Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1992, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992.
33
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra svióið kl. 20.00.
KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu
Razumovskaju.
í kvöld, uppselt, miðvikud. 2/12, fimmtud.
3/12.
Ath. Siðustu sýningar.
HAFIÐ eftir Óiaf Hauk
Simonarson
Á morgun, uppselt, föstud. 4/12, nokkur
sæti laus, lau. 5/12, uppselt, lau. 12/12.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir
Thorbjörn Egner.
Lau. 28/11 kl. 14.00, uppselt, sun. 29/11
kl. 14.00, uppselt, sun. 29/11 kl. 17.00,
uppselt, sun. 6/12 kl. 14.00, uppselt, sun.
6/12 kl. 17.00, uppselt, sun. 13/12 kl. 14.00,
uppselt, sun. 13/12 kl. 17.00, uppselt.
Smiðaverkstæðið kl. 20.00.
STRÆTI eftir Jim Cartwright.
Lau. 28/11, laussæti
v/ósóttra pantana, föstud. 4/12. lau. 5/12,
fáein sæti laus, mlðvikud. 9/12, uppselt,
lau. 12/12, fáein sæti laus.
Ath. að sýningln er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning hefst.
Litla sviðið kl. 20.30.
RÍTA GENGUR MENNTA-
VEGINN eftir Willy Russel.
Lau. 28/11, uppselt, flmmtud. 3/12, föstud.
4/12, fáein sæti laus, lau. 5/12, fimmtud.
10/12, föstud. 11/12. lau. 12/12.
Ekki er unnt að hleypa gestum Inn i sal-
inn eftir að sýning hefst.
Ósóttar pantanlr seldar daglega.
Aðgöngumiðar greiðlst viku fyrlr sýningu
ellaseldiröörum.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
að sýningu sýningardaga.
Miðapantanlr frá kl. 10 virka daga i sima
11200.
Greiðslukortaþj. - Græna linan 996160.
LEIKHÚSLÍN AN 991015.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
Sucía, dc S£ammewmoo&
eftir Gaetano Donizetti
Föstud. 27. nóv.kl. 20.00.
UppselL
Sunnud. 29. nóv. kl. 20.00.
Uppselt.
Föstud. 4. des. kl. 20.00.
Sunnud. 6. des. kl. 20.00.
Mlðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00
daglega en til kl. 20.00 sýningardaga.
SÍM111475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKHÚSLÍNAN 99-1015.
LEIKFÉUG
REYKJAVÍKUR
Stórasvlðlðkl. 20.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren
Frumsýning annan i jólum kl. 15.00.
Mlðasalahefstl.des.
Miðaverö kr. 1.100, sama verð fyrir börn
og fullorðna..
Ronju-g jafakort tilvalln jólagjöf!
DUNGANON eftir Björn
Th. Björnsson
í kvöld.
Fáelnsætilaus.
Siðasta sýnlng.
HEIMA HJÁ ÖMMU eftirNeil
Simon.
Laugard. 28. nóv.
Örfá sæti laus.
Fimmtud. 3. des.
Laugard. 5. des.
Siðustu sýnlngar fyrlr jól.
Lltla sviðlð
Sögur úr sveitinni:
eftir Anton Tsjékov
PLATANOV OG VANJA
FRÆNDI
PLATANOV
Laugard. 28. nóv. kl. 17.00.
Uppselt.
Föstud. 4. des. kl. 17.00.
Laugard. 5. des. kl. 17.00.
Siðustu sýnlngar fyrir jól.
VANJA FRÆNDI
I kvöld.
Laugard. 28. nóv.
Uppselt.
Laugard. 5. des.
Sunnud. 6. des.
Siðustu sýnlngarfyrir jól.
Verð á báðar sýnlngarnar saman aðeins
kr. 2.400.
KORTAGESTIR, ATH. AÐ PANTA ÞARF
MIÐA Á LITLA SVIÐIÐ.
Ekkl er hægt að hleypa gestum Inn I salinn
eftir að sýning er hafln.
