Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992. Afrnæli Ingi Bjöm Albertsson Ingi Bjöm Albertsson alþingismaö- ur, Brekkubæ 14, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Ingi Bjöm fæddist í Nice í Frakk- landi og átti þar heima fyrstu tvö árin en flutti þá með foreldrum sín- um til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan. Hann lauk versl- unarskólaprófi 1971 og starfaði síð- an í Frakklandi í eitt ár. Er hann kom heim tók hann við heildverslun föður síns sem hann hefur rekið síð- an. Ingi Bjöm keypti svo heildversl- unina fyrir þremur ámm. Ingi Bjöm var kosinn á þing fyrir Borgaraflokkinn 1987. Hann stofn- aði Fijálslynda hægriflokkinn 1989 en gekk síðan til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna 1990 og var kjör- inn á þing sem fimmti þingmaður Reykvíkinga 1991. Hann situr í alls- heijamefnd þingsins og efnahags- og viðskiptanefnd. Ingi Bjöm hefur setið í stjóm Toll- vörageymslunnar frá 1983, í stjóm Sementsverksmiðju ríkisins frá 1988, í stjóm húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar og hefur verið for- maður íþróttanefndar ríkisins. Ingi Bj öm var fimm ára er hann hóf að æfa knattspyrnu með Val. Hann keppti með meistaraflokki fé- lagsins á ámnum 1970-86, auk þess sem hann þjálfaði og lék með FH í annarri og fyrstu deild og lék eitt tímabO með Selfossi í annarri deild. Hann hefur skorað flest mörk á ís- landsmótinu í knattspyrnu í fyrstu deild, lék með unglingalandsliðinu og lék sautján leiki með landsliðinu. Ingi Bjöm hóf knattspymuþjálfun 1975. Hann hefur nú þjálfað meist- araflokk Vals sl. fjögur ár. Fjölskylda Kona Inga Bjöms er Magdalena Kristinsdóttir, f. 27.6.1953, húsmóðir og fóstra. Hún er dóttir Kristins Finnssonar, múrarameistara í Stykkishólmi, og Sigurbjargar Sig- urðardóttur, starfskonu við sjúkra- húsið í Stykkishólmi. Börn Inga Bjöms og Magdalenu eru KristbjörgHelga, f. 1975, nemi; Ólafur Helgi, f. 1976; Ingi Bjöm, f. 1978; Kristinn, f. 1981; Albert Brynj- ar, f. 1986; Thelma Dögg, f. 1987. Systkini Inga Bjöms em Helena Þóra, f. 26.11.1947, húsmóðir í Bandaríkjunum, og Jóhann Hall- dór, f. 24.7.1958, lögfræðingur hjá bankaeftirliti Seðlabankans. Foreldrar Inga Björns eru Albert Guðmundsson, f. 5.10.1923, sendi- herra íslands í París, og kona hans, Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir, f. 26.8.1926, húsmóðir. Ætt Albert er sonur Guðmundar, gull- smiðs í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Beijanesi undir Eyjaíjöllum, Gísla- sonar, b. á Minni-Borg undir Eyja- fjöllum, Guðmundssonar, b. á Svarta-Núpi, Runólfssónar, for- stjóra Innréttinganna í Reykjavík, Klemenssonar. Móðir Gísla í Berja- nesi var Halldóra Sigurðardóttir, systir Sigurðar, langafa Óla Kr. Sig- urðssonar í Olís. Móðir Halldóm var Halldóra Runólfsdóttir, systir Þórhalla, afa Páls, afa alþingis- mannanna Jóns Helgasonar og Hjörleifs Guttormssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Bjöms- dóttir, systir Guðjóns, langafa Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra. Móðir Alberts var Indíana Bjarna- dóttir, sjómanns í Neskaupstað, Vil- helmssonar, húsmanns í