Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. s* Merming Kvlkmyndahátlðin Harðfiskur - Chocolat: ★★ Paradís ei meir Chocolat gerist í Afríku á sjötta áratugnum, tímum nýlendusetu Frakka í Cameroon. Sagan er sögð frá sjónarhóli lítillar stúlku, France, sem lifir einangruðu lífi ásamt pabba sínum og mömmu á setri fjarri byggðum hvítra. Pabbi hennar er landstjóri og mikið fjarverandi en um húshaldið sér hópur innfæddra þjóna með Protée (Bankolé) í fararbroddi. Lífið geng- ur sinn vanagang þar til hópur nauðstaddra ferðalanga raskar kyrrðinni. Þetta er nyög afslöppuð mynd þar sem meira má lesa úr þögnum og pásum en því sem er sagt og gert. Frásagnarmáti höfundarins og leikstjór- ans Claire Denis er sparsamur og dálítið torræðinn. Sálarstríð persón- Kvikmyndir Gísli Einarsson anna er töluvert en það örlar lítið á því. Þegar eitthvað gerist er ekki alltaf hægt að sjá hvað eða hvers vegna. Leikaramir fá lítið að njóta sín. Myndin er best þegar hún einbeitir sér að sambandi France Utlu og Protées. Litla stúlkan er afskaplega einsömul en Protée vakir yfir henni, bæði sem þjónn og stundum leiðbeinandi. Mamma hennar er að tapa glórunni hægt og sígandi en pabbi hennar er hefilaður af Afríku og vel metinn af innfæddum. Það eru margar góðar hugmyndir í gangi en Denis staldrar of stutt við hverja og eina til að ná upp öðru en minni háttar áhrifum. Chocolat (frönsk-1988) 105 mín. Saga og lelkstjórn: Claire Denis. Lelkarar: Isaach de Bankolé, Giulia Boschl, Francois Cluzet, Cécile Ducasse, Jean- Claude Adelin, Jaques Denis, Mlreille Perrier, Kenneth Cranham. Frá sýningu Hannesar Lárussonar í Gallerí 1 1. DV-mynd: JAK. Skraut og skurðlist Kvikmyndahátíðin Harðfiskur-Elementary School: ★★ 'A Heima var best Elementary School er nostalgísk tékknesk mynd sem gerist stuttu eftir seinni heimsstyijöld. Hún er safn stuttra atriða úr lífi tveggja tíu ára stráka, foreldra þeirra og nágranna. Rauði þráðurinn, ef svo má kaUa, er grunnskóUnn þar sem kennslukonan bókstaflega gengur af göfltmiun yfir látunum í stráka- bekknum. Þá kemur til kasta nýs kennara, Igor Hnízdo, stríðshetju með meiru, að eigin sögn. Það hefur verið mikið lagt í þessa mynd og ekkert til sparað að endur- upplifa gamla tíma. Sagan er laus í reipunum en skemmtUeg, með skraut- legum persónum og spaugilegum atvikum. Áherslan er á jákvæðu hUðarn- Kvikmyndir Gísli Einarsson ar og myndin er geysUega falleg ásýndum. Hún hefur eflaust meira að segja fyrir heimamenn, sérstaklega póUtísku endurminningamar, en af- gangurinn er skemmtun fyrir aUa aldurshópa. Handritshöfundurinn er faðir leikstjórans og leikur jafnframt pabbann sem vinnur hjá rafveitunni. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna 1992 sem besta erlenda myndin. Obecná skola (Tékk. 1991) Handrit: Zdnek Sverák. Leikstjórn: Jan Sverák. Leikar- ar: Jan Triska, Zdnek Sverák, Libuse Safrénkova, Rudolf Hrusinsky, Václav Jakou- bek. Bridge Reykjavíkurmótið í tvímenningi Áformað var að spUa undan- keppni Reykjavíkurmótsins í tví- menningi helgina 7.-3. nóvember en tekin hefur verið ákvörðun um að spUa einungis úrsUtakeppni helgina 21.