Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Utlönd Innflytjendurnir Lögreglan í Ribe í Danmörku fenn varningfyrir þijár mUljónir íslenskra króna þegar hún réðst á dögunum tii inngöngu í inn- flytjendahús ætlað flóttafólki frá fyrrum Júgóslavíu. Grunur lók á að innflytiendum- ir heföu staðið fyrir innbrotum síðustu mánuði. Alls tók lögregl- an 18 menn höndum grunaöa um að eiga þýfið. Einkum höfðu inn- flytjendurnir hug á að koma höndum yfir hvers kyns heimilis- tæki og fatnað. sýnthvehratt Lögreglan á Norður-Jótíandi ætlar að koma upp sérstökum skjám við flöllomustu vegi i amt inu. Skjáirnir verða tengdir viö radar og eiga vegfarendur að geta séö hve hratt þeir aka láist þeim aö líta á hraðamælana í bilum sínum. Yfirvöld vonasttil að meðþessu móti megi draga úr ökuhraða án þess að lögreglan stöðvi þá sem of hratt fara og sekti þá. Næstu daga mun koma í ljós hvernig þessi nýjung reynist. Ákveðið er að leysa einn helsta söfnuð kxistinna manna í Suöur- Kóreu upp eftir að spá leiðtoga hans um dómsdag i síðustu viku reyndist illa grunduð. Þúsundir safnaðarbarna trúöu að heims- endir væri í nánd og biöu dauð- ans í 150 kirkjum. Prestar safnaöarins æöa aö biðjast afsökunar á að hafa rang- túlkað Biblíuna og þannig valdiö íjölda fólks miklum óþægindum. Margir seldu allar eigur sínar og sögðu upp vinnu sinni. Prestarnir sögöust jafnframt vissir um að hinn efsti dagur væri í nánd. Þeír ætla að fara sér hægt við spádóma eftirleiöis fremur en að sitja undir áburöi um að vera falsspámenn. Moskvumafian smyglarflötta- mönnum til Danska innflytjendaeftirlitið segir að maflan í Moskvu hafi fundið gróöaveg í að smygla flóttamönnum ftá Kúrdistan til Noröurlandanna. Til þessa hefur fólkið einkum verið flutt með flugi eftir aö hafá keypt fölsuð vegabréf af mafíunni. Nú er mafían farin að færa sig upp á skaftiö og flytur fóikið sjó- leiðina frá Tallin i Eistíandi til ýmissa ákvörðunarstaða í Sví- þjóð eða Danmörku. Talið er að þessir flutningar gefi vel í aðra hönd. i Keníu myrtur meðhamri Danskir bóndinn Orla Jakops- en fannst í síðustu viku myrtur nærri búi sínu í Keníu. Haföi hann verið sleginn í höfuðið með hamri. Orla var 69 ára gamatí. Lögreglan á staðnum rannsak- ar nú ttídrög morðsins. Ljóstþyk- ir að ekki var um ránsmorð að ræða. Tveir menn eru grunaöir um verknaðinn en Orla sást síð- ast í bíl með þeim. Mannanna er iéitaö. Miklar þrengingar hjá opinberum aðilum 1 Færeyjum: Skólar og íþróttahús á nauðungaruppboð - Birgir Ámason í bjargráðanefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Búið er að auglýsa nauðungarupp- boð á grunnskólunum í Hvanna- sundi og Viðareiði á Viðey og íþrótta- húsinu á Skála á Austurey. Danskt fjárfestingarfélag lagði fé til bygging- anna á sínum tíma en nú geta við- komandi sveitarfélög ekki staðið í skilum. Um hundrað nemendur eru í skólunum tveim- ur og er alls óvíst hvað verður um þá. Hugsanlegt er þó talið að land- stjómin leysi skólana til sín þrátt fyrir afar þröngan fjárhag. Hins vegar liggur fyrir að land- Landstjórnarmenn í Færeyjum sitja nú langa daga á fundum í Þinganesi og berja saman ný fjáriög. Þeir hafa enn mánuð til að sættast á niðurskurð- artillögur. DV-mynd ból Birgir Arnason, hagfræðingur