Bjama- borg, Eyjólfssonar. Móðir Indíönu var Ingibjörg Guðmundsdóttir, sjó- manns í Friðrikskoti á Álftanesi, Guðmundssonar. Brynhildur er dóttir Jóhanns Fn- manns, framkvæmdastjóra Sfldar- verksmiðja ríkisins á Seyðisfirði og síðast starfsmanns Verðlagsstofn- unar, Guðmundssonar, frá Hrúts- stöðum í Fljótum, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt- ur. Móðir Brynhfldar var Þóra, syst- ir Gunnfríðar myndhöggvara og móðursystir Halldóru Eggertsdótt- ur námsstjóra. Þóra var dóttir Jóns, Ingi Björn Albertsson. b. á Kirkjubæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu, Jónssonar, b. á Syðstu- Grund í Blönduhlíð, Gunnarssonar, b. í Miðhúsum, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðbjörg Klemens- dóttir, b. á Vöglum, Þorkelssonar. Móðir Þóru var Halldóra Einars- dóttir, skálds og galdramanns á Bólu, Andréssonar, b. á Bakka í Viðvíkursveit, Skúlasonar. Móðir Halldóru var Margrét Gísladóttir frá Hrauni í Tungu. Ingi Björn tekur á móti gestum í Akogessalnum í Sigtúni 3 milli kl 17.00 og 19.00 föstudaginn 6.11. 90 ára Konráð Júliusson, frá Patroksfirði, áður á Oldugötu 27iHafharfirði, nú til heímilis að SólvangiiHafn- arfirði. Konráð tekurámótigest- umíGaflinumí Hafnarfirðiá millikl. 15 og 19 áafmælísdaginn. Helga Þorsteinsdóttir, Egilsbraut 12, Þorlákshöfn. 70 ára Kjartan J akobsson, Eskihlíð 24, Reykjavík. Þórlaug Baldvinsdóttir, Hjallalundi 15d, Akureyri. Gunnfríður Ása Ólafsdóttir, Lindarbraut 2, Seltjarnamesi. Friðgeir Björgvinsson, Orrahólum 7, Reykiavík. 60 ára_____________________ SigurðurK. Vilhjálmsson, Austurgötu26, Hafnarfiröi. Margrét A. Ingvarsdóttir, Holtagerði 69, Kópavogi. 50ára Kristín Auðunsdóttir, Logafold 90, Reykjavík. Sigrún Ólafsdóttir, Þormóðsgötu32, Siglufiröi. GuðmundurM. Loftsson, Illugagötu 71, Vestmannaeyjum. Arnar Ólafsson, Suðurgötu 59, Siglufirði. Inga Neily Husa Jónsson, Ólafsbraut32, Ólafsvík. Svava Gunnarsdóttir, Ránargötu 7, Akureyri. 40 ára Jonna E. Elísdóttir, Berjanesi, A-Eyjafjallahreppi. Kjartan Helgason, Duggufjöm 6, Akureyri. Jóna Katrín Aradóttir, Ekrusdg4, Neskaupstað. Ingimar Vaidimarsson, Hvassaleiti 54. Reykjavík. Eyjólfur Karlsson, Marargötu 3,Reykjavik. Anna Margrét Jónsdóttir, Sólheimum 15, Reykjavík. Hermann Svavarsson Hermann Svavarsson vélvirki, Brekkustig31f, Ytri-Njarðvik, er fimmtugurídag. Starfsferill Hermann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lagði stund á vél- virkjun hjá Héðni og lauk meistara- prófi1964. Hermann hefur starfað á ýmsum stöðum úti á landi um ævina, t.d. í Ólafsvík, á Seyðisfirði og í Breið- dalsvík. Hann bjó í Lúxemborg í ell- efu ár og starfaði þá hjá flugfélaginu Cargolux. í dag starfar Hermann hjá Flug- leiðumíKeflavík. Fjölskylda Hermann kvæntist 6.5.1967 Helgu Valdimarsdóttur, f. 19.8.1947, starfs- manni röntgendeildar Sjúkrahúss Keflavikur. Hún er dóttir Valdimars Stefánssonar, f. 4.1.1923, d. 26.5. 1969, og Margrétar Kristinsdóttur, f. 2.11.1922, sem nú býr á Seyðisfirði. Böm Hermanns og Helgu em: Sonja, f. 10.8.1966, hárgreiðsludama í Ytri-Njarðvík, í sambúð með Herði Sanders og eiga þau dótturina Margréti Lám, f. 2.4.1990; Einar, f. 24.11.1968, starfar á innritunardeild Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, í sambúð með Þóru Björk Baldurs- dóttur. Þau eiga soninn Aron, f. 12.2. Hermann Svavarsson. 