Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992.
Spumingin
Hvaða lið verður íslands-
meistari í körfuknattleik?
Bjami Pálsson nemi: Ég held að það
verði ÍBK.
Sandra Davidsson afgreiðslumaður:
Ég fylgist ekkert með körfubolta.
Smári Baldurson hreingerningamað-
ur: Ég fylgjst akkúrat ekkert með
körfunni.
Sigurður Kristinsson trésmiður: Ég
hef ekki hugmynd um það þ ví ég fylg-
ist ekkert með körfubolta.
Daníel Már Einarsson nemi: Valur,
þeir eru bestir.
Lisa Matthiasdóttir nemi: Auðvitað
segi ég Valur, ég held með þeim.
Lesendur
I'
i
Af lamiðlun og
útflutningsleyfi
| G.M. skrifar:
j Mér er ljóst í minni að þegar verð
! lækkaði á karfa í Bremerhaven á
j þeim tíma þegar Viðskiptaskrifstofa
utanríkisráöuneytísins fór með út-
hiutun á ferskum fiski í gámum þá
trítluðu gjaman fréttamenn sjón-
varpsstöðva (t.d. Helgi Már og Hallur
Hallsson) fram á bryggjusporð með
viðtalsmann og ræddu um verðfall á
markaðnum. - Ástæða þess var svo
að jafnaði talin að útgáfa leyfa til
útflutnings á ferskum fiski í gámum
væri í höndum manna sem ekkert
þekktu til markaðarins, aflabragða
eða veðurfars og sem væri afdrifaríkt
í þessu tilfelli.
Lögð var t.d. rík áhersla á að mark-
aðssvæði Bremerhaven væri Belgía
og Frakkland og því bæri að taka til-
Ut til þess þegar leyfi til útflutnings
væru gefin út til sölu á karfa í Þýska-
landi. Mér er ekki kunnugt um að
fjölmiðlar, t.d. áðurgreindir frétta-
menn, hafi séð ástæðu til þess að
taka viðtal þegar verðfall hefur orðið
síðan Aflamiðlun LÍÚ fékk í hendur
útgáfu útflutningsleyfa, enda
kannski í nógu að snúast.
Eins og hér kemur fram er leyfaút-
hlutun komin í hendur LÍÚ, þ.e. Afla-
miðlunar sem samtökin reka. Eftir
því sem ég best veit úthlutaði við-
skiptaskrifstofan útflutningsleyfum
á föstudegi til útflutnings í næstu
viku á eftir. Þetta mun hafa verið
gert til að geta gert sér sem besta
grein fyrir afla sem í framboði væri
og markaðsaðstæðum í söluviku sem
var næst á eftir. Mér er sagt og reyn-
ist svo rétt vera að aflað hafi verið
upplýsinga umboðsmanna um álit
þeirra á markaðsaðstæðum í sölu-
vikunni og úthlutun byggð á þeim
sem og umhverfi hér heima.
Ég hef um langan tíma haft í huga
að bera saman úthlutun Aflamiðlun-
ar og raunverulegan útflutning eins
og hægt væri að lesa hann en erfitt
hefur reynst aö afla nægjlegra upp-
lýsinga svo að um staðreyndir væri
aö ræða. Ég hef áður birt tölur sem
greina frá áætluðum útflutningi til
Þýskalands, Belgíu og Frakklands og
læt því kyrrt Uggja að endurtaka þær
tölur. Hins vegar var þaö ekki
þrautalaust að afla upplýsinga um
útflutning samkvæmt áætlun útflytj-
enda en ég þakka þeim sem studdu
mig til þess. Þess má geta í lokin að
hér áður fyrr var þaö bannorð „hátt-
settra" að umboðsaðili eða sá sem
keypti á markaöi fengi leyfi til út-
flutnings.
A fiskmarkaði í Bremerhaven
Lofsorð um lögreglustjóra
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Lögreglustjórinn í Reykjavík á úr
vöndu aö ráða með það lið sem hann
hefur á að skipa. Líklega eru bág
launakjör aöalástæða þess að ekki
fæst að öllu leyti valinn mannskapur
í stétt lögreglumanna. Auðvitað eru
þar fiölmargir afburðamenn en of
margir hins vegar sem ekki eru starfi
sínu vaxnir. - Má minna á orð for-
manns félags lögreglumanna þess
efnis að vikja þurfi sumum úr liðinu.
