Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Qupperneq 24
32
FÖSTUDAGUR -27. NÓVEMBER 1992.
Staða Islands
um aldamót?
Þá hefur tillaga stjómarandstöð-
unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu
um EES-samninginn verið felld á
Alþingi. Ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar er nú ekki á þeim buxunum
að láta vitlausa þjóð snúa á sig.
Æ, Æ, hvað það var sorglegt, hve
utanríkisráöherra varð mæddur
þegar einum ræðumanni á Alþingi
hraut af vömm þessi gamalkunna
ljóðlína: „Svík þú aldrei ættland
þitt í tryggðum“.
Nú var það svo að ég heyrði ekki
alit sem þarna fór fram og leit á
þetta sem holla áminningu til þing-
manna þar sem nú hggur fyrir á
Alþingi samningur til samþykkis
eða synjunar sem felur í sér mikið
fuUveldisafsal og háskalegar þjóð-
félagsbreytingar á mörgum sviðum
og vitað er að ríkisstjómin ætlar
að reyna að knýja fram með valdn-
íðslu.
Það var áhrifamikið atriði þegar
utanríkisráðherra steig í pontu og
lýsti óánægju sinni yfir því að
ræðumaður hefði ekki verið víttur
fyrir að bera sig þeim brigslum að
svíkja eða vilja svíkja land sitt.
Ja, það er nú svo, forseti þingsins
kvaðst engin ósæmileg orð hafa
heyrt. Þannig tek ég undir það af
fullri sannfæringu að ég heyrði
ekkert annað í þessari ræðu en það
sem mér virtist heilsusamleg
ábending ef þingmenn væra eitt-
hvað slappir í mati sínu á stjómar-
skrá lýðveldisins og fullveldisaf-
sah. - En þarna stóð svo utanríkis-
ráðherra hnípinn í ræðustól, helst
að skilja varnarlaus.
Kjallariim
Aðalheiður Jónsdóttir
verslunarmaður
Þetta var að sjálfsögöu gaman-
laust að glingra við fyrir ráðherra
sem var eins og hann vissi ekki sitt
ijúkandi ráð. Því sá forseti þingsins
þann kost vænstan að víta ræðu-
mann. Sálarró utanríkisráðherra
varð að bjarga, hvað sem það kostaði.
Valdahroki
Líklega á valdníðsla ríkisstjómar
Davíðs Oddssonar sér enga hhð-
stæðu nema þar sem lýðræði er
óþekkt hugtak. - Að taka ekki tillit
tU kröfu um þjóðaratkvæða-
greiðslu og ætla að keyra samning-
inn í gegn með einfóldum meiri-
hluta, þó að hann brjóti gegn
stjómarskránni, eru svo gerræðis-
leg vinnubrögð að erfitt er að trúa
að shkt geti gerst þó að póhtískt
siðgæði hér á landi kunni að vera
heldur í knappara lagi.
í öllum þeim löndum sem hafa
verið að semja um aðild að EES
þarf annaðhvort þjóðaratkvæða-
greiðslu eða stóraukinn meirihluta
á þingi % eða th samþykkis, ein-
mitt vegna fuhveldisafsalsins. En
utanríkisráðherra íslands hefir
vahð blekkingaleiðina: „Allt fyrir
ekkert“. - Ekkert fuhveldisafsal,
aðeins venjulegur viðskiptasamn-
ingur, hina stundina að vísu marg-
brotinn og yfirgripsmikih mihi-
ríkjasamningur, ólíkur öhum öðr-
um sem gerðir hafa verið síðan lýð-
„I öllum þeim löndum sem hafa verið
að semja um aðild að EES þarf annað-
hvort þjóðaratkvæðagreiðslu eða stór-
aukinn meirihluta á þingi, 2/3 eða % til
samþykkis, einmitt vegna fullveldisaf-
salsins.“
„Allt virðist benda i þá átt aö þessi samningur hljóti samþykki Alþingis
þar sem ekki þarf nema einu atkvæði fleira með en á móti,“ segir grein-
arhöfundur.
veldi var stofnað á íslandi! Margt
fleira mætti nefna af ómerkUegum
málflutningi þótt það verði ekki
gert hér en oft er eins og gleymst
hafi það sem áður var sagt eða gert
og það er alvarlegt mál þegar utan-
ríkisráðherra á í hlut sem er að
gera örlagaríkan mUhríkjasamn-
ing fyrir þjóð sína.
En það hlýtur að verða ófrávíkj-
anleg krafa íslendinga að fá heiðar-
legar og réttar upplýsingar um
samninginn en sætta sig ekki við
það eitt að greiða stórfé fyrir að
láta blekkja sig.
Við mótmælum!
