Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 27: NÓVEMBER 1992.
Fréttir
Jón Baldvin eftir flokksstjómarfund krata í gærkvöldi:
Reiknar með stuðn-
ingi allra ráðherra
- þingflokkur Sjálfstæðisflokks ekki enn samþykkt boðaðan niðurskurð
„Ég geng út frá því sem gefnu að
allir ráðherrar í ríkisstjóminni
standi við það sem þeir hafa sam-
þykkt við ríkisstjómarborðið. Þing-
flokkur Alþýöuflokksins hefur af-
greitt þessar tillögur og félagsmála-
ráðherra hefur ekki tilkynnt forsæt-
isráðherra um að hún sé andvíg
þeim,“ sagði Jón Baldvin Hannibals-
son eftir flokksstjómarfund Alþýðu-
flokksins sem lauk laust eftir miö-
nætti í nótt.
Jón segist ekki í neinum vafa um
stuðning Alþýðuflokksins við þá leið
sem ríkisstjómin hefur ákveðið að
fara í efnahags- og atvinnumálum. í
ræðum manna á flokkstjómarfund-
inum hafi komið fram að menn væm
ásáttir við kostnaðarlækkunina og
sammála um gengisfeflinguna. A
hinn bóginn sé uggur í mörgum um
það hvort þessar aðgerðir haldi eða
hvort von sé enn frekari áfóllum.
„Auðvitað kom fram gagnrýni á
einstaka þætti, til dæmis að því er
varðar niðurskurðinn í ríkisútgjöld-
um. Nokkrir andmæltu lækkun
bamabóta og nokkrir vömðu við
lækkun á vaxtabótum, þó svo að það
komi ekki til framkvæmda fyrr en á
árinu 1994. En í ljósi þess hvað hér
er um að ræða viðamiklar efnahags-
aðgerðir þá get ég ekki sagt að þessi
gagnrýni hafi verið hörð.“
„Fyrir utan gengisfeflinguna sjálfa
er það tvímælalaust hækkun tekju-
skattsins upp á 1,5 prósent sem vegur
þyngst í kaupmáttarskerðingu. Ég er
sammála gagnrýni á þetta og tel að
aðrar tiflögur hefðu komið þama að
gagni. En þær hefðu hins vegar kost-
að það að sveitarfélögin hefðu orðið
að taka á sig nokkra skerðingu."
Jón Baldvin segir að enn hafi Sjáif-
stæðisflokkurinn ekki afgreitt tiUög-
ur ríkisstjómarinnar um niðurskurð
í ríkisfjármálum. Það hafi Alþýðu-
flokkurinn hins vegar gert þegar á
sunnudagskvöldið.
„Það er rétt að félagsmálaráðherra
gagnrýndi nokkra þætti í niður-
skurðinum. Þegar var komið til móts
við Jóhönnu vegna hundrað milljóna
króna skerðingar á Framkvæmda-
sjóði fatlaðra. Það lá fyrir að gæd
félagsmálaráðherra leyst það með
öðrum hættí, innan ramma síns
ráðuneytis, þá væri því tekið. Mér
er hins vegar ekki kunnugt um ann-
aö en að forsætisráðherra hafi haft
fullt umboð tfl þess frá báðum þing-
flokkum að kynna þessar aðgerðir á
Alþingi sem sameiginlega niður-
stöðubeggjaþingflokka." -kaa
ASÍ og Evrópumálin:
Alþingis-
mennirnir
minntir á
Gyffi KristjáiBscm, DV, Akureyii:
Þing Aiþýðusambands Islands
á Akureyri ályktaði um Evrópu-
og EES-mál í gær. Þingið bentí á
ýmis atriði EES-samninganna
sem væru með þeim hætti að vafi
léki á að samrýmdist stjórnar-
skrá og minntí alþingismenn á
þá ábyrgð sem þeir hefðu gagn-
vart stjórnarskránni
ASÍ-þingið telur brýnt að ASÍ,
landssambönd og stéttarfélög,
vinni ötullega að því aö mæta
þeim breytingum sem framund-
an eru á íslenskum vinnumark-
aði samfara EES-aðild og lagði
áherslu á að stjórnvöldum væri
veitt öflugt aðhald við lagasetn-
ingar. Einnig beri verkalýðs-
hreyfingunni skylda til að fylgja
því eftir að ekki verði gengið á
réttindi launafólks.
