Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Heiðra skulum við skálkinn
Evrópusamfélagið sýndi enn einu sinni rétt eðli sitt
í fyrrakvöld, þegar það setti höft á ferskan fisk og fersk-
ar fiskafurðir. Þetta staðfestir það, sem oft hefur verið
sagt hér, að Evrópusamfélagið er svo hættulegt um-
hverfi sínu, að við neyðumst til að ganga í það.
Ef við erum í Samfélaginu, geta íslenzkir sérhags-
muna- og þrýstihópar fengið greiðan aðgang að kerfinu
í Bruxelles. Fyrir utan það erum við hins vegar hluti
af umhverfi þess og erum háðir alls konar duttlungum
og frekju sérhagsmuna- og þrýstihópa innan þess.
í stórum dráttum má segja, að kerfi Evrópusamfélags-
ins sé eins konar risavaxið landbúnaðarráðuneyti að
íslenzkum hætti. Það er sett á stofn til að vernda rót-
gróna, vel skipulagða og hávaðasama sérhagsmuni gegn
almannahagsmunum og sviptingum markaðslögmála.
Rætur Evrópusamfélagsins liggja í Evrópska kola- og
stálsambandinu, sem stofnað var eftir stríð til að halda
uppi verði í Evrópu og hindra samkeppni frá öðrum
heimsálfum. Samfélagið hefur víkkað verkefnið og gæt-
ir nú evrópskra sérhagsmuna á breiðri víglínu.
Höfuðmarkmið Samfélagsins er að vernda hin stóru
fáokunarfyrirtæki Evrópu gegn japönskum og banda-
rískum keppinautum. Annað í röð markmiðanna er að
vemda hávaðasama sérhagsmuni á sama hátt. Allir
þessir aðilar mynda vel skipulagða þrýstihópa .
Franskir sjómenn hafa stælt eftir frönskum bændum
þá árangursríku aðferð að haga sér eins og óþæg vand-
ræðabörn, sturta mat á götur og rústa markaðsskála.
Þeir ganga berserksgang, unz þeim er hlýtt. Þess vegna
er nú búið að setja lágmarksverð á ferskfisk.
Alveg eins og á íslandi eru neytendur ekki spurðir
neins. Kerfinu í Bruxelles er hjartanlega sama, hvort
þeir borga meira eða minna fyrir fisk. Aðalatriðið er
að friða hávaðahagsmuni. Það verður gert aftur og aft-
ur, þegar þrýstihóparnir færa sig upp á skaftið.
Næst þurfa franskir sjómenn ef til vill meiri vernd.
Ef til vill verða það þó fremur fiskvinnslustöðvamar,
sem telja sig þurfa meiri vernd gegn umhverfi Evrópu-
samfélagsins. í öllum tilvikum verður í skyndingu breytt
þeim aðstæðum, sem íslenzkur sjávarútvegur býr við.
Sjálfsafgreiðsla þrýstihópa er og verður mikil í sjávar-
útvegi, sem í Evrópusamfélaginu er talinn þurfa svipaða
gjörgæzlu og landbúnaður. Við getum á þann einn hátt
varizt kárínum að vera ekki hluti af umhverfi Samfé-
lagsins, heldur hluti af innra þrýstihópakerfi þess.
Sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu fáum við
greiðari aðgang að evrópskum markaði. Við náum hins
vegar því ekki að verða innangarðs á vandræðabama-
heimih þrýstihópanna. Við þurfum að ganga í sjálft
Evrópusamfélagið til að verða gjaldgengir á því sviði.
Pólitískar skyldur vegna aðildar verða minni en áður
var reiknað með. Bretum og einkum Dönum hefur tek-
izt að draga allan mátt úr stuðningsmönnum aukinnar
samvinnu á sviði stjómmála, utanríkismála og varnar-
mála. Fjármál og efnahagsmál verða áfram aðalmálin.
Til þess að fá mjúka lendingu í Evrópusamfélaginu
þurfum við sem allra fyrst að taka upp þráðinn, svo að
við getum náð samfloti með þeim ríkjum Fríverzlunar-
samtakanna, sem hafa sótt um aðild að Samfélaginu.
