Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUPAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Fréttir Þjóðarsáttin til bjargar atvinnulífmu að falla á tíma: Allt þjóðfélagið og ríkis- stjórnin er í biðstöðu - verkalýðshreyfingin hikandi vegna komandi Alþýðusambandsþings Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSÍ, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, eru hugmyndasmiöirnir í þeim tilraunum aöila vinnumarkaóar- ins að koma fram meö tillögur til bjargar atvinnulífinu og að draga úr at- vinnuleysi. Þegar ljóst var að ríkisstjómin ætl- aði ekki að aðhafast neitt sérstakt til bjargar sjávarútveginum, sem er um það bil aö hrynja til grunna, var framið hugmyndalegt valdarán á ís- landi. Aðilar vinnumarkaðarins tóku sig til, leituðu þverpóhtískrar samstöðu og höfðuðu tU þjóðarsáttar um tiUögur til bjargar undirstöðu- atvinnuvegunum. Talsmenn Vinnu- veitendasambandsins og Alþýðu- sambandsins hófu viðræður um björgimaraðgerðir, með þverpóU- tískan stuðning í máUnu. Liðnar eru rúmar þrjár vikur síðan en samt hefur ekkert gerst í málinu. Á meðan bíður aUt þjóðfélagið eftir niðurstöðunum. Ríkisstjómin líka. Meira að segja fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á dögunum til þess að framfylgja lagaskyldu, var hvorki fugl né fiskur og fyrsta umræðan um það eftir því. Þar ræddu þingmenn um daginn og veginn. Umræðan um það hefur síðan legið niðri. Beðið er eftir tiUögum úr þjóðarsáttarviðræð- unum sem, ef þær koma, munu ger- breyta fjárlagafrumvarpinu. Hvers vegna valdarán? Þegar þjóðarsáttarsamningar hinir fyrstu vom gerðir 1990 var talað um að aðUar vinnumarkaöarins hefðu framiö valdarán. Tekið völdin af rík- issfjóminni og gert þjóðarsáttar- samningana. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem þá var í stjómarand- stöðu, túlkuöu þjóðarsáttarsamning- ana þannig í umræðum á Alþingi í þá daga. Þingmenn stjómarandstöð- unnar í dag túlka það sem nú er að gerast með sama hætti. Magnús Gunnarsson, formaöur VSÍ, sagði eftir fund með forsætis- ráðherra fyrr í þessum mánuði aö tiUögur hans til lausnar vanda at- vinnufyrirtækjanna væm eins og aö lækna höfuðverk með því að höggva af sér tæmar. Því væri nauðsynlegt að aðUar vinnumarkaðarins tækju höndum saman um tiUögur til lausn- ar á vandanum. Þjóðarsátt og.þver- póUtísk samstaða yrði að verá um þær tiUögur. í sama streng tók Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. Hann sagði ríkis- stjómina vera á öðnun hnetti og aðU- ar vinnumarkaðarins ættu ekki geimfar til að ná henni niður. Viðræður aöfla vinnumarkaðarins hafa nú staðið í nærri mánuö en samt hefur ekkert gerst. Og menn spyrja hvers vegna? Ósýnilegur veggur Atvinnurekandi, sem mjög hefur komið nærri þessum viöræðum og DV ræddi við, sagði: Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson „Einhvers staðar er óvUji á að þetta takist. Einhver ósýnUegur veggur. Það er öUum augljóst hvemig staðan er. Samt ætíar enginn að gefa neitt eftir. Menn vanmeta stöðuna alveg hrottalega í atvinnulífinu, halda aö þetta sé í lagi og neita að gefa neitt eftir.