Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1992, Side 14
14 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI:. (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð f lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Alþýðusambandsþing í dag hefst rúmlega fimm hundruð manna Alþýðu- sambandsþing á Akureyri. Þingið er haldið við óvana- legar aðstæður. Atvinnuleysi og almennur samdráttur hefur sorfið að kjörum launþega. Ríkisstjómin er í þann mundinn að taka þýðingarmiklar ákvarðanir um efna- hagsráðstafanir sem bitna á lífskjörunum og launafólk- inu í landinu. Verkalýðsforystan hefur setið á löngum fundum að undanfömu í viðleitni sinni til að hafa áhrif á þessar ráðstafanir og milda þær. Afstaða ASÍ þings undir þessum kringumstæðum mun hafa mikil áhrif á framvindu mála og þess vegna verður þingið á Akur- eyri í alveg sérstöku sviðsljósi. Flestum er ljóst að staða Alþýðusambands íslands og raunar verkalýðsfélaganna almennt hefur breyst mjög á undanförnum árum. Að einhverju leyti hefur vald launþegahreyfingarinnar minnkað frá því sem áð- ur var en það þarf ekki að þýða að staða hennar hafi veikst. Verkalýðshreyfingin hafði mikil völd meðan miðstýring og allsherjarlausnir vora ríkjandi. Sömu- leiðis þegar launþegar vom að sækja sín mannréttindi og treysta sinn hag í löggjöf, tryggingum og félagslegum rétti. Verkalýðshreyfingin barðist gegn sameiginlegum óvini sem jafnan var Vinnuveitendasamband og stund- um verkalýðsfjandsamlegar ríkisstjórnir. Á þeim ámm vora hlutirnir og atburðimir svartir eða hvítir og mátt- ur verkalýðsforingjans í orði og verki voru vopnin í stéttabaráttunni, sem giltu. Á tiltölulega fáum ámm hefur dregið úr þessum skörpu skilum milli vinnuveitenda og verkalýðs, milh kaups og kjara, milh stétta og stöðu í þjóðfélaginu. Bæði hafa einstakar stéttir leitað í vaxandi sérstöðu og svo hitt, sem er þýðingarmeira, að umhverfið er ekki eins einfalt og einhæft eins og áður. Það er engin ein lausn sem gildir. Það er svo fjölmargt sem hefur áhrif á efnahagslega, atvinnulega og félagslega þróun. Hvorki ríkisvaldið né heldur aðhar vinumarkaðarins geta ákveðið hlutina í eitt skipti fyrir öh. Markaður, ytri aðstæður, vaxtaákvarðanir einkabanka, álagning versl- ana, gengisákvarðanir í útlöndum og fjölbreytt munstur lífskjara, búsetu, atvinnuástands og svo framvegis verð- ur ekki skilgreint í einum kjarasamningi. Vinnuveitend- ur em ekki lengur sami óvinurinn og áður, sem sést best á því að fuhtrúar vinnuveitenda og verkalýðs hafa að undafomu setið sömu megin borðsins til að verjast áfohunum. Aht hefur þetta dregið úr völdum Alþýðusambands- ins og hlutverk þess hefur færst frá hefðbundinni verk- fallsforystu yfir í flókna samninga og viðleitni th að skhja lögmál efnahagslífs og áhrif þess á lífskjörin. Ás- mundur Stefánsson hefur þar verið maður síns tíma og það er eftirsjá í Ásmundi, þegar hann nú hefur ákveðið að draga sig í hlé. Eftirmaður hans verður að skhja að forysta ASI er ekki lengur spuming um stríðsæsingar heldur málefnalega umfiöhun og varðstöðu fyrir launa- fólkið í krafti þekkingar, skynsemi og víðsýni. í þeirri umræðu sem fram fer á næstunni verða menn að muna að það er ekki ríkisstjómin né neinn annar, sem hefur búið th kreppuna. Óumflýjanlegar aðgerðif era sameiginleg viðbrögð landsmanna th að halda í horfinu. Þar getur enginn skorist úr leik né heldur orð- ið stikkfrí. Alþýðusambandsþingið getur hins vegar undirstrikað breytt hlutverk sitt með því að taka ábyrga og æsingalausa afstöðu. Þannig mun ASÍ þing þjóna best hagsmunum launafólks og þjóðarinnar allrar. Ehert B. Schram Listin að reikna út ræf ildóminn Nútímamaöurinn gæti' haldið aö með aukinni skólagöngu, og þá væntanlega menningu líka, værum viö íslendingar betur í stakk og í ílotgaila búnir tíi að standast áfoll frá örlögunum í sjóninn ená meöan við sóttum hann fast í skinnfötum og á sjóskóm og lásum ekkert nema Helgakver. - Svo virðist samt ekki vera. Hin gljáfægða speki Með aukinni almennri menntun og tjöldaframleiðslu á sérfræðing- um og markvissari og þjóðlegri tök- um á stærðfræðinni höfum við að- eins orðið leiknari við að reikna út ræfildóminn og breiða fréttir um hann út í gegnum fjölmiðla. Við upphaf hins skipulagða vits á íslandi kom það aöeins út úr menntaskólunum í Reykjavík og á Akureyri, en síðan kom stóra prófamannabunan frá Laugarvatni og breiddist út um allt landið með fagnaðarerindið. - Þar með