Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 3.' NÓVEMBER 1992. pv_______________________________________________________________________________________________________________Fréttir Steinn Armann kveðst hafa heyrt lögreglumann spyrja hvort „pakkinn“ væri kominn í bflinn: Ber ofbeldi af hálf u lögreglu eftir handtöku - kókaíntálbeitunni vaföist tunga um tönn og lögreglumörinurn bar ekki saman í gær Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV hefur Steinn Armann Stef- ánsson í kókaínmálinu borið að hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. spörkum, af hálfu lögreglimnar, eför að hann var handtekinn í Mosfellsbæ 17. ágúst og verið var að flytja hann til aðalstöðva lögreglunnar. Hann hefur jafnffamt sagt að hann hafi ekki vitað að það var lögreglan sem var á eftir honum um það bil sem handtaka átti hann viö Sundlaugamar í Laugardal, stuttu áður en hann ók á lögreglubíl á ofsahraða í Mosfellsbæ. Steinn Ármann segist hafa heyrt lögreglumann á vettvangi í Mos- fellsbæ spyrja hvort búið væri aö koma „pakkanum“ fyrir í bílnum. Sakborningurinn hefur auk þess sagt að hann hafi aldrei vitað um að kóka- ínið, sem fannst í bíl hans, það er í bílaleigubíl lögreglunnar, hefði verið þar er hann ók ásamt svonefndri tál- beitu frá vinnustað þess síðarnefnda við Faxafen sama kvöld - hann hefði því ekki vitað til að kókaín hefði ver- ið í bílnum er áreksturinn varð. ítrekað minnisleysi tálbeitu Við dómsrannsókn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær voru spumingar Ragnars Aðalsteinssonar hrl., veij- anda Steins, og Guðjóns Marteins- sonar héraðsdómara að talsverðu leyti miðaðar við ffamangreind at- riði, sérstaklega þó hvenær og hvemig kókaíninu var komið fyrir í bílnum. Þeir sem vom yfirheyrðir í gær vora tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeildinni og svonefnd tál- beita. Hvoragur lögreglumannanna sagðist vita hver tálbeitumaðurinn hefði í raun verið umrætt kvöld í ágúst. Þeim bar ekki alveg saman um hvemig staðið var að því í Mos- fellsbæ að leita fíkniefna í bílnum. Tálbeitumanninum, 35 ára Reyk- víkingi, varð mjög svarafátt fyrir dóminum í gær er hann var spurður um hver hefði sett rúmt kíló af kóka- íni í bílinn áður en hann ásamt Steini Ármanni ók frá vinnustað tálbeit- unnar eftir að hafa vigtað efnin í miklum taugaæsingi. Tálbeitan hugsaði sig lengi um við nánast hveija spumingu dómara og veij- anda í gær og ítrekað bar hann fyrir sig minnisleysi. Björn skilinn eftir Eftirförin var þannig, samkvæmt ffásögn lögreglumannanna tveggja, að Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefhadeildarinnar, hafði gefið út fyrirskipun um að handtaka Stein Armann í bíl sem hann ók á bíla- stæði við Sundlaugamar í Laugardal - í bílnum var hlustunartæki lög- reglu. Áður höfðu báðir lögreglu- mennimir, hvor í sínum bíl, elt tál- beitumanninn og Stein. Þegar Steinn var oröinn einn í bílnum við sund- laugamar fór Bjöm út úr einum óeinkenndu lögreglubílanna ásamt aðstoöarmanni að bíl Steins til að handtaka hann. Steinn sneri þá bíl sínum við og ók yfir gangstétt við pylsuvagn og rak- leiðis út á Sundlaugarveg. Sá lög- reglumaður, sem varð einn eftir í sínum bfí, ók strax sömu leið og skildi Bjöm og aðstoðarmanninn eft- ir á bfíastæðinu. Tveir aðrir lög- reglumenn óku í bíl eftir Reykjavegi og inn á Sundlaugaveg og eltu Stein líka. Bjöm og aðstoðarmaðurinn fóra því aldrei upp í Mosfellsbæ þetta kvöld. Lögreglumaðurinn, sem var einn á ferð í eftirfórinni, var í næsta bíl á eftir bíl Steins alla leið að Ártúns- Steinn Ármann kemur í héraðsdóm- inn í gær. DV-mynd GVA brekku. Hraðinn á Langholtsvegi var orðinn 135-140 km. í Ártúnsbrekk- unni vora hinir tveir lögreglumenn- imir komnir næstir á eftir Steini en staki lögreglumaðurinn var í næsta bfí á eftir þeim. Á gatnamótunum við Höfðabakka fóra allir þrír bOamir, bíO Steins og lögreglubóamir tveir, yfir á rauðu ljósi og var hraðinn á Vesturlands- vegi, á móts við SÁÁ, orðinn um 160 km, að sögn annars lögreglumann- anna. Þama var talsverð umferð, sérstaklega úr gagnstæðri átt. Spumingar dómarans og veijanda í gær miðu