við Alþjóða gjald- eyrissjóðinn. stjórnin telur enga þörf á að leggja fé í íþróttahúsið og taka Danimir það væntanlega á fyrirhuguðu uppboði. Þetta er aðeins dæmi um hvemig ástandið er í fjármálum Færeyinga. Sveitarfélögin em velflest á Jiausn- um rétt eins og landssjóðurinn. Búið er að segja 16 manns upp störfum á skrifstofu ÞórsJiafnarbæjar og mörg fyrirtæki hafa gripið ttí uppsagna síðustu daga. Þar á meðal hefur Færeyjabanki, stærsti bankinn, sagt upp um 50 manns. Jafnframt lagði Den danske bank fram 140 milljónir danskra króna í aukið Jtíutafé í bankann eða um 1,4 milljarða íslenskra króna. Fyrra Jtíutafé var fært niður og á danski bankinn nú 80% í Færeyja- banka í stað 60% áður. Þá hefur 37 manns verið sagt upp störfum við fiskeldi og Trygginga- sambandið, helsta tryggingafélagið hér, hefúr sagt upp 16 manns. Nú er ákveðið að stytta lögboðið sumarfrí úr fimm vikum í fjórar og orlofs- greiðslur verða lækkaðar úr 12,5% í 9%. Tiilaga hefur einnig komið fram á lögþinginu um að tveir fyrstu veik- indadagar verði ekki greiddir. Landstjómin vinnur stöðugt að gera nýrra fjárlaga. Fjárlögin, sem Danir neituðu að samþykkja, hljóð- uðu upp á 3,1 mtíljarð færeyskra króna en samkomulag hefur náðst um að ný fjárhagsáætlun verði ekki hærri en 2,7 milljarðar. Margt er þó enn óljóst um niðurskurð fyrir utan að laun verða lækkuð og fram- kvæmdir skomar verulega niður. Fjárlagagerðinni á að ljúka í byij- un desember. Þá er von á ráðgjafa- nefndinni frá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Henni er ætlað að leggja línurnar í hagstjóm næstu ára. í nefndina hafa verið skipaöir Birgir Árnason, hagfræðingur frá íslandi, auk tveggja bandarískra starfs- manna sjóðsins. Karl og Díana fýld á svip í ferðinni til Suður-Kóreu: Díana neydd til fararinnar Bresku ríkiserfingjarnir viröa hvort annaö ekki viölits í ferð sem þó átti að sýna þegnum þeirra aö hjónabandið væri í góðu lagi. Helkuldi blasir við í svip þeirra beggja. Simamynd Reuter Andlit Karls Bretaprins er sem höggvið í stein og Díana prinsessa starir fram fyrir sig og virðir mann sinn ekki viðlits. Þetta er allt sem heimsbyggðin fær að vita um sam- lyndið í hjónabandi bresku ríkiserf- ingjanna í ferð þeirra til Suður- Kóreu. Ferðin átti þó að vera til að sanna að allt léki í lyndi í sambúðinni eftir nokkurra ára erfiðleika. Þau hjón búa saman í herbergi og deila rúmi eftir því sem best er vitað en sættir hafa greinilega ekki tekist í milli þeirra. Því er haldiö fram í Bretlandi að Elísabet drottning hafi neytt Díönu til aö fara með Karii ttí Kóreu. Drottningu er mikið í mun að sýna að hjónaband ríkiserfingjanna sé hamingjusamt en fær nú að sjá að það dugar skammt að snúa upp á handleggina á Díönu ttí að láta hana brosa. Bresk blöð segja aö Díana liti út eins og verið sé aö pynda hana og þar er spurt hve lengi þetta ástand geti varað. Drottning verði fyrr eða síðar að sætta sig við að hjónabandi sonar hennar og Díönu sé lokið og því öllum fyrir bestu að sýndar- mennskunni verði hætt sem fyrst. Reuter Utgöngubann 1 Luanda 1 gærkvöldi: Þúsund féllu í Anqóla Svo virðist sem vopnahfé hafi fest sig í sessi í Angóla eftir fjögurra daga bardaga miUi stjómarhersins og fyrrum skærufiðahreyfingarinnar UNITA sem urðu rúmlega eitt þús- und manns að bana. Fjölmiðlar í Portúgal sögðu að íbú- ar höfuðborgarinnar Luanda heföu hætt sér út úr húsi í gær, í fyrsta sinn frá því bardagamir hófust. Lögreglan reyndi að koma í veg fyrir aö borgarar hliðhollir stjóm- inni hefndu sín á embættismönnum Angólska sjónvarpið sýndi myndir af hermönnum og vopnuðum borg- urum á götum úti. Símamynd Reuter UNITA og var útgöngubann í borg- inni í gærkvöldi. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna í Angóla reyndu í gær að fá stjómvöld og UNITA-menn að samn- ingaborðinu til að renna styrkari stoðum undir vopnahléið. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, ræddi vopnahléiö við fastafulltrúana í Öryggisráðinu og í gærkvöldi átti hann að ræða við Femando Jose Franca Van Dumen, forsætisráðherraAngóla. Reuter Emma-Liiia,3 Þriggja og hálfs árs sænsk hnáta, sem heitir Emma-Lina, hefur verið saemd sérstakri heið- ursorðu fyrir að hjarga lífi litla bróður síns. Atburðurinn átti sér stað í sept- embermánuði. Dag nokkum hafði móðir hnátunnar lagt bíln- um sinum fyrir utan skóverslun á meðan hún fór inn að kaupa reimar. Ailtí einu kviknaði eldur í bílnum þar sem Emma-Lina og litíi bróðir hennar sátu. Emma-Lina stökk þá inn í búð- inaog gerði riðvart. Móðir henn- ar stökk út og tókst að losa Nik- las, tveggja ára bróðurinn, á síö- ustu stundu. Kínversk fisWsaga um risa- styiju, sem á að hafa veiðst í Jangtze-ánni fyrir nokkm, reyndist vera platþegartil kom. Kínverskur embættismaður varð aö viöurkenna að fréttin, sem ríkisrekin fréttastofa sendi frá sér á fimmtudag, hefði hara verið fískisaga. Samkvæmt fréttinni átti styij- an að vera 5,2 metra iöng og 500 ktíó að þyngd. dvraaarði aefnir kettlingar Japönsk leikskólaborn horföu með hryllingi á það fyrir skömmu þegarhvítabirnir i dýragarðinum í borginni Kobe átu fullan poka af kettlingum sem hent var inn í búrið til þeirra. Að sögn talsmanns dýragarös- ins henti ungur maöur plastpoka með þremur nýfæddum ketöing- um til bjarnanna og hljóp á brott. Fimmtíu leikskólabörn fylgdust síðan meö því þegar birnirnir döngluðu í kettlingana, tættu þá í sundur og átu. „ísbimir eru ægilega sætir en þéir eru yitíidýr," sagði talsmað- urinn. „Ég hef aldrei heyrt um aö þeir hafi étiö ketti en ég hef heyrt að þeir hafi étið börn.“ Chiracvinsæll meðalfranskra Jacques Chirac, leiötogi gaul- lista í FYakklandi og borgarstjóri Parisar, hefur tvöfait meira fylgi meðal kjósenda hægri flokkamia en Valéry Giscard d’Estaing, fyrr- um forseti, þegar þeir vom spurð- ir um vænlegan forsetaframbjóð- anda hægri manna. Samkvæmt könnuninni, sem birtist í blaðinu F'igaro í gær, nýtur Chirac stuðnings 55 pró- senta en Giscard aðeins 27 pró- senta. mennámóti meiri kjamorku Naumur en þó skýr meiríhluti finnskra þingmanna er andvígur því að byggt verði fimmta kjarn- orkuverið til raforkuframleiðslu í iandinu. Þetta kemur fram í könnun sem sjónvarpsstöðin MTV gerði meðal þingmannanna tvö hundruö. Eitt hundrað og ijórir þing- menn ætía að greíða atkvæði gegn fjölgun kjarnavera en að- eins 56 eru fylgjandi. Af hinum vildu 36 ekki giæina irá afstöðu Sinni. TT, Reuter og FNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.