Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 32
 K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglysingar Frjálst,óháö dagblaö FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992. Bændur hafna aukn> um álögum Stjóm Stéttarsambands bænda hafnar álögtnn á búvöruframleiðsl- una og lækkun endurgreiðslna ríkis- ins á virðisaukaskatti í tengslum við fyrirhugaðan niðurskurð ríkis- stjómarinnar í ríkisfjármálum. Til stendur að skeröa landbúnaðarfram- lög á næsta ári um 250 milljónir. Á fundi í gær lýsti stjómin sig til- búna til viðræðna við stjómvöld um framkvæmd búvörusamnings að því er varðar frestun framlags í Fram- leiðnisjóð og fyrirkomulag á greiöslu vaxta- og geymslugjalds vegna kindakjöts. -kaa Rættum heildar- samtökíiðnaði . Viöræður em í gangi um að Félag íslenskra iönrekenda, Landssam- band iðnaðarmanna, Verktakasam- bandið og Félag íslenskra prentiðn- aðarins, ásamt smærri félögxnn, gangi í eina sæng og myndi heildar- samtökiðnaðarins. -Ari TapgegnSvíum Svíar sigruðu Islendinga, 2'A-lA, í 6. umferð EM í skák í gær. Jóhann, Margeir og Hannes geröu jafntefli en Jón L. tapaði. Rússar unnu Armena, þ'A-'A, og hafa góða fomstu, 17 'A v. ísland hef- ur 12 A v. og er rétt fyrir ofan miðju. 34þjóðirtakaþáttímótinu. -hsím Góssiðúr fríhafnar- pokunum ' Það var í nógu að snúast hjá toll- vörðunum á Akureyri þegar þeir þurftu að taka góss upp úr 130 frí- hafnarpokum og raða því aftur í hill- urnar. Ástæöan var sú aö farþegar í beinu flugi milh Akureyrar og Edinborgar lentu í ófærðarhrakningum á heim- leið. Þeir urðu aö lenda í Keflavík og taka rútu norður. Þeir versluðu í fríhöfninni syðra, eins og góðra ferðalanga er siður. Þar með vora þeir komnir með tvöfaldan skammt af tollfrjálsum varningi því að áður en þeir fóru höfðu þeir keypt sinn skammt á flugvellinum á Akur- eyri fyrir samtals htlar 700 þúsund krónur. * Þeir urðu því að skila Akureyrar- skammtinum sem þeir fengu endur- greiddan. -JSS LOKI Þessu hafa menn ekki hafnað fríviljugir! Þróunarsjóður sjávarútvegsins: var aldrei spurð y i » „Við sem eigum sæti í nefndinni vorum aldrei spurðir um þetta enda hafði nefhdin ekki komið saman í um þtjár vikur áður en gengið var frá þessu," sagði einn fuhtrúa í tvíhöfðanefhdinni, en á fundi nefndarinnar í gær voru for- menn hennar, Þröstur Ólafsson og Magnús Gunnarsson, gagnrýndir fyrir að hafa ekki haft samráö við nefndarmenn áður en þeir sam- þykktu aögerðir rikissljómarinnar i sjávarúu'egsmálura. Magnús Gunnarsson er erlendis og ekki náðist í Þröst Ólafsson vegna þessa máls. „Þeir áttu að kynna þetta sem tihögu formanna nefndarinnar en ekki sem tillögu nefndarinnar sjálfrar þvi tihögurn- ar eru ekki nefhdarinnar," sagði einn nefndarmanna. Heimiidir DV herma að þær um- ræður, sem fóru fram í tvihöfða- nefndinni, hafi verið talsvert á ann- an veg en þær aðgerðir sem ákveð- iö hefur verið að grípa til. Veiði- leyfagjald var rætt í nefhdinni, en mikiö bar á milli fulltrúa Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. „Sjálf- stæðismennimir vildu ræða gjald- ið en mér virtist sem þeir hefðu aldrei viljaö samþykkja það. Þró- unargjaldið er því meira en við gátum átt von á,“ sagði krati í nefhdinni. Heimildir DV herma að formenn nefndarinnar beri því við að flýtir- inn í lok síðustu viku hafi orðið til þess að ekki var hægt að kaha nefndina saman til að taka