Jón Baldvin Hannlbalsson utanrikisráðherra og formaður Alþýðuflokkslns, Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi I
Kópavogi, og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaöur voru létt I skapi á flokksstjórnarlundinum í gærkvöldi.
DV-mynd ÞÖK
Eiður Guðnason:
Jóhanna verði
með eða á móti
- Sighvatur og Karl Steinar gagmýndu Jóhönnu einnig harkalega
Eiður Guðnason gagnrýndi Jó-
hönnu Sigurðardóttur harkalega á
flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins
í gærkvöldi. Eiður sagði að Jóhanna
yrði að gera upp við sig hvort hún
ætlaði að vera í ríkisstjóminni eða
ekki. Sighvatur Björgvinsson og Karl
Steinar Guðnason gangrýndu Jó-
hönnu einnig í sínum ræðum.
Eins og DV hefur áður greint frá
hefur Jóhanna sett sig upp á móti
mörgu af því sem ríltisstjómin
hyggst gera í atvinnu- og efnahags-
málum. Á flokksstjómarfundinum í
gærkvöldi var ríidsstjómin gagn-
rýnd harkalega af þeim sem tóku til
máls.
Jóhanna Sigurðardóttir setti út á
margt af því sem ákveðið hefur verið
að gera. Hún nefndi meðal annars
afnám aðstöðugjaldsins. Hún sagöi
rangt að hún og Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hefðu gert samkomu-
lag um afnám aðstöðugjaldsins. Jó-
hanna sagði að Davíð og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, hefðu
unnið að því rnáli. Þar sem aöstöðu-
gjöld hafa vegið hlutfaflslega meira
í tekjum Reykjavíkur en hjá öðmm
sveitarfélögum spurði Jóhanna
hvaða sanngimi væri í því að álögur
á íbúa Hafnarfjarðar, sem dæmi,
veröi hækkaðar til að greiða ReyKja-
vík upp missinn af aðstöðugjaldinu.
„Það má segja að þaö hafi aflt verið
gagnrýnt. Fundarmenn vora á móti
breytingum á bamabótum, hækkun
tekjuskattarins, deilt var á Þróunar-
sjóðinn og fleira og fleira,“ sagöi einn
fundarmanna að loknum fundi. „Það
hefur enginn flokkur verið svívirtur
eins rosalega og Alþýðuflokkurinn
hefur nú verið svívirtur í sjávarút-
vegsmálum. Ég veit ekki til hvers er
verið að halda flokksþing þegar ekk-
ert er gert meðjjaö sem þar er sam-
þykkt,“ sagði Ami Gíslason, fram-
kvæmdastjóri og sfjómarmaður í
Félagi um nýja sjávarútvegsstefnu.
Einn ræðumanna á fundinum bað
forystumenn flokksins að hætta að
tala svo illa hver um annan. Hann
sagði aðra flokksmenn ekki vflja
heyra þetta. Margir fundarmanna
virtust áhyggjufuflir yfir því hversu
mikið ber á milli Jóhönnu og hinna
ráðherranna.
-sme
Samstaða á Alþingi um dráttarvexti:
Fór í gegn á einum degi
- miklar garvistir þingmanna töfóu afgreiðslu
Stjóm og stjórnarandstaða voru
sammála í gær um að afgreiða á ein-
um degi frumvarp þess efnis að drátt-
arvextir lækki. Það var Jón SigUrðs-
son viðskiptaráðherra sem lagði
frumvarpið fram í gær og það var
afgreitt fáum klukkustundum síðar
sem lög frá Alþingi. Þá var málið
búið að fara til nefndar og í þijár
umræður í þinginu. AUir viðstaddir
þingmenn, 35 að tölu, greiddu at-
kvæði með framvarpinu.