Það er sá hópur ríkja, sem fær ódýrastan aðgang.
Við eigum að gerast aðilar að Evrópusamfélaginu, svo
að það skaði okkur ekki. Við höfum sérhagsmuni af að
vera innan kerfis, sem er hættulegt umhverfi sínu.
Jónas Kristjánsson
Serbar nálgast
markió að
kljúfa Sarajevo
Þróttleysi umheimsins til að lina
þjáningar stríðshijáðs almennings
í Bosníu-Herzegóvínu, hvað þá
heldur að skakka leikinn í þessu
mesta blóðbaði sem átt hefur sér
stað í Evrópu á síðari hluta aldar-
innar, kom átakanlega í ljós í síð-
ustu viku. ítrekað hindruðu her-
flokkar Serba fór bílalesta Flótta-
mannahjálpar Sameinuöu þjóð-
anna með fóng til íbúa í umsetnum
borgum byggðum múslímum í
austurhéruðum Bosníu. Þar er tal-
ið að um 200.000 manns sitji í herkví
og hafi enga aðdrætti fengið mán-
uðum saman. Mikill hluti er flótta-
fólk undan þjóöernishreinsunum
Serba í nærliggjandi sveitum. Fólk
er tekið að falla úr hor í vetrarkuld-
unum.
Til að vekja aukna athygli á til-
raunum Serba til að svelta þá sem
þeir ofsækja til uppgjafar ákvað
Bosníustjórn að hætta að taka við
vistum og lyfjum handa 380.000 íbú-
um höfuðborgarinnar Sarajevo.
Varö hvort tveggja til þess að Sad-
ako Ogata, japanska konan sem
stjómar Flóttamannahjálpinni,
ákvað að hætta öflum birgðaflutn-
ingum í Bosníu sem stæði. Butros
Butros Ghali, aðalritari SÞ, taldi
Ogata hafa farið út fyrir valdsvið
sitt og gaf henni fyrirmæli um að
hefla hjálparstarfið á ný og varð
hún við því.
Yfirherstjóm Serba hefur eitt-
hvað séð að sér við þessa atburði
því síðustu fregnir herma að
birgðalestir hafi komist gegnum
vegartálma þeirra til borganna
Gorazde, Zepa og Cerska í Austur-
Bosníu. Það er fyrsta hjálp sem
íbúum hinnar síðastnefndu berst
frá því bardagar blossuðu upp fyrir
11 mánuðum.
Önnur afleiðing ófremdará-
standsins í hjálparstarfsemi er að
Bill Clinton Bandaríkjaforseti und-
irbýr að láta bandaríska flugherinn
hefja hjálp úr lofti með því að kasta
niður nauðsynjum í fallhlífum til
umsetinna byggðarlaga. Er talið að
flutningavélar af Herkúlesgerð
verði sendar frá Stuttgart í Þýska-
landi til flugs yfir Bosníu.
Talsmenn Serba bmgðust hinir
verstu við þessum tíðindum, sögðu
að múslímar myndu skjóta niður
bandaríska flugvél til að geta kennt
Serbum um og þannig dregið
Bandaríkin inn í átökin. Síðustu
fréttir frá Washington segja að vél-
amar verði látnar fljúga svo hátt
að loftvamarskothríð með þeim
vopnum sem til umráða eruí Bosn-
íu nái ekki til þeirra, þannig að
ekki þurfi að senda orustuflugvélar
á vettvang til að gæta þeirra. En
sá hængur er á að með flugi í um
3000 metra hæö er engin leið aö
miða birgðasendingum í fallhlífum
af neinni nákvæmni. Þær geta því
bæði valdið tjóni, jafnvel mann-
skaða, og lent í annarra höndum
en til er ætlast.
Þessum fregnum frá Washington
fylgir að Clinton muni tilkynna
þegar þar að kemur að birgðum
verði ekki aðeins varpað úr lofti til
byggða múslíma heldur einnig til
Króata og Serba sem sitji í herkví.
