Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. 15 Yfir lækinn til að sækja vatnið .. talið að um eitt þúsund störf séu á sviði málmiðnaðar erlendis viö skipasmíðar og skipaviðgerðir fyrir íslendinga." Atvinnuleysi og veik staða at- vinnulífsins eru alvarlegasta við- fangsefni okkar um þessar mundir. Stöðugt birtast fréttir af erfiöleik- um í atvinnulífinu, uppsögnum starfsfólks og atvmnulausum fiölg- ar dag ffá degi. Það er þess vegna ekki að undra að verkalýðshreyf- ingin, vinnuveitendur og stjóm- völd vinni nú saman að lausn þessa vanda, sem ráðast þarf að tafar- laust. Fyrr í þessum mánuði birtust skuggalegar tölur frá Félagi ís- lenskra iðnrekenda og Landssam- bandi iðnaðarmanna. Þar var frá því greint að samdrátturinn það sem af er þessu ári hefði reynst 6%, í stað tveggja prósenta sem áður var búist við. Þetta töldu forsvars- menn iðnaðarins að svaraði til þess að störfum í iðnaði hefði fækkað um 800 til 1000 á árinu. Þetta era engin smátíðindi. Við skulum aðeins doka við og skoða til hvers þetta svarar. Nú um nokkurra ára skeið hafa menn háð hetjulega baráttu fyrir því að fá hingað til lands álver. Hver sendi- nefndin á fætur annarri hefur lagst í víking til þess að laða að erlenda aðila sem vildu reisa slíka verk- smiðju. Um tíma börðust byggðar- lög um að fá slíka verksmiðju. Með öðram orðum. Mikið skyldi til mik- ils vinna. Ef ég man rétt þá var áætlað að 600 manns gætu fengið störf við álver þegar það yrði komið á kopp- inn. Enginn skyldi gera lítið úr ávinningi okkar af slíku álveri. Hann yrði gríðarlegur. En þó er það svo að fullbúið myndi álver af þeirri stærðargráðu, sem Atlants- ál-fyrirtækið hyggst reisa hér, ekki skapa nema hluta þeirra starfa sem tapast hafa í iðnaði hér á landi á þessu ári einu. KjaUaiixm Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi Bitur reynsla Okkur hefur verið býsna tamt íslendingum að tala um að leita nýrra atvinnutækifæra. Sú hugsun er áleitin í þjóðarvitundinni að vinningsvonin sé handan við hom- ið, í formi stórkostlegs ávinnings. Þess vegna hefur gjarnan verið lagt í stórkarlalegar lausnir sem átt hafa að „redda“ öllu; í eitt skipti fyrir öll. Sú mikla og bitra reynsla, sem við höfum fengið af slíku, hefur vonandi fært okkur öllum heim sanninn um að þannig verða ekki framfarir eða breytingar í atvinnu- málum. í þeim efnum verða ekki stökkbreytingar, eða byltingar, nema í undantekningartilvikun- um. Menn verða að láta af trúnni á happdrættisvinningana en hyggja fremur að því sem menn hafa þekk- ingu og vit á; að einhveiju sem menn þekkja og kunna. Það er óþarfi að fara alltaf yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Þess vegna ættu menn að fara varlega í að fullyrða, eins og al- gengt er, að það sé bara hluti af tímans rás að heilu atvinnugrein- amar þurrkist héðan út. Það sé heldur ekkert mál, því alltaf megi fá annað skip og annað fóra- neyti. Miklir möguleikar Gunnar Svavarsson, formaöur Félags íslenskra iðnrekenda, hefur bent á þá athyglisverðu staðreynd að innfluttur iðnvamingur í sam- keppni við innlenda framleiðslu sé ígildi 5.800 ársverka, eða 7 til 8 milljarða í launum. Og þegar fram í sæki sé talið að hvert