Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992.
3
Fréttir
Alvarlegar breytingar á saltfiskmörkuðum íslendinga:
Portúgalar kaupa þorsk af
Rússum og verka sjálf ir
- hætt við að Spánverjar geri þetta líka, segir Dagbjartur Einarsson, stjómarformaður SÍF
Mjög alvarleg staða er að koma upp
á saltfiskmarkaðnum í Portúgal og
gæti farið eins á Spáni. Rússar hafa
selt Norðmönnum allt að 70 þúsund
lestir á ári af sjófrystum þorski úr
Barentshafi undanfarin ár. Hann
hefur síðan verið verkaður í salt og
seldur til Portúgal. Nú þegar, og sér-
staklega á næsta ári, verður þorsk-
kvóti Norðmanna í Barentshafi stór-
aukinn. Þeir þurfa því ekki á Rússa-
þorskinum að halda. Rússar hafa því
gripið til þess ráðs að selja Portúgöl-
um frystan fisk og Portúgalar eru
þegar famir að verka saltfisk sjálfir.
„Það er ekki spuming að það verð-
ur æ erfiðara að selja á þennan
markað og verðið lækkar stöðugt.
Þetta er þegar farið að hafa áhrif.
Verkun Norðmanna á Rússa-þorsk-
inum haíði mikið að segja en nú
verður um hreina viðbót að ræða
þegar Portúgalar sjálfir fara að salta
Rússaþorskinn. Ég óttast líka að
Spánverjamir fari að kaupa Rússa-
þorsk og verka. Það mun ekki ógna
besta og dýrasta fiskinum en getur
ógnað lægri flokkunum. Þessar þjóð-
ir verkuðu alltaf töluvert af fiski úr
eigin skipum. En eftir því sem dregið
hefur úr þorskveiðum þeirra minnk-
aöi sú verkun. Nú er ljóst að hún
hefst í miklum mæli aftur,“ sagði
Ðagbjartur Einarsson, stjómarfor-
maður SÍF.
Akureyringar
fá „bflabíó"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Veitingahúsið Greifinn á Akureyri
hefur fengið leyfi heilbrigðisnefndar
til að setja upp „bílabíó" á togara-
bryggjunni og verður „frumsýning"
næstkomandi þriðjudagskvöld kl.
20.30.
Andri Gylfason, einn af eigendum
Greifans, segir að hér sé um nokkurs
konar tilraun að ræða. Sýningartjald
verður sett á vegg vörugeymslu sem
er á bryggjunni og hljóðið sent út á
FM bylgju, á tíðni 98,7, þannig að
fólkið fær hljóð myndarinnar í
bílaútvörpin.
„Við getum jafnvel hugsað okkur
að áframhald verði á þessum sýning-
um ef vel tekst til, það verður bara
að koma í ljós,“ sagði Andri Gylfa-
son.
Skóverksmiðjan:
Tvötilboð
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii
Tvö tilboð hafa borist í þrotabú
Skóverksmiöjunnar Striksins á Ak-
ureyri en þrotabúið er í umsjá Þor-
steins Höaitasonar skiptastjóra.
Þorsteinn sagði í samtali við DV
að tilboð hefði borist fyrir allnokkm
frá Iðnþróunarfélagi Eyjafiarðar og
Össuri hf. í Hafharfirði sem bjóða í
búið saman og þá er komið tilboð frá
Skagstrendingi á Skagaströnd.
Reyndar vantar enn með því tilboði
samþykki stjómar fyrirtækisins en
það mun væntanlegt innan skamms.
Akureyrarbær mun ætla að láta á
það reyna fyrir dómstólum hvort
veðkrafa bæjarins í þrotabúið stenst
fyrir dómi en bærinn átti veð í vélum
fyrirtækisins upp á 10-11 milljónir
króna sem ekki hafði verið þinglýst
og skiptastjóri hafnaði af þeim sök-
um. Var ætlun bæjarins að leggja
vélamar fram sem hlutafé í nýtt fyr-
irtæki sem stofnað yrði á vegum Iðn-
þróunarfélags Eyjafjarðar og tæki
við rekstri skóverksmiðjunnar.
Hann sagði aö salan til Portúgals
hefði verið að minnka ár frá ári.
Fyrir tveimur árum seldum við um
15 þúsund lestir af saltfiski til Port-
úgals. í fyrra helmingi minna og enn
minna verður það í ár.
„Ofan á allt þetta bætist svo að
þorskkvótinn og aflinn hér minnkar
ár frá ári. Það verður því annað en
gaman að standa í þessu á næst-
unni,“ sagði Dagbjartm-.
-S.dór
Símjúkur SMJÖRVI
til að fullkomna bragðið.
■H
Sí-mjúKur a br*uo,o, ^ - — - - #
Smjom
Smjörrí
verður alltafofan á
...hvort sem það er rúnstykki,
rúgbrauð, harðfiskur, soðin ýsa,
kex eða ofnbakaðir réttir.