“ Hann sagði að umræðan um að- stöðugjöldin væri mgl. Það væm ekki þau sem skiptu sköpum enda þótt afnám þeirra hjálpaði tU. And- staða sveitarfélaganna við afnám aöstöðugjaldsins væri mikU og tefði fyrir heUdarlausninni. Óttinn við útsvarshækkun á einstaklinga í framhaldinu framkaUaði ótta h)á verkalýðsforingjunum. Hann sagði aö menn gætu bara ekki beðið leng- ur, þjóðin væri að faUa á tíma. Menn í Reykjavík of fjarri „Þjóðhagsstofnun spáir á miUi 8 og 9 prósent tapi á sjávarútvegi þegar búiö er að reikna inn skerðinguna á aflakvótanum á nýbyijuðu kvótaári. Það er rétt reiknað en skerðingin er bara fyrir löngu komin yfir. Menn ná ekki þeim fiski sem þeir mega veiöa, miðin era að bregðast og það hefur gerst mjög hratt. Menn í Reykjavík era of fjarri þessu til að skUja hvaö hefur, er og mun gerast. Ef menn skynja þetta ekki í tíma og efnahagssérfræðingar telja stjóm- völdum trú um að vandamálin séu leyst með því að láta 20 prósent sjáv- arútvegsfyrirtækja fara á hausinn þá gerist eitthvað alveg skelfllegt." Alþýðusambandsþingið Það er samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með viöræðum aðUa vinnumarkaðarins að afturkippur hafi komiö í þær eftir formannafund Alþýðusambandsins á dögunum. Þar var mönnum skýrt frá þeirri kjara- skerðingu sem fylgja mun tiUögun- um til bjargar atvinnuvegunum. Verkalýðsforingjamir hrukku í kút. Þaö kom í ljós að þeim stendur ógn af því aö bera þessar hugmyndir upp sem tUlögur við sína umbjóðendur. En það versta fyrir þá er að Al- þýöusambandsþing er á næsta leiti og þar verður mikU valdabarátta. Kosinn verður nýr forseti, varafor- setar og miðstjóm. Valdabaráttan stendur sem hæst og menn þora ekki að hreyfa sig fyrir þingiö. Nær ör- uggt má telja að verkalýðsforystan taki engar ákvarðanir fyrr en eftir ASI-þingið, alveg sama hvað Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, seg- ir. Hann er aö hætta sem slíkun * Þolir enga bið Atvinnurekandinn, sem fyrr er vitnað í, óttast þetta mjög og sagði: „Ef ekkert gerist í næstu viku dreg- ur Alþýðusambandið sig út úr þessu vegna nálægðar ASÍ-þingsins. Þá er það út úr dæminu. Þá segjast stjóm- völd ætla að gera eitthvað en finna sér síðan einhveija afsökun tíl að fresta því og aUt endar með þvi að ekkert verður gert. Þá er skaðinn skeður og aUt farið yfir um. Við þol- um ekki bið til áramóta." Átök í ríkisstjórninni Þessi orð vora töluð áður en sá buUandi ágreiningur, sem nú er op- inberlega kominn fram í ríkisstjóm- inni um þetta mál, kom upp á yfir- borðið: Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra varpaði sprengju í ræðu sinni á þingi Landssambands íslenskra útvegsmanna á fimmtu- daginn. Hann hafnaði þar gjaldþrota- leið Davíðs Oddsson og Jóns Bald- vins Hannibalssonar. Jón Baldvin svarar Þorsteini fuUum hálsi. Þaö verður áreiðanlega ekki tíl aö auðvelda lausn málsins að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í DV í gær að hann vUji fá til baka þann miUjarð sem aðUar vinnu- markaöarins fengu í svonefndum fé- lagsmálapakka við síðustu kjara- samninga. Ásmundur Stefánsson svarar honum og segist ekki skUja hvað fjármálaráðherra sé að fara. Eins og úthtið er núna má reikna með að tiUögur aðUa vinnumarkað- arins sjái ekki dagsins ljós fyrir ASÍ- þing og hvað viö tekur eftir þaö veit enginn. Nýir menn taka þá væntan- lega við stjómartaumunum hjá Al- þýðusambandinu. AUs óvíst er að þeir fari eftir sömu línu og Ásmund- ur Stefánsson gerir nú. í dag mælir Dagfari Okkar maður í Georgíu Hann datt aldeUis í lukkupottinn, Georgíumaðurinn Grigol Matsjav- ariani. Hann fékk upplýsingar um það frá íslandi að forsætisráðherra og menntamálaráöherra hefðu komið sér saman um að bjóða hon- um til íslands með næstu vél. Þaö munaði ekki um það. Hvað er nú það sem Matsjavar- iani hefur unnið svo merkUegt fyr- ir íslendinga aö hann verðskuldi sérstakt boð frá sjálfum forsætis- ráðherra aUa leið til Reykjavíkur? Jú, Matsjavariani