Ráðherrar hafa haldið því fram
að það sé aðeins hlutverk Alþingis
að taka ákvörðun í þessu máli - að
tíl þess hafi það umboð þjóðarinn-
ar. Þetta vita þeir að er blekking.
Ef þeir hefðu flutt þjóðinni þann
boðskap fyrir kosningar að þeir
ætluðu að bijóta gegn stjómar-
skránni og franiselja stóran hluta
framkvæmdavalds, löggjafarvalds
og dómsvalds tíl skrifræðisins í
Brassel sætu þeir ekki í valdastól-
um á íslandi núna. Ég ætla að
minnsta kosti ekki að trú því að
íslendingar séu orðnir svo þræl-
lundaðir.
AUt virðist benda í þá átt að þessi
samningur hljóti samþykki Alþing-
is þar sem ekki þarf nema einu
atkvæði fleira með en á móti. Ef
slíkt getur gerst hér sem hvergi
annars staðar þekkist að örlög
þjóðar séu ákveðin með slíkum
endemum, sýnist mér að of lítið
fari fyrir andstæðingum samnings-
ins hjá þeirri gamalvirtu stofnun.
Einu sinni var sagt undir svipuð-
um kringumstæðum: „Vér mót-
mælum allir“ - og það þarf þjóðin
að segja ef Alþingi afgreiðir samn-
inginn með samþykki. Hún verður
að krefjast þess að fá sjálf að greiða
atkvæði um þetta örlagaríka mál.
Aðalheiður Jónsdóttir
Menning
Hið blauta bóhemlíf
Samkvæmt gamalh khsju á Ustamaðurinn að deyja
ungur og vera gjarnan undir áhrifum vímuefna á
þeirri leið sem óhjákvæmhega endar á hinsta stefnu-
mótinu.
Formúlan á sér að sjálfsögðu rætur í Uðnum vem-
leika. Dæmin úr fortíöinni eru kimn.
En af og til gengur khsjan aftur.
Ævintýrabókin um Alfreð Flóka segir einmitt frá
lífi hstamanns sem deyr ungur, 48 ára, og er iðinn við
drykkjuna aht til hins síðasta.
Nína Björk Ámadóttir, höfundur bókarinnar, segir
Bókmenntir
Elías Snæland Jónsson
hér frá persónulegum kynnum sínum af Ustamannin-
um og hans nánustu og einkennist sú frásögn af sterk-
um tilfinningum. Jafnframt rekur hún viðtöl sín við
marga vini hans, kollega og ástkonur og birtir kafla
úr bréfum sem hann skrifaði, einkum á yngri áram.
Loks eru hér mörg Ijóð sem Nína hefur ort um hsta-
manninn og samferðamenn hans, teikningar eftir
Flóka af sjálfum sér og öðrum sem koma við sögu og
allmargar Ijósmyndir.
Alfreð Flóki fæddist fyrir stríð, 1938, og komst því
til þroska á sjötta áratugnum. Þá var í tísku að hsta-
menn í Reykjavík reyndu að lifa svoköhuðu bóhemlífi
að erlendri fýrinnynd. Aðahega fólst þetta í sérvisku-
legum klæðaburði, gáfulegum samtölum á veitinga-
stað að Laugavegi 11 og tíðum samkvæmum þar sem
Bakkus var blótaður ótæphega. Flóki féh strax á ungl-
ingsárum inn í þessa mynd - ákveðinn í að verða hsta-
maður og sannfærður um eigin ágæti. Þá þegar sökkti
hann sér í bækur um furður og afbrigðUegheit, svo
sem satanisma og galdra. Úr þeim jarövegi spratt sú
myrka draumaveröld sem birtist í teikningum hans.
Frá því Alfreð Flóki fór nítján ára til Kaupmanna-
hafnar tíl framhaldsnáms var hann um árabU með
annan fótinn í Danmörku en hinn á íslandi. Hann
teiknaði oft af krafti en lifði þó fyrst og fremst hinu
blauta bóhemlífi. Um það vitna margir samferðamenn
hans hér í ítarlegum upprifjunum þar sem rauði þráð-
urinn er vín og konur og meira vín.
í endurminningum vinanna birtast óhkar hhðar
Alfreð Flóki við opnun sýningar.
mannsins. Hann er skemmtUegur drykkjufélagi, góður
sögumaður, afar fróður um myrkar hliðar mannlífs-
ins. En hann er upp á aöra kominn með aUa verald-
lega hluti (bóheminn mikh í Kaupmannahöfn sendi tíl
dæmis skítugt tau sitt heim tíl Islands til þvottar hjá
mömmu) og virðist gegnsýrður sjálfselsku þess sem
telur snilhgáfuna hefja sig yfir sum þau lögmál sem
venjulegt fólk reynir að fara eftir í mannlegum sam-
skiptum. Og með árunum varð drykkjan að sýki.