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir í sima 680680 alla virka
dagafráki. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúslinan, simi 991015.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem
dögum fyrir sýn.
Munið gjafakortin okkar, frábær
jólagjöf.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarieikhús.
eftir Astrid Lindgren
Laugard. 28. nóv. kl. 14.
Sunnud. 29. nóv. kl. 14
Sunnud. 29. nóv. kl. 17.30.
Allra siðasta sýning.
Enn er hægt að fá áskriftarkort.
Verulegur afsláttur á sýningum
leikárslns.
Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn-
arstræti 57, alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga
fram að sýningu. Laugardaga og
sunnudaga
frákl. 13-18.
Símsvari allan sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi I mlöasölu: (96) 24073.
AMAHL
og næturgestirnir
eftir Gian-Carlo Menotti
í Langholtskirkju
Frumsýning 5. des. 1992 kl. 17.00.
2. sýning 6. des. 1992 kl. 17.00.
3. sýnlng 12. des. 1992 kl. 17.00.
4. sýnlng 13. des. 1992 kl. 20.00.
Kr. 750 f. börn, 12001. fullorðna
-Greiðslukortaþjónusta -
Upplýslngar i sima 35750
ÓPERUSMIÐJAN
Tilkyimingar
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð
17. Paravist. Allir velkomnir.
Fjarðartromp
Fimleikafélagið Björk heldur trompmót,
sem nefnt hefur verið Fjarðartromp
.laugardaginn 28. nóv. í Haukahúsinu
v/Flatahraun og hefst kl. 13.30. Þetta er
undirbúningsmót fyrir væntanlegt mót í
trompfimleikum.
Sjómannakaffi, söfn og
harmóníkuspíl í Hafnarfirði
Byggðasafn Hafnarfjarðar, Sjóminjasafn
íslands og veitingahúsið A. Hansen, sem
öll eru í sögufrægum húsum við Vestur-
götu í Hafnarfirði, brydda upp á sam-
starfi næstu fjóra sunnudaga til jóla.
Söfhin eru opin kl. 14-18, A. Hansen býð-
ur upp á kaffihlaðborð og Karl Jónatans-
son Íeikur sjómannalög á nikkuna.
Aðventuhátíð í
Laugarneskirkju
Sunnudaginn 29. desember verður messa
kl. 11 þar sem fyrsta Ijós aðventukransins
verður tendrað. Þá mun Drengjakór
Laugameskirkju syngja. Barnastarfið
verður á sama tima. A sunnudagskvöld
kl. 20.30 verður aðventusamkoma með
fjölbreyttri dagskrá.
Merming
Ýmsar vísur Aðalsteins
Asbergs og Onnu Pálínu
Á mánudagskvöldið var héldu þau Aöalsteinn Ás-
berg Sigurösson og Anna Pálína Ámadóttir tónleika
í Norræna húsinu í tilefni af nýútkominni plötu þeirra,
„Á einu máii“. Aöalsteinn er ljóðskáld og einnig kunn-
ur textahöfundur og mjög eftirsóttur sem slíkur. Undr-
ar það engan sem heyrir Ijóð hans og texta. í textum
hans þetta kvöld skiptust á glettni og alvara og í hvor-
ugu ofgert. Rödd Aðalsteins naut sín eiginlega betur
í söng á tónleikunum en á plötuupptökunum. Hún
hafði þama þá nálægð sem víst er að ekki er verra
fyrir vísnasöngvara að hafa.
Anna Pálína hefur fallega rödd og naut sín vel í
mörgum lögum. Má nefna „Maístjörnuna" viö útlenskt
tangólag og „Lífmu ég þakka“. Á dýpstu tónunum
missti röddin dálítið sjarma sinn. Þetta á Anna ömgg-
lega eftir að laga. Það er eins og það sé krafist meiri
fullkomnunar af söngkonu eins og henni heldur en
raulara eins og manni hennar.