viðbótar- starf í iðnaöi leiði af sér fjögur önn- ur. Jafnframt vakti formaöur Fé- lags íslenskra iðnrekenda athygli á því að innflutningur á varningi hliðstæðum þeim sem framleiddur sé sé að verðmæti a.m.k. 20 millj- arða. Það er því til mikils að vinna. Nú er talið að um eitt þúsund störf séu á sviði málmiðnaðar erlendis við skipasmíðar og skipaviðgerðir fyrir Islendinga. Hvað þarf að breytast til þess aö snúa þessari þróun við? Það hlýtur að gefa augaleið að hér séu gríðarleg ónotuð tækifæri fyrir okkur íslendinga. Hin slæmu rekstrarskilyrði útflutnings og samkeppnisgreina okkar hafa hins vegar komið í veg fyrir að við gæt- um gripið þessi tækifæri. Of mikill tilkostnaður, skattlagning og rangt skráð gengi hafa fært útlendingum störf sem við hefðum ella unnið hér á landi. Þess vegna er svo mikið í húfi að menn taki myndarlega á við lækk- un tilkostnaðar í íslensku atvinnu- lífi. Sú tilraun, sem aðilar vinnu- markaðarins, með tilstyrk ríkis- valdsins, gera nú í þessum efnum, er framlag tfl þess að skapa hér fleiri störf. Ekki síst 1 atvinnugrein- um sem þegar era tfl staðar og reynsla er fengin af. Lækkun og helst afnám kostnaðarskatta, eins og tryggingargjalds og aðstöðu- gjalds, er hður í þessu. Ekkert má verða tfl þess að stöðva þá vinnu, ef okkur á að takast að byggja upp að nýju öflugt og fjölbreytt at- vmnuhf. Böl atvinnuleysis er ólýsanlegt og óþolandi fyrir okkur sem þjóð. Skjótasta leiðin tfl þess að bægja því frá okkur er að skjóta stoðum undir það atvinnulíf sem hér er þegar tfl staðar. Þess vegna megum við einskis láta ófreistað að efla atvinnulíf okkar, þjóðinni allri tfl hagsbóta. Einar K. Guðfinnsson „Sú tilraun, sem aðilar vinnumarkað- arins, með tilstyrk ríkisvaldsins, gera nú 1 þessum efnum, er framlag til þess að skapa hér fleiri störf. Ekki síst í at- vinnugreinum sem þegar eru til staðar og reynsla er fengin af.“ Frjálsa kjötið úr Mývatnssveit „Hverjir hagnast ef bændur gefa samtök sin upp á bátinn?“ spyr greinar- höfundur. Fjölmiölar komust í feitt þegar „frjálsu" lömbin hans Kára í Garði voru seld í matvöraverslun allra tíma, Kolaportinu. Innan um göm- ul fót og lúna muni flaug kjötið yfir afgreiðsluborðið. Heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur leyfði að selja kjöt af nýslátraðu í húsnæði sem fram tfl þessa hefur ekki þótt það snyrtilegasta í Reykjavík. Fjölmiðl- ar vora snöggir aö gera Kára að píslarvætti eða hetju. Segja má að mál Kára í Garði sé skólabókardæmi um vanþekkingu fjölmiðla. T.d. var látið í það skína að lömbin væra ættuð út Garði en staðreyndin er að skrokkamir komu úr ýmsur áttum. Aht eins er víst að sunnudagssteikin úr Kola- portinu hafi verið frá Tjömesi eða úr Aðaldal. Og hún var á svipuðu verði og kjötið í Miklagarði og Hag- kaupi! Rammasta íhald Rikissjónvarpið sagði í frétta- tíma: „Kári Þorgrímsson í Garði hefur á undanfórnum árum verið óþreytandi við að boða nýjar leiðir í sölumálum landbúnaðarins.