Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993
25
Menning
„Þurfum að efla hug-
sjónina og sköpunina'
- segir Kolbrún Björgólfsdóttir, menningarverðlaunahafl í listhönnun
„Ég hef rekið mitt eigið galleríi í
átta ár hér á Vesturgötunni. Þegar
ég opnaði það á sínum tíma þótti
það mjög nýstárlegt enda hafði
ekkert slíkt gaUerí verið starfrækt
áður. Þetta hefur gengið ágætlega
þó maður verði ekki ríkur af þess-
um rekstri. Það er svo mikil vinna
bak við hvem hlut,“ segir Kolbrún
Björgólfsdóttir sem hlaut menning-
arverðlaun DV í listhönnun. Kol-
brún fær verðlaunin fyrir hönnun
sína sem þykir bera með sér þrosk-
aðan og persónuiegan stíl.
Kolbrún segist aUs ekki búa tíl
tískugripi. „Ég fer mína eigin leið,“
segir hún. „Maður þarf einhvem
veginn að vinna sínum hlutum
sess. Annaðhvort gengur það eða
gerir það ekki. Ef ég væri að fylgja
tískustraumum hveiju sinni þá
hefði það ekkert með Ust að gera,“
segir hún. „Maður fer í Usthönnun
og vinnur þetta starf eingöngu af
hugsjón. Auðvitað vUl maður lifa
af Ustinni en það er ekki hægt að
ganga að því vísu að það gangi
upp. Lífið hjá manni stendur og
fellur með starfinu."
Kolbrún var í MyndUsta- og
handíðaskólanum í fjögur ár og fór
síðan í Skolen for bmgskunst í
Danmörku í tvö ár og útskrifaðist
árið 1975. Síðan hefur Kogga, eins
og Kolbrún er köUuð, verið með
verkstæði. „Fyrstu árin vann ég
ýmiss konar vinnu með Usthönn-
uninni, kenndi t.d. í MyndUstaskól-
anum, en hin síöari ár hef ég helg-
aö mig þessu.“
Óskynsamlegt að
velja listina
Kogga er fædd og uppalin á Stöðv-
arfirði. Þegar hún fór í MyndUsta-
og handíðaskólann árið 1969 þótti
hún hálfskrítin að velja sér slíkt
nám. Hún segist hafa ákveðið sem
barn að fara Ustabrautina. „í fyrstu
ætlaði ég að verða Ustmálari en það
breyttist í skólanum. Ég vissi í
fyrstunni í raun ekkert hvað ég var
að fara út í enda hafði ég aldrei séð
orginal myndUst. Þar sem ég hafði
verið góð á bókina þótti fóUdnu
mjög óskynsamlegt af mér að velja
þennan skóla. Faöir minn var ný-
látinn á þessum tíma en móðir mín
reyndi alls ekki að letja mig heldur
miklu frekar utanaðkomandi fólk,“
segir Kogga. „Skólamönnum þótti
það vera að kasta námshæfUeikum
á glæ að fara þessa braut.“
Kogga bendir á og leggur áherslu
á að sama viðkvæðið sé enn við
lýði hér á landi. „Það er svo röng
hugsun á íslandi að námshæfileik-
ar fari til spilUs ef ekki er farið í
bóklegt nám. Þetta er einmitt það
sem er að tröUríða landinu í dag,
eilíft bóknám. AUt verk og Ustnám,
sem sagt sköpunin og handverkið,
er íagt á hUluna og virðist vera
aukagrein. Strax í grunnskólanum
er troðið inn í bömin að verk-
menntakennsla sé aukafag sem sett
er í stundatöflu upp á skraut. Hins
vegar gagnast þessi eilífi reikning-
ur, sem er verið að kenna bömun-
um, ekki nema broti af þeim þegar
út í lífið er komið,“ segir Kogga.
Tíska að læra bisness
„Ég er óskaplega leið yfir að þetta
skuU vera svona. Mér finnst eins
og þetta sé að koma niður á þjóð-
inni. Manni hefur fundist að meiri
áhersla hafi verið lögð á bókhaldið
í fyrirtækjmn heldur en sköpun-
Kolbrún Björgölfsdóttir, menningarverðlaunahafi í listhönnun, hefur ákveðnar skoðanir á hvað betur megi fara
í fyrirtækjum landsins enda sé sköpunin að því er virðist aukaatriði i rekstri margra þeirra. DV-mynd GVA
ina. Svo virðist vera sem fram-
leiðslan sé aukaatriði. Það er í tísku
að fara í verslunarskóla að læra
bisness. Unga fólkið viU ekki læra
að skapa verömæti og búa til hluti.
Ráðamenn hafa einnig komið þessu
inn hjá fólki með því að vilja ekki
viðurkenna verknám. Það er svo
sérkennilegt að þeir virðast ekki
gera sér grein fyrir hvað felast
núkil verðmæti í sköpuninni. Bæði
ítaUr og Finnar em þekktir fyrir
gæðavöm og faUega hönnun enda
er það grundvöUur aUrar góðrar
framleiðslu að hönnunin sé fagleg
og vel úr garði gerð. Það á ekki að
stofnsetja fyrirtæki og ákveða síð-
an hvað eigi að búa tíl,“ segir Kol-
brún.