hófst möguleikixm á vísindalegum út- reikningi á öllum hlutum, og náms- fólk flykktist um allan heim tii að læra og flytja síöan vitið heim, end- urbætt og laugað í erlendum gull- og silfurlindum hinnar gljáfægðu speki. Við það var gömlu karlagaurun- um bolað frá úreltum fyrirtækjum og ungir rekstrarfræðingar komu „nýbakaðir" og stjórnuðu þeim í staðinn. í landbúnaði urðu minni átök en átök samt og eflaust eitt- hvað tengd myndlist, því þegar „blönduð tækni“ ruddi sér til rúms í málverkinu í Reykjavík var hróp- að halelúja og niöur með kindina og upp með kanínuna um allar sveitir en í staðinn boðaðir „bland- aðir búskaparhættir", líklega yegna þess að sonur einhvers ráð- herra var að gutla í myndlist á þessum tíma með „blandaða tækni“. Og mun það vera í fyrsta sinn í heiminum sem málaralist hefur gert byltingu í landbúnaði og lagt hann reyndar að mestu í auön. Völdin af tóbakskörlunum Um þetta leyti voru hámenntaðir hagfræðingar að taka við völdum af tóbakskörlunum í bankaráðum og í ráðuneytunum. Þeir boluðu búrunum burt og opnuðu hagkerf- iö, samkvæmt því sem þeir höfðu lært í Harvard. En samt er ein- hvem veginn þannig, þegar á þetta er litið núna, frá sjónarhóli efna- hagsástandsins í landinu, að svo virðist að hinir ungu og lærðu menn hafi næstum einimgis haft KjaUarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur lenskum pokaprestum fyrri tíðar og hinum vel klæddu hagfræðing- um samtímans vera sá að áður sáust syndir landsmanna ekki sem svart á hvítu fyrr en í gylltubók- inni hjá guði eftir dauðann, en um þessar mundir eru þær augsýnileg- ar hér og nú og útreiknanlegar í lifanda lífi sem helber stað- reynd. Samt er eitthvað farið frjálslega með tölur, kannski af fjölmiðla- fræðingum, og því engin vanþörf aö dagskrárgerð sjónvarps og út- varps breytist og nýir þættir hefjist þar sem fjölmiðlun er rædd og hún „tekin á beinið", því stundum les maöur aö hver íslendingur hafi „til að bera“ 800000 syndir reiknaðar í krónutölu og eru þær þá í líki er- lendra skuida eöa skuldasöfnunar. „Um þetta leyti voru hámenntaðir hag- fræðingar að taka við völdum af tó- bakskörlunum í bankaráðum og í ráðu- neytunum. Þeir boluðu búrunum burt og opnuðu hagkerfið.. vit og lærdóm til þess að biðja um erlend lán. Það gátu þeir af því að þeir „kunnu enskuna", en karla- búramir kunnu enga erlenda tungu og gátu þess vegna ekki bjargað sér á erlendum málum við aö biðja um lán. Þannig hófst tímabil þeirra sem sáu fram í tímann, eldti eins og prestamir með aðstoð frá spádóms- mætti guðs, heldur grilltu þeir í framtíðina og hag manna í gegnum hagtölur. Eins og áður hafði verið alsiða í hinum kristna heimi, að stjómmálamenn og þjóðhöfðingjar færu ekki hænufet og gerðu ekkert hér á jörð án þess að hafa prest eða kardínála sér við hlið, til halds og trausts, þá tóku hagfræðingarnir við þessu mikilvæga hlutverki og stóðu við hægri hönd hvers forsæt- isráðherra og útbýttu hundrað pró- sent réttum boðskap í hagtölum. Þeir höfðu reiknað þetta út allt saman og höfðu próf upp á það, og ef einhver hreyfði efann sem býr í eðlisgreindinni þá dundu rök pró- sentunnar á honum og breyttu efa í sannfæringu hins óútreiknanlega vits sem er auðsætt og sækir kraft og sannanlegt gildi sitt til prófskír- teina skólanna. Lítil grýla og jólaköttur Núna virðist eini munur á ís- í önnur skipti em þær hundrað þúsund að auki og gætu komist upp í eina og hálfa milljón „á hvert bam í landinu" ... ef..., og síðan er reiknað og fólk hrætt með fær- eysku grýlunni, því rússagrýlan er dauð. (Mér finnst vera orðið hægt að hræða þessa stórhuga og ótta- lausu þjóð með lítilli grýlu, nema við séum aö sækja í þjóðlega farið og forum bráðum að verða hrædd við það að við kunnum að fara sem lítill biti í jólaköttinn, en ekki kjaftinn á hinu t.d. alþjóðlega auð- valdi.) Að svo búnu er „leikið sér með tölur“ og reiknað út hvað syndim- ar yrðu margar eftir hundrað ár og „hvaða arfi við skiluðum böm- unum okkar". Er verið að gefa í skyn aö á næstu öld muni öll íslensk börn fæðast með skuldahala? Er þetta hin ís- lenska lífssýn sem er byggð á hag- sýni og æðri menntun? Væri þá ekki best að veitt yrði strax fjármagn til Háskólans svo hönnunarfræðingar og prófessorar þar gætu rannsakaö og fundið upp halaklippur? Annars væm útlend- ingar vísir til að halda að hér byggju ekki eskimóar heldur væri þetta apalýðveldi. Guðbergur Bergsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.