í músík eins og þessari, þar sem áhersla á texta er
meiri en gengur og gerist, vill brenna við að lögin sjálf
bjóði kannski ekki upp á margt óvænt. Þetta er dálítið
algengt með vísnamúsík. Þótt vitanlega séu góðar
undantekningar frá því. Má í því sambandi nefna
meðal annarra lögin „Hamningjudagur Svantes" sem
sannarlega er gaman að fá í íslenskri þýðingu og
„Haustvísa“. Þetta eru lög sem mættu að ósekju hljóma
oft í útvarpi. - Sem dæmi um góða texta og textaþýðing-
ar Aðalsteins nægir hér að minnast á „Drekavisur"
og lagið um grindverkin.
Þórir Baldursson lék á píanó, Tómas R. Einarsson á
Tónlist
Ingvi Þór Kormáksson
kontrabassa, Pétur Grétarsson á trommur og Gísh
Helgason á munnhörpu og flautur. Sköpuðu þeir lög-
um og vísum umgjörð viö hæfi, og látlausar útsetning-
ar Þóris gátu einnig byggt undir dramatíska spennu
líkt og í laginu „Til æskunnar".
Bestu þakkir fyrir hlýlega og notalega kvöldstund,
þrátt fyrir veðurofsa úti fyrir.
tiNvtai
Höfundur: Ó.P.
Mælsku- og rökræðu-
keppni ITC
Laugardaginn 28. nóvember verður hald-
inn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
keppni í mælsku og rökræðu á vegum
Hi.-ráðs ITC og hefst hún kl. 13. Fyrri
keppnin er á milli ITC Stjömu Rangár-
þingi og ITC Eikar Nesi-vesturbæ
Reykjavík. Stjama leggur til að byggt
verði heilsuhæli á Hveravöllum en Eik
andmælir tiUögunni. Seinni keppnin er á
miUi ITC Melkorku Breiðhiolti og ITC
Fífu Kópavogi. Melkorka leggur tíl að
banna aUa kjötneyslu á íslandi næstu
þrjú árin. Fífa andmælir tiUögunni. Allir
em velkomnir á keppnina.
Opið hús hjá Bahá’íum
Að Álfabakka 12 laugardagskvöld kl.
20.30. Guðmundur Steinn Guðmundsson
talar um andleg og efnisleg lögmál. Heitt
á könnunni og allir velkomnir.
Jólavaka Barna-
bókaráðsins
Hin árlega Jólavaka Bamabókaráðsins,
íslandsdeUdar IBBY, veröur í Norræna
húsinu fyrsta sunnudag í aðventu, 29.
nóvember, kl. 15. Lesið verður upp úr
nýjum bókum. Bamakór Grensáskh'kju
syngur jólalög og sýning um Múmín-
álfana verður' opnuð eftir dagskrána í
anddyri hússins og kvikmyndsýning með
þeim byrjar kl. 14. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
Aðventukvöld í Fella-
og Hólakirkju
Aðventukvöld verður haldið í FeUa- og
Hólakirkju sunnudagskvöldið 29. nóv-
ember kl. 20.30. Á dagskrá verður m.a.
upplestur, Sigfús Ingvason flytur hug-
vekju, Snæfellingakórinn og kirkjukór-
inn munu syngja. Nemendur Ragnheiðar
Guðmundsdóttur syngja, Þorvaldur HaU-
dórsson syngur einsöng. Kaffisopi á eftir
í safhaðarheimilinu.
Aðventukvöld í Áskirkju
Sunnudaginn 29. nóvember verður að-
ventusamkoma í Áskirkju kl. 20.30. Séra
Fjalar Sigurjónsson, fv. prófastur, flytur
ræðu, Inga Backman syngur. Einnig
syngur KirRjukór Áskirkju. Samkom-
unni lýkur með ávarpi sóknarprests og
bæn. Eför samkomuna mun kirkjugest-
um boðið upp á súkkulaði og smákökur
í safhaðarheimili kirkjunnar. Komu að-
ventimnar mun og fagnað í guðsþjón-
ustum sunnudagsins í Áskirkju, en
bamaguðsþjónusta er kl. 11 og guðsþjón-
usta kl. 14.
jQlahlaðborð
[ Árbergi
f tilefiú jólanna býður veitingahúsið Ár-
berg upp á jólahlaðborö á kr. 1.190. Lista-
maðurinn Tolli sýnir litlar myndir unnar
í steinþrykk sem hann er nýbúinn að
gera í Danmörku. Millistéttar-skúfptúr-
istinn Teddi sýnir nokkrar stórar og litlar
höggmyndir. Sýning Tolla og Tedda mun
standa yfir jólahátíðina og öll verkin eru
til sölu.