afstööu til hugmyndanna sem þá lágu fyrir og ríkisstjórnin ákvað á sunnudag aö láta koma til framkvæmda. -sme Verðstríð magnast: Eggja- verð í 132 krónur Verðstríö á eggjamarkaði magnað- ist í gær og er kílóið nú komið í 132 krónur í Bónusi. í fyrrakvöld lækkaði Mikhgarður eggjaverðið í 149 krónur eða 144 krónur með staðgreiðsluafslætti. Þessu svaraði Bónus viö opnun á hádegi í gær og setti verðiö niður í 132 krónur hvert kíló. Að sögn Þórðar Sigurðssonar, verslunarstjóra í Miklagarði, mun verðið haldast í 144 krónum fram yfir helgi eða meðan birgðir endast. Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónusi sagði að þeir myndu lækka sig áfram ef þyrfti til þess að vera lægstir. í Fjarðarkaupum var verð ennþá 198 krónur fyrir hvert kíló í gær og sama verð hjá Hagkaupi og Kaup- stað. -JJ Klofningur ungra framsóknarmanna: Naumur meirihluti á móti EES-samningi Ungir framsóknarmenn bera virð- ingu fyrir stjómarskránni og telja að enginn vafi megi leika á hvort EES-samningurinn brjóti gegn henni. Því leggst miðstjóm SUF gegn samningnum um hið evrópska efna- hagssvæði. Þetta var niðurstaða mið- stjómar Sambands ungra framsókn- armanna í gærkvöldi. Djúpstæður klofningur er um EES innan miðstjómar SUF. Á fundinum, sem stóð langt fram á nótt, skiptu miðstjómarmenn sér í nánast tvær andstæðar fylkingar um máhð. í at- kvæðagreiðslu höfðu andstæðingar samningsins þó yfirhöndina og fengu tihögu sína samþykkta með tveggja atkvæða mun. í haust fehdi SUF að hafna EES-aðild. um Eftir fundinn mátti heyra á mörg- miðstjómarmönnum að þeir væm ósáttir. Niðurstaðan endur- speglaði ekki viðhorf ungs fólks inn- an Framsóknarflokksins því ljóst væri að samningurinn opnar marga möguleika fyrir þaö í framtíðinni. „Þaö er mikill ágreiningur um mál- ið,“ sagði Sigurður Sigurðarson, formaður SUF. Á miðstjórnarfundinum stóð einn- ig til að afgreiða tillögu frá landbún- aðarnefnd ungra framsóknarmanna. Hún gerir meðal annars ráð fyrir að opinberri íhlutun verði hætt. Agrein- ingur varð um tihöguna og var ákveðið að fresta afgreiðslu þar. til eftir flokksþing Framsóknarflokks- inssemhófstímorgun. -kaa Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í dótturfyrirtæki Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda í Frakklandi aðfaranótt fimmtudags- ms. Sigurður Pálsson yfirtollvörður og Friðrik Adolfsson, frihafnarstjóri á Akur- eyri, tina úr pokunum upp í hillurnar. DV-mynd GVA Vaktmaður varð eldsins var en eld- urinn hafði náð að breiðast út um skrifstofu fyrirtækisins þegar slökkvistarf hófst. Ahs tók slökkvi- starfið um átta klukkustundir. Mikl- ar skemmdir urðu á skrifstofuhús- næðinu en ekki er fullkannað hversu miklar skemmdir urðu á fiskbirgð- um fyrirtækisins af völdum reyks. Ljóst er að birgöatjón er talsvert en auk þess hlýst óbeint tjón af fram- leiðslustöðvun sem kemur sér iha á háannatíma. Fjórir íslendingar vinna hjá dótt- urfyrirtækinu, Nord Morue, en ahs em starfsmennirnir 125 talsins. -ból Veðrið á morgun: Frost víð- ast á bilinu 1-7 stig Á hádegi á morgun verður suð- læg átt, víðast fremur hæg. Élja- gangur sunnanlands og vestan en annars þurrt og léttskýjað veður á Norðaustur- og Austurlandi. Frost víðast á bilinu 1-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 ÖRYGGISKERFI fyrir heimili 9.1- 29399 VARI 7VOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.