1992, og búa í Reykjavík; Haukur, f. 15.12.1973, matreiðslunemi á Hót- el Holti, býr í Reykjavík; Grétar Mar, f. 14.2.1979 í Lúxemborg. Systkini Hermanns era: Einar, f. 10.11.1945, d. 25.12.1966; Benedikt, f. 9.5.1949, vélstjóri hjá Landhelgis- gæslunni, kvæntur Bimu Ketils- dóttur verslunarmanni, eiga tvo syni og búa í Reykjavík; Steinunn, f. 31.5.1950, húsmóðir, var gift Skúla Guðjónssyni, þau eiga fiögur böm en era nú skilin; Þórunn, f. 11.1. 1958, gift Bimi Roth, þau eiga tvo syni og búa í Mosfellsbæ. Foreldrar Hermanns vora Svavar Benediktsson, f. 22.12.1909, d. 19.7. 1970, múrari, og Þórann Hermanns- dóttir, f. 6.1.1919, d. 19.6.1969, hús- móðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Hermann verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðrún H. Vilhj álmsdóttír Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, hús- móðir og kennari, Lindargötu 11, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist við Lindargötuna og hefur búið þar alla tíð. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-39, stundaði nám við KÍ og lauk kennaraprófi 1942 og stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1942-43. Guðrún hefur lengst af stundað húsmóðurstörf, auk þess sem hún hefur stundað verslimarstörf við verslun þeirra hjóna. eraþrettán talsins. Háiíbróðir Guðrúnar, samfeðra, var Óskar Vilhjálmsson, f. 10.1.1913, látinn, garðyrkjustjóri Reykjavík- urborgar, var kvæntur Elisabeth Vflhjálmsson. Fósturbróðir Guð- rúnar var Hjörleifur Jónsson, f. 7.10. 1910, látinn, bílaeftirlitsmaður í Reykjavík, var kvæntur Margréti Ingimundardóttur húsmóður. Foreldrar Guðrúnar vora Vil- hjálmur Ámason, f. 16.10.1873, d. 1956, húsasmíðameistari í Reykja- vík, og seinni kona hans, Þórey Jónsdóttir, f. 26.6.1880, d. 1961, hús- móðir. Guðrún H. Vilhjálmsdóttir. Fjölskylda Guðrún giftist 16.10.1943 Kjartani Magnússyni, f. 15.7.1917, fyrrv. kaupmanni. Hann er sonur Magn- úsar Sigurðssonar, sjómanns í Reykjavík, og konu hans, Guðrúnar Jóhannesdóttur húsmóður. Böm Guðrúnar og Kjartans eru Vilhjálmur Þór Kjartansson, f. 28.12. 1943, verkfræðingur og kennari við HÍ, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur skólastjóra; Magnús Kjartansson, f. 7.6.1946, leigubílstjóri í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur þroskaþjálfa; Anna Kjartansdóttir, f. 4.11.1949, bankastarfsmaður, gift Sigurði O. Péturssyni bankastarfsmanni; Kjartan Gunnar Kjartansson, f. 27.6. 1952, blaðamaöur við D V, kvæntur Mörtu Guðjónsdóttur kennara; Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, f. 17.2. 