kann að tala ís- lensku, bara alveg ágætlega fær í íslensku og ráðherramir era svo hrifnir af því að einhver útlending- ur hafi lagt það þrekvirki á sig að læra íslensku aö hann er umsvifa- laust boðinn hingað eins og hvert annað stórmenni! Nú er það að vísu svo að frést hefur af fleiri útlendingum sem era nokkuð sleipir í íslensku en það sem gerir gæfumuninn er aö Mat- sjavariani fékk að tala við íslensk- an fréttamann í útvarp en það hefði auövitað ekki nægt, nema að hann var svo heppinn að forsætisráð- herra var einmitt að hlusta á út- varpiö þegar Matsjavariani var að tala. Og það var eins og við mann- inn mælt. Ráöherrann greip sím- ann og skipaði svo fyrir að Mat- sjavariani væri boðinn með það sama. Nú er um að gera fyrir aðra út- lendinga, sem kunna íslensku, aö verða sér úti um viðtal í útvarp og passa upp á að forsætisráðherra sé akkúrat að hlusta þegar þeir eru að tala, því þá er eins víst að þeir munu samstundis verða boðnir hingað sem sérstakir gestir ríkis- stjómarinnar. Lykillinn að heim- boðinu er sem sagt að forsætisráð- herra sé með tækið í gangi. Forsæt- isráðherra veröur að heyra sjálfur að viðkomandi kunni íslensku og þá er heimboðið tryggt. Alveg sama hvar sá hinn sami er staddur á heimskringlunni. Forsætisráð- herra verður svo glaður í hvert skipti sem hann heyrir útlending tala íslensku að hann heimtar að manninum verði boðið til íslands. Þó það nú væri! Hitt ber auövitað aö viðurkenna aö það er fáheyrt að maður finnist í Georgíu sem talar íslensku. Til hvers í dauðanum dettur mönnum austur í Georgíu aö læra íslensku? Ekki er töluð íslenska þar og ekki er viðskiptnuum fyrir að fara eða þekkingu á íslandi. Innfæddir halda að íslenska sé skotlenska, segir Matsjavariani og segist sjálf- ur hafa lært íslensku með því að lesa Laxness og svo hefur hann þýtt Gunnlaugs sögu ormstungu og ætlar aö þýða Grænlendinga- sögu. Ef hann kemur hingað heim þarf endilega að láta þennan mann sjá Hvíta víkinginn til að kynna fyrir honum kristnitökuna og landnámið svo hann fari rétt með þegar hann er að segja löndum sín- um frá sögu íslands og íslendinga- sögunum. Lengi vel var það höur í vináttu- sambandi Sovétríkjanna að setja unga menn til náms í hinum ýmsu tungumálum, svo þeir væru betur færir um að vinna fyrir KGB og Komintem og taka á móti íslensk- um kommúnistum þegar þeir heimsóttu Moskvu. Þessir menn voru litnir homauga á íslandi ef þeir kunnu íslensku, sem þótti bera vott um að þeir væra skólaðir njósnarar og hættulegir umhverfi sínu. Nú er sá ótti ástæðulaus, ef marka má gestrisni forsætisráð- herra, og málakunnátta Matsjavar- iani hefði sjálfsagt komið honum vel ef KGB hefði lifað. En hann er svo óheppinn að íslenskir komm- únistar koma ekki lengur í opin- berar heimsóknir til Moskvu og íslandsdvöl var orðin fjarlægur draumur þangað til forsætisráð- herra kom færandi hendi og bauð honum sem einkagesti sínum. Matsjavariani segist vera að sækjast eftir vinnu hér á landi. Forsætisráðherra mun áreiðanlega vera honum hjálplegur í því sam- bandi. Að vísu ganga þúsundir ís- lendinga um atvinnulausar en Matsjavariani hefur það fram yfir þá aö hann kann íslensku, sem er meira heldur en hægt er aö segja um þá íslendinga sem forsætisráð- herra hefur ekki boðið eitt eða neitt. Þar að auki hafa þeir ekki náð eyram ráðherrans. Munurinn er nefnilega sá að vera almennileg- ur viö þá sem maður hlustar á en ekki þá sem vilja aö forsætisráö- herra hlusti á sig. ' Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.