Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Valdapatt og kreppusmíði Enginn fer með raunveruleg völd í landinu um þess- ar mundir. Ríkisstjórnin neitar að taka við þeim úr höndum helztu aðila vinnumarkaðarins, sem hafa farið með þau í rúmar tvær vikur án þess að ná samstöðu um aðgerðir. Hún segist bíða eftir tillögum þeirra. Þegar á reyndi, þótti launamannaarmi byltingarhðs- ins sem atvinnurekendaarmurinn ætlaði að seilast of langt í vasa launamanna við að breyta skattlagningu á fyrirtæki yfir í skattlagningu á almenning. Launa- mannaarmurinn fékk því bakþanka í byltingunni. í fyrstu virtist sem valdaránið mundi takast, því að það var stutt þingmönnum úr stjómarliðinu, sem vildu, að horfið yrði frá þeirri braut að leyfa fyrirtækjum og byggðarlögum að verða gjaldþrota og að halda verð- bólgu og krónugengi fóstu í aðvífandi kreppu. Byltingarhðið er ennþá nokkurn veginn sammála um, að rjúfa verði ríkjandi kreddu og innleiða í þess stað fyrri kreddu, sem felur í sér, að fyrirtæki og byggðarlög megi helzt ekki verða gjaldþrota og að nota megi hin hefðbundnu stjómtæki verðbólgu og gengislækkana. Byltingarhðið var ennfremur sammála um, að eðh- legt væri, að eitthvað af skattabyrðum atvinnulífsins færi yfir á herðar launafólks. Hins vegar virðist bylting- in hafa farið af stað, án þess að óformlegt samkomulag væri um, hversu langt mætti ganga á þessu sviði. Höfuðgarpar byltingarinnar eru í Atvinnumálanefnd, þar sem ráðuneytisstjóri forsætisráðherra stjórnar fundum. Þeir hafa legið niðri á byltingartímanum, en nú eru einstakir byltingarmenn famir að kaha eftir fundi á þeim dæmigerða vettvangi þjóðarsáttar. Líklegt má telja, að ríkisstjóminni takist að tefla taugastríðið við atvinnulífið á þann hátt, að samkomu- lag náist um síðir á vettvangi Atvinnumálanefndar um þjóðarsátt, sem taki jafnmikið eða meira tihit 111 kreddu ríkisstjómarinnar en kreddu byltingarsinna. Við flestar aðstæður er hagstætt að hafa stjórnleysi á borð við það, sem nú ríkir. Engar mikilvægar ákvarð- anir eru teknar og þar með sparast kostnaðurinn, sem reynslan sýnir, að fylgir öllum mikilvægum ákvörðun- um. Fólk fær að ganga th starfa sinna í friði. Því miður er núverandi stjómleysi ekki í anda taó- ismans, heldur er það bara logn fyrir storm mikhvægra handaflsaðgerða, sem munu gerbreyta aðstæðunum, sem fólk og fyrirtæki starfa við. Þessar handaflsaðgerð- ir munu taka ghdi með nýjum fjárlögum um áramót. Það er sama, hversu mikið af hvaða kreddum verður ofan á í yfirvofandi handaflsaðgerðum. Niðurstaðan verður enn eitt áfalhð fyrir aha, sem vilja áætla fram í tímann fyrir sínar fjölskyldur eða sín fyrirtæki. Hún er enn ein staðfesting þess, að marklaust sé að áætla. Tæpum tveimur mánuðum fyrir áramót veit enginn, hvort aðstöðugjald verður th um áramót, hver skattþrep verða í tekjuskatti og útsvari, hve mörg þrep verði í virðisaukaskatti og hvaða vörur og þjónusta falli undir hvert þrep. Fjárlagafrumvarpið er nafnið eitt. Þetta er alger andstæða við friðsælt aðgerðaleysi taó- ismans og hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Þetta er taugaveiklaða lognið fyrir storm nýrra handaflsaðgerða að hætti miðstýringarhyggju. Þetta er hvatning þess, að fólk og fyrirtæki leggi árar í bát. Valdapattstaðan og nagandi óvissa um opinbert hand- afl ahra næstu vikna kæfir íslenzkt framtak og framleið- ir margfalt meiri kreppu en efni standa th. Jónas Kristjánsson Flugskýli og viðhaldsverkstæði Flugleiða hf. á Keflavíkurflugvelli. - „Það væri synd ef þetta mikla mannvirki myndi eingöngu þjóna bættri vinnuaðstöðu Flugleiða,“ segir m.a. í grein Rannveigar. DV-mynd Ægir Már Þarer ástandið verst Á Suðumesjum hefur verið al- varlegt atvinnuleysi, ekki síst kvenna, um langa hríð og stjóm- völd hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á málum af festu. Þó öll- um ætti að vera ljóst að í dag telst það vart verkefni stjórnvalda að setja á laggir vinnustaði þá er mjög miídlvægt að stjórnvöld hafi nána samvinnu við heimamenn um með hvaða hætti auka megi atvinnu- tækifæri. Atvinnumálanefnd Suðurnesja hefur sett fram hugmyndir bæði varðandi verkefni og vinnustaði þ.