“ Jú, Kári fór í mál viö KÞ þar sem hann vildi fá sitt verð fyrir kjötið á hverju sem gengi. Og hvað hefur Kári gagnrýnt? Hann andmælti því að búmarkið frá 1980 skyldi lagt niður, en það var helmingi stærra en innanlandsmarkaðurinn er nú. Sömuleiðis hefur Kári gagnrýnt að útflutningsbætur skyldu látnar róa - og að menn fengju ekki að fram- leiða eins og þeir vfldu tfl útflutn- KjaUaiinn Ásketl Þórisson blaðamaður ings á kostnað ríkisins. Þetta eru baráttumálin. Á ferð- inni er rammasta íhald. Þama er verið að halda í gamalt, úrelt kerfi. Þetta eru nýju leiðimar! Benda þær til þess að mývetnski bóndinn sé þungt haldinn af framfaravflja? Fram kom í fjölmiðlum að Kára „hefði tekist að afla sér tflskilinna leyfa tfl sölu kindakjöts á eigin veg- um án verðábyrgðar hins opinbera og án ríkisstyrkja". Þessi setning er einnig úr Ríkissjónvarpinu. En engum er bannað að hafa búfé og framleiða kjöt! Með undirskrift búvörusamnings 11. mars 1991 var staðfest að bændum væri frjálst að standa utan við kerfið. Kári þurfti því ekki bréf upp á þaö frá ráð- herra. í þessum samningi var verð- ábyrgðin afnumin. Það var því ekki Kári sem afnam hana - það var verk bændasamtakanna í sam- vinnu við ríkisvaldið! Hugmyndir Kára ykju útgjöld hins opinbera til landbúnaðarins svo um munaði. „Fijálsa lqötið“ dregur ekki úr kostnaði skattgreiðenda. Að halda öðra fram er blekking. Skepnum beitt á Arnarhól Kári lét þá ósk í ljós að fleiri bændur fetuðu í hans fótspor. Ef allir bændur landsins færa leiðina hans Kára kæmi fljótt í ljós aö Kolaportið nægði hvergi. Þar með væri komin upp svipuð staða og fyrst á öldinni þegar bændur ráku fé sitt tfl Reykjavíkur. Þá héldu þeir fénu tfl beitar 1 Breiðholti og seldu bæjarbúum kind og kind. Oft mátti sjá bænduma híma yfir fé sínu fram á jólafóstu enda tak- mörk fyrir því hve mikið fólkið á mölinni gat hesthúsað. Þegar kuld- inn og regnið hafði herjað á bænd- uma í nokkrar vikur kom það fyr- ir að þeir gáfu fé sitt eða seldu fyr- ir smánarverð. Líklega munu bændur nútímans koma með fé í jeppum og jeppa- kerrum og án efa gerðu einhveijir þeirra kröfu til að fá að beita skepn- unum á Amarhóhnn. Hveijir hagnast ef bændur gefa samtök sín upp á bátinn? Svo mik- ið er víst aö það era ekki neytend- ur. íslendingar gera miklar kröfur til matvælaframleiöslu og væra tæplega hrifnir af jeppakerrukjöti þegar til lengdar léti. Jeppakerrukjöt Það er e.t.v. tvennt sem stendur upp úr moldviðrinu: hár slátur- kostnaður og of mikfl álagning í verslunum. Ein leið tfl aö draga úr sláturkostnaði er að fækka slátur- húsum og lengja sláturtímann. Hvað varðar verslunarálagning- una þá er hægt, í góðri samvinnu bændasamtaka og kaupmanna, að minnka hana. Það era hagsmunir neytenda að farin sé sú leið sem hér er lýst. Hagsmunir þeirra og bænda fara saman. Neytendur og bændur eru ekki andstæðar fylk- ingar eins og ýmsir fjölmiðar gefa í skyn. Sagt er að nægi að hafa eitt slát- urhús á Norðurlandi vestra og 2 á Suðurlandi svo dæmi séu tekin. Nú era yfir 30 sláturhús á landinu en líklega gætu 15 tfl 20 nægt. Breyting af þessu tagi myndi stór- lækka sláturkostnað og þar með verð tfl neytenda. Jeppakerrukjöt og fé á beit á Am- arhóli era ekki lykiflinn að lægra kjötverði. Áskell Þórisson „íslendingar gera miklar kröfur til matvælaframleiðslu og væru tæplega hrifnir af jeppakerrukjöti þegar til lengdar léti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.