m.a. að því að kanna hvort Steini Ármanni hefði verið það ljóst að það var lögreglan sem var við Sundlaugamar í Laugardal og það hefði verið hún á sínum óein- kenndu bflum að elta hann umrætt kvöld. Steinn Armann hefur borið að hann hefði ekki haft hugmynd um hveijir vora á eftir honum, m.a. í eltingaleiknum. Hann hefði orðið hræddur við laugamar og komiö sér í burtu eftir taugastrekkjandi kóka- ínmakk með tálbeitunni fyrr um kvöldið. Þeir tveir lögreglumenn, sem vora yfirheyrðir í gær, gátu hvoragur staðfest að Björn HaOdórsson og að- stoðarmaður hans hefðu sýnt ákærða lögregluskOríki við sund- laugamar áður en hann reyndi að stinga af. Hins vegar báru báðir lögreglu- mennimir að í óeinkenndum bflum þeirra í eftirfórinni hefði verið kveikt á bláblikkandi ljósum við mælaborð í nánast allri eftirförinni frá sund- laugunum. Lögreglumönnunum tveimur bar saman í nánast öflu aö því undanskfldu hvernig leitin í bO Steins í MosfeOsbæ var framkvæmd, það er hver gerði hvað og hvenær. Sætir ákæru vegna 3ja kílóa af hassi Yfirheyrslan yfir tálbeitumannin- um í gær var mjög langdregin og tók hátt í 5 klukkustundir. Maðurinn hugsaði sig mjög lengi inn er veij- andinn spurði hann hvaða hvatir hefðu legið að baki þvi að hann bauð lögreglunni krafta sína í að koma upp um Stein Ármann. Síðan eftir talsvert karp spurði dómarinn meira að segja hvort ekki væri aOt í lagi hjá manninum eftir að erfitt var að koma honum í skilning um hverju honum væri skylt að svara. Loks viðurkenndi maðurinn að ástæðan hefði m.a. verið sú aö hann vonaðist eftir vægari meðferð vegna fikniefnamáls og ákæra sem þegar hefur verið gefm út á hendur honum fyrir innflutning og fjármögnun á 3 kflóum af hassi. Það mál hefur ríkis- saksóknari þegar sent dómstólum. Tálbeitan sagðist hafa kynnst Steini í afplánun í Hegningarhúsinu í febrúar. Þá hefði ásetningur hans um að koma upp um Stein fljótlega vaknað. Steinn sagði honum frá 10 kflóum af kókaíni er hann flutti frá Kólombíu og væra að mestu leyti grafin í jörð í Svíþjóð - hann hefði samvinnu við aðra aðfla í því sam- bandi. Löngu eftir afplánun, í lok júlí, hafði Steinn samband við tál- beituna og vfldi selja henni kókaín. Stuttu síðar hafði tálbeitan sam- band við Bjöm HaOdórsson sem síð- ídómsáLnum Óttar Sveinsson an „stýrði“ samningamálum og lét m.a. tvo lögreglumenn afhenda tál- beitunni samtals 80 þúsund krónur til að kaupa sýnishom af kókaíni af Steini. Þegar þetta kom fram spurði verjandinn glottandi hvort tálbeitan hefði gefið „fíknó nótu“. Mundi ekki hver setti kókaínið í bílinn Samningamakkið tók hátt í 3 vik- ur, að sögn tálbeitunnar, áður en til kastanna kom þann 17. ágúst. Tál- beitan sagði að áður hefði aOt gengið út á að fá Stein til að selja aflt efnið sitt í einu en til að vinna traust ákærða hefðu tálbeitan og Bjöm unnið á bak við tjöldin í að útvega Steini húsnæði og vinnu. Að lokum átti tálbeitan að greiða Steini 6-7 milljónir, að hluta í gjaldeyri, sem senda átti til Kólumbíu, fyrir 1,5 kfló af kókaíni. Tálbeitunni vafðist tunga um tönn er hún var spurð hvort hún eða Steinn hefðu sett kókaínið í bO fyrir utan vinnustað tálbeitunnar í Faxa- feni. Tálbeitan sagðist ekki hafa munað hvor það var en efnin heföu öragglega verið í bflnum. HIN HEIMSKUNNA HUOMSVEIT MAGNAÐIR HLJÓMLEIKAR Á HÓTEL ÍSLANDI FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER N.K. AÐEINS ÞETTA EINA SINN! VERÐ AÐEINS KR. 2.500,- STÓRSVEITIN JÚPÍTERS HITAR UPP HÚSIÐ OPNAÐKL. 21.00 Hljómsveitin BLOOD, SWEAT AND TEARS olli straumhvörfum í tónlistarheiminum með plötu sinni 'Spinning Wheel' sem seldist í rúmlega 10 miljónum eintaka. Síöan hafa komið út allmargar hljómplötur sem allar hafa selst í miljónum eintaka. Hér er á ferðinni 9 manna hljómsveit heimsþekktra tónlistarmanna undir forystu David Clayton-Thomas söngvara og lagahöfundar sveitarinnar. Hérlendis hefur BLOOD, SWEAT AND TEARS notið mikilla vinsœlda. MISSIÐ EKKI AF EINSTÖKUM VIÐBURÐI! Tryggiö ykkur miöa tímanlega. Forsala aögöngumiöa daglega milli kl. 14-18 á Hótel íslandi." HÓTEL ÍÆMP ARMULA9 - SÍMI: 687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.