Samkvæmt framvarpinu er heimflt
að minnka mun milli vaxta og drátt-
arvaxta frá því sem nú er, en hann
er fimm af hundraði, en eftir sam-
þykkt Alþingis lækka dráttarvextir
um tvo til tvo og hálfan af hundraði.
Seðlabanki hefur þegar ákveðið að
dráttarvextir lækki úr 16 tfl 16,5 pró-
sent í 18 tfl 18,25 prósent.
Þeir þingmenn, sem tóku til máls
um málið, lögðu áherslu á að það
væri ekki dráttarvaxtaálagið, þaö er
munurinn mifli vaxta og dráttar-
vaxta, sem mestu skipti, heldur sjálf-
ir vextimir, sem þeir töldu of háa.
Jón Sigurðsson sagði aö þegar
dráttarvaxtaálagið var samþykkt
1987 hefðu nafnvextir verið 30 pró-
sent en þeir era nú 12 tfl 13 prósent.
-sme
Alþingi:
Fleiri fjarverandi
en þeir sem mættu
Fresta varð atkvæðagreiðslu ítrek-
aö á Alþingi í gær þar sem meiri-
hluti þingmanna var fjarverandi.
Guðrún Helgadóttir stýrði fundinum
þegar þetta var. Hún sagöist harma
að þingmenn mættu ekki til að greiða
atkvæði en samkomulag var um að
það mál sem var á dagskrá, það er
breytingar á dráttarvöxtum, færi í
gegn á einum degi.
Ekki er hægt að afgreiða mál frá
Alþingi nema meirihluti alþingis-
manna taki þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Sem fyrr segir varð að fresta
atkvæðagreiðslu ítrekað í gær þar
sem þingmenn vantaði, eftirtaldir
þingmenn vora ekki viðstaddir:
Anna Ólafsdóttir Bjömsson (V)
veik, Anna Kristín Sigurðardóttir
(G), Ámi R. Ámason (D), Ámi Jo-
hnsen (D), Ami M. Mathiesen (D),
Davíð Öddsson (D) var með fjarvist-
arleyfi, Eggert Haukdal (D), Finnur
Ingólfsson (B), Friðrik Sophusson
(D), Guöjón Guðmundsson (D), Guð-
mundur Bjamason (B), Guðmundur
H. Garöarsson (D), Guömundur Hall-
varðsson (D) var með fjarvistarleyfi,
Guðni Ágústsson (B), Halldór Ás-
grímsson (B), Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir (V), Jóhann Arsælsson (G),
Jóhanna Sigurðardóttir (A), Jóhann-
es Geir Sigurgeirsson (B), Karl Stein-
ar Guðnason (A), Kristinn H. Gunn-
arsson (G), Matthías Bjarnason (D)
veikur, Ólafur G. Einarsson (D) var
með fjarvistarleyfi, Ólafur Ragnar
Grímsson (G) var með leyfi, Ólafur
Þ. Þórðarson (B), Rannveig Guð-
mundsdóttir (A) var með leyfi, Sig-
hvatur Björgvinsson (A), Sigríður
A. Þórðardóttir (D), Steingrímur
Hermannsson (B) var með leyfi,
Sturla Böðvarsson (D), Þorsteinn
Pálsson (D) og Valgerður Sverris-
dóttir (B). -sme
Guðrún Zoéga borgarfulltrúi:
Fór á Krókinn en ekki utan
Guðrún' Zoéga, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, vill taka fram
vegna fréttar í DV um ferðalög borg-
arfulltrúa á kostnað Reykjavíkur-
borgar, að hún hafi aldrei farið tfl
útlanda á kostnað borgarinnar. Guð-
rún segist hafa leitað til borgarend-
urskoöunar vegna þessa máls og
fengið nánari upplýsingar um þær
tölur sem gefnar voru upp frá borga-
rendurskoðun.
Guðrún segist hafa farið á þing
hitaveitna tfl Sauðárkróks og hafi sú
ferö kostað 33.735 krónur. Annan
kostnað segir hún vera vegna ráð-
stefna í Reykjavík. Dýrasta ráðstefn-
an var haldin á Hótel Sögu en það
varnorræntþing. -sme