Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Side 11
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 11 Jon Kjell Seljeseth á leið í Eurovision-keppnina: Norðmenn munu reyna að eigna sér mig „Ég flutti til íslands vegna þess að íslensk stúlka, sem fór til náms I Nor- egi, vildi hafa minjagrip með sér heim.“ DV-mynd Brynjar Gauti Höfundur sigurlagsins Þá veistu svarið í Söngvakeppni Sjónvarpsins, Jon Kjell Seljeseth, var bara nokk- urra ára þegar í ljós kom hversu háan sess tónlistin skipaði hjá hon- um. „Foreldrar mínir áttu erfitt með að finna dagheimili sem mér leið vel á. Það var ekki fyrr en ég kom á dag- heimili þar sem voru hljóðfæri eins og til dæmis tambúrínur og þríhym- ingar handa bömunum sem ég fór að þrífast," segir Jon. Hann er fæddur og uppahnn í Þrándheimi í Noregi. Sex ára gamall var hann orðinn klarínettuleikari í lúðrasveit. Á unglingsárunum segist hann hafa verið að fikta við hljóm- sveitarstjóm og útsetningar fyrir skólaskemmtanir auk leiks í lúðra- sveitinni sem hann var í þar til hann var níiján ára. Jon lærði arkitektúr í háskóla í Noregi en flutti svo til íslands að lokinni eins árs her- skyldu. Kom til íslands semminjagripur „Það var nú vegna þess að íslensk stúlka, sem kom til náms í iðjuþjálf- un í Noregi, vildi hafa norskan minjagrip með sér heim,“ segir Jon og hlær. íslenska námsmærin var Ehn Ebba Ásmundsdóttir og nú eiga þau Jon tvo syni, 5 og 3 ára gamla. Það var 1980 sem Jon og Ehn fluttu til íslands. Hann vann sem arkitekt í upphafi íslandsdvalarinnar en síð- ustu sjö til átta árin hefur hann haft tónlistina að aöalstarfi, fyrst og fremst sem útsetjari og upptöku- stjóri. „Um tíma var ég bæði að teikna og í tónhstinni. Það urðu langir vinnu- dagar en kraftamir nýttust vel þar sem um tvö ólík störf var að ræða. Það kom þó að því að þetta varð of mikið.“ Jon varð að velja og tónlistin varð ofan á, í bili að minnsta kosti, tekur hann fram. Höfundur tveggja sigurlaga Hann segist bara hafa samið tvö lög fyrir söngvara; Þá veistu svarið og Eg man hverja stund. Bæði lögin urðu sigurlög, það síðarnefnda í Landslagskeppninni fyrr í vetur. Framundan er hörð undirbúnings- vinna fyrir Eurovisionsöngvakeppn- ina sem haldin verður í maí á ír- landi. Söngkonan Ingibjörg Stefáns- dóttir mun syngja lagið Þá veistu svarið á írlandi eins og hér heima. Keppnin leggst vel í Jon sem enn hefur ekki heyrt önnur sigurlög. yVið erum Svo snemma á ferðinni á íslandi. Sums staðar er mánuður í söngvakeppnina." Norðmenn vilja heiðurinn Þó svo að Jon hafi nú í fyrsta sinn tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarps- ins sem lagahöfundur þá hefur hann útsett mörg vinningslög í keppninni, meðal annars lag Stjómarinnar Eitt lag enn sem varð í fjórða sæti í Euro- visionkeppninni í Zagreb fyrir nokkram ámm og stjómaði Jon þá hljómsveitinni í keppninni. Vel- gengni lagsins vakti óskipta athygli í Noregi og fannst Norðmönnum sem þeir ættu einhvem hlut að máh. Aðspurður hvort Norðmenn væru búnir að frétta af sigri Jons núna svaraði hann hlæjandi: „Mamma veit náttúrlega af því. Hún hringdi hingað. Ég veit ekki hvort norskir fjölmiölar vita um þetta en þeir munu sjálfsagt reyna að eigna sér mig.“ Jon leggur hins vegar áherslu á að hann hafi verið búsettur á íslandi í þrettán ár. „Ég á heima hér og mér hður vel héma Æth ég hafi ekki í fyrra lífi verið einn af þeim Norð- mönnum sem flúðu til íslands undan harðræði Noregskonunga," segir hann. -IBS I M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman rr h — -=•— ©DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 £ o PRIJON-KAJAKAR YANMARIN SPORTBÁTAR JOHNSON - UTANBORÐSMÓTORAR CREWSAVER AVON-GÚMMIBÁTAR Allir velhomnir Sýning í verslun okkar að Seljovegi 2, Reykjovík helgina 27. - 28. febrúor, klukkon 10:00-18:00. Gerroun ó stoðnum - fjö,d/ vjnnjngQ f boði 1. Ryds-árabátur 2. Johnson-utanborðsmótor 3. Nitro-sjóskíði ... auk fjölda annarra vinninga. UMBOÐSSALAN HF. Seljavegi 2, 101 Reykjavík • Simi: 26488 Fax: 626488 • Pósthólf 1180, 121 Reykjavík SEGLBRETTI GÚMMlKANÓAR ARABÁTAR SJÓSKÍÐI ÞURRBÚNINGAR VATNABLÖÐRUR MÓTORVÖRUR BÁTAVÖRUR SUMARIÐ • 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.