Hún telur aö einblína eigi á Util
fyrirtæki þar sem haldið er utan
um hvert einasta atriði í rekstrin-
um og ekki síst hönnunina. „Mér
finnst ótrúleg þröngsýni að ein-
bUna eingöngu á stóriðjuver og
risaverksmiðjur. Það er alltaf verið
að búa til eitthvað utanum ekki
neitt og reyna að finna tilganginn
á eftir. Við erum svo lítil að við
eigum ekki einu sinni að láta okkur
dreyma á þennan hátt.“
Möppudýrin
allsráðandi
Kolbrún segist oft hafa verið
spurð hvort hún ætU sér ekki í
stjórnmál enda segist hún hafa
núklar meiningar varðandi ástand-
ið í þjóðfélaginu. „Það er mér hjart-
ans mál að Islendingar fari aö horfa
á hlutina frá nýju sjónarhomi. Við
verðum að hafa hugsjón og skapa
verðmæti. Það þýðir ekki að reka
fyrirtæki og sitja bara við skrif-
borð. Ég þekki dæmi þess að við-
skiptafræðingur var ráðinn fram-
kvæmdastjóri framleiðslufyrir-
tækis. Hann haíði ekki hundsvit á
því handverki sem var verið að
framleiöa enda skipti hann sér ekki
af framleiðslunni. Hann var auð-
vitað ekki lengi í þessu starfi og á
stuttum tíma var búið að skipta
þrisvar sinnum um framkvæmda-
stjóra en enginn hafði vit á þeirri
vöm sem fyrirtækið var að fram-
leiða. Svo eru menn hissa á að fyr-
irtækin beri sig ekki.“
Kolbrún lætur ekki staðar numið
og fullyrðir að aUt það fólk, sem
situr í verslunarskólum og
menntaskólum, sé afætur á þjóðfé-
laginu. „Þetta fólk er ekki að búa
tU nein verðmæti. Það ætti að setja
þessa krakka í frystihús í nokkur
ár og láta þá vinna við það sem
þjóðin lifir á. Þetta em pabbastelp-
ur og strákar sem fylla þessa skóla
og þau hafa aldrei þurft að dýfa
hendi í kalt vatn.“
Margar sýningar
á næstunni
Kogga þarf vart sjálf að kvarta
undan aðgerðaleysi. Hún ætlar að
halda sýningu í Munaðamesi í
sumar ásamt eiginmanni sínum,
Magnúsi Kjartanssyni. „Við emm
að vinna á fuUu fyrir þá sýningu.
Auk þess ætla ég að halda einka-
sýningu í litla gallernnu mínu í
haust í fyrsta skipti. Það eru vissar
uppstokkanir í mér um þessar
mundir."
Þá hefur Kogga tekið þátt í sýn-
ingunni Form Island II sem hefur
verið á ferðalagi um Norðurlöndin
en þar hefur hún sýnt mjög stóra
hluti. Einnig tók hún þátt í Nor-
rænni samsýningu í London á sl.
ári. Hún er nú á ferðalagi um Eng-
land. Þá ætlar Kogga að vera með
í sýningu í Eistlandi sem opnar í
apríl og mun síðan fara tU Lett-
lands og Litháen.
Hún hefur verið mest í að hanna
stóra hluti undanfarið. „Ég hef
mest gaman af þessum stóru og
veglegu hlutum. Reyndar eru það
langir og mjóir hlutir núna. Ég
myndi segja aö ég væri að mýkjast
upp en ég hef verið mjög hörð í
formi. Annars hef ég haft mikinn
áhuga á veggskreytingum þó ekki
hafi ég gert þær. Ég hafði þó gaman
af þegar breskur gagnrýnandi
sagði í grein fyrir stuttu að hlutir
mínir gætu veriö spennandi í arki-
tektúr. Ég hef oft verið spurð af
hverju ég vinni ekki verk á veggi.
Mér hefur ekki fundist ég hugsa
nógu mikið sem myndUstarmann-
eskja tU þess. Ég hefkannski meira
verið í „decorative art“ (skreytiUst)
en þó með hluti sem fólk notar og
skreytir híbýU sín með.“
Kogga hefur ekki áður fengið
verðlaun en hún segist afar stolt
af að fá menningarverðlaun DV.
„Ég er mjög glöð vegna þess aö mér
hefur fundist góður metnaöur í
verðlaunaafhendingum síðustu
ára. Þetta er frábært framtak og
ég hef alltaf fylgst með þessu. Verð-
launin eru mikils virði fyrir Usta-
menn sem þurfa uppörvun ekki
síður en aðrir. Þetta er mikU hvatn-
ing.“
-ELA
útóílí i tilómabúb
GARÐSHORN $S
við Fossvogskirkjugarð - sími 40500
POTTABLOM 20-50% afsláttur GJAFAVORUR 20-70% afsláttur
POTTAHLÍFAR 20-75% afsláttur SJALR/OKVANDI 30-50% afslát KER tur
KERTI 20-40% afsláttur TÚLÍPANABÚNT m/greinum, aóeins 245,-
Opió alla daga kl. 10-19