Þar að auki segja fréttamenn að
flugflutningarnir séu af hálfu
Erlendtíðmdi
Magnús Torfi Ólafsson
Bandaríkjastjórnar ekki aðeins
hugsaðir sem neyðaraðstoð. Einnig
sé vonast til að aðgerðin hafi póli-
tísk áhrif. Múslímar treysti sér
frekar til að koma til móts viö frið-
artillögur sáttasemjaranna Vance
og Owens þegar Bandaríkin eru
komin á vettvang. Á hinn bóginn
ættu Serbar að reynast sáttfúsari,
af ugg við að bandarísk íhlutun
kunni að aukast stig af stigi.
En sem fyrri daginn eru það Serb-
ar sem sækja fram á jörðu niðri.
Um skeið hafa þeir gert harða hríð
að tveim vestustu úthverfum
Sarajevo, Azici og Stup. Skothríð
úr fallbyssum og skriðdrekum
Serba hefur látlaust dunið á létt-
vopnuðum sveitum Bosníustjórn-
ar. í vikunni tóku Serbar Azici. Nái
þeir einnig Stup gerbreytist víg-
staðan viö Sarajevo þeim í vil.
Eftir það hefðu Serbar í rauninni
náð yfirráðum yfir veginum frá
flugvellinum inn í Sarajevo, einu
aðdráttarleið borgarbúa. En jafn-
vel meira er í húfi. Með vesturút-
hverfin á sínu valdi geta Serbar
beitt yfirburðum í vopnabúnaði til
að sækja inn í miöborgina og jafn-
framt norður fyrir hana. Væru þeir
þá í aðstöðu til að kljúfa borgina í
tvennt. Forustumenn Serba í Bosn-
íu hafa enga dul dregið á að
markmið þeirra sé að leggja undir
sig vesturhluta Sarajevo og gera
að höfuðborg sérstaks Serbaríkis.
Með því þættust þeir hafa girt fyrir
að Bosnía geti nokkru sinni orðið
raunverulegt ríki.
Magnús T. Ólafsson
Serbi kfkir á stöðvar hers Bosníustjórnar við þorpið Setihovo nærri
borginni Gorazde í Austur-Bosníu. Símamynd Reuter
Skoöanir annarra
Látum dómstólana dæma
Smábam er myrt með hroðalegum hætti. Tveir
tíu ára drengir era ákærðir fyrir morðið. í þessu
máli er það dómstólanna að dæma. Áfallið sem fylgdi
morðinu á James Bulger má ekki verða til þess að
menn felli dóma aö óathuguðu máli.
Mál þetta á að verða okkur tilefni til að leita róta
vandans. Hvernig þjóðfélag er það sem við búum í
þegar sakleysingjum er slátrað og saklaust fólk má
þola harðræði og ofbeldi?
Úr leiðara Daily Mail, 22. febr.
Ranglæti Bill Clintons
Bill Clinton þykist sterkur þegar hann reynir að
fylkja Bandaríkjamönnum bak við tillögur sínar í
efnahagsmálum með því að ráðast á Evrópubúa.
Hann hefur fegniö augastað á Airbus flugvélaverk-
smiðjunum. „Ósanngjamt," hrópar hann „fram-
leiðslan er niðurgreidd."
Það er augljóst að forsetanum líkar ekki að keppi-
nautar Boeing, stærsta flugvélaframleiðanda í heimi,
era að ná til sín hluta af markaðnum. John Major
forsætisráðherra ætti að kenna Clinton sitthvað um
staðreyndir lífsins.
Úr leiðara Today, 24. febr.
*
Sum fyrirtæki eru vel stödd
Mitt í öllum fréttunum af kreppu og samdrætti
heyrist alltaf af fyrirtækjum sem standa sig vel og
era í örum vexti. Þessar fréttir eiga að vera okkur
hvatning og ábending um að hægt er að gera vel ef
rétt er að málum staðið.
Úr leiðara Daily Express, 24. febr.