Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Page 5
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. 5 Fréttir Ibúðir fyrir aldraða að Sléttuvegi: Gallar í nánast hverri íbúð - búið að lagfæra allt, segir forstjóri byggingafyrirtækisins Borið hefur á óánægju íbúa að Sléttuvegi 11-13 í Reykjavík með frá- gang á íbúðum hússins. Einhverjir gallar hafa komið fram í nánast hverri einustu íbúð en þær eru 50 talsins. Innihurðir falla ekki að stöf- um, flísar á pnum baðherbeijum hafa losnaó frá og mistök voru gerð við frágang á gluggafölsum þannig að málningin flagnar af. Að auki hefur lekið inn um svalahurðir, nokkrir ofnar eru í ólagi og dúkar hafa losnað upp. íbúðimar eru byggðar fyrir Sam- tök aldraðra af Ármannsfelli hf. og fluttu íbúamir inn í húsið í mars á þessu ári. „Við erum að leysa þetta í friði. Ármannsfell hefm: unniö við lagfær- ingar hér í allt sumar og fram á haust og þetta er að klárast. Við munum gera allsheijarúttekt á húsinu í vor, bæði aö innan og utan og sjá hvemig þetta fer. Flestir íbúa em ipjög ánægðir með íbúðir sínar sem þykja bjartar og skemmtilegar,“ segir Öm Snorrason, húsvörður í húsinu. „Það komu fram ákveðnir gallar en það er búið að bæta úr þeim. Við erum búnir að leggja okkur í líma Sæstrengsmáliö: Minnihlut- inn studdi Markús Þátttaka Reykjavíkurborgar í hag- kvæmnisathugun á lagningu sæ- strengs með raforku til Hollands hef- ur verið samþykkt á fundi borgar- stjómar. Fulltrúar minnihlutans studdu tillögu Markúsar Amar Ant- onssonar borgarstjóra í málinu ásamt átta borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðiskonumar Guðrún Zo- éga og Katrín Fjeldsted sátu hins vegar hjá. í bókun lýstu þær yfir efa- semdum og sögðu það vart í verka- hring borgarinnar að taka þátt í raf- orkusölu. Þátttaka Reykjavíkur í þessu verk- efni mun kosta borgarsjóð um 20 miUjónir króna en 80 milljónir koma frá þrem hollenskum fyrirtækjum. Könnunin á að taka 18 mánuði. Fram kom í máli Áma Sigfússonar og fleiri borgarfulltrúa að þó borgin setti um 20 milljónir í þessa könnun þá mætti vænta að sá peningur skil- aöi sér margfalt til íslenskra aðila sem tækju þátt í verkefninu. Þá upp- lýsti Ámi að Hollendingamir hefðu leitað tilboða í hótelgistingu og 150 ferðir til og frá landinu sem væntan- lega myndi skila viðkomnandi þjóri- ustuaðilum 15 til 20 millj ónum. -kaa Hrefnuveiðimenn: Vilja hefjaveiðar Hrefnuveiðimenn ákváðu á aðal- fundi sínum fyrir helgina að skora á stjómvöld að hefja hrefnuveiðar strax næsta sumar. Þeir segja að öll bið geri það að verkum að erfiðara verði aö að hefja veiðar. Veiðar séu hins vegar óhjá- kvæmilegar fyrr en seinna vegna þeirrar skekkju sem er að myndast í lífkeðju sjávarins sökum vannýt- ingaráákveðnumtegundum. -ból við að lagfæra það sem þama kom upp og mér vitanlega er það alfarið búiö og byggingareftirlit og stjóm Samtaka aldraðra eru. sátt við íbúð- imar,“ segir Armann Öm Ármanns- son,forstjóriÁrmannsfells. -ból Miklir gallar hafa komið fram í íbúðum aldraðra við Sléttuveg 11-13. DV-mynd BG VERÐA ENGAR JÓLAGJAFIR í ÁR ? Við mamma þín höfiim ákveðió að sleppa jólagjöfum i ár, og i stadin kaupum vió okkur fullkomið 29" Sony Nicam steríó sjónvarp meó tvöfaldri fjarstýringu, textavarpi, HiBlack (þar sem svart er svart og hvítt, hvítt) tcekið er einnig meö flötum skjá og ég veit ekki hvaö er ekki í þessu tœki... jú,jú auövita gefum viö krökkunum geisladiska enda eru þeir á sérlega góöu veröi í Japis JAPISS BRAIJTARHOL'l'I OG KRINGLUNNÍ SiMI 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.