1957, fóstra, búsett í Svíþjóð, gift Garðari Mýrdal eðhsfræöingi; Birg- ir Kjartansson, f. 16.3.1962, verslun- armaður í Reykjavík; Sveinn Sig- urður Kjartansson, f. 6.7.1967, versl- unarmaður í Reykjavík. Bamaböm Guðrúnar og Kjartans Ætt Hálfsystir Vilhjálms, samfeðra, var Gróa, móðir Helga Sigurðsson- ar, verkfræðings ogfyrsta hita- veitustjóra Reykjavíkur. Hálfbróðir Vilhjálms var Teitur á Ferjubakka, afi Teits Jónassonar forstjóra og langafi Trausta Jónssonar veður- fræðings. Faðir Vilhjálms var Ámi, b. í Ausu, bróðir Jóns, föður Gróu og Teits. Árni var einnig bróöir Sig- ríðar, ömmu Guðjóns Teitssonar, forstjóra Ríkisskipa. Árni var sonur Jóns, b. í Ausu, Pálssonar, b. í Ár- túni, bróður Tómasar í Auðsholti, langafa Hannesar ritstjóra og Þor- steins hagstofustjóra Þorsteinssona og Tómasar Guðmundssonar skálds. Páll var sonur Halldórs, b. á Tindsstöðum Eyjólfssonar. Móðir Jóns í Ausu var Rannveig Jónsdótt- ir, b. í Miðkoti í Fljótshlíð, Eyjólfs- sonar. Móðir Árna var Gróa Gissur- ardóttir. Móðir Vflhjálms var Ingibjörg Teitsdóttir, b. á Hvanneyri og ætt- foður Teitsættarinnar, bróður Jóns í Efstabæ, langafa Magnúsar skálds, Ingimundar fræðimanns og Leifs prófessors Ágeirssona en Jón var einnig langafi Péturs Ottesen al- þingismanns og Jóns Helgasonar ritstjóra. Teitur var sonur Símonar, b. á Hæli í Flókadal, Roða-Teitsson- ar og Ingibjargar Sveinsdóttur. Móðir Ingbjargar Teitsdóttur var Guðrún Guðmundsdóttir frá Norð- ur-Reykjum. Bræður Þóreyjar vora ísleifur, faðir Jóns, organista og söngstjóra, og Klemens, faðir Guðjóns, læknis í Keflavík, föður Hallgríms læknis. Þórey var dóttir Jóns, b. í Jórvík í Álftaveri, Jónssonar, b. í Jórvík, Einarssonar, b. í Holti, Einarssonar. Móðir Jóns Jónssonar var Þórey Gísladóttir, b. í Holti, Jónssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur. Móðir Þóreyjar Jónsdóttur var Guðríður Klemensdóttir, b. á Suður-Fossi, Jónssonar, b. í Suður-Hvammi, Helgasonar. Móðir Guðríðar var Oddný Ólafsdóttir, b. á Suður-Fossi, Péturssonar, og Helgu Gunnars- dóttur. Guðrún og Kjartan era hjá dóttur sinni og tengdasyni í Svíþjóð um þessarmundir. Anna Sigmarsdóttir Anna Sigmarsdóttir frá Löndum, Lyngfelli, Vestmannaeyjum, er fimmtugídag. Starfsferill Anna er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum og gekk þar í bama- og gagnfr æðaskóla. Hún hefur búið í Vestmannaeyj- um lengst af og vann þar lengi við fisk- og kjötvinnslu. Einnig tók hún að sér að sauma fyrir fólk. Anna hefur þó átt við hjartasjúk- dóma að stríða og þar af leiðandi verið öryrki undanfarin ár en stundar nú iðnnám við Framhalds- skóla Vestmannaeyja. Fjölskylda Böm Onnu og Ragnars Hjelm era: Ema, f. 9.3.1958, nemi, búsett í Sví- þjóðogáþrjú böm; Elva, f. 12.9. 1959, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Gísla Garðarsyni og eiga þau eina dóttur; Bylgja, f. 8.12.1960, hús- móðir í Reykjavík, gift Agli Haralds- syni og eiga þau tvö böm; og Haf- dís, f. 5.4.1963, húsmóðir í Garðabæ, gift Friðvin Guðmundssyni og eiga þautværdætur. Böm Önnu og Eyjólfs Konráðs- sonar era: Eðvald, f. 6.8.1964, verka- maður í Vestmannaeyjum, og á hann einn son; og Eydís, f. 17.3.1970, húsmóðir í Reykjavík, í sambúö með Bimi Guðmundssyni og eiga þau einadóttm-. Bróðir Önnu er Júlíus, f. 27.8.1939, rennismiöur í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Magnúsdóttur og eiga þau Anna Sigmarsdóttir. tværdætur. Foreldrar Önnu vora Sigmar Axel Jónsson og Oddfríður Jóhannsdótt- ir. Þau era bæði látin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.