Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 13
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992. 13 Sviðsljós Affmælisbarnið í ffaðmi ffjölskyldunnar. F.v. Bryndís, Hörður, Sara Mildred og Rita Kárason. DV-myndir ÞÖK Fertugur fótboltakappi Höröur Hilmarsson, starfsmaður hjá Úrvali-Útsýn, fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í Félagsheimili Vals við Hlíðarenda um síðustu helgi. Margt góðra gesta heimsótti Hörð á þessum tímamótum og sérstaklega voru félagar úr íþróttaheiminum áherandi enda er afmælisbamið landskunnur íþróttamaður. Hörður á langan feril að baki í íþróttum. Hann varð m.a. ís- lands- og bikarmeistari með Vai í knattspyrnu, var atvinnumað- ur í Svíþjóð um tíma og lék fjórtán landsleiki. Hann lék einnig handknattleik og hefur verið þjálfari í háðum þessum greinum. Hörður er nú þjálfari 1. deildar liðs FH í knattspyrnu. Björg Bjarnason, Sveinn Guðjónsson og Viðar Halldórsson voru í afmælinu. Kristjana Skúladóttir, Hörður Gunnarsson, Hrönn Björnsdóttir og Eyjólfur Sigurðsson heilsuðu upp á afmælisbarnið. wwwwv ÁFENGISVARNARÁÐ @BLINAÐARBANKI ÍSLANDS LANDSSAMBANDIÐ GEGN ÁFENGISBÖLINU RAUÐI KROSSINN UMDÆMISSTÚKA SUÐURLANDS NR. 1 VINABÆR HVAÐ ÆTLAR * Afl GERA? - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst herldarneysla 13 -19 ára stúlkna á áfengum drykkjum um 6%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst heildarneysla 13 -19 ára drengja á áfengum drykkjum um 63%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins hefur upphafsaldur áfengisneyslu lækkað með ógnvænlegum hraða? - Veist þú að þriðja hver fjölskylda á um sárt að binda af völdum áfengisneyslu einhvers eða einhverra í fjölskyldunni? - Er ekki tímabært að staldra við á Bindindisdegi fjölskyldunnar og spyrja sig: Hvaða framtíð kýs ég börnum minum? Hver er framtíð fjölskyldunnar? Árleg söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefst á Bindindisdegi fjölskyldunnar. Hvernig væriað halda upp á daginn með því að gefa andvirði einnar bjórkippu í söfnunina? Bindindisdagur fjölskyldunnar - ekki bara í dag! ra ro c c E < ÞINGSTÚKA REYKJAVÍKUR I. O. G. T. STÓRSTÚKA ÍSLANDS HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.