-22. nóvember. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að ekki skráðu sig nægjanlega margir til þátttöku tíl að réttlæta spUa- mennsku í undankeppni. Stefnt er aö því að spUa barómet- er, allir við alla og spilaíjöldi milU para ræðst af þátttökufiölda. Keppnisstjóri í úrshtum verður Kristján Hauksson og keppnisgjald krónur 4.000 á parið. SpUastaður er Sigtún 9 og stefnt er að því að byija spUamennsku klukkan 13 á laugardeginum. SpUað er um sUfurstig og Reykja- víkurmeistarar ársins 1992 vinna sér sjálfkrafa rétt til þátttöku í úr- sUtum íslandsmóts í tvímenningi. Skráningarfrestur í keppnina í úr- sUtum er til klukkan 17 fimmtudag- inn 19. nóvember. Skráning er í síma 689360 (BSÍ) eða 62820 (ísak). -ÍS - Hannes Lárusson sýnir í GaUeríi 11 Þrátt fyrir svartsýnishjal í þjóðfélaginu og minnk- andi sölu á Ustrænum afurðum hefur Hannes Lárus- son þráast við að halda opnum sýningarsal að Skóla- vörðustíg 4a, Gallern einum einum. Samfara því hefur hann staðið fyrir margs konar kynningu á hérlendri Ust sem erlendri; stóð m.a. að hingaðkomu Daniel Burens á síðustu Ustahátíð í Reykjavík ásamt Lista- safni íslands. Einnig var Hannes einn þeirra er stóðu að löngu tímabæru málþingi um myndUst sem haldið var í Gerðubergi sl. vor. Hannes hefur þó verið virkur Ustamaður sjálfur þennan tíma og hélt m.a. sýningu á máluðum tálguspónum í GaUeríi einum einum fyrir u.þ.b. tveimur árum. Svo er hann nýkominn frá Gauta- borg þar sem hann setti upp umhverfisverk í almenn- ingsgarði ásamt fleiri íslendingum. Nútímaskurðgoð og útskurður Á sýningu Hannesar að þessu smni gefur m.a. að Uta snefil af því myndefni sem hann hafði til stuðn- ings fyrirlestri sínum á fyrmefndu málþingi í Gerðu- bergi. Þar er um að ræða það sem Hannes nefnir nútí- magoðsögur - stækkaðar dagblaðaljósmyndir af Kjarval og Erró að mála ÞingvelU og hampa stórlaxi. Myndir þessar tekur Hannes sem dæmi um hvemig tílbúin fjölmiðlaímynd Ustamanna getur leitt athygU fólks frá Ust þeirra og jafnvel firrt Ustina inntaki sínu. Yfir myndimar stimplar Ustamaðurinn AFTUR AFT- UR til að undirstrika hvemig hamrað er á endurtekn- ingu þessara ímynda í íjölmiðlum. Önnur verk á sýn- ingunni em öUu persónulegri. Hannes hefur aflað sér nokkurrar sérstöðu á Uðnum árum fyrir viðleitni sína tíl að sameina hina fomu þjóðarhst, útskurðinn, nútímakonseptUst. En rætur Ustar Hannesar Uggja þó víðar. T.a.m. má bæði sjá vissan skyldleika við skjaldarmerkjagerð á söguöld og við konkretiist nú- tímans. Hugmyndalegur uppruni, háð og tvíræðni Hannes notast við fáa og hreina Uti en það einkenn- ir einmitt fyrmefnda meiða myndUstar. En öðm frem- ur er það í hugmyndaUstinni, konseptinu, sem Hannes rótar sig. Verk númer fjögur á sýningunni er gott dæmi þar um. Það er í þijátíu og þremur einingum Myndlist Ólafur Engilbertsson sem Ukjast við fyrstu sýn ausum. Form ausanna em þó engan veginn þannig að þær séu brúklegar og þar við bætist að þær eru málaðar. Hugmyndalegur uppr- uni þeirra fær svo klapp á kollinn með því að snaginn er í formi bókar sem ausan skreppur út úr. Þannig getur skoðandinn látið mata sig á listinni - setji hann