Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: 1. Borgarbraut 28, Borgarnesi, þinglýst eign Kristjáns Ásbergs Reynisson- ar, eftir kröfu Sjóvár-Almennra hf., innheimtumanns ríkissjóðs í Borgarnesi og Lífeyrissjóðs Vesturlands, fimmtudaginn 3. desember 1992 kl. 13.00. 2. Brákarbraut 3, Borgarnesi, þinglýst eign Alþýðubandalagsins í Borgar- nesi, eftir kröfu Iðnlánasjóðs, fimmtudaginn 3. desember 1992 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN i BORGARNESI Greiðsluáskorun Innheimtumaður ríkissjóðs í Rangárvallasýslu skorar hér með á gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. nóvember 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Um er að ræða eftirtalin gjöld: Tekjuskattur, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingar- gjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatrygg- ingagjald skv. 20. gr., atvinnuleysistryggingargjald, kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launa- skattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald öku- manna, þungaskattur skv. ökumælum, virðisauka- skattur, þ.m.t. viðbótar- og aukaálagning virðisauka- skatts vegna fyrri tímabila og staðgreiðsla opinberra gjalda. Einnig gjaldfallin og ógreidd útsvör, aðstöðugjöld og fasteignagjöld fyrir ofangreint tímabil sem inn- heimtumaður innheimtir fyrir sveitarfélög samkvæmt sérstökum samningum. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum ofangreindra gjalda að liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar þessarar. Hvolsvelli 25. nóvember 1992. Sýslumaður Rangárvallasýslu. HAGST0FA ÍSLANDS - ÞJÓÐSKRÁ Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desemb- er. Mikilvægter að lögheimili sé réttskráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bæki- stöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismum sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda, er ekki breyting á fastri bú- setu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hag- stofu Islands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími: 91-609850 Bréfasími: 91-623312 Utlönd Bill Clinton, verðandi Bandaríkjaforseti, sýndi á sér alþýðlegu hliðina í tilefni af þakkargjörðardeginu í gær. Hann fór í kvennaathvarf og skar þar kalkúninn fyrir heimilisfólkið, talaði um neyðina í Sómalíu og settist að krásum á heimili SÍnu. Simamynd Reuter Alþýölega útgáfan af Bill Clinton, verðandi forseta: Skar kalkúninn í kvennaathvarfi - og tók þátt 1 fjáröflunarhlaupi á vegum KFUM „Ég sigraöi í mínum aldurs- og fitu- flokki," sagði Bill Clonton, veröandi Bandaríkjaforseti, eftir að hann kom í mark átta mínútum á eftir sigurveg- aranum í árlegu fjáröflunarhlaupi KFUM í Little Rock í Arkansas. Læknar Clintons segja að hann verði að léttast um 4,5 kíló. Clinton dró að sér ómælda athygli í hátíðahöldum gærdagins í tilefni af þakkargjörðardeginum sem er einn helsti hátíðisdagurinn vestra. Eftir að forsetaefnið hafði hlaupið fimm kílómetra fór hann í kvennaat- hvarf í Little Rock og skar þar hinn hefðbundna kalkún fyrir heimihs- fólkið. Að því loknu fór hann í at- hvarf fyrir heimilislaust fóik. Bandarískir fjölmiðlar taka Chn- ton nú þegar sem hann væri orðinn forseti og hann og fjölskyldan í ríkis- stjórabústaðnum í Little Rock eru farin að skyggja á Bush og hans fólk í Hvíta húsinu. ítarlegar frásagnir birtust um hvað var á borðum í þakk- argjörðarmáltíð Chntons. Sumir tóku th þess að hann hafði áður um daginn talað um neyð fólks í Sómahu. Heima svignuðu borð und- an krásunum og verðandi forseti slappaði af við beina útsendingu frá fótboltaleik eftir að hafa etið sig mett- an. Engur sögur fór hins vegar af athöfnum kattarins Sokka enda er hann í fréttabanni. Clinton gerir um helgina hlé á und- irbúningi sínum fyrir valdaskiptin í janúar. Hann sagði fréttamönnum að þess væri skammt að bíða aö ákvörðun lægi fyrir um hverjir yrðu ráðherrar. Clinton ætlar að undirbúa stjórnarskiptin vel og tryggja að al- menningur taki eftir breytingum þegar hann sest að í Hvíta húsinu. Reuter Verkamannaflokkurinn sigraöi í kosningunum á írlandi: Irskir kjósendur vilja skipta um ríkisstjórn írskir kjósendur sneru baki við stjómmálaflokkunum tveimur, Fianna Fail og Fine Fael, sem hafa ráðið öllu í írskum stjórnmálum í rúma hálfa öld. Þess í stað veittu þeir Verkamannaflokknum, sem hef- ur verið í stjórnarandstöðu, og leið- toga hans, Dick Spring, brautar- gengi. Svo virðist sem kjósendur æth einnig að hafna tihögum stjómarinn- ar um að aflétta ahsheijarbanni við fóstureyðingum og leyfa þær þegar líf móðurinnar er í hættu. Aftur á móti bentu fyrstu úrsht í gær th þess að kjósendur samþykktu að leyfa konum að ferðast th útianda th að gangast undir fóstureyðingu og veita þeim aðgang að upplýsing- um um fóstureyöingar erlendis. Dick Spring, sem er 42 ára og fyrr- um landshðsmaður í rúgbý, sagði að Það er ekki létt verk að telja atkvæð- in i írsku kosningunum, ef marka má viðbrögð þessa manns. Símamynd Reuter fimmtán prósenta fylgisaukning Verkamannaflokksins táknaði „vatnaskh í írskum stjórnmálum". Framimdan eru erfiðar stjórnar- myndunarviðræður. Albert Reyn- olds forsætisráðherra sagði að hann mundi berjast hart th að halda sæti sínu. Hann mun fara á fjörurnar viö Spring og reyna að fá flokk hans til samstarfs. Spring hefur annað stjómarmynst- ur í huga, eins konar þjóöstjórn með Fine Gael og Framsæknum demó- krötiun. John Bmton, formaður Fine Gael, sagði að þjóðin vhdi greinhega að skipt yrði um stjóm. Allt bendir til þess að Verkamanna- flokkurinn fái 32 þingsæti, tvöfalt fleiri en hann var með. Búist er við að Fianna Fah fái 70 sæti, tapi sex, og að Fine Gael fá 48, tapi sjö. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.