Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Eðlileg mótmæli Þegar ráðherramir gerðu grein fyrir efnahagsaðgerð- um sínum í upphafi þessarar viku kynntu þeir tillögur sínar um stofnun Þróunarsjóðs sem á að standa undir úreldingu skipa og fiskvinnsluhúsa í framtíðinni og vera upphaf að nýrri stefnu í sjávarútvegsmálum. Sú stefna felur í sér gjaldtöku af útgerðinni, svokallað þró- unargjald, og er það túlkað sem vísir að því veiðileyfa- gjaldi sem togast hefur verið á um í langan tíma. Ráðherramir kynntu þetta mál þó með mismunandi hætti. Forsætisráðherra lagði áherslu á að hér hefðu tekist sættir um sjávarútvegsstefnu sem bindur enda á deilur á þessum vettvangi en hafði ekki fleiri orð um þennan þátt efnahagsaðgerðahna. Utanríkisráðherra taldi hinn nýja Þróunarsjóð vera merkustu ákvörðun ríkisstj ómarinnar sem upp úr stæði eftir að aðrar aðgerð- ir væm löngu gleymdar. Á báðum ráðherrunum var að skilja að samkomulag hefði tekist um þessa niðurstöðu meðal hagsmunaaðila og innan þeirrar nefndar sem hef- ur haft það verkefni að móta nýja sjávarútvegsstefnu. Nú hefur annað komið í ljós. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hef- ur lýst yfir algjörri andstöðu sinni við þær hugmyndir að útgerðin taki á sig þær byrðar sem Þróunarsjóðnum er ætlað að taka yfir frá Hagræðingarsjóði og Atvinnu- tryggingarsjóði. Hann hafnar þeirri gjaldtöku og segir að slíkt hafi aldrei verið orðað við sig né nokkra þá aðra sem að öðm leyti vom hlynntir stofnun sjóðsins. Þessi viðbrögð Kristjáns era að ýmsu leyti skiljanleg. Útgerðin hefur af hagsmunaástæðum verið því mótfall- in að greiða veiðileyfagjald. Og hún ber enga ábyrgð á þeim skuldum sem stofnað hefur verið til með þeim sjóð- um sem fyrrverandi ríkisstjóm setti á laggimar til bjargar sjávarútvegsfyrirtækjum sem sum hver hafa aldrei átt sér viðreisnar von og skulda enn nær átta milljarða í fyrmefnda sjóði. Kristján minnir á að útgerð- in bað ekki um sjóðasukk fyrrverandi ríkisstjórnar, Sjálfstæðisflokkurinn var allan tímann þeim mótfalhnn og nóg sé samt fyrir útgerðina að greiða gjald í Þróunar- sjóðinn til úreldingar þótt ekki sé bætt við þeim skuldum sem hlaðist hafa upp á hðnum árum vegna synda sem útgerðinni em óviðkomandi. Hér í blaðinu hefur verið lýst yfir fylgi við gjaldtöku af aflaheimildum. Sú afstaða hefur verið rökstudd með vísan til þess að fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar en' ekki einkaauðhnd öfárra útgerðarmanna. Hér er hins vegar svo stórt mál á ferðinni að gjaldtaka af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir verður að hafa aðdrag- anda og um hana verður að nást sæmileg sátt í þjóðfélag- inu. Vera má að útgerðarmenn séu sérhagsmunahópur sem hti þröngt á sína hagsmuni og Kristján Ragnarsson hefur oft verið sakaður um einarða en einhhða afstöðu í málflutningi sínum. En hvaða hagsmunahópur í land- inu htur ekki til þess sem honum stendur næst? Og hvaða sanngirni er í því að fá útgerðarmenn til að sam- þykkja gjaldtöku og ná þannig fram mikilvægum áfanga og koma svo aftan að þeim með skuldbindingar sem kunna að stofna þessu stórmáh í hættu? Það kann ekki góðri lukku að stýra. Tihaga ríkisstjómarinnar um Þróunarsjóð hefur fengið jákvæðar undirtektir. En hún má ekki.misnota þann byr með því að keyra yfir þá aðila sem eiga að standa undir hármagni til sjóðsins með því að misnota og misvirða góðan vilja þeirra til samstarfs. Ehert B. Schram Ijóst er að þessi hópur á mikiö þögult fylgi“ segir Gunnar m.a. í greininni Þjóðernisstefna og útlendingar Innflytjendamálin í Þýskalandi eru að vaxa mönnum þar yfir höf- uð. Fyrir hálfum mánuði fóru um 300 þúsund manns í göngu í Berhn til að sýna andúð sína á þeim of- sóknum sem innflytjendur hgfa orðið fyrir en sú ganga leystist upp þegar Weizácker forseti og Kohl kanslari voru grýttir eggjum og úldnum ávöxtum af nokkur hundr- uð óaldarseggjum. Nú síðast voru kona og tvær ungar stúlkur frá Tyrklandi brenndar inni í bænum Mölln og sá atburöur hefur magnað umræður um vandann um allan helming. Þjóðveijar sitja nú undir ámæh um heim allan fyrir uppgang óald- arflokka sem margir kenna sig við nasista þótt flest þeirra ungmenna, sem hlut eiga að máh, hafi sárahtla