sig viridlega í stelUngar - og fengið listræna þembu að sið meðvitaðra skoðenda. Háð í anda „kitsch" eða glingurlistar er heldur ekki fjarri í verkinu Appear- ance AlUance þar sem póstkortsmálverk af Öxarár- fossi (að mér virtist) er innrammað í útskorna og skreytikennda lágmynd. Verkið hefur jafnframt yfir sér minnismerkisblæ sem eykur enn á tvíræðni þess. SkUti sýningarsalarins utan á húsinu við Skólavörðu- stíg 4a ber sömuleiðis þessi einkenni og minnir um margt á skjaldarmerki. Skrautlegur fáni alsettur lit- femingum trónir svo þessa dagana á burst hússins til frekari áréttingar merkjaáráttu listamannsins. En á það ber að líta að þótt verk Hannesar virki skreyti- kennd er ávallt í þeim sá broddur tvíræðni sem er forsenda þess að sögulegar og formrænar skírskotanir þessa eðlis hitti í mark. Sýningo Hannesar Lárussonar lýkur fimmtudaginn 5. nóvember. Lipur leikmaður Sextánda bókin í bókaröðinni Úrvals-bækur er kom- in út. Hér er um að ræða ameríska skáldsögu sem heitir Leikmaðurinn í íslenskri þýðingu Þóreyjar Ein- arsdóttur. Hér segir frá Griffin Mfil sem er háttsettur stjómandi kvikmyndavers í draumaborginni HoUy- wood. Hann er ekki aUs kostar ánægður hvorki í lífi né starfi, finnst hann vera útbrunninn og ekkert vera þess virði að takast á við það. Ekki bætir úr skák að hann fær stöðugt nafnlaus póstkort sem hann skynjar sem ógnun af einhveiju tagi. Þau skrifar, að áhti Griff- ins, vonsvikinn og hatursfullur handritshöfundur sem Griffin hefur vísað á bug. Höfundurinn virðist fylgjast með hverju fótmáh Griffins og sitja um líf hans. TU þess að veijast þess- ari ásókn ákveður Griffin að taka frumkvæðið því sókn er besta vömin. Hann leitar uppi David Kahane, sem ekki fékk handrit sitt tekið tíl vinnslu, og til þess að gera langa sögu stutta kemur Griffm Kahane fyrir kattamef og telur þar með öU sín vandamál heyra sögunni tíl. En það er ekki aUt sem sýnist. Griffin þvæUst inn í sérstætt ástarsamband með sambýUskonu fómardýrs síns og hvað eftir annað Uggur við að lögreglan hafi hendur í hári hans. Sagan er skrifuð fyrst og fremst til þess að skopast að vinnuaðferðum og gUdismati HoUywood og þeirra sem þar lifa og starfa. Oft tekst þetta afar vel og þýðanda tekst bærilega að koma kvik- myndaslangri ýmiss konar á skiljanlegt mál og koma til skUa þeirri hárfínu hæðni sem í skástu köflunum einkennir söguna. Bókmenntir Hilmar Karlsson GaUamir skrifast því fremur á höfund en þýðanda. Þaö er svo hámark skopsins að í raunveruleikanum hefur þegar verið gerð kvikmynd eftir sögunni og er það hinn góðkunni Robert Altman sem situr við stjóm- völinn. Myndin hefur m.a. vakið athygU fyrir fjölda frægra leikara sem koma fram í myndinni og leika sjálfa sig. Það er einnig notað talsvert í sögunni til þess aö gefa henni raunveruleikablæ og tekst oft með ágætum. Á heUdina Utið ágætis afþreying sem gefur örUtla innsýn í glansmyndaheim Hollywood þar sem aUt er falt og ekkert er nýtt eða frumlegt. Leikmaðurinn. Útgetandl: Frjáls fjölmiðlun. Höfundur: Michael Tolkin Þýðlng: Þórey Elnarsdóttlr 224 bls. I vasabroti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.