft kíló af hassi fannstííbúðhennar. -ÓTT M MSSSiiiiiSii LOKI Kannski Davíöfeti þá í fótspor Hermanns? Veðriöámorgun: Fremur svalt íveðri Á morgun verður hæg austlæg átt. Snjó- eða slydduél með norð- ur- og austurströndinni og einnig á Suðausturlandi en vestanlands verður þurrt og jafnvel léttskýj- að. Fremur svalt í veðri, einkum norðanlands og vestan. Veörið í dag er á bls. 28 fKgntucky Fned Ghicken

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.