hugmynd um nasismann. Það eina sem sameinar þetta fólk undir nas- istamerkjum er sú staðreynd að nasistar voru síðasti flokkurinn í Þýskalandi sem hafði þjóðemis- stefnu opinberlega á stefnuskrá sinni en síðan 1945 hefur verið far- ið með þjóðemisstefnu sem maims- morð þar í landi. Ólgan út af innflytjendum er mest í austurhlutanum þar sem kommúnisminn skilur eftir sig at- vinnuleysi, upplausn og vonleysi. Þrátt fyrir allt áhtur þýska lög- reglan að ekki sé nema um 7000 manns að ræða í aht sem standa fyrir óeiröum og ofbeldisverkum en ljóst er að þessi hópur á mikiö þögult fylgi. Opiö land Undirrótin er hin óvenjulega opna stefna Þjóðverja gagnvart flóttamönnum. Hingað til hefur það verið stefnan að allir hafa getáð sótt um hæli á pólitískum forsend- um, enda þótt innan við 7 prósent af flóttamönnum fái á endanum hæli sem póhtískir flóttamenn. En hinir sem ekki fá hæh eru yfirleitt ekki fluttir úr landi heldur eru látnir vera um kyrrt, án fullra borgaralegra réttinda. Á þessu ári munu um 500 þúsund flóttamenn koma til landsins, lang- flestir frá Austur-Evrópu og Balk- anskaga. Þessu fólki er haldið uppi á kostnað ríkisins meðan umsóknir þess eru rannsakaðar en á sama tíma ganga mihjónir atvinnu- KjáUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður lausar, einkum í fyrrum Austur- Þýskalandi. Þama er að leita ástæðnanna fyrir fjandskap viö útlendinga en að sjálfsögðu koma einnig fordómar við sögu. Atburðimir í Mölln em samt fyrsta ofbeldisverkið gegn Tyrkj- um í fjöldamörg ár. Enda þótt Þjóð- verjar séu nærri 80 milljónir sam- tals em allt að 15 mihjónir aðflutt- ar, ýmist Þjóðverjar úr öðrum löndum eða flóttamenn frá fyrri löndum kommúnismans, auk af- komenda farandverkamanna frá Tyrklandi og Júgóslavíu sem flutt- ust þangað í mihjónatali á sjötta og sjöunda áratugnum. - Þessi nýj- asti flóttamannastraumur, ein og hálf milijón síðan Berhnarmúrinn féh 1989, er einfaldlega of mikið. Stjórnarskráin Nú stendur fyrir dyrum að breyta stjórnarskránni þannig að þýskum yfirvöldum verði heimilt aö banna útlendingum að koma th landsins strax á landamærunum. Vegna núverandi stjórnarskrár er öhum veitt viðtaka en síðan rannsakað hvort þeir séu póhtískir flótta- menn, séu af þýskum uppruna eða eigi annan rétt á búsetu. Nú eru aðstæður breyttar og ekki ástæða lengur th að hta á flóttamenn að austan sem flóttafólk undan kommúnisma. Því er ljóst að í kosningunum 1994 verður kosið um stjómarskrárbreytingu þar sem innflutningur útlendinga verður að mestu stöðvaður. Flóttamannavandamáliö er orðið mál málanna í landinu og hefur að áhti þarlendra stjómmálamanna þegar skaðað áht landsins óbætan- lega út á við vegna þeirra öfgaverka sem dvöl þeirra hefur framkahað. Nýtt Weimar? Sumir, þeirra á meðal nokkrir gyðingaleiðtogar, em famir að gera því skóna að sams konar blanda af vonleysi, auðmýkingu og reiöi, sem einkenndi Weimarlýð- veldið og ruddi nasistum braut til valda, sé að verða th í Þýskalandi. Ofsóknir gegn útlendingum séu vitnisburður um annað dýpra vandamál, einkum í austurhlutan- um. Þessu vísa Þjóöveijar á bug. Enginn efi er á því að aðfarir öfgahópa gegn útlendum hafa skaðað álit umheimsins á Þýska- landi, ekki síst vegna þess að þeir fáfróðu og fordómafuhu hópar ung- menna, sem fyrir þessu standa, skreyta sig gjaman með nasista- merkjum og taka sér í munn slag- orð, ættuð frá Hitler. Allt er þetta hið versta mál fyrir Þjóðverja, sem sögu sinnar vegna era dæmdir harðar en aðrir, og knýr stjómvöld th aö taka máhð fóstum tökum. En ekki er annað sýnna en flóttamannastraumurinn muni aukast á næstunni en ekki minnka. Gunnar Eyþórsson „Olgan út af innflytjendum er mest í austurhlutanum þar sem kommúnism- inn skilur eftir sig atvinnuleysi, upp- lausn og vonleysi.“ Styttri kjallaragreinar Kjaharagreinar í DV verða frá ar um 3000 slögum (stafir plús bh DV áskhur sér rétt th að stytta og með 2. desember styttri en milli orða) eða um 500 orðum. aðsendar kjaharagreinar niður í verið hefur. Texti kjaharagreina Þetta mundu vera um 50 hnur á þessa lengd. í blaðinu verður ekki lengri en handritsblaöi ef 10 orð era að 30 dálksentímetrar sem samsvar- meðaltah í hverri hnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.