Alþjóðlegur baráttudagur
gegn eyðni
1. desember er alþjóðlegur baráttudagur
gegn eyðni. Jákvæðishópurinn, sem er
sjálfstyrktarhópur fólks með HTV og
eyðni og Samtök áhugafólks um eyðni-
vandann, kynna á íslandi af því tilefni
rauða borðann. Að bera rauða borðann
er ætlað að sýna samúð og stuöning með
fólki með eyðni og þeim sem annast það.
Rauöir borðar eru ekki fjáröflunartæki.
Það á að dreifa þeim endurgjaldslaust.
Jólabasar
2 árs nemar í sérdeildum Myndlista- og
handíðaskóla íslands halda jólabasar í
Kringlunni laugardaginn 28. nóvember.
Einstök kreppukjör.
Laugardagsganga Hana-nú
Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í
Kópavogi er á morgun. Lagt verður af
stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað mola-
kaffi.
„Brautarstöð fyrir tvo“
íbíósal MÍR
Fræg sovésk kvikmynd frá síðasta ára-
tug, „Brautarstöð fyrir tvo“, verður sýnd
í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag,
29. nóv., kl. 16. í myndinni segir frá píanó-
leikara nokkrum sem er á leið með jám-
brautarlest í fangabúðir þar sem hann á
að afplána refsidóm. Leikstjóri er Eldar
Rjazanov. Skýringartexti á ensku. Að-
gangur ókeypis og öllum heimill.
Hýru-dagar í
Hafnarfirði
Nú hafa ijölmargar verslanir og þjón-
ustuaðilar í Hafnarfirði tekið höndum
saman og ákveðið að bjóða til veislu fyr-
ir pyngjuna. Er þetta gert vinum Hafnar-
fjarðar og öðgfin íslendingum til heið-
urs. f dag og á morgun verða tilboðsdag-
ar í Hafnarfirði. Afsláttur, sem veittur
er, nemur 10%-90%.
Tónleikar
50 ára afmæli kórs
Keflavíkurkirkju
Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá
formlegri stofnun Kórs Keflavíkurkirkju.
Af því tilefni mun kórinn flytja klassíska
messu í G-dúr eftir W.A. Mozart við há-
tíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju
sunnudaginn 29. nóvember kl. 14. Afinæl-
istónleikar verða haldnir í kirkjunni
sama dag kl. 18. Aögangur er ókeypis og
aiiir velkomnir.
Aðventutónleikar Lúðra-
sveitarinnar Svans
Sunnudaginn 29. nóvember heldur
Lúðrasveitin Svanur árlega aðventutón-
leika sína í Langholtskirkju kl. 17. Stjóm-
andi er Öm Óskarsson en þetta eru þriðju
tónleikar hans með sveitinni. Á efnis-
skránni em þrjú verk sem öll em samin
fyrir blásarasveitir.
Blásarakvintett
Reykjavíkur
heldur tónleika í Listasafni Sigutjóns,
Laugamesi, sunnudaginn 29. nóvember
kl. 17. Kvintettinn er á fórum til London
þar sem hann mun koma fram á þrenn-
um tónleikum. Kvintettinn hafa skipað
frá upphafi þeir Bemharður Wilkinson,
Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson,
Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmunds-
son.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, 3. hæð, sem hér seg-
ir, á eftirfarandi eign:
SkaftaMíð 15, hluti, þingl. eig. Jó-
hannes Jóhannesson og Olafía Dav-
íðsdóttir, gerðarbeiðendur Lands-
banki íslands, Lífeyrissj. Tæknifræð-
ingafélags íslands og Veðdeild Lands-
banka filands, 1. desember 1992 kl.
10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK