Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1992, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992. Utlönd Stúdentúti- lokaðurfrápróf- umvegnaólyktar Yfirvötó háskólans í Osló hafa meinað einum námsmannanna við skólann að taka próf og al- mennan aðgang að háskólasvæð- inu. Ástæðan er sú að hann lykt- ar svo hræðilega illa. Maðurinn, sem er 39 ára og stundar nám í stjameðlisfrajði, býr í helli skammt frá háskólanum og geng- ur um í gauðrifnum fötum. Maðurinn heflir stefht háskóla- yfirvöldum og fer fram á tæpar þrjátíu miiljónir króna i skaða- bætur. Honum hefur verið mein- að að taka próf frá 1981 vegna ólyktarinnar þar sem skólayfir- völd teija hann ekki í húsum hæfan. Skoskirsjómenn mótmæla leið- togafundi EB Sjómenn lokuðu innsiglingunni í höftúna í Lochinver í norðvest- urhluta Skotlands í gær til að reyna að fá leiðtoga Evrópu- bandalagsins til að ræða fisk- veiðikvóta á fundi sínum í Edin- borg 1 vikunni. Sjómennimir hafa gripiö til ýmissa aðgerða til að mótmæla þvi að franskir bátar fái að landa afla sínum í Lochinver. Skoskum bátum er hins vegar meinað um þaö vegna þess að þeir eru þegar búnir með kvótann sinn. Gefa nemendum smokkameð ávaxtabragði Kanadískur hópur, sem hvetur til óhefts en um leið ömggs kyn- lífs og breiðir út þá skoðun sína að líf hafi kviknaö á jörðinni fyr- ir tilstuðlan geímvera, hefur byrjað að dreifa smokkum með ávaxtabragði meöal kanadískra skólanema. Reuter Færeyingar kusu til sveitarstjóma 1 gær: Fólk sat heima til að mótmæla - Fólkaflokkurinn tapaöi forystunni í Þórshöfn eftir 12 ára setu Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Óvenjufáir tóku þátt í sveitar- stjómarkosningunum hér í Færeyj- um í gær. Þetta er túlkað á þann veg að kjósendur hafi viljað sýna andúð sína á flokkum og stjórnmálamönn- um með því að sitja heima. Kjörsókn náði aðeins ríflega 65% en var 72% í kosningunum árið 1988. í Þórshöfn urðu þau tíðindi að Fólkaflokkurinn tapaði forystunni til Sambandsflokksins eftir að hafa leitt bæjarstjórnina í 12 ár. Paul Michel- sen var búinn að vera bæjarstjóri öll þessi ár og naut vinsælda en gaf ekki kost á sér oftar. Fólkaflokksmenn vantaði sterkan arftaka og því tapaði flokkurinn manni yfir til Sambands- flokksins. Allar líkur eru á að Sambands- flokkurinn krefjist þess að fá næsta bæjarstjóra. Enginn flokkur hefur hreinan meirihluta, því taka nú við samningar um meirihlutasamstarf. Oddviti Sambandsflokkins í Þórs- höfn er Lisbeth B. Petersen og er lík- legt áð hún taki við af Michelsen. Jafnaðarmenn sluppu án áfalla frá kosningunum þrátt fyrir setu í land- stjórninni og mikla óánægju með undanlátssemi flokksins í launamál- um. Þeir sem kusu virðast því al- mennt ekki hafa snúið baki við sín- um gömlu flokkum. Sjálfstæðisflokk- urinn bauð nú fram í fyrsta skipti í Þórshöfn og fékk einn mann, vann hann af lista óháðra. Yngstur í hjartaaðgerð Nathan Holmes er yngsta mann- veran sem fer í hjartaaðgerð. Hann er aðeins sjö vikna og fæddist 14 vik- um fyrir tímann. Fljótleg eftir fæðinguna kom í ljós að ekki var allt með felldu í starfsemi hjartans og ákváðu læknar því að gera á honum aðgerð upp á líf og dauða. Nathan er fæddur í Melbourne í Ástralíu og var hann skorinn þar upp í gær. Aðgerðin tókst vel þótt enn geti enginn sagt fyrir um hvort hann á langt líf fyrir höndum. Reuter Nauðungarsala Á nauðungarsölu sem fram á að fara við Bílageymsluna, skemmu v/Flug- vallarveg, Keflavík, miðvikudaginn 16. desember nk. kl. 16.00. hefur að kröfu Asbjörns Jónssonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., Björn Olafs Hallgrímssonar hrl„ Landsbanka íslands og fleiri lögmanna verið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum. A-11017 A-1729 A-932 A-11112 B-1479 BM-134 BO-393 BO-941 BV-534 BX-416 DA-551 DR-105 E-73 EG-461 EI-502 EN-310 EN-517 EO-528 EU-390 EÖ-224 FG-903 FH-739 FR-156 FR-289 FZ-830 FÞ-456 G-148 G-16101 G-21779 G-23668 G-23966 G-24365 G-7746 G-919 GG-095 GG-105 GI-105 GK-344 GO-518 GR-962 GS-205 GT-723 GU-378 GV-368 GX-557 GÞ-185 GÞ=851 GÞ-902 HB-600 HB-979 HE-881 HG-199 HH-532 HI-729 HK-013 HL-715 • HN-605 HP-290 HT-965 HY-308 I-4892 I-4908 I-5067 1-5146 IB-219 IB-281 IC-461 ID-701 IE-352 IJ-883 IY-279 IY-347 J-179 JA-740 JJ-203 JL-005 JL-494 JM-246 JM-479 JX-164 JX-295 K-2499 K-2793 KA-727 KB-850 KC-229 KD-391 KE-435 KE-751 KE-805 KR-958 KS-401 KS-622 KU-891 L-1012 L-1061 LA-455 LA-795 LF-276 LF-885 M-1096 MA-181 MC-457 MI-226 MS-042 MS-409 P-1910 P-2458 R-10801 R-11496 R-11962 R-11990 R-14096 FT-19719 R-1981 R-21938 R-22218 R-22820 R-25947 R-26074 R-26189 R-26993 R-27539 R-29165 R-32475 R-33415 R-34318 R-36459 R-36817 R-38389 R-39767 R-46353 R-46518 R-46584 R-47224 R-50689 R-51240 R-51772 R-52391 R-54539 R-55374 R-58810 R-59077 R-65534 R-65866 R-67553 R-6791 R-68254 R-70545 R-71196 R-71443 R-71795 R-76306 R-76476 R-77472 SJ-015 TB-968 U-4456 UJ-061 UK-253 V-62 X-3737 X-4550 X-6836 Y-14969 Y-16111 Y-16439 Y-16781 Y-16852 Y-18535 Y-18970 Y-2668 Y-2859 Y-5224 Z-638 ZO-503 Þ-2832 Þ-3814 ÞE-149 Ö-10130 0-10354 0-10407 0-10499 Ö-10563 0-10579 0-10631 Ö-10749 0-1082 0-10870 0-10874 0-10934 0-10935 0-10996 0-11035 0-11040 0-11123 0-1118 0-11261 0-1138 0-11394 Ö-11440 0-11449 Ö-11846 0-12027 0-1287 0-142 0-1455 0-1528 0-1545 0-1788 0-1885 Ö-2090 0-2119 Ö-2143 Ö-2282 Ö-2501 0-2665 0-2753 0-283 0-2895 Ö-2900 Ö-3084 Ö-3087 0-3136 0-3217 0-3239 Ö-3268 0-3279 0-3695 Ö-4079 0-4187 Ö-4206 Ö-4209 0-443 0-4444 Ö-4508 0-4525 0-4668 0-4755 0-4789 Ö-5047 Ö-5082 Ö-5085 0-5294 Ö-5308 Ö-5381 0-5439 Ö-5480 0-5492 Ö-5499 0-5618 0-5620 0-563 0-5649 Ö-5656 0-5742 Ö-5753 0-5912 Ö-5920 0-5980 Ö-6007 Ö-6150 0-6161 0-6255 0-6413 Ö-6459 0-6512 0-6657 Ö-6717 Ö-701 0-7165 0-7167 0-7169 0-7232 Ö-7450 Ö-7802 Ö-790 Ö-8007 Ö-8025 0-8155 0-8210 Ö-8216 Ö-8304 0-8341 0-836 0-8556 0-9033 Ö-9221 0-9512 Ö-9614 Ö-9693 0-9961 ÖB-81 ÖB-84 0-9996 Ö-4474 Þ-2559 Ennfremur verða seldir ýmsir lausafjármunir þ.á m. togspil, sjónvörp, mynd- bandstæki o.fl. SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK Nathan Holmes fæddist 14 vikum fyrir tímann með gallað hjarta. Læknar hafa nú freistað þess að bjarga lífi hans með skurðaðgerð. Simamynd Reuter Indverska þingið í viku frí: Meira of beldi í dag Indverska þingið ákvað í morgun að gera hlé á störfum sínum í eina viku svo þingmenn gætu haldið heim í hérað til að taka þátt í að stöðva átök hindúa og íslamstrúarmanna sem hafa orðið á sjötta hundrað manns að bana. Mikill órói var í þingsölum vegna frétta utan af landsbyggðinni um meiri ofbeldisverk í kjölfar þess að ofstækisfullir hindúar eyöilögðu mosku íslama í borgini Ayodhya. Búist