Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. 9 Utlönd Stuðningsmenn Clintons sigurvissir: Endurheimtið land ykkar og framtíð „Þetta er ennþá kosningafundur en ég vona að á morgun verði þetta sigurhátíð," sagði Jean Presson, nemandi í félagsráðgjöf, á kosninga- fundi með BiU Clinton, frambjóð- anda demókrata, í St. Louis í Misso- uri í gær. Bill Clinton þeyttist um Bandaríkin þver og endilöng á síðasta degi kosn- ingabaráttunnar í gær. Það var sama hvar komið var, fundarmenn voru greinilega á þeirri skoðun að þeirra maður mundi sigra þrátt fyrir aUt tal um hættumar sem eru því samfara að vera of sigurviss. „Á morgun verður hinn mikU leyndardómur lýðræðisins leikinn tíl enda. Við getum öU farið inn í friðinn í kjörklefanum þar sem atkvæði ykk- ar skipta jafn miklu máli og atkvæði mitt og Bush og hvers sem er í Amer- íku. Þið fáið tækifæri tíl að endur- heimta land ykkar og framtíð," sagði Clinton á einum kosningafundinum. „Greiðið atkvæði á morgun með breytingum, voninni, einingu og betri tíð í Ameríku og ég mun leggja hart að mér,“ sagði hann á öðrum fundi. Kalt hefur verið og blautt í hverri borginni á fætur annarri en mann- fjöldinn hefur verið mikiU og mönn- um heitt í hamsi. Fundimir voru kaUaðir „á leið í Hvíta húsið“ en margir viðstaddra létu sem Clinton væri þegar kominn þangað og ávörp- uðu hann sem „forseta". í Little Rock í Arkansas, heimabæ Clintons, er búið að hengja upp rauð, hvít og blá ljós og girða af stóran hluta bæjarins því U)úamir em tU- búnir að fagna því að einn úr þeirra hópi verði kjörinn í voldugasta emb- ætti heimsins. Reuter Bjartsýnin horfín úr herbúðum Bush: Hnefaleikamaður sem vantar slagkraftinn George Bush Bandaríkjaforseti ber það utan á sér að hann hefur háð langa og stranga kosningabaráttu við BUl CUnton, frambjóðanda demó- krata. Og síðasta dag kosningabar- áttunnar bar hann sig eins og hnefa- leikamaður sem veit að hann er að tapa og á ekki eftir mikinn slagkraft en vUdi engu að síður komast í gegn- um lokalotuna. Skoðanakannanir sýna að Clinton nýtur meira fylgis en forsetinn frá- farandi reyndi að sannfæra kjósend- ur í New Jersey, Pennsylvaniu, Ohio, Kentucky, Louisiana og Texas um hið gagnstæða. En James Baker, gamaU vinur Bush og aðalmaðurinn á bak við kosningasigurinn fyrir fjómm árum, stóð ábúðarfuUur með hendur í vös- um á flestum fundanna. Baker lét af embætti utanríkisráð- herra í ágúst tU að stýra kosninga- baráttu forsetans. Hann ræddi stutt- lega um baráttuna og þýðingu henn- ar við fréttamenn og sagði að Bush gerði sér ljósa grein fyrir því að þetta væri síðasta kosningabarátta hans. Bush sjálfur sagði þúsundum stuðningsmanna sinna á fúndi í New Jersey að mánudagurinn væri „síð- asti dagurinn sem ég berst fyrir kjöri mínu í embætti forseta eða neitt ann- að“. Bush sagðist ekki syrgja það að þetta væri síðasta kosningabaráttan á stjómmálaferU sem spannar nær þijá áratugi. Þess í stað sagði hann við einn fréttamann að hann væri mjög ánægður. Á sumurn fundum tókst áheyrend- unum að hræra aðeins upp í forset- anum en á flestum þeirra var bjart- sýnin, sem ríkti í herbúðum hans fyrir einni viku, aðeins fjarlæg minn- ing. Reuter George Bush Bandarikjaforseti kyssir Barböru, konu sína, á kosningatundi í heimabænum, Houston í Texas. Simamynd Reuter Ross Perot dansar undir sveitatónhst: Segist sigra í öllum 50 fylkjum „Hugsið til allra skoðanakönnuð- anna sem nota gula blýanta við út- reikninga sína. Það eru tannafór út um alla blýanta þeirra í dag,“ sagði Ross Perot, milljarðamæringurinn frá Texas, á síðasta fyrirhugaöa kosningafundi sínum fyrir forseta- kosningamar í dag, þegar hann spáði sigri sínum í öllum fimmtíu fylkjum Bandaríkjanna. Hann var þá staddur í heimaborg sinni, Dallas. Perot tilkynnti að hann hefði gert lagið „Crazy" (geggjaður), sem sveitasöngkonan sáluga Patsy Cline gerði frægt, að baráttulagi sínu. Og þegar hljómsveit lék lagið á kosn- ingafundinum í Dallas dansaði Perot við eiginkonu sína og dætur uppi á sviði. Fundurinn í gær var sá fámennasti á lokaspretti kosningabaráttunnar hjá Perot þegar hann kom fram á fjölda funda. Tvö til þtjú þúsund manns sóttu fundinn sem haldinn var á körfuboltaleikvangi sem tekur rúmlega sautján þúsund manns í sæti. Perot vissi að fimdi hans var sjón- varpað beint og þvi teygði hann á ræðu sinni og pantaði fiöldann allan af lögum hjá hljómsveitinni. Hann sagði að fyrir tilstuðlan „töfra sjón- varpsins“ gæti hann talað beint við bandarísku þjóðina án þess að orð hans fæm fýrst um hendur frétta- manna. Perot hefur skipulagt sigurveislu á hóteli í Dallas í kvöld. Aðstoðarmenn hans sögðu að hann ætlaði að sýna sig í veislunni einhvem tíma kvölds- ins en hann kæmi ekki fram opinber- legaannarsstaðar. Reuter Clio leikurinn stendur yfir Hlustaöu á 90,9 og þú getur eignast nýjan Renault Clio ^ Á hverjum virkum degi leggur Siggi Sveins tvær spurningar fyrir hlustendur Aöalstöðvarinnar. g Spurningarnar eru bornar upp milli kl. 10:00 -12:00 og 13:00 -15:00 og er svörin að finna í DV. daginn áður. Allt I sem þú þarft að gera er að hringja í síma 62 60 60, svara einni spurningu rétt og þá verður þú einn af þeim fimm hlustendum sem komast í pott hverju sinni. Ath. aðeins 10 komast í pottinn á dag, fimm fyrir hádegi og fimm eftir hádegi. Það verða því einungis 420 í pottinum þegar Siggi Sveins dregur út þann heppna á athafnasvæði Bílaumboðsins laugardaginn 28. nóvember. * ‘Vinningshafi eða fulltrúi hans þarf að vera viðstaddur þegar dregið er ella fyrirgerir hann rétti sínum til vinnings. AÐALSTÖÐIN Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.