Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992.
Merming
Skólakór Kársness
Tónleikar voru haldnir í Kópavogskirkju í gærkvöldi. Þar söng Skóla-
kór Kársness undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur. Undirleikari á píanó
var Marteinn H. Friðriksson. Kórinn er á förum til London og mun þar
syngja við opnun mikillar norrænnar menningarhátíðar í svonefndu
Barbican Center en hátíðin nefnist Tender is the North. Vora tónleikam-
ir í gærkvöldi eins konar generalprufa á efniskránni sem flutt verður þar
ytra en hún er fjölbreytt blanda af íslensku og erlendu efni.
Kópavogskirkja virðist ekki mikið notuð til tónleikahalds. Hún hentar
þó ágætlega til slíks því hijómburður er góður þótt ef til viil sé hann í
þurrari kantinum. Þess utan er kirkjan stílhrein og faUeg. Eins og áður
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
sagði var efniskráin blanda ýmiss efhis. M.a. vom þar allmörg þjóðlög
flest í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Þessar útsetningar em sérlega vel
gerðar. Þjóðlögunum er sýnd nærgætni og skilningur og útsetningamar
auka dýpt þeirra og áhrifamátt án þess að skyggja á anda laganna sjálfra.
Má nefna Krummi krunkar úti sem gott dæmi um þetta en einkum þó
vísur Vatnsenda-Rósu „Augun mín og augim þín,“ sem er sérlega hríf-
andi. Ýmis ágæt frumsamin lög íslenskra höfunda vom flutt þama. Með-
al þeirra sem komu hvað best út vom Snert hörpu mína eftir Atla Heimi
Sveinsson og Dúfa á brún eftir Þorkel Sigurbjömsson sem geislaði af
kímni og hugkvæmni. Þá var ungverska þjóðlagið Sígauninn í leti lá í
útsetningu Zoltáns Kodaly mjög skemmtilegt áheymar.
Kársnesskórinn og stjórnandi hans vom í essinu á þessum tónleikum.
Greinilega hefur verið lögð mikil vinna í æfingar og undirbúning og var
söngurinn hreinn og áferðarfailegur. Þá var eftirtektarvert hve kórinn
sýndi góða snerpu og nákvæmni í hijóðfalii og má þar greinilega þakka
stjórnandanum sem hefur góða tilfmningu fyrir þessum mikilvæga þætti.
Ef að einhveiju mætti finna þá vora upphafstónar einstaka sinnum
óhreinir. Nokkrir kórfélagar sungu einsöng og gekk það með ágætum.
Geta allir verið stoltir af þessum glæsilegu fulltrúum íslenskrar menning-
ar og þarf ekki að efa að þau verða til sóma í Englandsfórinni.
Nokkrir leikenda í hlutverkum sínum í Innansveitarkróniku.
DV-mynd ÞÖK
Sam-Bíóin - Systragervi ★ XA
Nunnuflóð
Sister Act er meinlaus gamanmynd sem byggist á þeirri einfoldu hug-
mynd að kór sem samanstendur af hvítum nunnum sé vonlaus nema
svertingi komi til og kenni þeim að brýna raustina. Svartir syngjandi
kirkjukórar er mikið notuð kvikmyndaklisja og það er svolítið gaman
að sjá þessu snúið við einu sinni.
En fyrir utan nokkrar rúllandi
söngskemmtanir á „gospel“-vísu þá
er ekkert í myndinni sem rís yfir
ódýmstu formúluna. Það hefur
ekki mikið verið haft fyrir þessari
mynd, bara passað að hún yrði
nógu einfóld. Hugmyndaleysið
skilar sér í beinagrind af sögu með
engri persónusköpum og gegnsæj- whoppie Goldberg stjómar
um húmor. nunnukórnum.
Hin hæfileikaríka Whoopi Goldberg kemur litlu til skila, hún fær ekki
að vera nógu geggjuð. Handritið var upprunalega skrifað fyrir Bette
Middler, sem átti bæði að syngja og dansa, en þegar Whoopi var ráðin
leist höfundinum ekki betur á það en svo að hann lét taka nafn sitt af
handritinu.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Aðrir aðafteikarar era líka vannotaðir en þær sem leika nunnuhópinn
em nokkuð góðar. Ein er síflissandi, önnur feimin (en besta söngkonan)
flestar gamlar og hressar. Sister Act er góð auglýsing fyrir nunnuklaustur.