er við frekara ofbeldi á Ind- landi í dag. Stjórnmálaflokkur hindúa hefur boðað til allsherjar- verkfalls til að mótmæla handtöku leiðtoga sinna. Leiðtogamir voru handteknir í gær og sakaðir mn að æsa til uppþota. Mennimir vom í Ayodhya á sunnu- dag þegar æstur múgur hindúa reif niður moskuna með bemm höndum. Narasimha Rao, forsætisráðherra Indlands, á mjög undir högg aö sækja vegna óeirðanna og hefur hann mátt sæta árásum bæði frá stjórnarand- Indverskir hermenn standa vörð í Ayodhya eftir að hindúar jöfnuðu mosku islamstrúarmanna við jörðu. Símamynd Reuter stöðunni og háttsettum mönnum innan eigin flokks, Kongressflokks- ins. Reuter DV liorskurverka* lýðurvillekki launalækkun Norska alþýðusambandið, LO, ætlar ekki að taka þátt i viðræð- um um launalækkanir til að gera norskt atvinnulíf samkeppnis- hæfara. Esther Kostöl, varafor- maður LO, segir að það sé van- hugsað hjá atvinnurekendum aö ýja að þvi að fiam á þaö verði farið. „Það er ekki til umræðu af hálfu LO að ræða um launalækk- un hjá alraennu launafólki, þó svo að forystumenn atvinnurek- enda og aðrir með svipuð laun þoli hana,“ segir Kostöl. Hún segir að fyrirtætón eigi að einbeita sér að því aö nýta efna- hagsaðgerðir stjórnvatóa til að auka hagkvæmni og skapa meiri vinnu. Kveiklísofandi SómalaíRóm Ókunnir árásarraenn lögðu eld að 63 ára gömlum sómölskum manni þar sem hann svaf í al- menningsgarði nærri hringleika- húsinu foma, Coloseum, í Róm snemma í gærmorgun. ítalska rikisútvarpið sagði þetta enn eitt ofbeldisverkiö mnnið undan riíj- um kynþáttahatara. Að sögn lögreglu sagöist mann- inum svo frá að einhver hefði hent logandi plasti yfir náttstað hans, Aðrir heimilisleysingjar, sem sváfú í garðinum, náðu í hjálp þeg- ar Sómalinn, Valentino Nogali, kom æpandi út úr skýli sínu. Fljótt gekk að slökkva eldinn og læknar segja að Nogali muni ná sér á þremur vikum. Hann brenndist á höfði og höndum. Kínverjarbólu- heimleið Mikill ótti hetúr gripið um sig meðal Mongóla sem að undan- fórnu hafa snúiö heim úr við- stóptaferðum eða skemmtiferð- um til Kína. Kinversk yfirvöld hafa nefnilega neytt þá til að láta bóluselja sig áður en þeir fara yfir landamærin til síns heima. Mongólstór embættismenn segja að allt að eitt þúsund Mon- gólar hafi verið bólusettir gegn „plágunni“ við landamærastöð- ina i bænum Erlian i nóvémber. Mongólar gruna Kínverja um græsku og telja jainvel aö þeir hafi verið sýktir með bólusetning- mmi. „Eg velti því fyrir raér hvort ég verð dauður eftir 5 eða 10 ár," sagði verkfræðingur nokkur. Kínverska utanrikisráöuneytið vildi ekki tjá sig um máliö. Danmörku Allt bendir nú til þess að Bibl- ían veröi jólagjöf ársins í Dan- mörku. Ný útgáfa af þessari gömlu bók selst svo vel að prent- smiðjan og forleggjarinn hafa ekki undan. Ekki er liðinn mánuður frá því að nýja þýðingin á Biblíunni var sett á markaðinn. Síöan þá hafa 375 þúsund eintök verið send i bókabúðir þar sem viðskiptavin- irnir hafa rifið þær út. Áhuginn á Biblíunni er langt- um meirienútgefándinn, Danska biblíufélagið, lét sig nokkum tíma dreyma um. Nýja Biblíuþýðingin fæst í ýms- um útfærslum, bæði sem óinn- bundin og í mismunandi fínu bandi, með eða án myndskreyt- inga. Sú^dýrasta er bundin inn í þúsund íslenskar krónur. NTB, Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.