Við rannsókn svokallaðs kókaín-
máls hefur og komið í ljós að maðkur
er í mysunni. Það virðist vera veik-
leiki ungra og óreyndra lögreglu-
manna að farið er að njósna um og
elta borgarana, jafnvel alsaklausa.
Þetta eru áhrif frá „bófahasar" flöl-
miðlanna sem ég minntist á í pistli í
Dy fyrir skömmu.
Ég var nokkra daga í París sl. sum-
ar, ég sá þar aldrei lögreglubifreið,
ekki heldur lögregluþjón á gangi á
götum. Hins vegar sá ég tvívegis lög-
reglumenn við umferðarstjórn. Hér
æða lögreglubílar stanslaust um all-
ar götur, hkt og Reykjavík sé herset-
in borg. Svo að ekki sé nú talað um
myndaupptökur o.fl. af því tagi.
Úm hitt eru menn sammála, að lög-
reglustjórinn í Reykjavík sé maður
réttlátur og kurteis og vilji einungis
hið besta. Hlutverk hans ætti að því
auðvelda sem mest, þ.á m. með bætt-
um launakjörum lögreglumanna og
strangari inntökuskilyrðum í lög-
regluhöið.
Sjónvarpsf réttir hlaðvarpans
Fréttir sem hæst ber hverju sinni
eru oft sniðgengar eins og t.d. frá
Bosniu, segir m.a. í bréfinu.
Símamynd Reuter
Hringid í síma
632700
milliki. 14og 16
-eóa skriíiö
Nafn og slmanr.verðurað fytKjabréfum
Eyþór skrifar:
Það verður varla sagt um frétta-
mennsku íslensku sjónvarpsstöðv-
anna að þær spanni vítt sjónarhom.
Satt best að segja eru sjónvarpsfrétt-
ir hér afar lélegar og takmarkast
mest við hláðvarpann. Innlendar
fréttir em mest þær sömu; úr póhtík-
inni, þar sem rætt er við þá Davíð
og Jón Baldvin eða þá Steingrím og
Ólaf Ragnar að viðbættum forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, Félags ísL- iðn-
rekenda og svo náttúrlega forystu-
menn launþegasamtakanna. Síðan
em fréttir af veðri og vindum, sem
taka drjúgan tíma - fyrst í almennum
fréttum og svo í sérstökum fréttum
þar sem notast er við mjög svo gam-
aldags útskýringar og stöðluð veður-
kort (vantar aðeins pílumar og hita-
stigin) - og loks innlend „íþróttaaf-
rek“ og fuglamyndir frá Tjöminni
eða myndir af krökkum að leik í
kvöldsóhnni. - Alltaf „vinsælt" að
enda á bömum eða bændadekri.
Erlendar fréttir em sárafáar og Ula
unnar (khpptar) og þá aðeins sýnt
brotabrot af því helsta sem er á döf-
inni þann og þann daginn. - Hugsan-
lega er það dýr póstur að fá erlendar
fréttir og má virða það til vorkunnar
að einhverju leytí. Að sitja uppi með
það að atburðir sem ber hæst hveiju
sinni, eins og t.d. fréttimar frá Bos-
níu/Herzegovinu þessa dagana, séu
sniðgengnar er ófyrirgefanlegt.
Þegar maður horfir á fréttasend-
ingar Sky News sér maður að erlend-
ar fréttir í íslensku sjónvarpsstööv-
unum eru yfirþyrmandi fátæklegar.
- Því lengir ekltí önnur hvor sjón-
varpsstöðin fréttatíma sinn í eina
klukkustvmd á kvöldin og hefur
hann t.d. kl. 22 í staðinn fyrir 19:30
eða 20? Meira fengist út úr fréttum
með því móti þar sem þá er dagurinn
að fiillu runninn í Evrópu og hðið
langt á dag í vesturheimi. Núverandi
fyrirkomulag og innihald íslenskra
sjónvarpsfrétta em htils sem einskis
virði.
Svavarog
jafnréttið
Sigríður Jónsdóttir skrifar:
Svavar Gestsson alþm. skrifaðí
grein í DV þar sero hann leitaðist
við að sýna fram á að í ráðherra-
tíð hans hefði náöst verulegur
árangur í jafnréttísbaráttu
kvenna. Þama sýnist ýmsrnn aö
heldur betur sé nú stungin tólgin
því aö fyrmefnda grein skrifar
sá maður sem Jafnréttisráð hefur
oftast ávítað og vítt fyrir mis-
munun og hlutdrægni i embætti-
sveitingum. - Væri fróðlegt að
rifia þau tilvik upp við tækifæri.
Við þetta má bæta aö flokkur
þingmannsins hefur hvað eftir
annað átt kost á því að setja kon-
ur í ráöherraembætti en aldrei
gert það. Það tekur þvi steininn
úr þegar einn helstí ráðamaöur
Alþýðubandalags talar um aukið
jafnrétti, þvert gegn reynslunni.
Gangbrautar-
varslaíReykjavík
Gunnar Halldórsson skrifar:
Mikil hætta stafar af akstri ahs
konar farartækja um götur borg-
arinnar og mega fuhorðnir hafa
sig alla viö að vera ekki eknir
niöur, hvað þá börnin sem þurfa
mjög oft aðfara yfir akstursgötur
á leið í skóla. Væri ekki athug-
andi að fjölga eförlitsmönnum
eða svokölluðum gangbrautar-
vörðura við gangbrautir í borg-
inni og auka þannig öiyggi allra
vegfarenda? Þarna gæti og skap-
ast vinna fyrir atvinnulausa.
Ef mig minnir rétt þá mun vera
einn vörður við gangbraut í
Reykjavík, þ.e. við Langholtsveg.
Ég skora ó yfirvöld að taka þetta
til athugunar sem allra fyrst.
Tvenns konar viðhorf
Gísli Sigurjónsson hringdi:
í DV 24. þ.m. las ég tvær kjall-
aragreinar og vom báðar um
sæstrengsmáhð. Önnur var eftir
Guðmund G. Þórarinsson sem
færði rök með tilkomu og fram-
kvæmd þessa verks. Hin var eftir
Hjörleif Sveinbjörnsson sem
mælti á móti sæstrengsfram-
kvæmdum af miklum móð. -
Þarna komu fram tvenns konar
viðhorf sem vert er að taka eftír.
- Annars vegar framsýni inn í
tækniöld sem íslendingar hljóta
að fylgja. Hins vegar úrtölur sem
við íslendingar getum ekki byggt
á ef við ætlum ekki að dragast
aftur úr og verða útundan. Ég tel
að sæstrengur héöan getí aflað
okkur verulegra og varanlegra
tekna ef rétt er á málum haldið.
Óþörfgengis-
Egjgert ólafsson hringdi:
Eg hef ekki áður vitað til þess
að gengisbreyting íslensku krón-
unnar væri háð gengisbreytingu
í Portúgal eða á Spáni og ennþá
síður i Svíþjóð. Gengisfellingin
nú var fullkomlega óþörf. Hún
setur þjóðfélagiö úr skorðum og
menn gleyma öllu sem heitir
stöðugleiki og veröbólguhjöðnun.
- Hörmuleg endalok þetta.
KennKalan
Ólöf hringdi:
Ég fæ sent heim til min félags-
blaö VR eins og íjölmargir aðrir
félagsmenn í þessu stóra laun-
þegafélagi. En eitt finnst raér
skrítíð og sætti mig ekki við. Þaö
er að kennitala mín skuli birtast
á utanáskriftinni ásamt nafni og
heimihsfangi.
Ég hélt satt aö segja aö kennital-
an væri nokkuð sem öðrum væri
ekki heimilt að nota nema í þeim
tilvikum þar sem hennar er þörf
vegna persónulegra aöstæðna í
viðskiptum eða slíkum tilvikum.
- Ég tek fram að fleiri en ég hafa
furðað sig á þessu fyrirkomulagi
hjá VR.