á m. Bláa lónið og þær hugmynd- ir þarf að skoða af mikilli alvöm. Ég vil hins vegar stikla á nokkrum atriðum sem hafa verið í umræð- unni. Fríiðnaðarsvæði Það hefur verið í athugun hvort hagkvæmt sé að stofna fríiðnaðar- svæði við Keflavíkurflugvöll. Sú skoðun hefur tekið of langan tíma miðað við atvinnuástandið suður frá og því er það mikils virði að nú hillir undir niðurstööu í því máli og mjög mikilvægt að niðurstaða hggi fyrir þegar EES-samningur- inn tekur gildi. Áhugi bandarískra aðila á frhðn- aðarsvæði hér er bundinn EES- samningnum og möguleikanum aö komast á hinn stóra Evrópumark- að gegnum ísland. Á fríiðnaðar- svæði gætu skapast jafnvel hundr- uö starfa fyrir Islendinga. Flugskýlið Á sínum tíma fengu Flugleiðir fyrirgreiðslu stjórnvalda til að byggja viðhaldsskýh á Keflavíkur- flugvelh og næstu daga verður vígð stærsta bygging sem hefur verið byggð á vegum innlendra aðila hér- lendis. Fyrirgreiðsla stjómvalda byggð- ist einmitt á atvmnusjónarmiðum og að með þessu opnuðust mögu- leikar Flugleiða tíl að bjóða í við- haldsverkefni hjá erlendum flugfé- lögum. Nú reynir á að þetta gangi eftir, ekki skortir hæfileikana né getuna th að sinna slíkum verkefn- um og þama gæfist kærkomið tækifæri fyrir þá ungu menn sem á hðnum árum hafa verið að mennta sig á þessu sviði en hafa misst vinnu vegna skipulagsbreyt- inga og samdráttar. - Það væri synd ef þetta mikla mannvirki myndi eingöngu þjóna. bættri vinnuaðstöðu Flugleiða. Álver og EES Stjómarandstaðan hefur ósjald- an börið því við, m.a. í umræðu um atvinnumál í Reykjanesi, að Al- Kjallaririn Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður þýðuflokkurinn sjái ekkert nema álver og EES og farið háðulegum orðum um hversu htlu þetta skipti í atvinnumálum kvenna. Ef ég vík fyrst að álverinu er óumdeht að mörg þjónustustörf verða th í kringum slík stórfyrirtæki. Það er hka staðreynd aö af 5-600 starfsmönnum við álverið i Straumsvík hafa konur verið um 10 prósent starfsmanna á hðnum árum. Fjöldi þeirra hefur jafnframt almennt vaxiö í afleysingastörfum. Með nútíma tækni sem innleidd er í nýjustu álvenmum hefur fjöldi kvennastarfa aukist í aht að 30%. Æ fleiri eru að átta sig á hver staða okkar verður ef við lendum utan Evrópska efnahagssvæðisins og sterkasta dæmið er yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar, eins öflug- asta stjórnarandstöðuþingmanns- ins, um aö hún treysti sér ekki th að segja við þjóöina að hún skuh hafna samningnum. Sjálf hef ég lagt áherslu á að það verður ekki óbreytt staða hér hjá okkur ef við verðum utan EES, staðan verður verri þar sem keppinautar okkar, t.d. Norðmenn, verða með toh- fijálsan aðgang að þessum stóra markaði en við ekki. Tækifærin sem okkar atvixmuhfi opnast með EES-samningnum eru afar mikhvæg og meðal þeirra er t.d. möguleikinn með fríiðnaðar- svæði. Eitt lítið skref Á síðasta kjörtímabih þrýstu konumar í þáverandi stjómar- flokkum mjög á að ríkisvaldið veitti fjármagn í að kanna leiðir varðandi atvinnumál kvenna á landsbyggð- inni en fjárveiting fékkst ekki. Fé- lagsmálaráðherra réð síöan verk- efnisstjóra tímabundið sem hafði samráö við þá aðha úti um land sem þá vinna að atvinnumálum. í fyrra var loks fjárveiting th stuðnings verkefnaþróunar og ný- sköpunar kvennastarfa úti um land og m.a. var í ár veitt fjármagn th verkefnis sem farið hefur í gang í Grindavík. Þar hefur verið opnuð aðstaða fyrir atvinnulausar konur sem viija þreifa fyrir sér með fram- leiðslu eða samvinnu sín á mihi um ný verkefni. Þetta er htið skref en mörg slík geta skipt máh. Vegaframkvæmdir Áform ríkisstjómar um tvo mhlj- arða í atvinnuskapandi verkefni eru góð. Hins vegar er erfitt að rétt- læta það við atvinnulaust fólk á Suðumesjum að aðeins 80 mhljónir komu í hlut Reykjaness og að ekki hafi verið meira horft th mismun- andi ástands í atvinnumálum kjör- dæma í stað þess að skipta fjár- magninu samkvæmt reglum um veg- afé. Spuming er hvort ekki verður að endurskoða þessa samþykkt með tilhti th svæðanna og þeirra verkefna sem fyrirhugað er að vinna. Það er mikið áhyggjuefni hvernig horfir í atvinnumálum og því verö- um við að horfa opnum augum th allra átta og leita fyrir okkur á mörkuðum bæði austan hafs og vestan samhhöa aðhdinni að EES. Góð samvinna sveitarstjómar- manna, ríkisvalds og þeirra sem hlut eiga að máh er þýðingarmikil th að byggja upp atvinnulífið. En höfum það einnig hugfast að þrátt fyrir allt mun stóriðja og EES- samningurinn veita okkur skjót- ustu uppsveifluna og uppsveifla er það sem okkur vantar. Rannveig Guðmundsdóttir „Áform ríkisstjómar um tvo milljarða í atvinnuskapandi verkefni eru góð. Hins vegar er erfitt að réttlæta það við atvinnulaust fólk á Suðurnesjum að aðeins 80 milljónir komu í hlut Reykja- ness..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.