Það segir hins vegar mikið um persónuleika Alfreðs
Flóka að viðmælendur Nínu Bjarkar minnast samvist-
anna við þennan sérstæða hstamann með ljúfsárri
eftirsjá - nema reyndar eiginkona hans tíl sjö ára,
Annette, sem virðist enn í sárum eftir sambúðina.
í þessari „ævintýralegu" ævisögu ægir saman beinni
frásögn, viðtölum, bréfum og ljóðum. Á mjög persónu-
legan og gjaman tUfinningaþranginn hátt tengir Nína
Björk þetta fjölbreytta efni saman í forvitnUega heUd-
armynd af óvenjulegri listamannsævi.
Ævintýrabókin um Alfreó Flóka.
Höfundur: Nina Björk Árnadóttir.
Forlaglö, 1992.
Bryndís slær í gegn
Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsveit íslands héldu tónleika í Háskóla-
bíói í gærkvöldi. Þar lék Sinfóníuhljómsveitin undir stjóm Thomas Baldn-
er frá Bandaríkjunum. Einleikari á sehó var Bryndís Haha Gylfadóttir.
Flutt vora verk efiir Jón Nordal og Antonin Dvorak.
Tónleikamir voru haldnir í tílefni af veitingu TóiUistarverðlauna Rikis-
útvarpsins 1992. Útvarpshlustendum mun vera vel kunnugt að í sumar
fór fram samkeppni á vegum útvarpsins um verðlaun fyrir frammúrskar-
andi tónhstarflutning. Þá vora einnig veitt heiðursverðlaun fyrir áralöng
merk störf í þágu íslenskrar tónmenningar. Fyrrgreindu verðlaunin komu
í hlut Bryndísar HöUu Gylfadóttur seUóleUiara en þau síðamefndu hlaut
Jón Nordal tónskáld. Dómnefnd skipuð valinkunnu tónhstarfólki og und-
ir forystu Guðmundar EmUssonar, tónhstarstjóra Ríkisútvarpsins, valdi
sigurvegarana, en Heimir Steinsson útvarpsstjóri afhenti verðlaunin í lok
tónleikanna. Framkvæmdasljóri keppninnar var Tómas Tómasson og var
hann jafnframt kynnir á tóiúeikunum.
Flestir munu vera um það sammála að þau Jón og Bryndís hafi verið
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
vel að verðlaununum komin. Réttmæti valsins var vel staðfest á tónleik-
unum. Verkin tvö sem flutt voru eftir Jón Nordal, Leiðsla og Chorahs,
era dæmi um það besta sem gerist í íslenskri tónhst. Þau era bæði hríf-
andi falleg, byggð á vandvirkni, þekkingu og góðum smekk. SehóleUcur
Bryndísar í sehókonsert Dvoraks var með þeim ágætum sem menn að
jafnaði búast aðeins við hjá hinum frægustu stjömum. Bryndís hefur
aht sem máh skiptir fyrir einleikara, tækrúlegt öryggi, gullfaUegan tón,
fjölbreytta og blæbrigðaríka túlkun og aðlaðandi fas. Hlutur hljómsveitar-
innar var einnig góður á þessum tónleikum. Verk Jóns Nordal fengu t.d.
góðan flutning, einkum Leiðsla. Það hefur vakið athygh hve Ríkisútvarp-
ið hefur mikla trú á ágæti hljómsveitarstjóra í hópi kennarahðs tónhstar-
skólans í Bloomingtonbæ í IndianarUci í Bandaríkjunum. Svo virðist sem
útvarpið leiti jafhan þangað vestur þegar mikið stendur til. Thomas Baldn-
er sýndi ekki, frekar en kohegar hans á síðustu útvarpstónleikum, nein
óvenjuleg tílþrif en komst samt vel frá sínum starfa. Stundum kom fyrir
ónákvæmni og virtist þá eins og hljómsveitin fylgdi honum ekki alveg.
Margt annað hljómaði hins vegar mjög faUega.
Stundum sjást blaðagreinar þar sem skrifað er á móti verðlaunaveiting-
um í listum með þeim rökum að ekki sé hægt að dæma listafólk með slík-
um hætti. En það er misskilningur að nokkur sé dæmdur meö verðlauna-
veitingu. Það eitt er sagt að sá sem verðlaunin hlaut hafi unnið gott verk.
Um þá sem ekki fengu verðlaun er ekkert sagt og ekkert dæmt. Kannski
fá þeir verðlaun seinna. Verðlaun vekja athygh á Ustinni og verka upp-
örvandi á þann sem þau hlýtur. Hvort tveggja er af hinu góða. Óhætt er
að óska Rfldsútvarpinu til hamingju með Tónvakann og Tónlistarverð-
launin og þakka Guömundi Emilssyni tónhstarstjóra og samstarfsfólki
hans vel heppnaða framkvæmd.