Sister Act (Band. - 1992)
Handrit: Joseph Howard.
Leikstjórn: Emile Ardolino (Dirty Dancing, Three Men and a Little Lady).
Leikarar: Whoopie Goldberg, Maggie Smith (Hook), Harvey Keitel (Bugsy), Bili
Nunn (Regarding Henry), Kathy Najimi, Wendy Makkena, Richard Portnow (Paydlrt).
Innan sveitar
í Innansveitarkróníku Halldórs Laxness segir hann
sem kunnugt er frá málefnum Mosfellssveitar og íbú-
um þar á þann hátt sem honum er einum lagið. Koma
þar allnokkrir minnisstæðir karakterar við sögu og
verða lesendum hugstæðir eins og títt er um þær per-
sónur sem hann dregur upp með óbrigðulli orðsnilld
sinni.
Sveitungar hans leita ekki langt yfir skammt í verk-
efnavali að þessu sinni heldur ráðast í það að láta
gera leikgerð eftir króníkunni og sýna til heiðurs höf-
undi á nítugasta afmæhsári hans.
Að færa bók til sviðs
Höfundar leikgerðarinnar em þeir Jón Sævar Bald-
vinsson, Hörður Torfason og Birgir Sigurðsson og
Hörður semur auk þess ljúfa tónhst við verkið.
Eins og oft vih verða, þegar bækur em færðar th
sviðs, verður frásögnin nokkuð bundin af upphaflega
textanum og hggur oft mitt á milli upplestrar og mynd-
skreytingar við bókina.
Þó bregður fyrir ágætlega úfærðum atriðum, einkum
þegar hður á sýninguna, og óhætt að segja að hún
endar á góðum punkti þar sem Stefán hinn ungi Þor-
láksson heitir því að aftur skuh rísa kirkja á Mosfelh.
Höfundar leikgerðarinnar em textanum trúir og
flutningur er vandaður þó að hann sé í varfæmara
lagi og óþarflega mikið gert úr ánaskap almúgans sem
helst þarf alltaf að vera í keng af undirlægjuhætti.
Kór sveitunga, sem flytur texta og tengir atriði, var
fuh fyrirferðarmikih þó að framganga leikendanna sé
góð og dró framvinduna á langinn á kostnað leiknu
atriðanna sem hefðu að ósekju mátt fá meira rúm og
ítarlegri úrvinnslu í verkinu.
Það er ekki fyrr en Ólafur á Hrísbrú fer að láta til
sín taka sem lifnar yfir samkomunni enda sýndi Grét-
ar Snær Hjartarson mikilúðleg tilþrif í hlutverki hans.
Af öðmm leikendum má nefna Herdísi Rögnu Þor-
geirsdóttur í hlutverki Guðrúnar Jónsdóttur, sem lék
vel og var bæði skelegg og röskleg, þó að sagnaperlan
um brauðið dýra færi einhvem veginn fyrir htið í
sýningunni.
Amdís G. Jakobsdóttir gerði líka Fimmbjörgu hús-
freyju og hæstráðanda á Hrísbrú skemmtileg skil og
Leifur Öm Gunnarsson var ljómandi í hlutverki Stef-
áns Þorlákssonar.
Sviðsmynd Harðar Torfasonar leikstjóra er einfold
og myndar stílhreina umgjörð um sýninguna í Hlé-
garði. Búningar eru hannaðir út frá venjulegum
ígangsklæðum fyrri tíma í skemmtilegum htatónum
og komu ágætlega út.
Leiklist
Auður Eydal
Verkefnavahð gat auðvitað ekki verið betur við hæfi
og það sýnir mikinn metnað forvígismanna félagsins
að ráðast í að fmmvinna leikgerð Innansveitarkróníku
fyrir þessa sýningu Leikfélags Mosfehssveitar.
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir i Hlégarði:
Innansveitarkróniku Halldórs Laxness
Handrit og leikgerð: Jón Sævar Baldvinsson, Hörður Torfason
og Birgir Sigurðsson
Leikmynd: Hörður Torfason
Búningar: Jón Sævar Baldvinsson og Auður Ragnarsdóttir
Tónlist: Hörður Torfason, útsetningar: Helgi R. Einarsson
Lýsing: Árni Magnússon
Ath. í gær misritaðist nafn leikstjórans Óskars Jón-
assonar í pisth um sýningu Nemendaleikhússins á
Clöra S. pg er hér með beðist velvirðingar á því.